Fréttablaðið - 02.04.2012, Qupperneq 56
2. apríl 2012 MÁNUDAGUR32
sport@frettabladid.is
ÞÓR ÞORLÁKSHÖFN OG STJARNAN geta í kvöld tryggt sér sæti í undanúrslitum úrslita-
keppni Iceland Express-deildar karla. Þór sækir þá Snæfell heim í Hólminn á sama tíma og Stjarnan spilar
í Keflavík. Þór og Stjarnan unnu fyrstu leiki sína í rimmunum en tvo sigra þarf til að komast áfram.
IE-deild karla:
Njarðvík-Grindavík 76-87
Njarðvík: Cameron Echols 19/8 fráköst, Travis
Holmes 18/7 stoðsendingar, Elvar Már Friðriksson
17/8 fráköst/5 stoðsendingar, Páll Kristinsson
10/5 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 9, Ólafur
Helgi Jónsson 3.
Grindavík: Þorleifur Ólafsson 17, Giordan Watson
17/5 fráköst/9 stoðsendingar, J’Nathan Bullock
13/7 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 13/4 fráköst,
Jóhann Árni Ólafsson 11, Sigurður Gunnar Þor-
steinsson 10/10 fráköst, Ómar Örn Sævarsson 2,
Ólafur Ólafsson 2, Ryan Pettinella 2/4 fráköst
Tindastóll-KR 81-89
Tindastóll: Curtis Allen 25/5 fráköst, Helgi Rafn
Viggósson 15/5 fráköst, Friðrik Hreinsson 10,
Þröstur Leó Jóhannsson 8, Igor Tratnik 8/6
fráköst, Svavar Atli Birgisson 7/4 fráköst, Maurice
Miller 6, Hreinn Gunnar Birgisson 2,.
KR: Dejan Sencanski 27/4 fráköst, Joshua
Brown 18/9 fráköst/7 stoðsendingar, Finnur Atli
Magnusson 14/5 fráköst, Robert Lavon Ferguson
10/5 fráköst, Martin Hermannsson 8, Hreggviður
Magnússon 7, Skarphéðinn Freyr Ingason 3, Jón
Orri Kristjánsson 2.
IE-deild kvenna:
Snæfell-Njarðvík 78-79
Snæfell: Jordan Lee Murphree 22/13 fráköst,
Hildur Björg Kjartansdóttir 22, Kieraah Marlow
16, Alda Leif Jónsdóttir 9, Berglind Gunnarsdóttir
5, Hildur Sigurðardóttir 4/7 fráköst.
Njarðvík: Lele Hardy 27/23 fráköst, Shanae
Baker-Brice 27/6 fráköst, Petrúnella Skúladóttir
19/5 fráköst, Ólöf Helga Pálsdóttir 4, Ingibjörg
Elva Vilbergsdóttir 2/4 fráköst/6 stoðsendingar.
N1-deild kvenna:
FH-HK 22-21
Mörk FH: Kristrún Steinþórsdóttir 8, Ingibjörg
Pálmadóttir 5, Aníta Mjöll Ægisdóttir 2, Birna
Íris Helgadóttir 2, Berglind Ósk Björgvinsdóttir
2, Margrét Ósk Aronsdóttir 2, Indíana Nanna
Jóhannsdóttir 1.
Mörk HK: Elín Anna Sveinsdóttir 8, Emma Havin
Sardarsdóttir 3, Heiðrún Björk Helgadóttir 3, Jóna
Sigríður Halldórsdóttir 2, Arna Björk Almarsdóttir
2, Guðrún Erla Bjarnadóttir 1, Gerður Arinbjarnar
1, Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir 1.
KA/Þór-Valur 22-30
Mörk KA/Þórs: Martha Hermannsdóttir 7, Katrín
Vilhjálmsdóttir 5, Kolbrún Einarsdóttir 3, Ásdís
Sigurðardóttir 2, Hulda Tryggvadóttir 2, Erla
Tryggvadóttir 2, Arna Valgerður Erlingsdóttir 1.
Mörk Vals: Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 6, Dagný
Skúladóttir 5, Karólína Lárusdóttir 4, Anna Úrsula
Guðmundsdóttir 4, Þorgerður Anna Atladóttir 3,
Rebekka Rut Skúladóttir 2, Kristín Guðmunds-
dóttir 2, Hildur Andrésdóttir 1, Nataly Valencia
1, Þórunn Friðriksdóttir 1, Ragnhildur Rósa Guð-
mundsdóttir 1.
Haukar-ÍBV 21-24
Mörk Hauka: Marija Gedroit 7, Agnes Ósk Egils-
dóttir 4, Karen Helga Sigurjónsdóttir 2, Ásta
Björk Agnarsdóttir 2, Viktoría Valdimarsdóttir 2,
Ásthildur Friðgeirsdóttir 2, Gunnhildur Péturs-
dóttir 1, Erla Eiríksdóttir 1.
Mörk ÍBV: Ester Óskarsdóttir 9, Þórsteina
Sigurbjörnsdóttir 3, Ivana Mladenovic 3, Drífa
Þorvaldsdóttir 3, Grigore Ggorgata 3, Hildur
Dögg Jónsdóttir 1, Aníta Elíasdóttir 1, Sandra
Gísladóttir 1.
Stjarnan-Grótta 31-27
Mörk Stjörnunnar: Sólveig Lára Kjærnested 13,
Jóna Margrét Ragnarsdóttir 3, Þórhildur Gunn-
arsdóttir 3, Rut Steinsen 2, Hildur Harðardóttir 2,
Esther Viktoría Ragnarsdóttir 2, Arna Dýrfjörð 2,
Helena Örvarsdóttir 1.
Mörk Gróttu: Sunna María Einarsdóttir 13, Eva
Björk Davíðsdóttir 5, Laufey Ásta Guðmunds-
dóttir 3, Unnur Ómarsdóttir 3, Björg Fenger 2,
Elín Helga Jónsdóttir 1.
LOKASTAÐAN:
Valur 16 15 0 1 496-335 30
Fram 16 14 0 2 448-331 28
ÍBV 16 11 0 5 423-377 22
Stjarnan 16 9 0 7 454-433 18
HK 16 8 0 8 441-432 16
Grótta 16 4 2 10 373-440 10
KA/Þór 16 4 1 11 359-424 9
Haukar 16 3 0 13 400-494 6
FH 16 2 1 13 333-461 5
ÚRSLIT
KÖRFUBOLTI Það verða Njarðvík og
Haukar sem leika til úrslita um
Íslandsmeistaratitilinn í kvenna-
flokki í ár.
Haukastúlkur voru þegar
búnar að tryggja sér sæti í úr-
slitunum og Njarðvík tók hitt
sætið um helgina er liðið vann
eins stigs sigur á Snæfelli í
dramatískum leik.
Njarðvík vann þar með einvígi
liðanna, 3-1. - hbg
Iceland Express-deild kvenna:
Njarðvík og
Haukar í úrslit
FRJÁLSAR Kúluvarparinn Óðinn
Björn Þorsteinsson varð um
helgina þriðji frjálsíþrótta-
maðurinn sem tryggir sig inn
á Ólympíuleikana í London í
sumar. Áður höfðu spjótkastarinn
Ásdís Hjálmsdóttir og maraþon-
hlauparinn Kári Steinn Karlsson
tryggt sig inn á leikana.
Óðinn kastaði þá 20,22 metra
á innanhúsmóti í Kaplakrika.
Ólympíulágmarkið er 20 metrar.
Þetta var jafnframt í fyrsta
skipti sem Óðinn kastar yfir 20
metra á sínum ferli. Hann átti
best fyrir helgina 19,84 metra.
- hbg
Fjölgar í ÓL-hópnum:
Óðinn á leið til
London
ÓÐINN BJÖRN Náði draumakastinu um
helgina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
HANDBOLTI Deildarkeppni N1-
deildar kvenna lauk um helgina
og Valskonur tryggðu sér deildar-
meistaratitilinn með öruggum
sigri á Þór/KA.
Grótta tók lokasætið í úrslita-
keppninni þó svo liðið hafi tapað.
Þar sem Þór/KA tapaði héldu
Gróttustúlkur sjötta sætinu.
Tvö efstu lið deildarinnar –
Valur og Fram – sitja hjá í fyrstu
umferð úrslitakeppninnar en þá
mætast ÍBV og Grótta annars
vegar og Stjarnan og HK hins
vegar.
Úrslitakeppnin hefst þann 12.
apríl næstkomandi. - hbg
N1-deild kvenna:
Valskonur
unnu deildina
BIKAR Á LOFT Valskonur eru duglegar að
lyfta bikurum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
SUND Anton Sveinn McKee stóð
sig afar vel á spænska meistara-
mótinu í sundi sem fram fór um
helgina á Málaga.
Anton tvíbætti Íslands-
met sitt í 400 metra fjórsundi
sama daginn, fyrst um tæpar 4
sekúndur og svo um 27 hundraðs-
hluta úr sekúndu. Metið er því
4:26,37 mínútur.
Þessi tími dugði Antoni í fjórða
sætið á mótinu. - hbg
Anton Sveinn McKee:
Heitur í Málaga
BADMINTON Ragna Ingólfs dóttir
skráði nafn sitt gylltu letri í bad-
mintonsögunni í gær þegar hún
vann sinn níunda meistara titil
í einliðaleik. Það hefur engri
annarri konu tekist að afreka á
Íslandi.
R ag na lagði Snjólaug u
Jóhannsdóttur mjög sann færandi
í tveimur lotum í úrslitaleiknum
í gær. Loturnar vann hún 21-9
og 21-3. Snjólaug var að keppa
til úrslita í fyrsta skipti og hafði
ekkert að gera í badminton-
drottningu Íslands.
Kári Gunnarsson lagði Magnús
Inga Helgason af velli í einliða-
leik karla. Kári þurfti, rétt eins
og Ragna, aðeins tvær lotur til
þess.
Kári hafði gríðarlega yfirburði
í fyrstu lotunni sem hann vann,
21-7. Magnús Ingi byrjaði aðra
lotuna af krafti og komst í 9-3.
Kári hóf þá endurkomu sína sem
endaði með 21-19 sigri og Íslands-
meistaratitillinn þar með hans.
Magnús Ingi hafði þó betur
í tvíliðaleiknum gegn Kára.
Þar unnu Magnús Ingi og Helgi
Jóhannesson þá Kára og Atla
Jóhannesson í þrem lotum.
Ragna varð einnig meistari í tví-
liðaleik með Katrínu Atlad óttur.
Þær lögðu Tinnu Helgad óttur og
Erlu Björgu Hafsteinsdóttur.
Tinna meiddist í annarri
lotu og því þurftu þær Erla að
gefa leikinn. Tinna átti einnig
að keppa til úrslita í tvenndar-
leiknum með Magnúsi Helga, sem
er bróðir hennar, en þau urðu að
gefa leikinn vegna meiðslanna.
Atli Jóhannesson og Snjólaug
Jóhannsdóttir fögnuðu því sigri
í tvenndarleiknum. - hbg
Ragna Ingólfsdóttir setti met og Kári Gunnarsson vann sinn fyrsta titil:
Níu meistaratitlar í húsi hjá Rögnu
DROTTNINGIN Ragna er badminton-
drottning Íslands og hefur stimplað nafn
sitt rækilega í sögubækurnar.
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
KÖRFUBOLTI Grindavík tryggði
sæti sitt í undanúrslitum Iceland-
Express deildar karla í körfu-
bolta þegar liðið vann Njarðvík,
87-76, í öðrum leik liðanna í átta
liða úrslitum. Jafnræði var á með
liðunum fyrstu þrjá leikhlutana
en í þeim fjórða stungu Grind-
víkingar af.
Grindvíkingar voru sterkari
til að byrja með og náðu fljótlega
góðu forskoti 14-9. Njarð víkingar
voru alls ekki á því að gefast upp
og komust aftur inn í leikinn.
Staðan var 25-24 eftir fyrsta leik-
hlutann.
Bæði liðin fundu taktinn vel
öðrum leikhluta og voru að spila
vel. Það var mikill hiti í leiknum í
fyrri hálfleik og einu sinni þurfti
að stía mönnum í sundur eftir að
slagsmál brutust út.
Jafnt var á öllum tölum út hálf-
leikinn og var staðan 45-43 fyrir
Grindavík þegar menn gengu til
búningsherbergja.
J‘Nathan Bullock, leikmaður
Grindavíkur, datt heldur betur í
gang í síðari hálfleiknum og fór
á kostum í upphafi hálfleiksins.
Þegar þriðja leikhlutanum var
lokið var staðan 61-61 og Njarðvík-
ingar jafnir deildar meisturunum.
Elvar Friðriksson, leikstjórnandi
Njarðvíkur, var frábær í gær og
stjórnaði leiknum eins og hann
hefði verið í meistaraflokki í mörg
ár.
Það var eins og heimamenn
væru orðnir bensínlausir í fjórða
leikhlutanum og voru Grindvík-
ingar hreinlega bara of sterkir.
Breiddin hjá Grindavík er gríðar-
leg og álagið dreifist svakalega á
milli manna.
Lokamínúturnar voru Grindvík-
inga sem unnu sanngjarnan sigur.
„Ég er bara rosalega sáttur,“
sagði Helgi Jónas Guðfinns-
son, þjálfari Grindavíkur, eftir
sigurinn í gær.
„Ég vissi að þessi leikur yrði
gríðarlega erfiður sem var síðan
raunin en við sýndum góðan
karakter í lokin og kláruðum
dæmið. Mér fannst við oft á tíðum
heldur værukærir í leiknum og
það átti ekkert að koma okkur á
óvart að þeir kæmu dýrvitlausir
til leiks. Við náðum smá forskoti í
byrjun leiksins en slökuðum síðan
allt of mikið á.
Þetta hefur verið ákveðið
vandamál hjá okkur í vetur og
við verðum að lagfæra það fyrir
næsta einvígi. Við erum með flotta
breidd og það er erfitt að halda út
gegn okkur í 40 mínútur, menn
verða þreyttir á meðan við höldum
áfram af fullum krafti. Ég vildi
alls ekki fara í oddaleik því þar
getur allt gerst,“ sagði Helgi.
„Mér fannst við spila virkilega
góðan körfubolta í 35 mínútur í
kvöld,“ sagði Einar Jóhannsson,
annar þjálfari Njarðvíkur, eftir
leikinn í gær.
„Það vantaði ofboðslega lítið upp
á hjá okkur í kvöld. Grindavík er
bara með virkilega breiðan hóp og
rosaleg gæði í nánast öllum leik-
mönnum liðsins. Við erum með
fullt af flottum strákum hér í
Njarðvík sem hafa öðlast mikil-
væga reynslu í vetur, það mun
skila sér.
Það verður gaman að sjá hvernig
þessir strákar koma til leiks á
næsta tímabili. Grindavík er ein-
faldlega með besta liðið á landinu
í dag og ég held að þeir fari alla
leið í ár.“
KR vann svo sannfærandi sigur
á Króknum. Var alltaf skrefi á
undan og sigurinn aldrei í hættu.
- sáp
Grindavík og KR sópuðu
Húnum og Stólum í frí
Deildarmeistarar Grindavíkur lögðu Njarðvík öðru sinni í hörkuleik í Ljóna-
gryfjunni í Njarðvík og eru þar með komnir í undanúrslit Iceland Express-
deildar karla. KR fór í Síkið á Sauðárkróki og sópaði Stólunum í frí.
KOMDU MEÐ SÓPINN Páll Axel og félagar eru komnir í undanúrslit eftir tvo sigra á
nágrönnum sínum frá Njarðvík. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN