Fréttablaðið - 02.04.2012, Síða 50

Fréttablaðið - 02.04.2012, Síða 50
2. apríl 2012 MÁNUDAGUR26 26 menning@frettabladid.is GUNNHILDUR ÞÓRÐARDÓTTIR er myndlistamaður aprílmánaðar hjá SÍM. Sýning hennar Fráhvarf verður opnuð á morgun, þriðjudag 3. apríl, klukkan 17. Á sýningunni eru ný verk, bæði ætingar og skúlptúrar. Sýningin stendur til 25. apríl og er opin á opnunartíma skrifstofu SÍM, mánudaga til föstudaga frá 10-16. Atómstöðin eftir Halldór Laxness hefur verið gefin út á ný, í nýju útliti svörtu seríunnar, sem samræm- ist endurútgáfu á bókum skáldsins undanfarin ár. Bókin var fyrst útgefin árið 1948 en hefur verið ófáanleg í langan tíma. Atómstöðin er ein umdeildasta skáld- saga Halldórs Laxness enda skrifuð beint inn í samfélags- umræðu og snertir siðferði- leg og pólitísk deilumál sem voru efst á baugi á Íslandi í umróti fyrstu áranna eftir stríð. Sagan segir frá norðan- stúlkunni Uglu sem kemur í höfuðstaðinn til þess að læra á orgel. Þar mæta henni ólíkir heimar; borgaralegt þingmannsheimilið þar sem hún er í vist og litskrúðugt mannlíf í húsi organistans þar sem gildismatið er tölu- vert annað. Atómstöðin loksins gef- in út á ný UMDEILD Atómstöðin var skrifuð inn í samfélagsumræðuna eftir stríð. Leikhús ★★★★★ Tengdó Höfundur: Valur Freyr Einarsson Leikarar: Kristín Þóra Haraldsdóttir og Valur Freyr Einarsson; Tónlist og hljóð- mynd: Davíð Þór Jónsson; Lýsing: Aðalsteinn Stefánsson; Hreyfimynd- band: Ilmur Stefánsdóttir og Jón Páll Eyjólfsson; Leikmynd og búningar: Ilmur Stefánsdóttir; Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson. Borgarleikhúsið í samstarfi við Common Nonsense. Á fimmtudagskvöldið hófst ævin- týri sem hrífur og hreyfir við áhorfendum, ævintýri sem er frá- sögn úr raunveruleikanum. Þeim raunveruleika sem mörg íslensk börn hafa lifað við. Saga Magneu, tengdamóður höfundarins Vals Freys Einarssonar og móður leik- mynda- og búningahönnuðarins Ilmar Stefánsdóttur, er sögð af virðingu, hlýju og með greindar- legum undirliggjandi húmor. Sýningin er sett upp á Litla Sviðinu en það er eins konar sex- hyrningur eða hringur sem hentar allri myndinni ákaflega vel. Ilmur Stefánsdóttir hefur með dóta- kassa úr fórum ömmu sinnar og mömmu byggt upp umgjörð sem er einkar heillandi. Á hvítri fall- hlíf sem myndar eins og hring- laga himinn yfir leiknum birtast í skuggamyndum tákn og börn og menn og myndir sem glæða verk- ið lífi og fleiri víddum. Magnea var öðruvísi, kölluð kolamoli. Einhvers staðar langt í burtu á hún pabba því þó svo að henni hafi alltaf verið sagt að hann hafi dáið, þá finnur hún það á sér að hann er til. Hún fæddist árið 1945, allt öðruvísi á litinn en hin börnin í Höfnunum. Móðir hennar var 42 ára gömul, hafði verið gift í áraraðir án þess að eignast eigið barn en svo féll hún fyrir súkkulaðisætum brúneygum grískum guð. Það eru tveir leikarar í verkinu þó hlutverkin séu í raun þrjú. Valur Freyr, sem safnað hefur saman upplýsingum og skrifað verkið, leikur bæði móður Magneu og eins hana sjálfa, en því hlutverki deilir hann með Kristínu Þóru Haraldsdóttur. Framan af býst maður við ein- hvers konar haldbærri skýringu á því hvers vegna karlmaður er í þessu hlutverki, og maður veltir fyrir sér hvort hann eigi allt í einu að breytast í eitthvað annað, en þegar á leið varð þetta eðlilegasti hlutur í heimi. Kristín Dóra Haraldsdótt- ir sannfærði okkur um að hún væri lítil og öðruvísi og byrjuð að reykja sjö ára gömul. Henni tókst að segja sögurnar um eineltið á þann hátt að það hefði mátt vera tilfinningalaus manneskja sem komst ekki við. Lýsingar hennar á þeirri skilyrðislausu ást sem Magnea bar til Jóns stjúpa síns var einnig afar falleg. Jón stjúpi dó áður en Magnea byrjaði í barna- skóla en það var skelfileg upplifun sem fallegur ljóshærður drengur með blá augu bjargaði henni úr. Og sá fallegi ljóshærði drengur sat og hélt í höndina á konunni sinni á frumsýningunni. Hér var ævisaga sögð en vita- skuld með tilheyrandi vali höf- undar. Leitin að upprunanum og rétturinn á því að vita hver maður er, stýrði framvindunni. Í sýning- unni var mikil ljóðræna, mikil feg- urð og tónlistin smaug inn undir fallhlífina og lífið og gerði stemn- inguna fullkomna. Elísabet Brekkan Niðurstaða: Sýningin fjallar um tímabil í sögu landsins sem skiptir mjög miklu máli, unnin af ást, virðingu og umhyggju fyrir viðfangsefninu. FALLEG SÝNING UM FÖÐURLEIT KRISTÍN ÞÓRA OG VALUR FREYR Leikarar sýningarinnar standa sig afar vel að mati gagnrýnanda. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Lofað er að hádegistónleikarnir í Hafnarborg þriðjudaginn 3. apríl klukkan 12 verði örlaga þrungnir. Þar túlkar Hörn Hrafnsdóttir mezzósópran fjórar persónur úr óperubókmenntunum sem ýmist sjá fyrir ill örlög annarra eða leiða til örvinglunar, afbrýðisemi, dauða eða tortímingar. Hörn syngur meðal annars Ulricu úr óperunni Un ballo in Maschera eftir Verdi, blindu konuna úr óperunni La Gioconda eftir Ponchielli og Azu- cenu úr Il Trovatore eftir Verdi. Hörn stundaði tónlistarnám í Tónlistarskóla Kópavogs og Söng- skólanum í Reykjavík. Hörn hefur einnig sótt ýmis námskeið og söng- tíma, meðal annars í Vínar borg, Edinborg, London og á Ítalíu. Á Íslandi hefur hún sótt tíma hjá Elínu Ósk Óskarsdóttur og Krist- jáni Jóhannssyni. Árið 2007 var Hörn meðal fyrstu verðlaunahafa í alþjóðlegu söngvara keppninni Barry Alexander Inter national Vocal Competition. Hún hefur starfað og sungið einsöng með ýmsum kórum og er hluti af tríóinu Sopranos. Hún hefur komið fram sem einsöngvari, meðal annars á Ítalíu, í Búlgaríu og Kanada auk þess að hafa sungið einsöng á tvennum tónleikum í Carnegie Hall í New York. Hjá Íslensku óperunni hefur Hörn sungið La Zia Princi- pessa í Suor Angelica hjá Óperu- stúdíóinu, Amneris í Aidu-ástarþrí- hyrningnum og mömmu Luciu í Cavalleria Rusticana sem var sam- starfsverkefni ÍÓ og Óperukórs Hafnarfjarðar. Hörn í Hafnarborg HAFNARBORG Þetta er níunda árið sem boðið er upp á hádegistónleika í Hafnar- borg. Frá upphafi hefur Antonía Hevesi píanóleikari verið listrænn stjórnandi tón- leikanna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Mikið mál? Minna mál með SagaPro www.sagamedica.is Ef tíð næturþvaglát eru mikið mál fyrir þig ættir þú að nota tækifærið og ná í kaupauka af SagaPro. Í apríl færðu 20 stk. kaupauka þegar þú kaupir 40 stk. pakka af SagaPro í Garðs Apóteki. Tilboðið gildir út apríl í Garðs Apóteki, Sogavegi 108. KAUPAUKI No tað u S aga Pro í 10 da ga og þú mu nt s ann fær ast um ára ngu r. SagaPro bætir nætursvefn þinn og maka þíns Sæktu styrk í íslenskt náttúruafl! Dregur úr tíðum næturþvaglátum SagaPro Ókeypis sýnishorn Opið kl. 9 -18 virka daga, lokað um helgar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.