Fréttablaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 14.04.2012, Blaðsíða 2
14. apríl 2012 LAUGARDAGUR2 204 STK. PAKKNINGAR 2mg 2.871kr. 5.742kr. 4mg: 3.999kr. 7.998kr. LAUGARDALSLAUG Endurbætur standa yfir í Laugardal. ÞJÓNUSTA Vegna framkvæmda við Laugardalslaug verður lokað þar í þrjá daga eftir helgi, frá mánu- degi til miðvikudags. Í frétt frá Reykjavíkurborg er haft eftir Loga Sigurfinnssyni for- stöðumanni að gestir hafi sýnt ótrúlega þolinmæði og skilning. „Meðal þess sem verður gert meðan laugin verður lokuð er að slá undan nýrri göngubrú, taka að mestu niður vinnuaðstöðu og yfir- breiðslur, mála potta, tengja nudd- pott og koma fyrir nýju öryggis- handriði. Laugin verður einnig tæmd og þrifin,“ segir í fréttinni. Laugin verður opnuð aftur að morgni sumardagsins fyrsta. - gar Viðgerðir í Laugardalslaug: Lokað í laugina eftir helgina DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað- fest úrskurð Héraðsdóms Reykja- víkur þess efnis að verjendur Lárusar Welding og Guðmundar Hjaltasonar, fyrrverandi yfir- manna hjá Glitni, eigi ekki rétt að fá í hendur geisladiska með upptökum af yfirheyrslum skjól- stæðinga sinna. Verjendurnir kröfðust þess að fá upptökurnar, ekki síst til að sannreyna að rétt væri farið með í endur ritum af yfirheyrslunum sem eru meðal gagna málsins og eiga að vera orðrétt. Saksóknarinn mótmælti þessu og benti á að verjendum og sak- borningum stæði til boða að hlusta á upptökurnar í húsakynnum sér- staks saksóknara. Þá sagði sak- sóknari jafnframt að ef fallist yrði á kröfu verjendanna væri hætta á að upptökurnar kæmust í hendur einhverra sem þær ættu ekkert erindi við og að það gæti leitt til þess að þær birtust á veraldarvefnum. Fallist er á þetta, bæði í niður stöðum héraðsdóms og Hæstaréttar. Þar segir meðal annars að um rafrænar upptökur sé að ræða sem auðvelt sé að mis- fara með, komist þær í rangar hendur. Verjendur Kaupþings- manna í Al Thani- málinu svokallaða hafa gert sams konar kröfu og tekist verður á um hana fyrir dómi í lok mánaðar. - sh Hæstiréttur neitar Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni um geisladiska: Óttast að upptökur leki á netið ÁKÆRÐUR Lárus sætir ákæru fyrir umboðssvik vegna láns Glitnis til Milestone. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SVEITARSTJÓRNIR Árni Rúnar Þor- valdsson, bæjarfulltrúi Sam- fylkingarinnar á Hornafirði, segir „óvönduð vinnubrögð“ bæjarráðs varðandi töku tilboðs í innanhúss- endurbætur í Heppuskóla hafa valdið því að sveitarfélagið varð að gera sátt við annan bjóðanda í verkið upp á 4,6 milljónir króna. Heildarkostnaðurinn sé fimm milljónir króna því lögfræði- kostnaður sé 400 þúsund krónur. „Til lengri tíma litið geta þessi vinnubrögð skaðað sveitarfélagið mun meira í formi minnkandi trausts almennings og fyrirtækja á því sem bæjarráð samþykkir,“ segir í bókun Árna. - gar Bæjarfulltrúi um endurbætur: Klúður kostaði fimm milljónir UMHVERFISMÁL Sorpstöð Rangár- vallasýslu urðaði rúmlega helmingi meiri sláturúrgang en heimilt var árið 2010. Um 1.630 tonn af úrgangi voru urðuð en einungis er veitt heimild til 800 tonna á ársgrundvelli. Umhverfisstofnun hefur áminnt sorpstöðina og krafist úrbóta vegna málsins, sem kom í ljós við eftirlit. Á vef Umhverfis- stofnunar segir að fyrirtækinu hafi verið veittur frestur til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og tækifæri til að bregðast við. Verði ekkert að gert er heimild til að beita sektum upp á allt að 500 þúsund krónum á dag. - sv Sorpstöð fékk áminningu: Fór langt yfir hámark í urðun Sigríður, er lífið lotterí? „Já, og ég tek þátt í því!“ Sigríður Hrönn Guðmundsdóttir hefur verið ráðin í starf Lottó-þulu. NEYÐARAÐSTOÐ Hátt í 40.000 börn á Sahel-svæðinu í Afríku sunnan við Saharaeyðimörkina hafa nú þegar hafið meðferð hjá UNICEF, Barna- hjálp Sameinuðu þjóðanna, vegna alvarlegrar bráðavannæringar. Neyðarástand vofir yfir á svæðinu eftir uppskerubrest í kjölfar þurrka. Talið er að um ein milljón barna séu í hættu á að verða vannæringu að bráð nema eitthvað verði að gert. Hjálp er þó tekin að berast og hefur UNICEF þegar komið til skila um 6,5 milljónum skammta af vít- amínbættu hnetumauki auk ýmissa annarra hjálpargagna sem sjá má á meðfylgjandi mynd. Hnetumaukið hefur reynst afar vel í baráttunni við vannæringu barna á hrjáðum svæðum, en það hjálpar börnum að ná heilsu fyrir utan hvað það geymist vel og er auð- velt í notkun. Starf UNICEF nær til átta landa á Sahel-svæðinu og tíminn skiptir lyk- ilmáli við að koma hjálpar gögnum til þeirra sem á þurfa að halda. Sameinuðu þjóðirnar tilkynntu í vetur að um 724 milljónir Banda- ríkjadala þyrfti til að fjármagna aðgerðir í Sahel. Margaret Chen, framkvæmda- stjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnun- arinnar, sagði fyrir skemmstu að alþjóðsamfélagið þurfi að bregðast skjótt við. „Annars munu mörg börn láta lífið og mikil fjöldi manna muni líða skort.“ Sigríður Víðis Jónsdóttir, upplýs- ingafulltrúi UNICEF á Íslandi, segir í samtali við Fréttablaðið að hjálpar- starfið reiddi sig á framlag almenn- ings. Söfnun standi yfir hér á landi og gangi afar vel og þau hafi fundið fyrir mikill velvild. „Söfnunin er komin yfir 14 millj- Hafa þegar hjálpað nær 40.000 börnum Hjálparstarf UNICEF á Sahel-svæðinu í Afríku er komið í fullan gang. Tugir þúsunda barna hafa fengið meðferð vegna vannæringar. Söfnun UNICEF hefur gengið vel á Íslandi og um fjórtán milljónir króna hafa þegar safnast. cm *Fjöldi aðframkominna barna sem er verið að bjarga með tveggja mánaða meðferð við alvarlegri bráðavannæringu. Neyðarhjálp UNICEF Hjálpargögn sem send hafa verið á Sahel-svæðið síðustu daga 6.566.400 VÍTAMÍNBÆTT JARÐHNETUMAUK 36.480 Börn* 400.000 VATNSHREINSI- TÖFLUR 66.000 MÆLIBÖND FYRIR HANDLEGG 360.000 PAKKAR AF NÆR- INGARBÆTTU MJÓLKURDUFTI 216.000 lítrar af mjólk 302.510 Sýklalyf (Amoxicilline) 10.000 VATNSTANKAR 100.000 LÍTRAR AF VATNI 180 VATNSPAKKAR Hver pakki dugar fyrir 10 fjölskyldur Þetta eru dæmi um þau hjálpargögn sem UNICEF sendir á Sahel-svæðið (Heimild: UNICEF) ónir. Það er margfalt meira en við gerðum okkur von um að geta safn- að og við erum afar þakklát fyrir stuðninginn. Fólk virðist gera sér grein fyrir alvöru málsins og að hvert framlag skiptir máli.“ Sigríður bætir því við að þar liggi að baki þúsundir Íslendinga á öllum aldri. „Börn hafa til dæmis haft sam- band við okkur og viljað aðstoða van- nærða jafnaldra sína á Sahel-svæð- inu. Svo höfum við fengið símtöl úr bönkum þar sem börn eru stödd með sparibaukana sína og vilja gefa og fólk á níræðisaldri hefur sem dæmi hringt og spurt hvernig það geti aðstoðað.“ Þeim sem vilja leggja sitt af mörk- um er bent á að upplýsingar má finna á vefnum á unicef.is. thorgils@frettabladid.is SELTJARNARNES Kirkjugarður gæti risið á Seltjarnarnesi ef hugmyndir þess efnis ná fram að ganga. Þrjár staðsetningar koma til greina fyrir allt að þrjú þúsund grafir. Unnið hefur verið að hugmynd um kirkjugarð á Seltjarnar- nesi síðan um áramótin eftir að áskorun þess efnis kom frá velunnara kirkjunnar og hefur starfshópur um verkefnið skilað hugmyndum til skipulags- og mannvirkjanefndar Seltjarnar- nessbæjar. - jme Kirkjugarður á Seltjarnarnesi: Þrjú þúsund grafir á Nesinu EFNAHAGSMÁL Fjármálaeftirlitið (FME) telur að áhrif gengislána- dóms Hæstaréttar frá 15. febrúar síðastliðnum og endurreikningar lána vegna hans ógni ekki fjármála- stöðugleika. Þegar hafa lánastofnanir lands- ins afskrifað rúmlega 70 milljarða úr efnahagsreikningum sínum vegna dómsins og þá er þess vænst að 15 milljarðar til viðbótar verði brátt afskrifaðir. Verði dómurinn fordæmis- gefandi fyrir öll lán sem mögulega fela og fólu í sér ólöglega gengis- tryggingu er það mat FME að hann muni valda lánastofnunum landsins alls um 165 milljarða króna höggi. Þetta kemur fram í minnisblaði sem FME hefur tekið saman um áhrif dóms Hæstaréttar á inn lendar lánastofnanir. Í dómnum fólst að lánastofnunum bar að styðjast við samningsvexti á gengis lánum til þess dags sem Hæstiréttur dæmdi slík lán ólögleg árið 2010. Lána- stofnanir höfðu hins vegar stuðst við óverðtryggða vexti Seðlabank- ans eins og kveðið hafði verið á um í tilmælum frá stjórnvöldum. Þótt FME telji dóminn ekki fela í sér ógn við fjármálastöðugleika áréttar stofnunin að óvissan vegna uppgjörs gengislána sé slæm fyrir fjármálakerfið. Þá sé mikilvægt að henni verði eytt sem fyrst. FME sendi öllum lána stofnunum landsins fyrirspurn þar sem þær voru beðnar um að meta áhrif dómsins á sig miðað við fjórar sviðsmyndir um fordæmisgildi. - mþl Fjármálaeftirlitið birtir minnisblað um áhrif gengislánadómsins í febrúar: Dómurinn ógnar ekki stöðugleika FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ FME spurðist fyrir um áhrif dómsins á virði lána hjá lána- stofnunum miðað við fjórar sviðsmyndir um fordæmisgildi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SAMFÉLAGSMÁL Lýðheilsufélag læknanema stóð fyrir svokölluðum Blóðgjafarmánuði Háskóla Íslands í mars síðastliðnum. Tilgangurinn var að vekja athygli á þörf fyrir blóðgjafir og að virkja nema til að gerast blóðgjafar svo Blóðbankinn gæti annað eftirspurn. Verðlaun voru veitt til þess nem- endafélags sem gaf hlutfallslega mest blóð. Fjallið, félag jarðvís- inda-, landafræði- og ferðamála- fræðinema, hlaut Blóðbikarinn. Vodafone styrkti Neistann, styrkt- arfélag hjartveikra barna um 500 krónur fyrir hverja blóðgjöf og alls söfnuðust um 200 þúsund krónur. - sv Blóðbikarinn afhentur: Nemendur gáfu blóð í bankann BLÓÐGJÖF Nemendafélagið Fjallið bar sigur úr býtum í keppninni. SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.