Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.04.2012, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 02.04.2012, Qupperneq 46
2. apríl 2012 MÁNUDAGUR22 Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. timamot@frettabladid.is MICHAEL FASSBENDER leikari er 35 ára í dag. „Ég er mjög ánægður með hrukkurnar á enninu. Þær eru skrásetning á lífi mínu. Mér finnst gaman að lesa sögur úr andlitum fólks.“ Alþjóðlegur dagur einhverfu er í dag og af því tilefni erum við hjá Umsjónarfélagi einhverfra að opna nýja uppfærða heimasíðu, einhverfa. is,“ segir Eva Hrönn Steindórsdóttir, for maður félagsins. „Dagurinn er árlegur viðburður í þeim tilgangi að vekja athygli á þessari röskun sem er algengari en margir halda,“ útskýrir Eva. „Á Íslandi fæðast um fimmtíu börn á ári sem greinast á einhverfurófinu. Einkennin eru auðvitað mismunandi, sumir hafa mjög væg einkenni, aðrir sterkari.“ Umsjónarfélag einhverfra sinnir ýmsum verkefnum. „Við sinnum auðvitað réttinda- gæslu í málefnum einhverfra, höldum úti öflugu kynningarstarfi bæði fyrir að- standendur og almenning, erum með foreldra- fundi, unglingahópa þar sem krakkar á ein- hverfurófi hittast og fá stuðning og höldum almenna fræðslufundi fimm til sex sinnum á ári,“ segir Eva. „Svo er það náttúrulega nýja heimasíðan þar sem hægt er að finna ýmsa fræðslu um einhverfu. Á alþjóðlega einhverfu- deginum í fyrra stofnuðum við specialisterne, sjálfseignarstofnun sem þjálfar einhverfa til þátttöku á vinnumarkaði og þá sér staklega í tæknigeiranum. Eins og aðrir þarf fólk á einhverfurófi rétta umhverfið og rétta stuðninginn til að geta notið sín.“ - fsb Ný vefsíða um einhverfu FORMAÐURINN Eva Hrönn Steindórsdóttir er formaður Umsjónarfélags einhverfra sem opnar nýja heimasíðu í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Þannig er að heimildarmynd um Hall- dór Laxness, sem hefði orðið 110 ára núna 23. apríl, hefur verið í vinnslu í nokkur ár. Halldór Þorgeirsson, tengdasonur Laxness, gerir myndina og þar er í grófum dráttum farið yfir ævi skáldsins, einkum þó þriðja og fjórða áratug síðustu aldar og í framhaldi af því hvernig hann lenti á svörtum lista hjá bandarísku alríkislögreglunni í kringum 1950. Ég fékk síðan það verk- efni í fyrrasumar að gera tónlist við þessa mynd,“ segir Tómas R. Einarsson tónlistarmaður um tilurð geisladisksins Laxness sem inniheldur tónlistina við myndina Svarti listinn og Laxness, auk tveggja eldri laga sem Tómas samdi við ljóð eftir Laxness. „Ég lagðist undir feld, má segja, og hlustaði mikið á tónlist frá þessum tímabilum, án þess þó að ég ætlaði mér að semja tónlist inn í tíma- bilið. Það var bara gott að vita af henni,“ segir Tómas. „Stór hluti tónlistarinnar í myndinni er með nokkrum millistríðsárablæ þótt ég hafi engan veginn haldið mig innan þess stíls. Það má frekar segja að það sé vitnað í hann.“ Öl l tón l i s t i n á diskinum er instrú- mental fyrir utan eldri lögin tvö sem áður eru nefnd, S.S. Montcl- are sem Ragnhildur Gísladóttir syngur og Hjarta mitt í flutningi Ragnheiðar Gröndal. Með Tómasi, sem að sjálfsögðu leikur á kontra- bassa, leika þeir Davíð Þór Jónsson á píanó og básúnu, Ómar Guðjónsson á gítar, túbu og banjó og Matthías MD Hemstock á trommur. Í eldri lögun- um tveimur koma saxófón leikararnir Óskar Guðjónsson og Sigurður Flosason til viðbótar þeim sem fyrr eru nefndir auk Eyþórs Gunnarssonar sem leikur á píanó. Tómas hefur séð myndina grófklippta og lætur vel af. „Mér finnst hún býsna skemmtileg og það sem einkennir hana umfram margar æviferilsmyndir er að Halldór Þorgeirsson hefur verið mjög glúrinn við að draga fram mynd- efni frá Íslandi, sem hann hefur sótt í gagnabanka vítt og breitt um ver- öldina, þannig að þarna sjást margar nýjar klippur úr Íslandssögunni frá tímabilum sem maður vissi ekki einu sinni að til væri myndefni um.“ Er eitthvað í myndinni sem sýndi þér Laxness í nýju ljósi? „Ég hef síðan ég var unglingur verið hálfgerður „kiljanó maníak“. Held það séu ekki margir stafir eftir hann í bókum sem ég hef ekki lesið og margt af því mjög oft, þannig að það hefði ekki verið létt verk að koma mér mikið á óvart í sam- bandi við ævi hans. Eitt og annað kom þó þarna fram sem ég vissi ekki fyrir.“ Blánótt ehf. gefur diskinn út og er hann kominn í verslanir. Útgáfutón- leikar verða þó ekki fyrr en 1. maí, en þá verða haldnir tvennir tónleikar í stofu skáldsins á Gljúfrasteini. fridrikab@frettabladid.is TÓMAS R. EINARSSON: GEFUR ÚT KVIKMYNDATÓNLIST ÚR MYND UM LAXNESS VITNAR Í TÓNLISTARSTÍL MILLISTRÍÐSÁRANNA Diskurinn ber einfald- lega heitið Laxness. KILJANÓMANÍAK Tómas R. Einarsson hefur sent frá sér disk með tónlist sem hann samdi við heimildarmyndina Svarti listinn og Laxness. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Merkisatburðir 2. apríl 1453 Umsátrið um Konstantínópel hefst. 1801 Breski flotinn undir stjórn Nelsons flotaforingja gjörsigrar danska flotann við Kaupmannahöfn. 1902 Fyrsta kvikmyndahúsið í Bandaríkjunum, Electric Theatre, er opnað í Los Angeles í Kaliforníu. 1928 Fyrsta íslenska konan fær lyfsöluleyfi. Það er Jóhanna Magnúsdóttir, sem rekur Lyfjabúðina Iðunni í Reykjavík í áratugi. 1930 Haile Selassie er lýstur keisari Eþíópíu. 1982 Argentína gerir innrás á Falklandseyjar og hefur þannig Falklandseyjastríðið. 1992 John Gotti er dæmdur í ævilangt fangelsi í New York-borg fyrir morð og skipulagða glæpastarfsemi. 2004 Búlgaría, Eistland, Lettland, Litháen, Rúmenía, Slóvakía og Slóvenía verða fullgildir meðlimir í NATO. 2007 Jarðskjálfti að stærðargráðu 8,1 á Richter skekur Salómons eyjar og veldur flóðbylgju. Í tengslum við Grænan apríl hefur bókin Ákall til mann- kyns – sjálfbærni, lýðheilsa og bætt loftslag verið endur- útgefin hjá bókaútgáfunni Sölku. Bókin inniheldur tvær skýrslur samdar af Alþjóða- nefnd um framtíð matvæla og landbúnaðar. Einn af mörgum fræðimönnum sem skipa þá nefnd er Vandana Shiva, heimsþekkt baráttukona á sviði umhverfis- og mann- réttindamála og ötull tals- maður lífræns land búnaðar, en hún hélt áhrifamikinn fyrirlestur um þessi mál í Reykjavík síðastliðið haust. Stefnuyfirlýsing um fram- tíð matvæla og Stefnuyfirlýs- ing um loftslagsbreytingar og framtíð matvælaöryggis eru heiti á skýrslunum sem birtast í þessari bók og vakið hafa fólk víða um lönd til vistvænni vitundar. Í skýrslunum eru dregnar fram í dagsljósið ýmsar staðreyndir um meðferð okkar á jörðinni, bæði neikvæðar og jákvæðar. Ákall til mannkyns endurútgefin BARÁTTUJAXL Vandana Shiva heimsþekkt baráttukona á sviði umhverfis- og mannréttinda- mála og ötull talsmaður lífræns landbúnaðar. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Titanic fór í sína fyrstu siglingu mánu- daginn 2. apríl 1912, tveimur dögum eftir að vinnu við skipið lauk og aðeins átta dögum áður en það lét úr höfn í Southampton í jómfrúrferðinni. Um borð voru sjötíu og átta verkamenn sem unnið höfðu við smíði skipsins og fjörutíu og eins manns áhöfn. Einnig voru fulltrúar ýmissa fyrirtækja sem sem komið höfðu að smíði skipsins með í reynslusiglingunni. Siglingin tók tólf tíma og var reynt á hæfni skipsins eftir kúnstarinnar reglum; hraðinn aukinn og minnkaður, snúið við, bakkað og svo framvegis. Allt reyndist virka eins og til var ætlast og við komuna til hafnar á ný var undirritað sjófærnivottorð sem gilti í tólf mánuði. Klukkutíma síðar lagði Titanic af stað í aðra siglingu sína og var siglt til Southampton þar sem lagst var að bryggju að morgni 4. apríl og hafist handa við að flytja vistir um borð og gera klárt til að taka á móti farþegunum. ÞETTA GERÐIST: 2. APRÍL 1912 Fyrsta reynslusigling Titanic Föðursystir okkar, MARGRÉT INGIBJÖRG ÞORLEIFSDÓTTIR frá Hlíð í Hörðudal, til heimilis að Hvassaleiti 56, lést hinn 22. mars sl. á Dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Fyrir hönd aðstandenda, Inga Teitsdóttir, Nanna Teitsdóttir, Hrefna Teitsdóttir Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, afi og langafi, RAGNAR GUÐMUNDSSON vélstjóri, Selásbraut 52, Reykjavík, sem lést á líknardeild LSH í Kópavogi fimmtudaginn 28. mars, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 3. apríl kl. 15.00. Nijole Sinniskiené Þorvaldur Ragnarsson Fanney Einarsdóttir Guðlaugur Jakob Ragnarsson Guðrún Birgisdóttir Svandís Ragnarsdóttir Sigurður Sigurjónsson Sigurrós Ragnarsdóttir Stefán Árni Einarsson barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.