Fréttablaðið - 21.04.2012, Qupperneq 4
21. apríl 2012 LAUGARDAGUR4
Á síðu 4 í Fréttablaðinu á fimmtu-
dag birtist frétt með fyrirsögninni
„Sérstakur saksóknari fær gögn frá
Lúxemborg um Aurum“. Að gefnu til-
efni er rétt að árétta að fyrirtækið sem
vísað er til í fyrirsögninni er hið breska
Aurum Holding, ekki íslenska skartp-
gripafyrirtækið Aurum ehf. Hið síðar-
nefnda tengist ekki rannsókn sérstaks
saksóknara með nokkrum hætti.
HALDIÐ TIL HAGA
Niðurlag greinar Almars Guðmunds-
sonar og Margrétar Guðmundsdóttur,
Verðbólgan og meint auðsöfnun
innflytjenda erlendis, sem birtist í
blaðinu í gær vantaði. Einnig vantaði
skýringarmynd sem átti að fylgja
greininni. Greinina má lesa í fullri
lengd með skýringarmynd á Vísi.
Beðist er velvirðingar á þessu.
ENDURVINNSLA Áform Endur-
vinnslunnar um að hætta sam-
starfi við Sorpu um móttöku á
endur vinnanlegum drykkjar-
umbúðum myndu skerða þjónustu
við neytendur og gengju gegn
hugmyndum um að draga úr
notkun á einka bílum, segir Oddný
Sturludóttir, borgarfulltrúi Sam-
fylkingarinnar og stjórnar for-
maður Sorpu.
Eins og fram kom í Fréttablaðinu
í gær telja forsvarsmenn Endur-
vinnslunnar að fyrirtækið tapi
tugum milljóna króna á ári vegna
þess að neytendur komist upp með
að oftelja fjölda umbúða sem skilað
er til Sorpu.
„Að fækka móttökustöðvum úr
sjö í þrjá yrði ofboðsleg þjónustu-
skerðing,“ segir Oddný. Hún
vonast til þess að Endurvinnslan
endurskoði ákvörðun sína um að
slíta samstarfi sínu við Sorpu.
Endurvinnsla á dósum og
flöskum er gjarnan það sem
dregur fólk á stöðvar Sorpu, en
þá notar það gjarnan ferðina til að
fara með fleira sem hefur safnast
upp, segir Oddný. Hún óttast að
verði af þessari breytingu geti það
dregið úr endurvinnslu.
Hætti Sorpa að taka á móti
dósum og flöskum mun það hafa
neikvæð áhrif á fjárhag fyrir-
tækisins, segir Oddný. Þá minnki
einnig þörf fyrir starfsmenn,
enda móttaka umbúðanna atvinnu-
skapandi.
Spurð hvort Sorpa geti brugðist
við umkvörtunum Endurvinnsl-
unnar um oftalningu umbúða segir
Oddný að eflaust sé hægt að finna
leiðir til að bregðast við því. Hvað
sem því líði sé ákvörðun stjórnenda
Endurvinnslunnar afar óheppileg
og mikil afturför í þjónustu við
íbúa höfuðborgarsvæðisins. - bj
Stjórnarformaður Sorpu harmar áform um að færa endurvinnslu drykkjarumbúða í sérstakar móttökustöðvar:
Yrði mikil þjónustuskerðing við neytendur
TÆKNIVÆÐING Móttökustöð Endur-
vinnslunnar við Knarrarvog gæti orðið
fyrirmynd annarra endurvinnslustöðva
verði samstarfi við Sorpu slitið.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
21°
18°
16°
13°
12°
12°
12°
12°
21°
13°
21°
21°
27°
8°
12°
24°
9°Á MORGUN
Strekkingur með SA-
strönd annars hægari.
MÁNUDAGUR
Strekkingur með SA-
strönd annars hægari. 8 7
4
43
8 7
4
2
2
6
6
6
5
2
23
2
4
-1
0
3
7
8
6 4
4
5
12
6
4
4
2
12
BJARTIR DAGAR
eru framundan
og þá sérstak-
lega sunnan- og
vestanlands þó
allir landshlutar fái
einhvern skerf af
sólskini. Hitastigið
verður víða á bilinu
1 til 10 stig, hlýjast
á Suðvesturlandi.
Það má því að
segja að sum-
arið byrji ágætlega
þetta árið.
Ingibjörg
Karlsdóttir
veður-
fréttamaður
UMHVERFISMÁL Umhverfisstofnun
minnir á að frost er nú víða farið
úr jörð og landið viðkvæmt fyrir
utanvegaakstri, jafnvel þó snjó-
hula liggi yfir.
Á vef stofnunarinnar eru
ferðamenn beðnir að hafa sér-
staka gát á þessu. „Jafnframt
bendir stofnunin á að ýmis svæði
eru lokuð fyrir alla umferð vél-
knúinna farartækja, þar með vél-
sleða, svo sem Hornstrandafrið-
landið,“ segir þar. Þá eru einnig
svæði á borð við Þjórsárver þar
sem tímabundið er lokað fyrir alla
umferð. „Á tímabilinu 1. maí til
10. júní er öll umferð um varplönd
heiðargæsa bönnuð.“ - óká
Sums staðar má ekki keyra:
Land er víða
viðkvæmt núna
LJÓT FÖR Um helgina verður sérstök
gæsla í Hornstrandafriðlandinu og vél-
sleðafólki vísað frá. MYND/UMHVERFISSTOFNUN
SJÁVARÚTVEGUR Útreikningar sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðu-
neytisins á áhrifum frumvarps
um veiðigjald fyrir árið 2011,
sýna að útgerðin í landinu myndi
halda eftir rúmlega 53 milljörðum
króna í hagnað fyrir skatta og
eftir greiðslur veiðigjalds til
ríkisins. Veiðigjald útgerðarinnar
til ríkisins myndi nema 21,5
milljörðum króna. Skipting hagn-
aðar er því 70/30 útgerðinni í vil.
Þessi niðurstaða byggir á spá
sérfræðinga ráðuneytisins fyrir
afkomu sjávarútvegsins fyrir árið
2011 og kemur fram í minnisblaði
til atvinnuveganefndar Alþingis.
Spáin um afkomu greinarinnar,
samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins, er talin frekar nærfærin.
Þessi niðurstaða gengur þvert á
útreikninga endurskoðunarfyrir-
tækisins Deloitte, Íslandsbanka og
Landsbankans um gjaldtökuna og
áhrif hennar.
Eins og komið hefur fram er
niðurstaða Deloitte að ríkissjóður
hefði tekið til sín 105% af hagnaði
sjávarútvegsfyrirtækjanna á
árunum 2001-2010.
Landsbankinn birti nýlega sína
útreikninga þar sem koma fram
miklar áhyggjur af þeim afleiðing-
um sem samþykkt frum varpanna
tveggja hefðu fyrir íslenskan
sjávar útveg og samfélag. Gert er
til dæmis ráð fyrir fjöldagjald-
þrotum minni fyrirtækja. Íslands-
banki hafði fyrr birt kolsvarta spá
um afleiðingar gjaldtökunnar.
Tilefni greiningar ráðuneytisins
er ekki síst sú að svara gagnrýni
sem fyrirtækin hafa sett fram á
síðustu vikum. Ráðuneytið telur
jafnframt að margir greiningar-
aðilar reikni til skuldir vegna
hluta sem eru óskyldir rekstri
útgerðanna, til að mynda vegna
hlutabréfakaupa og annarra slíkra
skulda. Því greini bankarnir ekki
ástæður skuldsetningar og við
þetta gerir ráðuneytið athuga-
semdir.
Heimildir Fréttablaðsins greina
frá að sérfræðingar ráðuneytis-
ins telji sig hafa sýnt fram á að
greinin haldi síst minna eftir af
hagnaði sínum en á undanförnum
árum. Því er ljóst að himinn og
haf skilur á milli í útreikningum,
allt eftir því hver heldur á reikni-
stokknum. svavar@frettabladid.is
Reiknar útgerðinni 70% af
75 milljarða hagnaði 2011
Sjávarútvegsfyrirtæki halda eftir 53,5 milljörðum af hagnaði ársins 2011 samkvæmt útreikningum ráðuneytis-
ins. Ríkið fær tæp 30% eða 21,5 milljarða. Gengur þvert á útreikninga banka og endurskoðunarfyrirtækis.
Á LOÐNUVEIÐUM Arðsemi veiða og vinnslu sjávarútvegsins er með ágætum um þessar mundir. Myndin tengist fréttinni ekki með
beinum hætti. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR
Sjávarútvegur 2011: Dæmi um veiðigjald
■ Dæmið gerir ráð fyrir að tekjur af veiðum og vinnslu sjávarútvegsins verði um 250 milljarðar króna en rekstrargjöld
verði 175 milljarðar. Því er svokallaður EBITHA (hagnaður fyrir greiðslu fjármagnskostnaðar) 75 milljarðar króna.
■ Að tilliti teknu til árgreiðslu (sem er dregin frá vergri hlutdeild hagnaðar til þess að fyrirtækin fái fyrst að halda eftir
eðlilegum arði af framleiðslutækjum áður en byrjað er að leggja á auðlindagjald) situr eftir auðlindarenta sem er talin
verða 45 milljarðar og myndar gjaldstofn veiðigjaldsins. Ráðuneytið reiknar með 6% vaxtakostnaði útgerðarinnar af
skuldum eða 20,4 milljörðum.
Veiðigjöld, sérstakt veiðigjald og almennt, af 45 milljörðum reiknast 21,5 milljarðar, og þar af væri sérstaka veiði-
gjaldið 17,5 milljarðar nettó.
■ Útgerðin heldur eftir 53,5 milljörðum til að standa straum af fjármagnskostnaði sínum og til þess að greiða hlut-
höfum fyrirtækjanna arð.
GENGIÐ 20.04.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
228,5814
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
126,00 126,60
203,06 204,04
166,25 167,19
22,346 22,476
22,041 22,171
18,809 18,919
1,5408 1,5498
194,60 195,76
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR
SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
204 STK. PAKKNINGAR
2mg
2.871kr. 5.742kr.
4mg:
3.999kr. 7.998kr.