Fréttablaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 6
14. apríl 2012 LAUGARDAGUR6 Leiðin til Ríó MÁLSTOFA: Mánudaginn 16. apríl, Oddi 101, frá kl. 9-12.15 Frummælendur: Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, Auður Ingólfsdóttir félagsvísindasviði Háskólans á Bifröst, Dr. Jón Ágúst Þorsteinsson Marorku, Árni Finnsson Náttúruverndarsamtökum Íslands, Skúli Helgason Alþingi, Lúðvík E. Gústafsson Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir utanríkisráðuneyti. Pallborð: Umhverfisráðherra og alþingismennirnir Illugi Gunnarsson, Skúli Helgason, Birgitta Jónsdóttir og Vigdís Hauksdóttir. Fundarstjóri: Dr. Guðrún Pétursdóttir. Nánari upplýsingar: www.utanrikisraduneyti.is Ríó+20 ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun verður haldin í júní 2012. Hvar stöndum við á leið til sjálfbærrar þróunar og hverju mun ráðstefnan skila? Hvað getur Ísland lagt af mörkum? Sjálfbær þróun og tækifæri græns hagkerfis Aðalfundur Félags tæknifólks i rafiðnaði verður haldinn miðvikudaginn 18. apríl 2012 kl. 17 að Stórhöfða 31, Grafarvogsmegin. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á ársfund Stafa. Önnur mál. VIÐSKIPTI Rekstur Lands virkjunar batnaði nokkuð á árinu 2011. Rekstrarhagnaður jókst talsvert en skuldsetning fyrirtækisins er enn mikil eftir fjárfestingar síðasta áratugar. Landsvirkjun kynnti árs- reikning sinn fyrir síðasta ár á árs- fundi félagsins á fimmtudag. Þrátt fyrir bætta rekstrarniður- stöðu minnkaði hagnaður Lands- virkjunar talsvert á milli ára. Var hagnaður ársins 26,5 milljónir Bandaríkjadala, jafngildi 3,4 millj- arða króna, samanborið við 72,9 milljóna dala hagnað árið 2010. Munurinn skýrist af óhagstæðri gengisþróun sem breytti tals- vert bókfærðu virði raforkusölu- samninga fyrirtækisins. Vegna afkomu ársins mælir stjórn Landsvirkjunar með því að 14 milljónir dala, eða 1,8 milljarðar króna, verði greiddar í arð til ríkis sjóðs. Fjögur ár eru liðin frá síðustu arðgreiðslu fyrirtækisins sem var 7,8 milljónir dala. Eins og áður sagði batnaði rekstrarniðurstaða Lands virkjunar mikið í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) nam 354 millj- ónum Bandaríkjadala, jafngildi 45 milljarða króna á núverandi gengi. Hækkaði EBITDA því um 16 pró- sent á milli ára. Skýrist hækkunin af því að rekstrartekjur hækkuðu verulega umfram rekstrargjöld og hafa tekjurnar aldrei verið hærri í sögu Landsvirkjunar. Rekstrartekjur voru alls 436 milljónir dala sem jafngildir 55,4 milljörðum króna. Til samanburðar voru rekstrar- tekjur 378 milljónir dala árið 2010 og hafa hæst farið áður í 397 millj- ónir dala árið 2008. Helstu áhættuþættir í rekstri Landsvirkjunar eru sem fyrr þróun álverðs, vaxta og gengis gjald- miðla. Þannig kom fram í máli Rafnars Lárussonar, framkvæmda- stjóra fjármálasviðs Lands- virkjunar, á ársfundi að þróun álverðs frá áramótum benti til þess að tekjur fyrir tækisins yrðu lægri á þessu ári en því síðasta. Þá gerði Rafnar skuldastöðu fyrirtækisins að umtalsefni. Vaxtaberandi lán voru alls 2,7 milljarðar dala í lok síðasta árs og var meðallíftími lánasafnsins 7,6 ár. Er Landsvirkjun umtalsvert skuldsettari en sambærileg fyrir- tæki í nágrannalöndum Íslands. Síðustu þrjú ár hefur handbært fé frá rekstri Landsvirkjunar dugað til að standa undir endur- greiðslum lána. Þá sagði Rafnar það sama gilda um fyrirsjáan legar endurgreiðslur verði ekki ráðist í stórar fjárfestingar. Hann rak þó þann varnagla að Landsvirkjun væri háð aðgengi að langtíma- fjármagni á mörkuðum. Yrðu að- stæður á lánamörkuðum þannig að fyrirtækið gæti ekki sótt sér lang- tímafjármagn á viðunandi kjörum þyrfti að skoða þörfina á því að styrkja eigið fé félagsins. Slík innspýting kæmi þá frá íslenska ríkinu. magnusl@frettabladid.is Ríkið fær 1,8 milljarða í arð frá Landsvirkjun Rekstrarhagnaður Landsvirkjunar jókst talsvert árið 2011. Fjármálastjóri fyrir- tækisins segir skuldastöðu þess viðráðanlega með þeim fyrirvara þó að lokist erlendir fjármagnsmarkaðir gæti hið opinbera þurft að styrkja eigið fé félagsins. Í HÖRPU Á FIMMTUDAG Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Hörður Arnarson forstjóri á ársfundi fyrirtækisins á fimmtudag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÉLAGSSTARF Hátt í níutíu manns mættu á stofnfund Hollvinasam- taka Elliðaárdals í félagsheimili Orkuveitu Reykjavíkur í dalnum í fyrrakvöld. Aðdragandinn var sá að hverfis- ráð Breiðholts og Árbæjar efndu til fundar um málefni dalsins í haust og niðurstaða hans varð sú að þörf væri á félagi um þessa „mestu náttúru perlu Reykvíkinga,“ eins og Elliðaárdalurinn er kallaður í tilkynningu frá samtökunum. Á fundinum rakti sagnfræð- ingurinn Stefán Pálsson sögu Elliðaárdalsins og Björn Axelsson, frá skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar, fór yfir drög að framtíðarskipulagi svæðisins. Hverfisráð Breiðholts og Ár- bæjar færðu samtökunum jafn- framt fimmtíu þúsund króna styrk hvort um sig og þær fréttir að lénið ellidaardalur.is hefði verið tekið frá fyrir samtökin. Í lok fundar var kosið í stjórn samtakanna, og í hana völdust Alda M. Magnúsdóttir, Anna Sif Jónsdóttir, Guðbrandur Benedikts- son, Guðrún Ágústsdóttir, Guðrún Theódórsdóttir, Halldór Páll Gísla- son og Stefán Pálsson. - sh Hollvinasamtök „mestu náttúruperlu Reykvíkinga“ fá styrk frá hverfisráðum: Vinir Elliðaárdals stofna samtök MARGT UM MANNINN Á níunda tug manna sótti stofnfundinn í félagsheimili Orkuveitunnar. BÚRMA, AP David Cameron, for- sætis ráðherra Bretlands, vill að Evrópusambandið hætti efna- hagslegum þvingunum á Búrma, einnig þekkt sem Mjanmar. Þetta sagði Cameron í gær, en hann er staddur í landinu. Cameron fundaði bæði með forseta landsins, Thein Sein, og stjórnarandstöðuleiðtoganum Aung San Suu Kyi. Hann sagði eftir fund sinn með forsetanum að það væru merki um breytingar í landinu og rétt væri að bregðast við þessum breytingum. Því væri rétt að draga úr efnahagslegum þvingunum, en það ætti þó ekki við um vopnasölubann sem er í gildi. Cameron talaði aðeins um að létta þvingunum en ekki afnema þær alveg. Suu Kyi segist styðja þessa nálgun á málin. Þannig sé hægt að koma þvingunum á aftur auðveld- lega ef þörf krefur. „Við vitum að enn þarf að gera mjörg margt og forsetinn sjálfur hefur viðurkennt það að meiri breytinga sé þörf. Hið rétta í stöðunni er að umheimurinn hvetji til breytinganna og hafi trú á því að friðsamlegar framfarir í átt að lýðræði geti átt sér stað,“ sagði Cameron. Evrópusambandið mun ræða um efnahagsþvinganirnar þann 23. apríl næstkomandi. Ef sam- þykkt verður að hætta þeim mun sambandið líklega þrýsta á Bandaríkin að gera slíkt hið sama. - þeb Forsætisráðherra Bretlands fundaði með forseta og stjórnarandstöðu í Búrma: Cameron vill aflétta þvingunum CAMERON OG SUU KYI David Cameron fundaði einslega með Aung San Suu Kyi, stjórnarandstöðuleiðtoganum sem nýlega var kosinn á þing, á heimili hennar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Átt þú snjallsíma? JÁ 25,8% NEI 74,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Telur þú mikil tækifæri felast í raforkusölu til Evrópu um sæstreng? Segðu þína skoðun á visir.is DÝRAVERND Tveir dýraverndun- arsinnar, Árni Stefán Árnason og Óskar H. Valtýsson, hafa kært sveitarfélag Horna fjarðar fyrir meint brot á lögum um dýravernd og girðingarlögum. Fjöldi hreindýra hefur drepist í sveitarfélaginu eftir að hafa flækst í girðingarvír. Kæran var lögð fram hjá lög- reglunni á Eskifirði í fyrradag en auk þess að kæra sveitar- félag Hornafjarðar, kæra þeir bónda á svæðinu og fyrirtækið Lífsval sem þarna á land. - eh Dýraverndunarsinnar ósáttir: Kæra fyrir brot um dýravernd KJÖRKASSINN milljarða króna hagnaður varð af rekstri Lands- virkjunar á síðasta ári. 3,4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.