Fréttablaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 18
14. apríl 2012 LAUGARDAGUR18 D o you know if there‘s an apótek nearby,“ spyr tón- listarmaðurinn John Grant þegar blaðamaður hittir hann á fremur köldum miðviku- dagsmorgni í miðbæ Reykjavíkur. Þegar inn á kaffihús er sest pantar hann sér latté og grænmetissúpu á íslensku. Grant hlustar grannt á þjónustustúlkuna þylja upp rétti dagsins, biður hana vinsam- legast að endurtaka þau orð sem hann skilur ekki í fyrstu tilraun og spjallar loks í dágóða stund við hana um fegurð Seyðisfjarðar með samblandi ensku og íslensku. Þjónustustúlkan segist hafa verið viðstödd tónleika Bandaríkja- mannsins eystra um síðustu helgi, tónleika sem blaðamaður vissi ekki af. „Ég fór með hópi af fólki sem hélt tónleika og ég spilaði nokkur lög,“ útskýrir Grant og bætir við að samferðarmennirnir hafi flestir átt það sameiginlegt að tengjast fjölskylduböndum og búa yfir gríðarlegum hæfileikum: Tón- listarparið Elín Ey og Þorsteinn Einarsson (Steini í Hjálmum), Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson, foreldrar Elínar, KK, bróðir Ellenar og fleiri. „Þetta var frábær ferð og frábært fólk en tíu tíma keyrslan til baka fór alveg með bakið á mér,“ segir Grant og þiggur eina íbúfen frá vel birgum blaðamanni til að lina mestu þjáningarnar. Fyrsta sólóplatan sló í gegn Þessi ríflega fertugi tónlistar- maður, sem stendur fyllilega undir titlinum Íslandsvinur, fæddist í Michigan-fylki Bandaríkjanna en fluttist á unglingsárum til borgarinnar Denver í Colorado. Eftir sex ára dvöl í Þýskalandi þar sem hann reyndi fyrir sér sem túlkur stofnaði Grant rokksveitina The Czars árið 1994. Sex breiðskífum síðar, og án merkjanlegs árangurs í vin- sældum og plötusölu, lagði sveitin upp laupana árið 2005. Grant sagði þá skilið við tónlistar bransann um nokkurra ára skeið, flutti til New York og starfaði sem rúss- neskur túlkur á spítala og einnig á veitinga húsum, en hann hefur alla tíð haft mikinn áhuga á tungu- málum og er fljótur að læra ný slík. Hann hélt þó áfram að semja lög og kunningjum hans í hinni kunnu þjóðlagarokksveit Midlake tókst að draga hann aftur inn á sviðið með því að hvetja hann til dáða, leika undir og aðstoða á allan hátt við gerð fyrstu sólóplötu Grant, Queen of Denmark, sem kom út árið 2010. Queen of Denmark hlaut afar góðar viðtökur, ekki síst í Bret- landi þar sem tónlistarvefsíða breska ríkisútvarpsins sagði hana eina ánægjulegustu frum- raun síðari ára. Þá kallaði Guardi- an plötuna ferlíki í jákvæðustu merkingu þess orðs, tónlistartíma- ritið virta MOJO sæmdi hana sjald- gæfri „instant classic“-nafnbót og valdi í kjölfarið bestu plötu ársins. Tónlistin á Queen of Denmark einkenndist líklega öðru fremur af mjúkrokkinu sem Grant ólst upp við í Bandaríkjum áttunda áratugarins, en líka hljóðgervlum þess níunda og ótal fleiri þáttum. Raunar taldist það plötunni víða til tekna hversu fjölbreytt hún er, en textarnir eru líka óvenju persónu legir. Aðspurður segist Grant með þeim hafa gert upp for- tíðina, áralanga áfengis- og eitur- lyfjafíkn sem hann vann sigur á, röð misheppnaðra ástarsambanda og erfið leika, áhyggjur og van- líðan sem fylgdi því að vera sam- kynhneigður í strangtrúaðri fjöl- skyldu í Miðvesturríkjunum, þar sem hann varð einnig ítrekað fyrir árásum jafnaldra sinna. Hægt að búa til nýjar minningar Síðan hefur tónlistarmaðurinn ferðast um heiminn og haldið tón- leika, eins og gengur, en einnig búið víða, meðal annars í Eng- landi, Svíþjóð og Íslandi, en hér vinnur hann þessa dagana að nýrri plötu sem kemur út í janúar á næsta ári. Á tónleikum Grant á Iceland Airwaves-hátíðinni í október síðast liðnum lýsti hann landinu sem því allra fegursta sem hann hefði nokkurn tíma séð. Hvað var og er það sem heillar svo mjög við Ísland? „Þegar ég kom hingað í októ- ber hafði ég aldrei séð annað eins. Þetta er ótrúlegt land, fólkið er frábært og mér líður vel hérna í litlu og björtu kjallaraíbúðinni minni við Laufásveginn. Ég hef líka mjög gaman af því að læra tungumálið. Nú hef ég búið hér í rúma þrjá mánuði og er aðal- lega að læra málfræði. Beyg- ingarnar eru erfiðastar og ég á í miklum erfið leikum með eintölu- og fleirtölubeygingar á nokkrum orðum. Orðið tré er til dæmis mjög ruglandi. Þetta er erfitt tungu- mál að læra, en það er líka það sem mér finnst skemmti legast. Áskorunin. Ég bjó ekki alveg nógu lengi í Svíþjóð til að ná því almennilega að tala hana, en ég get lesið hana vel og líka dönsku og norsku. Hollenska finnst mér heillandi tungumál og get lesið hana líka. Mér gengur ágætlega að læra íslenskuna. Ég ætla að skrá mig á íslenskunámskeið, því mig langar afar mikið til að geta talað tungumálið. Þannig kynnist maður fólkinu. Stundum les ég dag blöðin og fletti orðunum upp í orða- bókinni minni, svo það tekur mig dágóða stund að komast í gegnum hverja grein.“ Gætirðu hugsað þér að búa á Íslandi til frambúðar? „Já, ég gæti vissulega hugsað mér það. En ef ég á að vera hrein- skilinn þá hef ég ekki hugmynd um hvað gerist í framtíðinni. Innst inni vonast maður alltaf til að hitta einhvern, verða ástfanginn og að sambandið muni þannig ráða því hvar maður býr, en ég veit ekki hvort hlutirnir ganga þannig fyrir sig í alvörunni. Stundum sakna ég Bandaríkjanna. Maður er alltaf tengdur þeim stað sem maður elst upp á, þótt stjórnmálin þar verði andstyggilegri með hverjum deginum. Sama má segja um fjöl- skylduna mína, sem ég sakna mikið. Stærstur hluti hennar býr í Colorado og sá staður er tengdur alls konar slæmum minningum, meðal annars fíkn, ömurlegum ástarsamböndum, stirðu sambandi við fjölskyldumeðlimi og andláti móður minnar fyrir sextán árum. Ég hef þurft að vinna úr ýmsum hlutum, en það er hægt að búa til nýjar minningar.“ Gerði bara það sem mér var sagt Á Queen of Denmark úthelltirðu hjarta þínu og gerir iðulega slíkt hið sama á tónleikum, eins og hefur vakið athygli hér á landi. Þar fjallarðu meðal annars um hversu erfitt það reyndist þér að koma út úr skápnum og hversu illa fjöl- skylda þín brást við. Tekur svona mikil hreinskilni og einlægni ekki á? „Ég veit bara það sem ég veit og í tónlist kann ég ekki annað en að tjá tilfinningar mínar. Þannig teng- ist ég fólki. Ég þoli ekki hvers kyns kurteisishjal og flest höfum við aðgang að sömu til finningunum, reiði, sorg, afbrýðisemi og svo framvegis, þótt við bregðumst öðruvísi við þeim. Lengi vel hélt ég að ég myndi aldrei skipta mér af reynslu annars samkynhneigðs ungs fólks og ekkert hafa um hana að segja, en nú til dags blöskrar mér hversu vandamálin sem blasa við þessum krökkum eru enn þá stór og virðast ekki ætla að minnka. Mjög margt ungt og sam- kynhneigt fólk lendir í heljarinnar baráttu við um hverfið, sérstaklega í skólum, og íhuga jafnvel sjálfs- morð. Það er fáránlegt og ætti ekki að gerast. Samkvæmt trúuðum hægri- hug sjónum eru þessir krakkar að íhuga sjálfsmorð vegna þess að þau vita að þau eru að gera rangt. Auðvitað eyðileggur það fólk þegar því er stanslaust sagt að það sé veikt og ekki hluti af eðlilegu samfélagi. Það kom fyrir mig, svo ég hef mikla samúð og hlut- tekningu með þessum krökkum. Núna er ég að semja lag fyrir nýju plötuna sem ég held að geti orðið mjög áhrifamikið. Ég vonast til þess að það hvetji ungt fólk sem á í baráttu við umhverfi sitt að hlusta ekki á það sem aðrir segja heldur sjálft sig. Það þýðir ekki að vera stöðugt með fokkputtann á lofti, en véfengja hluti. Ef einhver segir þér eitthvað áttu að spyrja sjálfan þig hvað þér sjálfum finnst um það. Ertu að gera einhverja hluti vegna þess að foreldrar þínir segja þér að gera þá? Lengi vel gerði ég bara það sem mér var sagt að gera. Ég held að margir eigi í erfið leikum alla ævi vegna þess.“ Fleiri hljóðgervlar og „fuck you“- lög Er kominn titill á nýju plötuna sem kemur út í janúar næstkomandi? „Nei, ekki enn. Titillinn John Grant kemur þó til greina. Þetta gæti orðið sú plata. Og þó, mér finnst plötutitlar skemmtilegir og hefur alltaf þótt frekar pirrandi þegar tónlistarmenn og hljóm- sveitir nefna plötur eftir sjálfum sér, eins og þeir nenni ekki að finna upp á einhverjum góðum titli. Það er full auðveld undan- komuleið, en stundum virkar það eins og yfirlýsing: „Svona er ég!“ Þessi plata verður mjög augljós- lega ég. Ég held að hún verði mjög góð, en núna er hún í vinnslu. Ekki púsluspil í þúsund hlutum heldur sex milljónum hluta. Ég er farinn að greina myndina, en ekki mjög skýrt.“ Og hvernig er að vinna með Bigga Veiru [Birgi Þórarinssyni úr GusGus], sem er upptökustjóri og meðhöfundur á plötunni? „Það að koma til Íslands og vinna með Bigga er draumur sem Hver einasti dagur er barningur Bandaríkjamaðurinn John Grant sendi frá sér eina af rómuðustu plötum ársins 2010, Queen of Denmark, en býr nú á Laufásveginum, vinnur að nýrri plötu og tileinkar sér íslenska málfræði. Hann hreifst af Íslandi við fyrstu sýn og þótti veturinn fallegur en líka erfiður fyrir mann sem glímir við þunglyndi. Kjartan Guðmundsson ræddi við tónlistarmanninn. FÉLL FYRIR LANDI OG ÞJÓÐ Bandaríkjamaðurinn hefur búið víða um heim, meðal annars í Þýskalandi, Englandi og Svíþjóð. Hann segist vel geta hugsað sér að vera á Íslandi til frambúðar, en erfitt sé að spá fyrir um framtíðina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FRAMHALD Á SÍÐU 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.