Fréttablaðið - 21.04.2012, Síða 6

Fréttablaðið - 21.04.2012, Síða 6
21. apríl 2012 LAUGARDAGUR6 DAGSKRÁ Setning fundar Friðrik Pálsson, formaður stjórnar Ávarp utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra Litið yfir árið Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Þrautseigja lítilla þjóða David Gardner, ritstjóri alþjóðamálefna hjá Financial Times Fundarstjóri er Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors og fulltrúi í stjórn Íslandsstofu Að loknum framsöguerindum kl. 12.30 verður boðið upp á veitingar. Vinsamlega tilkynnið þátttöku í síma 511 4000, eða með tölvupósti á islandsstofa@islandsstofa.is MÓTMÆLI Nokkur fjöldi mót- mælenda kom saman við Hörpu í gær vegna komu Wen Jiabo, for- sætisráðherra Kína. Wen snæddi þar kvöldverð með íslenskum ráða- mönnum í gær. Vinir Tíbets og Íslandsdeild Amnesty International voru meðal þeirra sem hvöttu fólk til mót- mæla í gær. Íslandsdeild Amnesty skoraði á Jóhönnu Sigurðar dóttur forsætisráðherra að mótmæla mannréttindabrotum í Kína á fundi ínum með Wen. Þá fóru þau líka fram á að Jóhanna ræddi afstöðu Kínverja til alþjóðasamnings um vopnaviðskipti, sem nú er unnið að á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. „Samtökin hafa nokkrar áhyggj- ur af afstöðu kínverskra stjórn- valda til samningsins, en þau hafa m.a. lagst gegn því að samningur- inn byggi á alþjóðlegum mannrétt- inda- og mannúðarlögum“, segir í bréfi Amnesty til forsætisráðherra. Þar eru einnig tíundaðar áhyggjur Amnesty af dauða- refsingum í Kína sem og meðferð á föngum og andófsfólki frá Xinjiang Uighur og Tíbet. Loks er því haldið til haga að samtökin hafi ítrekað beðið um að kínversk stjórnvöld láti fara fram óháða rannsókn á atburðunum á Torgi hins himneska friðar árið 1989. - þj / - þeb Mannréttindasamtökin Amnesty International skora á forsætisráðherra: Mótmæla mannréttindabrotum SJÁVARÚTVEGUR Icelandic Group hefur fengið vottun Marine Stew- ardship Council (MSC) fyrir allar afurðir úr þorski og ýsu frá Íslandi. Í kjöl- farið mun allur þorsk- og ýsuafli af Íslands- miðum fá heimild til að bera vottunar- merki MSC. Um er að ræða 177.000 tonn af þorski og 45 þúsund tonn af ýsu á yfirstandandi fiskveiðiári. Ice- landic Group hefur þá ákveðið að bjóða öðrum útflytjendum og framleiðendum sjávarafurða aðild að vottuninni til að nýta á eigin afurðir, en þegar hafa nokkrir útflytjendur óskað eftir aðild eins og kemur fram í fréttatilkynningu. Ástæðan fyrir því að Icelandic Group hafði frumkvæði að MSC vottun voru kröfur lykilviðskiptavina á mikilvægum mörkuðum, segir forstjóri fyrir- tækisins, Lárus Ásgeirsson, og að niðurstöður vottunar MSC hafi því mikla þýðingu fyrir félagið og aðra sem kjósa að nýta sér hana. Icelandic Group er einnig stofn- aðili að Iceland Responsible Fis- heries vottunarkerfinu sem stað- festir uppruna fisks sem veiddur er í íslenskri lögsögu undir ábyrgri fiskveiðistefnu. Hins vegar hafa íslenskir hagsmunaaðil- ar í sjávar útvegi löngum gagn- rýnt MSC vottunina harðlega og er alls enginn samhljómur innan greinarinnar um ágæti MSC-vott- unarinnar. Þar hefur Landssam- band íslenskra útvegsmanna farið fremst í flokki. - shá Marine Stewardship Council vottar allar afurðir úr þorski og ýsu við Ísland: Icelandic fær sjálfbærnivottun JAPAN Birnir sem sluppu úr búrum sínum í dýragarði í Japan hafa drepið tvær konur í Akita-héraði. Um fjörutíu dýr eru í garðinum og eru flest þeirra birnir. Óljóst er hve margir sluppu út en veiðimenn skutu nokkra birni í gær. Konurnar tvær sem fundust látnar eru taldar vera starfsmenn í garðinum. Garðurinn er lokaður yfir vetrartímann og nú liggur snjór yfir öllu svæðinu. Íbúum í nærliggjandi bæjum hefur verið skipað að halda sig innandyra. Birnir sluppu úr dýragarði: Réðust á tvær konur og drápu Fylgist þú með fréttaflutningi af réttarhöldunum yfir fjölda- morðingjanum Anders Behring Breivik? JÁ 36,7% NEI 63,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ferð þú með dósir og flöskur í endurvinnslu? Segðu þína skoðun á Vísir.is. UTANRÍKISMÁL Sex samningar og samkomulög voru undirrituð að loknum fundi íslenskra og kín- verskra stjórnvalda í Þjóðmenning- arhúsinu í gær. Meðal annars skrif- uðu íslenska ríkið og kínverska fyrirtækið BlueStar undir viljayfir- lýsingu um byggingu allt að 65 þús- und tonna kísilmálmvinnslu. Viðskipti og málefni Norður- slóða voru meðal helstu umræðu- efna í opinberri heimsókn Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, til Íslands, en hann kom til landsins í gær. Ísland er fyrsti áfangastaður Wen á ferð hans um Evrópu. Næst er ferð hans heitið til Þýskalands, þá Svíþjóðar og loks til Póllands. Fjölmargir ráðherrar fylgdu Wen hingað til lands, en Össur Skarp- héðinsson utanríkisráðherra hitti meðal annars Chen Deming, við- skiptaráðherra Kína, á fundi þar sem ræddar voru yfirstandandi fríverslunarviðræður Íslands og Kína. Þá barst talið að auknum viðskiptum milli landanna síðustu ár, en útflutningur íslenskra fyrir- tækja til Kína jókst um tæp 60 pró- sent milli áranna 2010 og 2011. Auk viljayfirlýsingar um kísil- málmsmiðju undirrituðu fram- kvæmdastjóri Íslandsstofu og forstjóri Þróunarbanka Kína sam- komulag um ráðgjöf við fjárfest- ingar. Þá skrifuðu fyrir tækin Orka Energy Holding ehf. og China Petrochemical Corporation undir samstarfsyfirlýsingu um jarð- varmanýtingu til húshitunar og raforkuframleiðslu. Þá var einnig rætt um málefni norðurslóða og fagnaði kínverski ráðherrann frekari viðræðum við Ísland um málið. Utanríkisráð- herrar beggja ríkjanna undirrituðu rammasamning um norðurslóða- samstarf. Þá skrifuðu utanríkis- ráðherra Íslands og ráðherra haf- mála í Kína samkomulag um aukið samstarf á sviði sjávar- og norður- slóðarannsókna. Þriðja undirritun Össurs Skarphéðinssonar utan- ríkisráðherra var samkomulag um jarðhitasamstarf í þróunarríkjum, sem ráðherra auðlinda- og landnýt- ingar í Kína skrifaði einnig undir. Þá fundaði Wen Jiabo með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands í gærkvöldi. Ræddu þeir að sögn jarðvarmanýtingu, norðurslóðir og mannréttindamál. Heimsókn Wen er fyrsta opin- bera heimsókn starfandi kínversks forsætisráðherra hingað til lands. Wen hrósaði Íslandi fyrir árangur sinn í uppbyggingu eftir hrunið og bauð forsætisráðherra landsins í opinbera heimsókn við fyrsta tæki- færi. thorgils@frettabladid.is thorunn@frettabladid.is Sex samningar við Kínverja undirritaðir Wen Jiabo, forsætisráðherra Kína, kom til landsins í gær. Íslenskir og kínverskir ráðamenn funduðu í Þjóðmenningarhúsinu. Að loknum fundi var skrifað undir sex samninga, meðal annars um norðurslóðir og uppbyggingu kísilmálmsmiðju. MÓTMÆLT Vinir Tíbets og Amnesty International voru meðal þeirra sem mótmæltu fyrir utan Hörpu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG TEKIÐ Á MÓTI RÁÐHERRA Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, voru meðal þeirra sem tóku á móti kínverska for- sætisráðherranum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KJÖRKASSINN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.