Fréttablaðið - 02.04.2012, Page 18

Fréttablaðið - 02.04.2012, Page 18
18 2. apríl 2012 MÁNUDAGUR Það er í raun kostulegt en um leið sorglegt að sjá geðs- hræringu andstæðinga aðildar Íslands að Evrópusam bandinu við opnun svo kallaðrar Evrópu- stofu. Það er eins og fjandinn sjálfur hafi opnað skrifstofu á Íslandi miðað við viðbrögð sumra Nei-sinna. Það kom mér hins vegar á óvart að Björn Bjarnason skyldi bætast í þennan hóp þegar hann virtist fara alveg úr sambandi þegar fréttaskýringaþátturinn „ Landinn“ fjallaði á yfir vegaðan hátt um möguleika Íslendinga á landsbyggðarstyrkjum frá Evrópu sambandinu ef landið gengi í ESB. Björn Bjarnason hefur lengi verið í fararbroddi þeirra sem styðja vestræna samvinnu. Hann er meðal annars núverandi for- maður Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóða- mál. Ég geng út frá því að Björn hafi nokkrum sinnum farið í kynnisferðir á vegum NATO til Washington, Brussel og London, sérstaklega þegar hann var starfandi blaðamaður á Morgun- blaðinu. Mér dettur ekki í hug eina einustu mínútu að jafn vel gefinn maður og Björn hafi tekið fréttatilkynningar frá Atlants- hafsbandalaginu og birt þær gagnrýnislaust í blaðinu. Hann notaði auðvitað þess- ar ferðir sínar til að bæta við þekkingu sína á eðli og upp- byggingu NATO. Það gerði hann hæfari til að vega og meta breytingar í alþjóða málum og þannig miðla betri upp lýsingum til Íslendinga. Á sama hátt og Björn hefur gert með styrk þann sem hann fékk frá Alþingi til að kynna sér eðli og upp- byggingu Evrópusambandsins. Ekki virðist sá styrkur hafa breytt skoðun Björns á Evrópu- málum mikið né gert hann að Evrópusinna! En styrkurinn og þær upplýsingar sem hann hefur fengið í kjölfarið af ferð sinni til Brussel hefur örugglega hjálpað honum að móta skoðun sína á ESB. Á sama hátt mun al menningur, fjölmiðlafólk og aðrir geta fengið upplýsingar frá Evrópustofu og öðrum aðilum og þannig myndað sér upplýsta skoðun á því hvort það telji hag Íslendinga betur borgið innan eða utan Evrópu- sambandsins. Niðurgreitt Bændablað, ótrúlegar mýtur sem Útvarp Saga endurvarpar gagnrýnislaust og fjand samlegir leiðarar og fréttaskýringar Morgunblaðsins sjá alveg um að koma neikvæðum fréttum um Evrópusambandið á framfæri. Ég er enginn sérstakur tals- maður Evrópustofu eða Evrópu- sambandsins í sjálfu sér en ég held að ég geti fullyrt að Evrópu- stofa muni ekki í sínum gögnum á neinn hátt taka afstöðu til þess hvort Íslendingar eigi að ganga í Evrópusambandið eða ekki. Evrópustofa mun reyna að birta raunsæja mynd af því fyrirbæri sem Evrópusambandið er. Það er hins vegar ekki létt verk því ESB er í raun flókið samband af frjálsu samstarfi fullvalda ríka en á sama tíma ákveðin sam- þætting á hlutverki þjóðríkja. Ég er hins vegar sannfærður eftir að hafa menntað mig sérstaklega í þessum málaflokki og starfað að Evrópumálum í næstum því tuttugu ár að innganga Íslands í Evrópusambandið yrði landi og þjóð til góðs. Það eru hins vegar ekki allir sammála mér og virði ég þær skoðanir. Það virðast hins vegar flestir vera á þeirri skoðun að það vanti meiri upplýsingar um Evrópusambandið. Það sætir því furðu að ákveðinn hópur manna virðist sannfærður að einungis neikvæðar og jafnvel rangar upplýsingar um Evrópusam- bandið séu þær einu sem megi birta. Um réttar og rangar upplýsingar Á Læknadögum í janúar síðast-liðnum var haldið málþing um stöðu mönnunar lækna á Íslandi. Þar var meðal annars fjallað um stöðuna sem ríkir í mönnunar- málum heilsugæslunnar. Staðan er ekki góð og ef takast á að tryggja rekstur heilsugæslunnar á Íslandi þarf að grípa strax til aðgerða, meðal annars með því að gera heilsugæslulækningar að álit- legum kosti fyrir unga lækna. Fastráðnir heilsugæslu læknar á Íslandi voru 188 þann 1. október 2011. Þar af voru 180 sérfræð- ingar í heimilislækningum. Fast- ráðnum heilsugæslulæknum hafði fækkað um fjóra á landinu frá ársbyrjun 2010. Ef aldurssam- setning sérfræðinga í heimilis- lækningum er skoðuð kemur í ljós að á aldursbilinu 36 til 45 ára eru 30 læknar eða þrír að meðal- tali í hverjum árgangi. Ef aldurs- bilin 46 til 55 ára og 56 til 65 ára eru skoðuð kemur í ljós að um 70 einstak lingar eru í hvoru tíu ára aldursbili eða 7 læknar í hverjum árgangi að meðal tali. Af þessu er ljóst að nýliðun í röðum heim- ilislækna hefur verið mjög ábóta- vant á síðustu tíu árum en gera má ráð fyrir að læknar ljúki sérfræðiviður kenningu í heim- ilislækningum fyrir 35 ára aldur. Á næstu 10 árum munu 29% fastra lækna heilsugæslunnar ná sjötugsaldri og 45% ná sjötugs- aldri á næstu 15 árum. Til að ná að halda í við brottfall úr stéttinni mun þurfa að útskrifa um sex til sjö nýja sérfræðinga í heimilis- lækningum á ári næstu 10 til 15 árin. Til að mæta fólksfjölgun í landinu mun þurfa einn til tvo nýja sérfræðinga á ári til viðbótar. Á landsbyggðinni eru um 106 stöðugildi heilsugæslulækna. Í dag er fastráðið í innan við 80 þeirra og 62 stöðugildi eru setin af 68 sér- fræðingum í heimilislækningum. Því má segja að það vanti um 40 heimilislækna á landsbyggðina ef manna á hana með sérfræðingum í faginu. Sömuleiðis er skortur á heimilislæknum á höfuðborgar- svæðinu en gera má ráð fyrir að um 15 til 20 þúsund höfuðborgar- búar séu án fasts heimilis læknis og auk þess eru sumir læknar með fleiri skráða skjólstæðinga en þeir ráða við að sinna. Ef gert er ráð fyrir að eðlilegt sé að hver heimilislæknir sinni 1.200 til 1.500 manns er skorturinn á höfuðborg- arsvæðinu um 20 til 60 stöðugildi. Ef það á að ná að halda í við brottfall úr stéttinni á næstu 10 árum og auk þess að ná að manna höfuðborgina og landsbyggðina með sérfræðingum í heimilislækn- ingum mun þurfa allt að 18 nýja sérfræðinga á ári næstu 10 ár. Ef ná á sömu markmiðum á 15 árum mun þurfa um 15 nýja sérfræðinga á ári. Fyrir nokkrum árum var sett upp metnaðarfullt sérnám í heim- ilislækningum hér á landi sem hefur skilað um það bil fjórum nýjum læknum á ári síðustu ár. Í átaki sem Velferðarráðu neytið og Heilsugæsla höfuðborgar- svæðisins hafa meðal annars staðið að er nú stefnt að því að byggja upp sérnám sem miðar að því að átta læknar geti lokið námi í heimilislækningum á ári. Sér- námsáætlunin byggir á þriggja ára skipulögðum náms brautum fyrir sérnámslækna. Svo er gert ráð fyrir að sérnáms læknarnir sæki sér menntun erlendis í þann tíma sem upp á vantar en lengd sérnámsins er að lágmarki fjögur og hálft ár. Ef þessi plön ganga eftir og þeir einstaklingar sem ljúka sérnámi skila sér allir heim að sérnámstímanum liðnum þá mun innan nokkurra ára takast að halda í við brottfall úr stéttinni en ekki mun takast að ná að vinna upp þann mikla skort sem orðinn er á heimilislæknum. Flestir stjórnmálamenn sem að heilbrigðismálum hafa komið síðustu ár hafa rætt um mikilvægi heilsugæslunnar í heilbrigðis- kerfi landsmanna og ófá loforðin hafa komið um styrkingu hennar. Hins vegar virðist svo vera að styrkingin snúi fyrst og fremst að öðrum þáttum heilsugæslunnar en þeim þar sem skórinn virkilega kreppir að, það er heilsugæslu- lækningunum. Aðrar megin stoðir heilsugæslunnar, svo sem ung- barnaeftirlit og mæðravernd, eru þannig vel starfandi víðast hvar og aðgengi fullnægjandi. Höfða þarf til unglækna að velja sér starfsvettvang innan heilsu- gæslunnar. Eins er mikilvægt að ná til baka þeim fullmenntuðu heim- ilislæknum sem hætt hafa störfum og haldið utan á síðustu árum, þó fjöldi þeirra sé ekki mikill. Ef þetta á að takast þarf að fjölga rekstrarformum heilsu gæslunnar og bjóða upp á meiri fjölbreyti- leika en nú er gert. Þau lönd þar sem unglæknar sækja sitt nám hafa að miklu leyti byggt heim- ilislækningarnar á sjálfstæðum rekstri heimilislæknanna sjálfra, svo sem Noregur og Danmörk, eða eru í vaxandi að mæli að taka það form upp í heilsu gæslunni, svo sem Svíþjóð. Það er tími til kominn að Íslendingar skoði aukna fjölbreytni í rekstri heilsugæslu lækninga í von um að nýliðun glæðist, að fram- þróun verði í faginu, að aðgengi að þjónustunni verði betra og hver Íslendingur eignist sinn fasta heimilislækni sem hefur tíma og getu til að sinna honum varðandi forvarnir og með höndlun sjúk- dóma. Staða mönnunar lækna í heilsugæslunni og nýliðun ESB Andrés Pétursson ráðgjafi Heilbrigðismál Gunnlaugur Sigurjónsson heimilislæknir Til að ná að halda í við brottfall úr stétt- inni mun þurfa að útskrifa um sex til sjö nýja sérfræðinga í heimilislækningum á ári næstu 10 til 15 árin. Til að mæta fólksfjölgun í landinu mun þurfa einn til tvo nýja sérfræðinga á ári til viðbótar. Eins árs starfs- afmæli Specialist- erne á Íslandi Í dag er alþjóðlegur dagur einhverfra. Þennan dag fyrir ári opnaði sjálfseignarstofnun Specialisterne á Íslandi mats- og þjálfunaraðstöðu sína fyrir einstaklinga á einhverfu rófi. Þann 4. ágúst mættu síðan fyrstu sex einstaklingarnir til okkar í mats- og þjálfunar- ferlið. Frá þeim tíma hafa 16 einstaklingar verið hjá okkur og í dag eru þrír þeirra í launaðri vinnu og aðrir þrír í starfsnámi sem er undanfari launaðrar vinnu. Starfsemi Specialisterne byggist á hugmyndafræði sem Thorkil Sonne hefur þróað með sínu góða starfsfólki í Dan- mörku allt frá árinu 2004. Í stuttu máli gengur verkefnið út á það að finna og fá til okkar einstaklinga með greiningu á einhverfurófinu, meta þá og þjálfa til sjálfshjálpar. Þeir 16 einstaklingar sem hafa verið hjá okkur á þessu ári eiga það flestir sameiginlegt að hafa ekki verið úti á hinum almenna vinnumarkaði. Þeir höfðu ekki haft hvatningu til að vakna til neinna sérstakra starfa og höfðu því oftar en ekki litla til- finningu fyrir tilgangi sínum í hinu daglega lífi. Hjá okkur hafa þessir ein- staklingar þurft að mæta alla virka daga vikunnar og vinna í upphafi verkefni sem hjálpa okkur að meta almenna getu þeirra og finna helstu styrk- leika og veikleika. Til að finna sem flestum störf við hæfi hafa þessir einstaklingar fengið tækifæri í starfsnámi hjá m.a. Reykjavíkurborg, Tölvulistanum, Menntaskóla Kópavogs, Nóa Síríus og Vistor. Þá höfum við einnig fengið til okkar nokkur skráningar- verkefni sem við höfum unnið á starfsstöð okkar í Síðumúla 32. Það er tilfinning okkar, sem hefur líka verið staðfest af mörgum aðstandendum skjól- stæðinga okkar, að á þeim tíma sem liðinn er frá því að starf- semi hófst hafi almenn vellíðan þessara einstaklinga batnað mikið og trú þeirra á sjálfa sig og umhverfið orðið meiri. Ný störf fyrir skjólstæðinga okkar og betri líðan þeirra gefur okkur trú og kraft til að halda áfram starfinu þrátt fyrir erfiðan rekstrargrundvöll. Fjárhagsleg staða Special- isterne er í mikilli óvissu, en til dagsins í dag höfum við ekki haft úr öðru að spila en styrk- veitingu frá Mennta áætlun ESB, Leonardo, og Starfs- endurhæfingarsjóði VIRK, og framlögum frá fyrirtækjum og velunnurum. Um miðjan síðasta mánuð var samþykkt styrkveiting til Specialisterne frá velferðarráðuneytinu, sem er vel, en sá styrkur dugir ekki einn og sér til að tryggja til- veru okkar yfir næstu áramót. Við bíðum enn svara frá öðrum stofnunum og trúum og vonum að starfsemi Specialisterne eigi hljómgrunn hjá þeim sem deila út fjármunum hins opin- bera. Hér birtist að lokum listi yfir þau fyrirtæki og þær stofnanir sem hafa létt okkur lífið með styrkjum í formi ýmissa gjafa, peningaframlögum og margs konar fyrirgreiðslu. Alcan á Íslandi, Arion banki, Blómaval, Borgar fjarðar- hreppur, DK hug búnaður, Efla verkfræðistofa, Fjölsmiðjan, Frón kexverksmiðja, Garð- heimar, Innnes, Hreyfing, Intel- lecta, Íslandsbanki, Litaland, Marel, Menntaáætlun ESB, Nói Síríus, Penninn, Síminn, Tölvu listinn, Seltjarnar nes- kaupstaður, Sveitar félagið Garður, Reykjavíkurborg, Reitir fasteignafélag, Vífilfell, Umsjónarfélag einhverfra, Þjónustumiðstöð Laugardals og Háaleitis og Ölgerðin. Samfélagsmál Bjarni Torfi Álfþórsson framkvæmdastjóri Specialisterne Ný störf fyrir skjólstæðinga okkar og betri líðan þeirra gefur okkur trú og kraft til að halda áfram starfinu þrátt fyrir erfiðan rekstrargrundvöll.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.