Fréttablaðið - 21.04.2012, Síða 2
21. apríl 2012 LAUGARDAGUR2
Lúðvík, eru íþróttir fyrir alla?
„Jú, fyrir bæði kerlingar og karla!“
Lúðvík Geirsson er þingmaður. Lúðvík
hefur lagt fram fyrirspurn til mennta-
málaráðherra varðandi það hvort tryggja
eigi í lögum að stórviðburðir í íþróttum
verði sýndir í opinni dagskrá.
PAKISTAN Enginn komst lífs af þegar Boeing
farþegaþota flugfélagsins Bhoja Air fórst í
aðflugi að alþjóðaflugvellinum við borgina
Islamabad í Pakistan í gærdag. 121 manns var
um borð í vélinni; farþegar og áhöfn.
Flugmálayfirvöld í landinu telja að orsakir
slyssins megi rekja til veðurs, en mikill vind-
ur og rigning voru á svæðinu.
Lýsingar erlendra fréttamiðla eru nötur-
legar en brak og líkamshlutar dreifðust um
stórt svæði þar sem björgunarlið og íbúar
frá nálægum íbúðarhverfum leituðu í gær.
Þegar í gær höfðu 110 lík verið flutt á brott
frá slysstaðnum.
Flugritinn, eða svarti kassinn svokallaði, er
fundinn en hann er lykilgagn við að komast
að því hvað olli því að þotan skall til jarðar
eftir rúmlega þriggja tíma flug frá borginni
Karachi til höfuðborgarinnar.
Að minnsta kosti fjögur þorp eru í nálægð
við slysstaðinn og enn hefur ekki verið úti-
lokað að fólk hafi farist á jörðu niðri, að sögn
yfirvalda í landinu.
Fjölmiðlar greindu frá því í gær að
aðstandendur þeirra sem voru um borð í
vélinni hafi safnast saman á flugvellinum og
beðið frétta í örvæntingu. - shá
SPURNING DAGSINS
frá Adler
á góðum
kjörumBaðvog
AD 8116b
kr. stgr.
Eldhúsvog
AD 3138b
kr. stgr.
FJÖLMIÐLAR Fjölmiðlanefnd telur
ekki tilefni til að bregðast við
vegna fyrirspurnar sem Ást-
þór Magnús-
son forseta-
frambjóðandi
sendi nefnd-
inni. Óskar
hann eftir áliti
nefndarinnar
á nokkrum
atriðum, fyrst
og fremst
varðandi Ríkis-
útvarpið.
„Að gefnu tilefni vill fjölmiðla-
nefnd koma því á framfæri að
athugasemdir Ástþórs Magn-
ússonar, vegna forsetakosning-
anna, voru teknar fyrir á fundi
nefndarinnar 13. apríl sl. Fimm
dögum síðar var honum sent svar
þar sem meðal annars er bent á
að nefndin hafi ekki eftirlit með
lögum um Ríkis útvarpið,“ segir í
tilkynningu. Einnig kemur fram
að nefndin gefi ekki út almennt
álit vegna athugasemda sem ekki
feli í sér kvörtun um tiltekin brot
á lögum um fjölmiðla. - óká
Fjölmiðlanefnd svarar Ástþóri:
Ekki tilefni til
að bregðast við
ÁSTÞÓR
MAGNÚSSON
HEILBRIGÐISMÁL Meðferðardeildin
á Stuðlum verður lokuð allan júlí
vegna sumarleyfis starfsfólks. Er
þetta í fyrsta sinn sem þetta er
gert og var ákvörðunin tekin til
að hagræða og bæta meðferðina.
Þórarinn V. Hjaltason, forstöðu-
maður á Stuðlum, segir stefnt að
því að ljúka meðferð barnanna
á eðlilegum tíma. Eina hugsan-
lega áhyggjuefnið sé að börnum í
neyðar vistun muni fjölga á meðan,
en sú deild verður áfram opin. „En
við bregðumst bara við því ef til
þess kemur,“ segir hann. „Þetta er
í fyrsta sinn sem þetta er gert og
við munum bara mæta því sem til
kemur og endurskoða eftir þörf-
um.“
Allar líkur verða á því að gott
aðgengi verði að plássum á með-
ferðardeild Stuðla strax í ágúst
þrátt fyrir mánaðarlokun.
„Það gefur augaleið að almenn
meðferð minnkar á meðan á
lokuninni stendur, en undanfarin
ár hefur dregið verulega úr starf-
seminni á sumrin þó deildin sé
opin,“ segir Þórarinn.
Undanfarin ár hefur sú leið
verið farin að fækka börnum yfir
sumarið og mæta leyfum starfs-
fólks með afleysingarfólki. Þá
hefur nýting meðferðardeildar
verið slök fram að hausti, er segir
í tilkynningu frá Barnaverndar-
stofu. - sv
Meðferðardeildin á Stuðlum lokar í mánuð í sumar vegna hagræðinga og fría:
Neyðarvistunum gæti fjölgað
STUÐLAR Forstöðumaður Stuðla segir mögulegt að neyðarvistunum fjölgi á meðan á
lokun stendur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
UMHVERFISMÁL Hópur áhugamanna
um að koma upp hreindýrastofni
á Vestfjörðum vill fá úr því skorið
með rannsóknum hvort flutningi
dýranna frá Austurlandi fylgi
smithætta sauðfjársjúkdóma.
Yfirdýralæknir útilokar flutning
dýranna milli landshluta einmitt
með þeim rökum, auk þess sem
hann telur um dýraverndunarmál
að ræða.
Sigmar B. Hauksson, fyrr-
verandi formaður Skotvíss, er
einn áhugamanna um flutning
hreindýra frá Austurlandi til Vest-
fjarða. Hann bendir á, fyrst af
öllu, að meginrök yfirdýra læknis
hafi aldrei verið sönnuð með rann-
sóknum. „Rökin eru að hreindýr
gætu borið með sér sauðfjársjúk-
dóma. Það stendur ekkert að baki
þessum fullyrðingum. Okkar
vinna gengur því út á að fá úr því
skorið hvort þetta sé gerlegt, og
fjölmörg rök benda í þá átt.“
Halldór Runólfsson, yfir-
dýralæknir, segir að sín skoðun
varðandi flutning dýranna hafi
ekkert breyst hvað varðar sjúk-
dómahættuna. „En þetta byggir
einnig á dýraverndarsjónar-
miðum, því almennt held ég að
menn telji að Vestfirðir henti
ekki hreindýrum. Það er því
dýraverndarmál að flytja dýrin á
svæði þar sem þau ekki þrífast.“
Spurður um rannsóknaþáttinn
telur Halldór að marktæk rann-
sókn á sjúkdómum í hrein dýrum
yrði dýr og tímafrek aðgerð, þar
sem það taki langan tíma að koma
í ljós hvort sjúkdómarnir séu
fyrir hendi í dýrunum.
Í dag sækja 4.000 skotveiði-
menn um að fá að fella þúsund
hreindýr á Austurlandi, þannig að
eftirspurnin er mikil. „ Kostirnir
við að fjölga hreindýrum eru
því ekki síst að slík aðgerð væri
atvinnuskapandi,“ segir Sigmar.
„Hvert dýr skilar í beinar og
óbeinar tekjur um 300.000
krónum og helmingi meira ef um
erlenda veiðimenn væri að ræða.
Þetta myndi því styrkja ferða-
þjónustu á til dæmis Vestfjörðum
í um tvo mánuði utan hins hefð-
bundna ferðamannatíma.“
Sigmar, sem hafnar því að
Vestfirðir henti ekki hrein-
dýrum, segir um aðferðafræði
rannsóknarinnar að sýnum yrði
safnað í sumar, en upplýsingar
um gróðurfar liggi að hluta til
fyrir. Síðan yrði að flytja nokkur
dýr vestur þar sem þau yrðu sett
í einangrun. „Þegar sannað væri
að þau væru heilbrigð yrði þeim
sleppt og nýjasta tækni notuð til
að ganga úr skugga um hvernig
þeim reiðir af í náttúrunni. Þetta
yrðu fyrstu skrefin.“
svavar@frettabladid.is
Smithætta frá hrein-
dýrum aldrei sönnuð
Yfirdýralæknir útilokar að flytja hreindýr á Vestfirði vegna smithættu. Hópur
áhugamanna segir fullyrðingar um smithættu ósannaðar og hyggur á rann-
sóknir. Gríðarleg tækifæri eru talin fylgja nýjum hreindýrastofni vestra.
ÓNÝT AUÐLIND? Áhugamenn um flutning hreindýra til Vestfjarða ætla að setjast
niður í Kvenfélagshúsinu á Hólmavík klukkan tvö í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Farþegaþota Bhoja Air fórst í aðflugi að alþjóðaflugvellinum í Islamabad:
Talið að 121 hafi látist í flugslysi í Pakistan
FRÁ SLYSSTAÐ Í GÆRKVÖLDI Farþegaþotan splundr-
aðist þegar hún skall til jarðar í gær. NORDICPHOTOS/AFP
Rökin eru að hrein-
dýr gætu borið
með sér sauðfjársjúkdóma.
Það stendur ekkert að baki
þessum fullyrðingum.
SIGMAR B. HAUKSSON
FYRRVERANDI FORMAÐUR SKOTVÍSS
SVÍÞJÓÐ Gert er ráð fyrir að
framkvæmdastjórn Evrópu-
sambandsins, ESB, leggi fram
tillögu í haust um bann við
bragðefnum í tóbaki. Um er
að ræða efni sem samkvæmt
munn tóbaksframleiðandanum
Swedish Match eru nauðsynleg
fyrir munntóbakið, að því er
sænskir fjölmiðlar greina frá.
Heilbrigðisráðherra Sví þjóðar,
Maria Larsson, segir að nikó-
tínmagnið hafi verið minnkað í
sænska munntóbakinu og bragð-
efnin sett í staðinn.
Haft er eftir ráðherranum að
sænsk stjórnvöld muni berjast
gegn öllum tillögum sem ógna
sænska munntóbakinu. - ibs
Ný tillaga ESB:
Svíar óttast um
munntóbakið
KÍNA Neyslumynstur ríkra Kín-
verja er að breytast. Lúxus-
varningur er ekki lengur efst á
óskalistanum, heldur eyða fleiri
kínverskir auðmenn fé í ferða-
lög, ræktun líkamans og menntun
barna sinna, að því er kemur fram
á vef Dagens Industri.
Þar segir að 63.500 einstak-
lingar í Kína eigi jafngildi 2
mill jarða íslenskra króna.
Dagens Industri vitnar í skýrslu
frá Hurun Report Research Insti-
tute og kínverska bankans Ind-
ustrial Bank þar sem segir að vin-
sælustu fjárfestingarkostirnir séu
fasteignir og hlutabréf. - ibs
Kínverskir auðmenn:
Lúxus ekki efst
á óskalistanum
FÓLK Það voru pollrólegir en
mjög ánægðir vinningshafar
sem mættu til Getspár í gær-
morgun. Húsbóndinn hafði
keypt fimm raða Víkingalottó-
miða í Olís á Akureyri og vann
stærsta happdrættisvinning
sem hefur unnist á Íslandi.
Hjónin unnu tæplega 108 millj-
ónir og ákváðu þegar að leyfa
börnunum sínum að njóta góðs
af vinningnum.
Börnin, sem öll eru upp-
komin, fá því hluta vinnings-
ins og treysta þar með fjárhag
sinn verulega og ætluðu varla
að trúa foreldrum sínum er þau
sögðu þeim frá vinningnum
góða og að þau fengju að njóta
hluta hans með þeim, að því er
segir í tilkynningu frá Íslenskri
getspá.
Hjónin ætla að borga niður
sínar skuldir auk þess að hjálpa
börnunum. Þau sögðu að besta
hugsunin væri að vera skuld-
laus.
Heppin hjón á Akureyri:
Ætla að greiða
upp skuldirnar