Fréttablaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 30
14. apríl 2012 LAUGARDAGUR30 V ið byrjum á að kaupa okkur fræ. Ef við erum að tala um grænmeti í lítinn heimilis- garð þá er sniðugt að sá í litla plastdalla undan mjólkur- vörum, fylla þær af næringar- lítilli mold, dreifa þar 15 til 20 fræjum af hverri tegund og vökva. Muna bara að merkja hvað er hvað,“ byrjar Jóhanna B. Magnúsdóttir leiðbeiningar sínar um matjurtarækt. Hún er stödd í sexstrenda gróður húsinu sínu sem er hennar aðal- vinnustaður á þessum tíma árs. Þar er hún með þúsundir smáplantna sem fyrir alúð hennar eiga eftir að vaxa og dafna og verða að hollri fæðu. Sumra þeirra sáði hún til í mars. „Íslenska sumarið dugar ekki öllum grænmetistegundum til að ná þroska og því þarf að sá snemma til þeirra sem lengstan vaxtartíma þurfa. Það eru til dæmis stein- selja, púrrulaukur og rósakál. Nú er hins vegar hárrétti tíminn til að forsá flestum káltegundum, til dæmis grænkáli, blómkáli, brokkáli og hvítkáli,“ segir hún. Fyrst hiti svo svali Jóhanna segir dollurnar með fræjunum vel settar á volgum stað til að byrja með, til dæmis í stofuglugga og mælir með að dag- blað sé breitt yfir þær fyrstu dagana. En um leið og fræin fara að spíra þarf að koma þeim fyrir í svalara herbergi (12-18 gráð- um) og mikilli birtu, annað hvort með sól- ríkum glugga eða flúrperu, til dæmis bíl- skúr eða gestaherbergi sem stendur ónotað. Eftir viku til tíu daga er komið að því að færa kálplönturnar í aðra potta, eða plast- dalla, eina í hvern, lyfta þeim varlega upp og pota þeim svolítið dýpra í seinni pott- inn sem á að vera fullur af næringarríkri mold. Sáir hún aldrei neinu úti á þessum árstíma? „Nei, en ég veit um fólk sem gerir það og það getur alveg lukkast. Fer auð vitað eftir tíðarfarinu, en það er hægt að breiða yfir ræktunina. Mér finnst best að bíða með það fram í maí að sá úti og þá fer gulrótafræið fyrst niður. Ég sái gulrótunum ekki fyrr en um 10. maí.“ Gulrótum líkar vel sendinn jarðvegur að sögn Jóhönnu. „Ég sái gulrótunum í raðir, bý til eins til tveggja sentimetra djúpar raufar með 20 til 25 sentimetra millibili, það auðveldar illgresis- hreinsun á milli. Svo er gott að hafa í huga að gulrótafræ spíra alveg upp í 90% svo maður má ekki setja fræin mjög þétt. Gott er að setja smá sand yfir fræin og mold líka og þjappa að. Svo er rosalega mikilvægt að vera duglegur að vökva, gulrótafræ eru mjög viðkvæm fyrir þurrki og mega ekki þorna á meðan þau eru að spíra.“ Jóhanna mælir með því að nota plássið á milli raðanna og sá hreðkum ( radísum) þar. „Þá er komin hreðku-uppskera áður en gul- ræturnar þurfa plássið,“ segir hún. „Þær eru svo fljótar til.“ Þurftafrekar plöntur Jóhanna er með garðyrkjustöð á Dalsá. Þar selur hún plöntur til framhaldsræktunar og græn- meti þegar að uppskerunni kemur. „Ég rækta bara lífrænt þó ég hafi ekki enn haft fjár- magn til að fá mér vottun. Kann það og vil í rauninni ekki kunna neitt annað,“ segir hún. Notar hún þá húsdýraáburð og ekkert blákorn í garðana? „Já bara húsdýraáburð og safnhauga- mold.  Matjurtir þurfa mjög næringarríka mold og það þýðir ekkert annað en að setja töluvert af húsdýraáburði og þangmjöli í garðinn vegna þess að þetta eru þurftafrekar plöntur.“ Besti tíminn til að undirbúa útibeðin fyrir væntanlega mat- jurtaræktun er einmitt núna, að sögn Jóhönnu. „Það er gott að vera snemma í að vinna garðinn, setja skítinn í hann og stinga hann upp,“ segir hún. En er ekki erfitt að ná í húsdýra- áburð í þéttbýli, til dæmis hér á höfuðborgarsvæðinu? „Nei, það er hægt að fá nóg af skít hjá hrossaeigendum. Þeir þurfa alltaf að losa sig við hann og borga fyrir það. En hrossa skítur þarf að vera minnst þriggja mánaða gamall þegar hann fer í garðana og það getur verið vandamál að ná í hann með stuttum fyrirvara. Maður þarf líka að snúa sér til einhvers hesteiganda sem notar ekki mjög mikið af spónum. En svo er líka hægt að leita til ýmissa fyrirtækja, svo sem Gæðamoldar og Gámastöðvarinnar og ná sér í moltu úr safnhaug. Moltan er ekki alveg eins sterk og næringarrík og hrossa- skítur en ef vel er að gerð hennar staðið eru öll næringarefni í henni.“ Eitt enn. Er auðvelt að rækta lauk? „Já, það er auðvelt. Hvítlauk setur maður niður á haustin, stingur bara niður rifjum. En aðrar tegundir af lauk er hægt að setja niður núna og gróðrarstöðvarnar selja sáðlauka. Það þarf bara að setja skeljasand í beðin áður og áburð. Laukarnir þurfa kröftugan jarð- veg með góðum áburði.“  Jóhanna kveðst hafa verið að rækta frá því hún man eftir sér því hún er alin upp við það bæði í Biskupstungunum og á Snæ- fellsnesi. „Ég hef verið að rækta hvar sem ég hef verið og alltaf haft mestan áhuga á mat jurtunum enda bragðast eigið græn- meti alltaf best,“ segir Jóhanna brosandi. Hún ætlar að veita leikskólakrökkum leið- sögn í að rækta matjurtir í vor og kallar sig „ömmu náttúru“ í því hlutverki. Það er gott að vera snemma í að vinna garðinn, setja skítinn í hann og stinga hann upp Eigið grænmeti bragðast best Íslenska sumarið er of stutt fyrir ýmsar grænmetistegundir. Því þarf að drífa í að sá fyrir kálplöntunum í apríl. Það segir Jóhanna B. Magnúsdóttir garðyrkjufræðingur á Dalsá í Mosfellsdal sem rekur garðyrkjustöð og heldur námskeið um ræktun matjurta þar, úti um land og í leikskólum. Gunnþóra Gunnarsdóttir fékk fræðslu um forsáningu grænmetis og undirbúning jarðvegsins. JÓHANNA B. MAGNÚSDÓTTIR Kann vel við sig í gróðurhúsinu sem er hennar aðalvinnustaður á þessum tíma árs. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VORLEGT Hér eru margar ólíkar tegundir grænmetis í uppvexti í gróðurhúsi Jóhönnu. PRIKLUN Þessi pattaralega planta er á leið úr fjölbýli í einbýli. Forræktun innan dyra Sáning Tegundir Um miðjan mars salvía, rósmarín, timjan Í lok mars rósakál, púrrur, steinselja, sellerí Um miðjan apríl blómkál, hvítkál, spergilkál, grænkál, rauðkál Eftir miðjan apríl gulrófur, næpur, hnúðkál, rauðrófur, vorlaukur, höfuð- salat, spínat, ertur og baunir Sáð beint út í beð Sáning Tegundir Eftir miðjan maí gulrætur, radísur, næpur Í lok maí spínat, klettasalat, blaðsalat, vorlaukur, koríander Salati, spínati, vorlauk, ertum og baunum er gott að sá innandyra snemma vors og svo aftur seinna að vorinu beint út í beð. Þá dreifist uppskeran. Einnig getur verið gott að sá næpum, klettasalati og fleiri tegundum úti með 2-3 vikna millibili í sama tilgangi. ■ SÁNINGARTÍMI MATJURTA - VIÐMIÐ Velja gott fræ - lífrænt (organic) eða F1. Kíkja á gildistíma aftan á pökkunum. Kaupa nýtt gulrótafræ á hverju vori, kálfræ geymist milli ára. Sáðmoldin – létt, næringarsnauð, gott að blanda með fínum vikri. Bakkar – pottar. Mikið úrval til. Einnig hægt að nota plastbakka undan mat- vælum úr kæliborðum eða undan mjólkurvörum. Mikilvægt að þvo notaða bakka. ■ SÁNING INNAN HÚSS STEINSELJA Jóhanna sáði í þennan bakka í mars og nú þarf hún að fara að prikla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.