Fréttablaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 84
14. apríl 2012 LAUGARDAGUR52 52 popp@frettabladid.is Ævintýrasumarið 2012 CISV á Íslandi auglýsir nokkur laus pláss fyrir hressa stráka og stelpur á aldrinum 12 - 13 ára í unglingaskipti nú í sumar. Unglingaskipti CISV eru einstök lífsreynsla þar sem íslenskum ungmennum gefst tækifæri til að búa á erlendu heimili í tvær vikur. Með sama hætti taka svo íslensku ungmennin á móti erlendum félögum sínum í tvær vikur. Fararstjórar sjá um meginhluta dagskrárinnar, t.d. leiki, skoðunarferðir, sundferðir, útilegur, tónlist og margt fleira en ungmennin taka einnig þátt í daglegu heimilislífi. Þetta er einstakt tækifæri fyrir 12 - 13 ára unglinga Ennfremur eru laus pláss í alþjóðlegar Youth meeting sumar- búðir í Japan 11. - 18. ágúst 2012. Þar koma saman 30 ungmenni frá 5 þjóðum og skipuleggja dagskrá samkvæmt hugmyndfræði CISV. Laust fyrir 14 - 15 ára stráka Nánar um CISV á Íslandi á www.cisv.is Beinið fyrirspurnum á cisv@cisv.is eða í síma 8611122 Aðstandendur kvikmyndarinnar Prometheus fóru til Parísar á dögunum þar sem þeir kynntu myndina fyrir fjölmiðlafólki. Myndarinnar hefur verið beðið með þó nokkurri eftirvæntingu en hún er ekki frumsýnd fyrr en í byrjun júlí. Íslendingar bíða margir hverjir spenntir en hluti af tökunum fór fram hér á landi, meðal annars við Dettifoss. Leikaranir Charlize Theron, Michael Fassbender og Noomi Rapace mættu til leiks hýr á brá annað en leik- stjórinn Ridley Scott sem gaf ljósmyndurum alvar- legri svip. Mikið var rætt um klæðnað Theron og Rapace en blár kjóll Theron þótti skyggja á hvít jakkaföt sænsku leikkonunnar. PROMETHEUS KYNNT Í PARÍS Fancis Bean Cobain, dóttir Kurts Cobain heitins og Courtney Love, er búin að fá sig fullsadda af móður sinni. Nýjasta útspil Love var að skrifa á Twitter síðu sína að Dave Grohl, fyrrum trommari Nirvana og núverandi söngvari Foo Fighters, hafi verið að reyna við dóttur sína. Francis Bean er æf vegna skilaboðanna og segir móður sína ljúga. „Ég reyni að skipta mér helst ekki af því sem móðir mín gerir en nú fór hún yfir strikið. Dave Grohl hefur aldrei reynt við mig og við erum ekkert meira en vinir. Ég er hamingjusöm í mínu sambandi,“ segir Francis Bean við E!Online en hún er trú- lofuð kærasta sínum Isaiah Silva. Talsmaður Dave Grohl segir tónlistarmanninn í uppnámi vegna ásakana Love. „Ásakanirnar eru niðurlægjandi og ekki sannar. Því miður segja þær meira um Love sem enn og aftur notar Twitter vefinn til að búa til vandræði.“ Samband mæðgnanna hefur aldrei verið dans á rósum og árið 2009 missti Love forræðið yfir Frances Bean, sem í dag er 19 ára gömul. Sakar Love um að ljúga á Twitter KOMIN MEÐ NÓG Francis Bean Cobain segir móður sína Courtney Love ljúga á samskiptavefnum Twitter. NORDICPHOTOS/GETTY Crystal Humphries, kærasta leikarans Sam Worthington, vissi ekki að kærastinn var frægur fyrr en þau voru komin á fast. Humphries starfaði sem bar- þjónn þegar hún kynntist Wort- hington en parið hefur verið saman í tæpt ár og deilir heimili á Havaí. „Hann sótti staðinn sem hún vann á reglulega og bauð henni loks á stefnumót. Þegar vinur hennar sagði henni frá því hver kærastinn væri varð hún mjög hissa,“ hafði tímaritið Star eftir heimildarmanni sínum. Worthington varð heims frægur eftir leik sinn í kvikmyndinni Avatar og hefur síðan þá leikið í stórmyndum á borð við Clash of the Titans og Wrath of the Titans. Kærastinn kom á óvart KOM Á ÓVART Það kom Crystal Hump- hries á óvart að kærasti hennar, Sam Worthington, væri þekktur maður. NORDICPHOTOS/GETTY BLÁKLÆDD Leikkonan Charlize Theron var í bláum kjól og var ófeimin við að stilla sér upp fyrir framan mynda- vélarnar. TÖFFARI Leikkonan Noomi Rapace var í hvítklædd frá toppi til táar. FLOTTUR Írski leikarinn Michael Fass- bender var að sjálfsögðu mættur en hann leikur eitt af aðalhlutverkum myndarinnar. 35 ÁR fyllir leikkonan Sarah Michelle Gellar í dag en hún leikur þessa dagana í sjón-varpsþáttaröðinni Ringer sem er sýnd í Bandaríkjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.