Fréttablaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 20
14. apríl 2012 LAUGARDAGUR20
rættist. Ég hef alltaf verið mikill
aðdáandi GusGus, en það er
hættulegt að hitta átrúnaðargoðin
sín. Eftir því sem við kynnumst
betur verður grund völlurinn
fyrir samstarfinu jafnari, því ef
við smellum ekki saman getum
við ekki gert plötu saman. Ég veit
að Biggi hleypir engu í gegn sem
hann er ekki fullkomlega sáttur
við. Ég kann gríðarlega vel við
hann sem persónu og hvernig
hann kemur fram við fólk í dag-
legu lífi, til dæmis fjölskylduna
sína. Vegna áhrifa hans heyrist
líka í mun fleiri hljóð gervlum á
nýju plötunni en á Queen of Den-
mark. Ég gæti hlustað á hljóð-
gervla allan daginn, alla daga.
Þeir eru hluti af mér. Svo spila
nokkrir íslenskir tónlistar menn
á plötunni, meðal annars gítar-
leikararnir Pétur Hallgrímsson og
Smári Tarfur Jósepsson og bassa-
leikarinn Jakob Smári Magnússon.
Það eru svo margir hæfileikaríkir
íslenskir tónlistarmenn til.“
Áttu von á að nýja platan verði í
ætt við Queen of Denmark að öðru
leyti?
„Hún verður dekkri, reiðari og
með fleiri „fuck you“-lögum. Ég er
enn að vinna úr sömu reynslu og
á fyrstu plötunni minni, til dæmis
einu erfiðu ástarsambandi. Ég
gerði mörgum öðrum það sama og
hann gerði mér. Ég er líka að vinna
úr því. Ég veit að platan kemur til
með að hefjast á biblíuversi sem
fjallar um það hvernig ástin á að
vera, góð og vingjarnleg, en er
það auðvitað alls ekki. Annað lag á
henni fjallar um vin minn sem sem
framdi sjálfsmorð fyrir nokkrum
vikum síðan. Hann var alkóhólisti
sem glímdi við ótal erfiðleika, en
ég hafði ekki heyrt í honum í þó
nokkurn tíma. Það er ný reynsla
fyrir mig að semja svona lag, en ég
reyni að endurspegla allt það sem
hann var. Mig grunar að ég skilji
vel hvernig honum leið, því ég hef
gengið í gegnum svona líðan. Að
trúa því að maður læri aldrei og
geri sömu mistökin aftur og aftur.
Þessi tilfinning hræðir mig mest
af öllu.“
Barátta á hverjum degi
Síðan Grant kom til Íslands hefur
það orð farið af honum að hann
sé alþýðlegur, hógvær, vingjarn-
legur og ekki síst bóngóður. Sem
dæmi má nefna að hann hefur
tekið vel í að koma fram í Hljóm-
skálanum, tónlistarþætti RÚV þar
sem hann samdi og flutti lag með
hljóm sveitinni SSSól, á tónleikum
í Edrúhöllinni á vegum SÁÁ og
téðum tónleikum á Seyðisfirði um
síðustu helgi.
Leggurðu þig fram um að vera
gúddígæ?
„Ég sé sjálfan mig ekki fyrir
mér sem sérstaklega viðkunnan-
legan mann og ef fólk sem lýsir
mér þannig þyrfti að búa með mér
yrði saga þeirra líklega önnur. En
mér þykir vænt um að heyra að
einhverjum finnist ég viðkunnan-
legur. Mér finnst gott að tala við
fólk og mér finnst sjálfsagt að vera
góður við aðra. Mér þykir fólk
áhugavert. Ætli ég sé ekki fyrst
og fremst þakklátur. Ég hef verið
lengi á leiðinni á þann stað sem
ég er á í dag og veit alveg hversu
heppinn ég er. Bara það að vera á
Íslandi, bara það að blaðamaður
skuli hafa áhuga á að tala við mig
um það sem ég geri, í stað þess
að vera á sjúkrahúsi með hjarta-
bilanir vegna of mikillar kókaín-
neyslu, er gjörsamlega frábært.
Það er heiður.“
Spjallarðu þá við alla sem vilja
spjalla?
„Nei. Stundum er ég þreyttur og
vil helst vera einn. Það gerist aðal-
lega á hljómleikaferðalögum, en þá
slekk ég bara á símanum mínum.
Oftast reyni ég þó að tala við fólk
sem hefur áhuga á að tala við mig.
Of mikill tími með sjálfum mér er
ekki af hinu góða. Hann gerir það
að verkum að sam ræðum mínum
við sjálfan mig, innra með mér,
fjölgar til muna. Þá er ég nánast
alltaf með ásakandi fingur á lofti:
„Þú lítur ekki nógu vel út í dag.
Þú þarft að grennast. Hárið á þér
er ömurlegt. Þú vinnur ekki nógu
mikið. Þú hjálpar ekki öðrum
nógu mikið. Þú eyðir of miklum
peningum. Þú hefur enga hæfi-
leika. Þú ert veikburða og þung-
lyndur. Allt þetta kjaftæði.“
Glímirðu við þunglyndi?
„Já, ég glími við mjög mikið
þunglyndi. Lamandi erfitt þung-
lyndi. Á hverjum degi er það
barátta að fara fram úr rúminu.
Sumir dagar eru skárri en aðrir,
en oftast fylgir hver barningurinn
á fætur öðrum í kjölfarið: Fara í
sturtu, klæða mig, vaska upp, setja
í þvottavél og þrífa íbúðina svo
hún verði ekki ógeðsleg. Stundum
fæ ég alveg nóg af sársaukanum
og langar bara til að semja lög
um kaffi. Þetta er barátta. Ég er
að berjast gegn því að verða svo
þunglyndur að ég fremji sjálfs-
morð að lokum. Í mörg ár reyndi
ég að drepa persónuleikann minn
með alls konar drasli því mér
fannst hann hreinlega ekki nógu
góður, hvort sem það var með kyn-
lífi, áfengi, eitur lyfjum, mat eða
sjónvarpi. Ég er ekki með sjón-
varp í íbúðinni minni hér á Íslandi
sem er gott, en að ákveðnu leyti
slæmt líka því það gæti hjálpað
mér að læra íslenskuna betur að
geta horft á íslenska þætti. Þessa
dagana reyni ég líka að borða til
að fá orku og líða vel í stað þess
að leita einhvers konar huggunar
og afþreyingar í mat. Ég er í raun
að reyna að losa mig við ýmislegt
sem ég hélt að ég þyrfti en notaði
bara til að flýja. Það breytir öllu að
verða edrú. Einu sinni vissi ég allt-
af hvað ég ætti að gera því ég gat
alltaf farið á barinn. Svo skyndi-
lega sit ég einn heima hjá mér,
bláedrú, og mér finnst það enn þá
yfir þyrmandi. Ég er betur vakandi
edrú og stundum er það beinlínis
ógnvekjandi hversu meðvitaður
ég er.“
Sami skíturinn alls staðar
Hvernig rímar íslenskur vetur við
mann sem glímir við þennan sjúk-
dóm?
„Ég verð að viðurkenna að
Ísland getur verið erfiður staður
fyrir mig. Ég get orðið mjög þung-
lyndur hér, ekki vegna þess að
staðurinn sé dapurlegur heldur
vegna veðursins, myrkursins og
fjarlægðanna. Ég átti stundum
erfitt í vetur. Á pappírnum lítur
íslenskur vetur mjög vel út, og
hann var vissulega afar fallegur
þótt hann hafi verið þungur, en á
köflum átti ég í baráttu við mínar
eigin hugsanir.“
Kom þá ekki til greina að flytja
til sólríkari staða?
„Jú, auðvitað kom það til greina.
Það er alltaf hægt að flytja eitt-
hvert annað. En það er ekki rétta
leiðin. Það virkar ekki. Það verður
sami skíturinn hvar sem er annars
staðar. Þótt það taki hann kannski
lengri tíma að koma upp á yfir-
borðið þá brýst hann upp að lokum.
Ísland getur verið erfiður staður
að búa á, en það sama á við um alla
aðra staði. Ég þarf að glíma við
daglega lífið, raunverulega lífið.
Það getur verið strembið, en þar
finnur maður líka bestu bitana í
tilverunni.“
Í mörg ár reyndi ég að drepa persónuleikann minn með
alls konar drasli því mér fannst hann hreinlega ekki nógu
góður.
EINLÆGUR Grant tekur það nærri sér þegar hann heyrir sögur af samkynhneigðum unglingum sem eiga í baráttu við umhverfi sitt. Í lögum sínum og á tónleikum segir hann
frá reynslu sinni sem samkynhneigður ungur maður úr trúaðri fjölskyldu í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Lagið Finish On Top, sem John Grant samdi ásamt Helga Björnssyni og flutti
í sjónvarpsþættinum Hljómskálanum, hefur notið mikilla vinsælda undan-
farið og meðal annars komist í efsta sæti á vinsældalista Rásar 2. Samstarfi
þeirra er þó hvergi nærri lokið því Grant kemur fram á tónleikum Helga í
Hörpu á þjóðhátíðardaginn 17. júní, þar sem Helgi fær ýmsa söngvara til
liðs við sig til að syngja klassískar íslenskar dægurperlur. Ekki nóg með það
heldur hefur lagið verið ákveðið, Ást eftir Magnús Þór Sigmundsson, og mun
Grant syngja lagið á íslensku. Sjálfur heldur Grant svo tónleika í Háskólabíói
þann 19. júlí næstkomandi.
SYNGUR Á ÍSLENSKU MEÐ HELGA BJÖRNS Í HÖRPU
FRAMHALD AF SÍÐU 18
Gildi - lífeyrissjóður
Sætúni 1
105 Reykjavík
Sími 515 4700
www.gildi.is
gildi@gildi.is
Á R S F U N D U R
Ársfundur Gildis-lífeyrissjóðs verður haldinn á Hilton Reykjavík
Nordica miðvikudagurinn 25. apríl kl. 17.00.
Dagskrá fundarins:
1. Venjuleg ársfundarstörf.
2. Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
Tillögur til breytinga á samþykktum sjóðsins liggja frammi á
skrifstofu sjóðsins og eru birtar á heimasíðunni,
Allir sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum með málfrelsi
og tillögurétti. Sérstakt fulltrúaráð, að jöfnu skipað fulltrúum
stéttarfélaga og samtaka atvinnurekenda sem að sjóðnum
standa, fer með atkvæði á ársfundinum.
Tillögur til ályktunar sem taka á fyrir á ársfundi þurfa að berast
stjórn sjóðsins eigi síðar en viku fyrir ársfund.
Reykjavík 10. apríl 2012,
lífeyrissjóður
Stjórn Gildis-lífeyrissjóðs.
2 012
www.gildi.is