Fréttablaðið - 02.04.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.04.2012, Blaðsíða 16
16 2. apríl 2012 MÁNUDAGUR Halda má því fram með full-gildum rökum að kennslu- heimurinn standi á verulegum tímamótum um þessar mundir. Veldur þar mestu um ný tækni, netið í allri sinni dýrð, spjald- tölvur, bæði Kindle en ekki síst græja á borð við Ipad, allar sam- skiptaleiðirnar, Youtube, Wiki- pedia, Google, Schooltube, Vimeo og þannig má lengi telja. Í raun hefur kennsla síðustu alda einkennst af sama grunni sem í megindráttum gengur út frá því að eitt skuli yfir alla ganga. Þannig eru nemendur settir saman í hópa eftir aldri, ein kennslubók að mestu fyrir alla, innlagnir fyrir hina ólíku hópa byggðar að mestu á um 40 mínútna lotum o.s.frv. Vissulega hafa ýmsir skólar reynt að brjóta þessa hefð upp en eigi að síður er skólakerfið í heild byggt upp á þessu fyrirkomulagi sem sækir fyrirmynd sína til Forn-Grikkja þar sem hinn fróði stóð uppi á kassa og predikaði yfir hinum fáfróðu. Grunnurinn er í megin- dráttum enn sá sami. Höfum verið að brjóta lög! Á hinn bóginn segja öll kennslu- fræði, lög og reglugerðir, að bjóða skuli nemendum einstaklings- miðað nám. Þessi ákvæði laga og fræða eru í raun margbrotin á degi hverjum í skólum landsins. Ástæðan er fyrst og fremst hin aldagamla hefð er gegnsýrir allt kerfið. Hinn fróði predikar yfir hinum van kunnandi. Eitt skal yfir flesta ganga. Nú hillir undir að hin nýja tækni opni loksins þær dyr er liggja að einstaklingsmiðuðu námi. Tilraunir, sem stundaðar eru í nokkrum skólum um allan heim, lofa sannarlega góðu. Best finnst mér þessu nýja umhverfi lýst með orðum skosks nemanda í Ipad-væddum skóla: „With Ipad I can learn the way I like to learn.“ Í stað þess að leggja fram „eina námsbók“, sem öllum er ætluð, eiga nemendur að leita þeirra heimilda sem hverjum hentar til að ná markmiðum námsins. Þetta snýst ekki um tæknina heldur um námið og leiðirnar til að afla sér þekkingar. Tæknin hins vegar opnar stóra gátt að námsmark- miðunum og leggur grunn að fjöl- breytilegum leiðum hinna lær- dómsfúsu. Þannig eru nemendur virkjaðir til að leita sér áhugaverðra leiða til lærdómsins. „Learning by doing“, gæti hæglega átt hér við sem og að virkja hina skapandi hugsun til lærdómsins. Það eru nefnilega svo margar leiðir að sama markmiði. Allar hinar óþrjótandi upplýsingalindir á netinu skapa endalausa mögu- leika til lærdóms. Og þær þarf að nýta í þágu menntunar. Þetta gerir fólk heima hjá sér á vinnu- stöðum – svífur um netmiðlana hverju nafni sem þeir nefnast – og leita upplýsinga. Skólakerfið hefur í megindráttum ekki fylgt þessari þróun. Ein skrudda fyrir alla. Kennslubókin, sem úreldist fljótt og hlýtur að vera þröng í eðli sínu, er aðeins ein fjölmargra leiða til að ná settu marki – þ.e. að læra. Margfalt árangursríkara hlýtur að vera að bjóða jafnframt allar hinar upplýsinga leiðirnar hvort heldur eru greinar, mynd- bönd, ljósmyndir, frásagnir eða hvað annað. Virkjum kraft og áræði fróðleiksfúsra til að finna hver um sig þær keldur sem svala. Með því að virkja leiðirnar til fróðleiks örvum við nemendur. Veruleikinn er líka þannig að flestir afla sér upplýsinga í gegnum ýmsa netmiðla. Og þar eru landamæri upphafin – heimurinn er undir. Því hlýtur það að teljast eðlilegt hlutverk skóla, á hvaða stigi sem er, að þjálfa nemendur sína í að afla sér upplýsinga og ekki síður að skoða þær með gagnrýnum hætti. Þarf mikið meira til að teljast kunna? Að virkja fólk til náms Spjaldtölvan er rétt að hefja innreið sína í skólakerfið. Við heyrum brestina þar sem gamla og þrönga „karlinn-á-kassanum“ aðferðin mun víkja undan gnægð upplýsinga. Danskur skólastjóri, Rasmus Borch, orðaði það svona á ráðstefnu nýlega: „We are going from top-down teaching to more horizontal teaching.“ Og þar gegnir tæknin lykil- hlutverki. Þetta er líka kallað „ flipped classroom“ þar sem lær- dómurinn fer fram heima á netinu en skapandi og ögrandi verkefni eru unnin í skólastofum. Nokkur dæmi hafa sýnt stór- stígar framfarir nemenda með því að nálgast lærdóminn með þessu móti, þ.e. kennsla löguð að þörfum hvers og eins í stað einnar aðferðar fyrir alla. Bandarískur skóli var afar lágt metinn árum saman á samræmdum prófum. Stjórnendur þar á bæ stokkuðu allt skipulag skólans upp og lögðu upp með einstaklings miðað nám þar sem netið og spjaldtölvur gegndu lykilhlutverki. Á örfáum árum fór skólinn úr 50% falli nemenda í minna en 10% fall, þökk sé breyttum kennsluháttum. Í öðrum skóla náðu rúm 90% nemenda sem notuðu spjald tölvur en aðeins um 65% þeirra sem voru látin hanga í gömlu aðferðunum. Stað reyndin er einfaldlega sú að fjölbreytileiki í námsefni og náms leiðum eykur áhuga og virkjar fleiri skynfæri við námið. Þetta er einfaldlega svarið við hinni almennt viður- kenndu leið allra fræðikenninga og laga um lærdóm: að sér hverjum einstaklingi skuli sinna við hæfi hvers og eins. Við höfum ekki gert það í árhundruð. Nú er tækifærið að skapast. Mörg ljón eiga eftir að vera í vegi þessa nýja um hverfis enda kerfið verið að byggjast upp í aldir og er orðið innmúrað. Stærsta hindrunin er að losna við hugsun og skipulag hins gamla og bráðum úrelta kerfis. Það eru spennandi tímar framundan í menntamálum. Um spjaldtölvur og byltingar Menntamál Hjálmar Árnason framkvæmdastjóri Keilis Fyrir þá sem hafa sykursýki, gigt, bjúg, taugaskaða og/eða skerta blóðrás í fótum. Minni þreyta, minni bjúgur og minni verkir í fótum! Lyfju Smáratorgi mánudag kl. 16-18 Lyfju Lágmúla þriðjudag kl. 17-19 KYNNINGAR Í Minnstafirði hafði ekki verið keypt ný bók á bókasafn barna- skólans síðan Þorpið sem svaf var keypt af Kvenfélaginu og gefin safninu við hátíðlega athöfn rétt eftir jólin 1965. Minntust elstu menn í þorpinu – ekki því sem segir frá í bókinni heldur Minnstafirði – þess enn tárvotir hvernig Sigurlaug Sigurðardóttir formaður hafði tekið bókina upp úr poka að sunnan og rétt Sigur- laugu Þórðardóttur skólastjóra og látið þess getið að þetta væri bara fyrsta bókin af mörgum sem Kvenfélagið hygðist færa safninu. Í aðdraganda þorrablótsins 1966 andaðist Sigurlaug Sigurðar- dóttir, af álagi við að smakka til súr matinn, og af því að hún var – til viðbótar við það að vera venju- legur kvenfélagsformaður – það sem kallað er driffjöður varð ekkert meira úr áætluðum bóka- gjöfum til bókasafnsins og var Þorpið sem svaf nýjasta bókin á þeim bæ allt þar til síma skráin með hálfberum strák á for síðunni rataði þangað inn fyrir mis- skilning síðasta vor. Þá er það á aðventukvöldi Lions- klúbbsins þann 12. desember í fyrra að Haukur Kristjánsson formaður (það má fljóta með að hann er systursonur Sigurlaugar heitinnar Sigurðardóttur, sonur Bínu sem sá alltaf um tjaldstæð- ið) tilkynnir að klúbburinn ætli að gefa skólanum hávísindalegan útbúnað svo börnin geti lesið raf- bækur og þannig náð í skottið á framtíðinni sem sé alltaf á næstu grösum (hann orðaði þetta svona og vakti hrifningu). Og af því að Haukur hefur í sér þessa driffjöður sem er svo rík í þessu fólki þá lét hann ekki sitja við orðin tóm og vafði plastið utan af einu svona apparati og færði Sig- urlaugu Indriðadóttur skólastjóra. Hún þakkaði fyrir hönd skólans og lét þess getið að nú þyrfti ekki framar að hafa áhyggjur af lestrar- kunnáttu drengjanna í Minnsta- firði, svona stórhugur myndi drífa þá upp úr öllum tölvuleikjum svo ekki væri nú minnst á reykingafikt og aðra ómennsku. Magna á dekkjaverkstæðinu var brugðið um stund því hann sá fyrir sér að allur drengja skarinn yrði við þessa tækninýjung allt of menntaður og myndi í kjöl- farið fúlsa við því að þiggja hjá honum vinnu á álagstímum – en sá ótti rjátlaðist af honum þegar hann mundi eftir Baldri fávita sem aldrei myndi geta lært að lesa af bók og þá ekkert frekar rafbók og sá í honum framtíðar- starfskraft þegar honum sjálfum (atvinnulífinu) myndi best henta. Að þessum hugleiðingum loknum lét Magni það eftir sér að klappa, með öðrum viðstöddum, fyrir gjöf Lionsklúbbsins. Nú, við nývaknaða Góu á því herrans ári 2012, hafa drengirnir í Minnstafirði tekið stór stígum framförum í lestri. Fram farirnar voru hægar í fyrstu en eftir að skólastjórinn Sigurlaug, Haukur formaður Lionsklúbbsins og Hauk- ur (sami Haukur) Kristjánsson eig- andi sprotafyrirtækisins Rafbók- Raflestur höfðu látið ljós sitt skína í staðarblaðinu (netútgáfunni) sem svo aftur leiddi til þess að allir stærstu miðlar landsins (netút- gáfurnar) fjölluðu á nákvæmlega sama hátt um málið, fór fluglæsi að gera vart við sig meðal drengj- anna í þorpinu og lásu þeir nú hverja rafbókina á fætur annarri – að því sagt er. En þar með er ekki öll sagan sögð því nú gerðist það bara í gær eða fyrradag að Baldur fáviti kom á bókasafnið og sótti sér bókina Þorpið sem svaf og lét þess getið í leiðinni að hann ætlaði að glugga í hana í dauða tímanum á dekkjaverkstæðinu. Kerlingarnar á bókasafninu, Ingibjörg eldri og Ingibjörg yngri, brostu góðlát- lega í laumi því þær þóttust vita að Baldur væri ólæs en fyrir- gáfu honum mannalætin af því að fávitum leyfast sem kunnugt er drýgindi umfram aðra menn. Síðan héldu þær áfram að met- ast um hvor þeirra væri með þrá- látara líkþorn og lofuðu Guð fyrir rafbækurnar sem hvorki þyrfti að raða upp í hillur né heldur kaupa inn á safnið til að bæta safn- kostinn, heldur væru þær bara til í fjarvíddunum og kenndu þaðan drengjum að lesa sig. Nokkur orð um rafbækurnar í fjarvíddunum og ólæsi drengja Menning Guðmundur Brynjólfsson rithöfundur Umræður um framtíð Evrópu-sambandsins, ESB, hafa verið miklar og ítarlegar að undanförnu og ekki að ófyrirsynju. Evrópu- sambandið líkt og heimurinn allur hefur þurft að glíma við fjármála- kreppu sem hefur nú náð inn í innsta kjarna sambandsins. Þessi kreppa birtist m.a. í skuldakreppu vegna óráðsíu og skuldasöfnunar einstakra aðildarríkja. Viðbrögð sambandsins við skuldakreppunni fram til þessa hafa verið fálm- kennd, ótraustvekjandi og komið seint fram. Margir eru fyrir vikið löngu búnir að afskrifa sambandið og þá sérstaklega evrusamstarfið. Nú er rætt um það af fullri alvöru að Grikkir þurfi að yfir- gefa evru svæðið þó engin formleg útgönguleið sé til samkvæmt sátt- málum sambandsins. Það er erfitt að taka ákvörðun um að lána mikla fjármuni til þess sem er þegar skuldugur upp fyrir haus og getur ekki gefið tryggingu um að hann greiði fjármunina til baka. Ekki er langt síðan við Íslendingar vorum í sömu stöðu og Grikkir. Hagfræð- ingar keppast um að skilgreina til hvaða ráða Evrópusambandið þarf að grípa til að takast á við núverandi aðstæður og sýnist sitt hverjum í því efni. Það eru hins vegar fleiri hliðar á þessu máli sem vert er að skoða, hliðar sem snúa að stofnana- uppbyggingu Evrópusambandsins. Skuldakreppan Kreppan sem nú ríkir er í eðli sínu flóknari að mörgu leyti en fyrri kreppur sem Evrópusamband- ið hefur þurft að glíma við. Hér kemur til alþjóðavæðingin, sam- þætting fjármálakerfis, frjálsir fjármagnsflutningar yfir landa- mæri og fleiri þættir sem gera það að verkum að fæst ríki eru eyland og aðgerðir í einu ríki hafa áhrif í öðru. Skuldakreppa sem kallar á snör handtök, hraða úrvinnslu, öfluga eftirfylgni og framkvæmd. Í fyrri kreppum voru aðildarríki sambandsins færri sem ein faldaði allar aðgerðir jafnframt sem í flestum tilfellum var svigrúm til að takast á við þær yfir lengri tíma. Tillögurnar sem loksins voru settar fram til að leysa úr skulda- kreppunni til lengri tíma litið munu heldur ekki einfalda sam- starfið þar sem um er að ræða sátt- mála sem verður með einhverjum hætti utanáliggjandi öðrum sátt- málum Evrópusambandsins. Fjöldi aðildarríkja er að verða fótakefli Hröð fjölgun aðildarríkja og lítt breytt ákvörðunartökukerfi er að verða eitt af stærstu vanda- málum sambandsins og dregur úr möguleikum þess að bregðast við kreppum eins og þeirri sem herjað hefur frá alþjóðlega fjár- málahruninu árið 2008. Fjöldi og margbreytileiki aðildarríkja er orðinn slíkur að erfitt er að gera breytingar á stefnu og löggjöf sam- bandsins. Ferlið er hægfara og getur ekki að óbreyttu kerfi gengið hratt fyrir sig. Staðreyndin er sú að aðildarríkin eru ólík og með ólíka stjórnmála- menningu og reglur þar að lútandi sem gerir sambandinu erfitt um vik. Írar og Danir telja sig til að mynda þurfa að senda minnstu breytingar sem lagðar eru til fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Stjórnar- skrárdómstóll Þýskalands hefur æ meiri afskipti og athuga semdir gert við löggjöf sam bandsins og svona mætti áfram telja. Hér hefur neitunarvald aðildar ríkja í mörgum málaflokkum einnig mikið að segja jafnframt því að óhemju tímafrekt er að senda breytingar á sáttmálum fyrir þing allra aðildarríkjanna. Í stuttu máli þá hefur ekki tekist að breyta ákvarðanatökuferli sam- bandsins með þeim hætti að sam- bandið geti brugðist hratt við aðstæðum eins og skuldakreppunni nú. Á sama tíma og sambandið þarf að dýpka samvinnuna til að geta tekist á við fjármála kreppur og draga þarf úr valdi aðildar- ríkjanna þá er aðildarríkjum að fjölga sem flækir málin meira en nokkru sinni fyrr. Ekki má heldur horfa framhjá þeirri staðreynd að almenningur í flestum aðildar- ríkjunum er á móti auknum sam- runa og gerir æ meiri kröfur um beinna lýðræði og að ákvarðanir séu teknar heima fyrir. Það hefur reyndar verið stefna sam bandsins undanfarin ár með svokallaðri nálægðarreglu. En það er ekki bæði sleppt og haldið. Lærdómurinn af þessari síðustu kreppu verður líklega sá að Evr- ópusambandið verður að koma sér upp hraðvirkari ákvarðanatöku ef það á að geta brugðist við kreppum í síkvikum og breytilegum heimi. Það er ekki sjálfgefið og það mun hugsanlega stranda á samþykki margra aðildarríkja að gefa meira eftir af fullveldi sínu til Brussel. Fjöldi aðildarríkja ESB getur orðið fjötur um fót ESB-aðild Kristján Vigfússon kennari við Háskólann í Reykjavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.