Fréttablaðið - 14.04.2012, Side 6

Fréttablaðið - 14.04.2012, Side 6
14. apríl 2012 LAUGARDAGUR6 Leiðin til Ríó MÁLSTOFA: Mánudaginn 16. apríl, Oddi 101, frá kl. 9-12.15 Frummælendur: Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra, Auður Ingólfsdóttir félagsvísindasviði Háskólans á Bifröst, Dr. Jón Ágúst Þorsteinsson Marorku, Árni Finnsson Náttúruverndarsamtökum Íslands, Skúli Helgason Alþingi, Lúðvík E. Gústafsson Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir utanríkisráðuneyti. Pallborð: Umhverfisráðherra og alþingismennirnir Illugi Gunnarsson, Skúli Helgason, Birgitta Jónsdóttir og Vigdís Hauksdóttir. Fundarstjóri: Dr. Guðrún Pétursdóttir. Nánari upplýsingar: www.utanrikisraduneyti.is Ríó+20 ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun verður haldin í júní 2012. Hvar stöndum við á leið til sjálfbærrar þróunar og hverju mun ráðstefnan skila? Hvað getur Ísland lagt af mörkum? Sjálfbær þróun og tækifæri græns hagkerfis Aðalfundur Félags tæknifólks i rafiðnaði verður haldinn miðvikudaginn 18. apríl 2012 kl. 17 að Stórhöfða 31, Grafarvogsmegin. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. Kosning fulltrúa á ársfund Stafa. Önnur mál. VIÐSKIPTI Rekstur Lands virkjunar batnaði nokkuð á árinu 2011. Rekstrarhagnaður jókst talsvert en skuldsetning fyrirtækisins er enn mikil eftir fjárfestingar síðasta áratugar. Landsvirkjun kynnti árs- reikning sinn fyrir síðasta ár á árs- fundi félagsins á fimmtudag. Þrátt fyrir bætta rekstrarniður- stöðu minnkaði hagnaður Lands- virkjunar talsvert á milli ára. Var hagnaður ársins 26,5 milljónir Bandaríkjadala, jafngildi 3,4 millj- arða króna, samanborið við 72,9 milljóna dala hagnað árið 2010. Munurinn skýrist af óhagstæðri gengisþróun sem breytti tals- vert bókfærðu virði raforkusölu- samninga fyrirtækisins. Vegna afkomu ársins mælir stjórn Landsvirkjunar með því að 14 milljónir dala, eða 1,8 milljarðar króna, verði greiddar í arð til ríkis sjóðs. Fjögur ár eru liðin frá síðustu arðgreiðslu fyrirtækisins sem var 7,8 milljónir dala. Eins og áður sagði batnaði rekstrarniðurstaða Lands virkjunar mikið í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta (EBITDA) nam 354 millj- ónum Bandaríkjadala, jafngildi 45 milljarða króna á núverandi gengi. Hækkaði EBITDA því um 16 pró- sent á milli ára. Skýrist hækkunin af því að rekstrartekjur hækkuðu verulega umfram rekstrargjöld og hafa tekjurnar aldrei verið hærri í sögu Landsvirkjunar. Rekstrartekjur voru alls 436 milljónir dala sem jafngildir 55,4 milljörðum króna. Til samanburðar voru rekstrar- tekjur 378 milljónir dala árið 2010 og hafa hæst farið áður í 397 millj- ónir dala árið 2008. Helstu áhættuþættir í rekstri Landsvirkjunar eru sem fyrr þróun álverðs, vaxta og gengis gjald- miðla. Þannig kom fram í máli Rafnars Lárussonar, framkvæmda- stjóra fjármálasviðs Lands- virkjunar, á ársfundi að þróun álverðs frá áramótum benti til þess að tekjur fyrir tækisins yrðu lægri á þessu ári en því síðasta. Þá gerði Rafnar skuldastöðu fyrirtækisins að umtalsefni. Vaxtaberandi lán voru alls 2,7 milljarðar dala í lok síðasta árs og var meðallíftími lánasafnsins 7,6 ár. Er Landsvirkjun umtalsvert skuldsettari en sambærileg fyrir- tæki í nágrannalöndum Íslands. Síðustu þrjú ár hefur handbært fé frá rekstri Landsvirkjunar dugað til að standa undir endur- greiðslum lána. Þá sagði Rafnar það sama gilda um fyrirsjáan legar endurgreiðslur verði ekki ráðist í stórar fjárfestingar. Hann rak þó þann varnagla að Landsvirkjun væri háð aðgengi að langtíma- fjármagni á mörkuðum. Yrðu að- stæður á lánamörkuðum þannig að fyrirtækið gæti ekki sótt sér lang- tímafjármagn á viðunandi kjörum þyrfti að skoða þörfina á því að styrkja eigið fé félagsins. Slík innspýting kæmi þá frá íslenska ríkinu. magnusl@frettabladid.is Ríkið fær 1,8 milljarða í arð frá Landsvirkjun Rekstrarhagnaður Landsvirkjunar jókst talsvert árið 2011. Fjármálastjóri fyrir- tækisins segir skuldastöðu þess viðráðanlega með þeim fyrirvara þó að lokist erlendir fjármagnsmarkaðir gæti hið opinbera þurft að styrkja eigið fé félagsins. Í HÖRPU Á FIMMTUDAG Ragna Árnadóttir aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar og Hörður Arnarson forstjóri á ársfundi fyrirtækisins á fimmtudag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÉLAGSSTARF Hátt í níutíu manns mættu á stofnfund Hollvinasam- taka Elliðaárdals í félagsheimili Orkuveitu Reykjavíkur í dalnum í fyrrakvöld. Aðdragandinn var sá að hverfis- ráð Breiðholts og Árbæjar efndu til fundar um málefni dalsins í haust og niðurstaða hans varð sú að þörf væri á félagi um þessa „mestu náttúru perlu Reykvíkinga,“ eins og Elliðaárdalurinn er kallaður í tilkynningu frá samtökunum. Á fundinum rakti sagnfræð- ingurinn Stefán Pálsson sögu Elliðaárdalsins og Björn Axelsson, frá skipulags- og byggingarsviði Reykjavíkurborgar, fór yfir drög að framtíðarskipulagi svæðisins. Hverfisráð Breiðholts og Ár- bæjar færðu samtökunum jafn- framt fimmtíu þúsund króna styrk hvort um sig og þær fréttir að lénið ellidaardalur.is hefði verið tekið frá fyrir samtökin. Í lok fundar var kosið í stjórn samtakanna, og í hana völdust Alda M. Magnúsdóttir, Anna Sif Jónsdóttir, Guðbrandur Benedikts- son, Guðrún Ágústsdóttir, Guðrún Theódórsdóttir, Halldór Páll Gísla- son og Stefán Pálsson. - sh Hollvinasamtök „mestu náttúruperlu Reykvíkinga“ fá styrk frá hverfisráðum: Vinir Elliðaárdals stofna samtök MARGT UM MANNINN Á níunda tug manna sótti stofnfundinn í félagsheimili Orkuveitunnar. BÚRMA, AP David Cameron, for- sætis ráðherra Bretlands, vill að Evrópusambandið hætti efna- hagslegum þvingunum á Búrma, einnig þekkt sem Mjanmar. Þetta sagði Cameron í gær, en hann er staddur í landinu. Cameron fundaði bæði með forseta landsins, Thein Sein, og stjórnarandstöðuleiðtoganum Aung San Suu Kyi. Hann sagði eftir fund sinn með forsetanum að það væru merki um breytingar í landinu og rétt væri að bregðast við þessum breytingum. Því væri rétt að draga úr efnahagslegum þvingunum, en það ætti þó ekki við um vopnasölubann sem er í gildi. Cameron talaði aðeins um að létta þvingunum en ekki afnema þær alveg. Suu Kyi segist styðja þessa nálgun á málin. Þannig sé hægt að koma þvingunum á aftur auðveld- lega ef þörf krefur. „Við vitum að enn þarf að gera mjörg margt og forsetinn sjálfur hefur viðurkennt það að meiri breytinga sé þörf. Hið rétta í stöðunni er að umheimurinn hvetji til breytinganna og hafi trú á því að friðsamlegar framfarir í átt að lýðræði geti átt sér stað,“ sagði Cameron. Evrópusambandið mun ræða um efnahagsþvinganirnar þann 23. apríl næstkomandi. Ef sam- þykkt verður að hætta þeim mun sambandið líklega þrýsta á Bandaríkin að gera slíkt hið sama. - þeb Forsætisráðherra Bretlands fundaði með forseta og stjórnarandstöðu í Búrma: Cameron vill aflétta þvingunum CAMERON OG SUU KYI David Cameron fundaði einslega með Aung San Suu Kyi, stjórnarandstöðuleiðtoganum sem nýlega var kosinn á þing, á heimili hennar í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Átt þú snjallsíma? JÁ 25,8% NEI 74,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Telur þú mikil tækifæri felast í raforkusölu til Evrópu um sæstreng? Segðu þína skoðun á visir.is DÝRAVERND Tveir dýraverndun- arsinnar, Árni Stefán Árnason og Óskar H. Valtýsson, hafa kært sveitarfélag Horna fjarðar fyrir meint brot á lögum um dýravernd og girðingarlögum. Fjöldi hreindýra hefur drepist í sveitarfélaginu eftir að hafa flækst í girðingarvír. Kæran var lögð fram hjá lög- reglunni á Eskifirði í fyrradag en auk þess að kæra sveitar- félag Hornafjarðar, kæra þeir bónda á svæðinu og fyrirtækið Lífsval sem þarna á land. - eh Dýraverndunarsinnar ósáttir: Kæra fyrir brot um dýravernd KJÖRKASSINN milljarða króna hagnaður varð af rekstri Lands- virkjunar á síðasta ári. 3,4

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.