Fréttablaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 12
12 14. apríl 2012 LAUGARDAGUR greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 hjá Iceland Express Ármúla 7 | 108 Reykjavík | 5 500 600 | www.icelandexpress.is · Í boði eru 800.000 bílar í 125 löndum · Ekkert afbókunargjald · Tryggingar, skattar og ótakmarkaður akstur innifalinn Kynntu þér möguleikana á bílaleigubílum og fjölda áfangastaða í sumar á www.icelandexpress.is Bókaðu bílinn AFSLÁTTUR AFÖLLUM BÍLALEIGU-BÍLUM Í APRÍL! 5% FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Já ég meinti það. Eitthvert helvítis auðvaldsraskat verður að vera. Á einhverju verður að sitja.“ Þetta voru orð Íslandsbersa eftir að bolsé- víkinn hafði minnt á hugsjón sína um „ríkisauðvald“ í orðræðu þeirra í Guðsgjafaþulu um sjávar- útvegsstefnu þess tíma. Menn hafa sem sagt áður skipst í hópa eftir því hvaða hugmynda- fræði ætti að fylgja við stjórn atvinnulífsins. Flestir héldu að vísu að ríkisauðvaldshugsjónin hefði fjarað út. En nú birtist hún þing eftir þing í sjávarútvegsfrum- vörpum ríkisstjórnarinnar. Ágreiningurinn er í sjálfu sér einfaldur þó að viðfangsefnið sé flókið og fáir botni í umræðunni. Ríkisstjórnin og þeir sem henni fylgja að málum telja að best fari á því að stjórn- málamenn ráð- stafi tekjum sjávarút vegsins. Móthaldsmenn hennar í Sjálf- stæðis flokknum telja á hinn bóginn að markaðslögmálin eigi við í þessari atvinnugrein eins og öðrum. Í engu öðru vestrænu ríki eru uppi viðlíka hugmyndir um ríkis- forsjá í höfuðgrein atvinnulífsins. Einu gildir hvort þar sitja vinstri eða hægri stjórnir. Að þessu leyti hafa hugmyndafræðilegar deilur færst meira en hálfa öld aftur í tímann. Meginástæðan fyrir því er sú að hér er enginn flokkur frjáls- lyndra jafnaðarmanna lengur starfandi; aðeins tveir vinstri sósíal ískir flokkar í ríkisstjórn. Tillögur ríkisstjórnarinnar eiga ekkert skylt við hugmyndir Sam- fylkingarinnar frá þeim tíma að hún fylgdi frjálslyndri jafnaðar- stefnu. Þær byggðu á uppboði afla- heimilda og fólu á vissan hátt í sér harðari markaðshyggju en núver- andi kerfi. Samkvæmt þeim hug- myndum átti að víkja upphaflegri veiðireynslu útgerða í einstökum byggðarlögum til hliðar. Þeir fjár- sterkustu áttu að hreppa gæðin á uppboði. „Eitthvert helvítis auðvaldsraskat“ ÞORSTEINN PÁLSSON Í fullu samræmi við þá afsökun Jóhönnu Sigurðardóttur gagn-vart þjóðinni að Sam fylkingin hefði áður fylgt frjálslyndri jafnaðarstefnu hefur blaðinu verið snúið við. Þingmeirihlutinn ætlar nú að ráðstafa arði atvinnu- greinarinnar og hlutast sem mest til um það hverjir geri út og hvar. Þetta er sagt leiða af því að litið er á fiskimiðin sem sameign þjóðarinnar. Fyrri tillögur voru líka sagðar leiða af því. Með engu móti er unnt að fá þær fullyrðingar til að ríma. Í þessu ljósi er lítt skiljanlegt hvers vegna móthaldsmenn ríkis- stjórnarinnar á Alþingi skuli ekki draga umræðuna í ríkari mæli en verið hefur að þessum útgangs- punkti um sameign þjóðarinnar. Hann merkir að það eru ekki hags- munir einstakra útgerða, útgerðar- staða eða þeirra sem vilja komast nýir inn í atvinnugreinina sem átökin eiga að snúast um. Spurningin sem þarf að svara er þessi: Hvor leiðin, „ríkisauðvald“ eða markaðshyggja, er líklegri til að skila heimilunum hærri ráð- stöfunar tekjum? Forsætisráðherra hefur hafnað að ræða álit og greinargerðir hag- fræðinga á þessum tveimur mis- munandi leiðum. Ástæðan er sú að fordómar í garð útgerðar- manna ráða meir en hagsmunir heimilanna. Ríkisstjórnin ætlar að vinna umræðuna með því að láta hana snúast um fordóma. Því er nú afar brýnt að móthaldsmenn ríkis- stjórnarinnar á Alþingi láti ekki draga sig inn í umræðu á því plani. Þeir verða að tryggja að umræðan byggi á þekkingarlegum grundvelli og snúist um hag heildarinnar og heimilanna. Fiskurinn og heimilin Fordómar efnahagsráð-herrans og forsætisráð-herrans koma til að mynda fram í hneykslunar- kenndum staðhæfingum um að í núverandi kerfi leiti fjármagn út úr atvinnugreininni. Þetta á að stöðva. En á hvaða hugsun byggir þessi hneykslan? Ef hagsmunir heimilanna eiga að ráða er það einmitt sú krafa sem gera þarf til sjávarútvegsins. Undirstöðuatvinnugrein þjóðar- innar þarf að skila umtalsverðum arði. Hann þarf svo að flæða út um allt atvinnulífið í nýjum fjárfest- ingum og sköpun nýrra atvinnu- tækifæra. Þegar betur er að gáð er það fyrst og fremst hneyksli ef þetta gerist ekki. Spurningin snýst um það hvort sjávar útvegurinn á að vera eins konar lokað hólf í þjóðarbúskapnum eða sam- tvinnaður öðrum þráðum sem mynda þann vef. Auðvelt er að reikna út að arð- semi í sjávarútvegi muni minnka vegna þess að ríkisstjórnin ætlar að kosta fleiri krónum til að veiða hvert tonn með því að fjölga bæði fiskiskipum og sjómönnum. Hitt er erfiðara að reikna út hvort stjórn- málamenn eru líklegri til að ávaxta arðinn betur en markaðurinn. En þar getur reynslan talað. Íslandsbersi sagði að á ein- hverju yrði að sitja. Það er óum- deilt. En dómur sögunnar um ríkis auðvaldshugsjónina sem nú er boðuð eftir áratuga hlé segir að hún sé ekki góð sessa fyrir hag heimilanna. „Á einhverju verður að sitja“ Þ jóðkirkjan á Íslandi hefur sætt meiri gagnrýni undan- farin ár en áður hefur tíðkast. Á því eru ýmsar skýringar. Meðal annars vegna þess að hér er nú ástunduð gagnrýnin umræða í meira mæli en fyrir nokkrum áratugum. Þar er ekkert undanskilið, ekki heldur kirkjan eða forsetinn svo dæmi séu tekin af stofnunum samfélagsins sem lengi þóttu hafnar yfir gagnrýni. Í íslensku samfélagi ríkir nú mun meiri fjölbreytileiki en áður af ýmsum ástæðum. Menntunar- stig þjóðarinnar hefur aukist, fleiri hafa dvalið langdvölum erlendis og kynnst nýjum hug- myndum. Fólk hefur flutt til Íslands hvaðanæva að með marg- breytilega menningu í farteskinu. Þessi þróun hefur svo sannarlega verið íslensku samfélagi til góðs. Um það hljóta flestir að vera sammála sem muna einsleitnina sem hér ríkti allar götur fram um 1980. Þjóðkirkjan hefur ekki sömu sjálfgefnu stöðu í lífi fólks og hún hafði áður. Þá stöðu mun hún heldur ekki endurheimta. Til þess er samfélagið of breytt. Þetta á þó á engan hátt að þýða endalok kirkjunnar. Þvert á móti felast tækifæri í þessum breytingum. Hvernig sem skipast um stjórnsýslulega stöðu íslensku þjóð- kirkjunnar er ólíklegt annað en að hún muni skipa höfuðsess í trúar- lífi og hefðum þjóðarinnar áfram um góða hríð. Kirkjan og kirkju- legar athafnir eru verulegur þáttur í lífi fólks og partur af menningu þjóðarinnar. Engu að síður er það svo að til viðbótar við breytta stöðu kirkjunnar hafa kynferðisbrot og viðbrögð, eða öllu heldur við- bragðaleysi við þeim, gert að verkum að margir telja sig ekki eiga sömu samleið með kirkjunni og áður og vegna þess að við búum í frjálsu samfélagi þá á fólk þess kost að yfirgefa kirkjuna og finna trúarlífi sínu annan farveg, nú eða engan farveg. Kirkjan verður að hlusta á þessa gagnrýni, mæta með kærleika og nýta hana til uppbyggingar fremur en að skella við henni skolla- eyrum, jafnvel þótt hún geti að mati kirkjunnar manna verið óvægin. Fórnarlambsvæðing er ekki heldur vænleg til árangurs. Það er til dæmis fjarstæða að halda því fram að ástundaður sé skefjalaus áróður gegn kirkjunni, kristnum sið og trúarhefðum í íslensku sam- félagi eins og biskup kaus að fagna upprisunni með því að gera. Eða að halda því fram að íslenskir unglingar megi þola andróður og sví- virðingar frá umhverfinu fyrir það að fermast. Vissulega hefur lengi verið rætt um að heppilegra væri að unglingar væru eldri þegar þeir fermdust, auk þess sem veraldlegt tilstand kringum fermingar hefur verið gagnrýnt. Hitt blasir þó við að langflestir Íslendingar fagna á hverju vori af heilum hug fermingu með nákomnum unglingi. Eins og biskup benti á í páskadagspredikun sinni þá heldur stór hluti þjóðarinnar tryggð við hinn kristna sið, mikill meirihluti hennar raunar, svo því sé til haga haldið. Það er því alger óþarfi að gera íslensku þjóðkirkjuna að fórnarlambi í umræðunni. Þess gerist ekki þörf. Mikilvægt að hlusta á gagnrýni og nota hana: Kirkjan er ekki fórnarlamb
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.