Fréttablaðið - 21.04.2012, Side 16
16 21. apríl 2012 LAUGARDAGUR
greinar@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
Aðalfundur Árbæjarsóknar verður haldinn
sunnudaginn 29. apríl 2012 og hefst
kl. 12.15 að lokinni messu kl. 11.00
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf
Önnur mál.
Sóknarnefnd
Aðalsafnaðarfundur
Árbæjarsóknar
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
SPOTTIÐ
ÞORSTEINN
PÁLSSON
AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR
Sumarið 1982 létu þeir Albert Guðmundsson og Eggert Haukdal af stuðn-ingi við ríkisstjórn Gunn-
ars Thoroddsens. Ástæðan var
efnahagssamvinnusamningur við
Sovétríkin sem þeir töldu sýna
að „kommúnistar“ réðu of miklu
í stjórninni. Röksemd þeirra naut
öflugs stuðnings Morgunblaðsins.
Hjörleifur Guttormsson var einn
áhrifaríkasti ráðherrann á þessum
tíma. Nú er hann eins og þá virkur
móthaldsmaður frekari Evrópusam-
vinnu í þeim armi VG sem krefst
uppgjörs í stjórnarsam starfinu og
viðræðuslita við Evrópu sambandið.
Síðasta tilefnið
er sú ákvörðun
framkvæmda-
stjórnar að nýta
réttarfarsheim-
ildir til að koma
sjónarmiðum
sínum á fram-
færi fyrir EFTA-
dómstólnum.
Andstaðan
v ið Evrópu-
sambandið nýtur jafn öflugs
stuðnings Morgun blaðsins nú eins
og móthaldið gegn efnahagssam-
vinnu við Sovétríkin fyrir þrjá-
tíu árum. Þá fannst mönnum að
„kommúnistar“ réðu of miklu í
utanríkismálum. Nú þykja sömu
menn ráða of litlu um þau mál í
stjórnarsamstarfinu.
Ekki er ljóst hvort þessi mál-
efnalega rökleysa hefur áhrif
á stjórnina. En dæmin sýna að
veikar ríkisstjórnir þola illa drag-
súg af þessu tagi. Ríkisstjórn
Gunnars Thoroddsens fór hins
vegar ekki frá fyrr en tæpu ári
eftir að leiknum var lokið.
Núverandi ríkisstjórn var í póli-
tískri sjálfheldu fyrir. Hún kýs
fremur að sitja þar en að brjótast
út úr vítahringnum með því að
efna til kosninga.
Nú ráða „kommúnistar“ of litlu!
Sagan segir að pólitískar æfingar eins og þessar geti lamað ríkisstjórnir. Hitt er annað að þau mál-
efni sem deilt er um standa slík
veður gjarnan af sér. Þannig sá
ný ríkisstjórn sem mynduð var
1983 enga ástæðu til að rifta samn-
ingnum við Sovétríkin. Hagsmunir
þjóðarinnar voru að skipta um rík-
isstjórn en ekki að þrengja efna-
hagssamvinnuna. Sama á við nú.
Þó að framkvæmdastjórn
Evrópu sambandsins komi sjónar-
miðum sínum að í máli eftirlits-
stofnunar Íslands, Noregs og
Liechtenstein gegn Íslandi breytir
það engu um að niðurstaða málsins
veltur á dómi um réttarreglur en
ekki á hnefarétti.
Það er einmitt í þessu sem
styrkur smáþjóða í alþjóðasam-
starfi er fólginn. Framkvæmda-
stjórn Evrópusambandsins er
í stöðugum málarekstri við
aðildar þjóðirnar. Það er háttur
siðaðra manna þegar leysa þarf
réttarágreining. Þess vegna er
Evrópusamvinnan til. Að sönnu
er ekki sjálfgefið að smáþjóðir
vinni öll mál fyrir dómstólum.
Stundum er því hyggilegra að
semja.
Einmitt það sjónarmið réði
mestu um að ríkisstjórnin og
Sjálfstæðisflokkurinn sam-
einuðust um síðustu úgáfu af
Icesave- samningnum. Þessi
breiði meirihluti á Alþingi taldi
hagsmuni Íslands betur varða í
tvíhliða samningi við Breta og
Hollendinga. Á hitt borðið réru
forseti Íslands, Framsóknarflokk-
urinn, Hreyfingin, vinstri væng-
ur VG og minnihluti þingflokks
sjálfstæðismanna. Þau höfðu for-
ystu um að það samkomulag var
fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Sú ákvörðun opnaði fyrir að-
komu Evr ópu sam bandsins. Það
var skýrt og vel upplýst val. Þeir
sem beittu sér fyrir þeim mála-
lokum geta ekki hneykslast nú á
þeirri stöðu sem málið er í. Þetta
er sá dans sem þeir buðu upp í.
Þjóðaratkvæðagreiðslan leysti
ekki Icesave-deiluna. Hún flutti
hana aðeins úr farvegi tvíhliða
samninga og opnaði þar með
leiðina að EFTA-dómstólnum.
Ríkisstjórnir lamast en málin lifa
Evrópusambandið leggur fullan þunga á lögfræði-leg sjónarmið sín í mál-inu. Það er sannarlega
áhyggjuefni. En eftir að þjóðin
hafnaði tvíhliða samningum er
fráleitt að þetta réttarfarsúrræði
gefi tilefni til úrsagnar úr EES
eða viðræðuslita við Evrópu sam-
bandið. Ekkert jafnvægi væri í
slíkum viðbrögðum.
Eðlilega eru skiptar skoðanir
um hugsanlega Evrópusambands-
aðild. Eftir sem áður á fólkið í
landinu rétt á að meta hverjir
framtíðarhagsmunir Íslands eru
í því alþjóða samstarfi. Sá réttur
verður ekki frá því tekinn með
útúrsnúningum.
Staða Íslands í samfélagi þjóð-
anna helgast af langtímasjónar-
miðum. Sú þjóð er ekki tekin alvar-
lega sem lætur slíkt heimatilbúið
moldviðri snúa stefnu landsins í
hring. Það væri beinlínis andstætt
íslenskum hagsmunum að útiloka
aðildarkostinn af þessu tilefni.
Ef það væru rétt rök að ákvörðun
framkvæmdastjórnar Evrópu-
sambandsins ætti að hafa áhrif á
aðildar viðræðurnar ætti hún öllu
frekar að hafa áhrif á veru Íslands
í EES. Málið snýst nefnilega um
stofnanir þess samnings og sam-
eiginlegt regluverk þeirra þjóða
sem eiga aðild að honum.
Eins og málum er komið sjá
menn ekki fyrr en á dómsdegi hvor
kosturinn var betri: Samningurinn
sem var hafnað eða dómurinn sem
það val leiddi til? Þá má rífast um
það.
Valið skýrist á dómsdegi
I
nnanríkisráðherra hefur ákveðið að fallið skuli frá áætlunum
um styttingu hringvegarins á Norðurlandi vestra og með því
fallist á sjónarmið samtaka sveitarfélaga þar. Breytt lega
hringvegarins hefði falið í sér að ekki væri farið í gegn um
Blönduós og Varmahlíð.
Nú þarf ekki endilega að vera að varðstaða um sjoppurekstur og
aðra þjónustu við ferðamenn sé
rót andstöðunnar við fyrirætlanir
Vegagerðarinnar. Tilfærslan var
raunar ekki á áætlun næstu tólf
ára, líkt og vegamálastjóri upp-
lýsti hér í blaðinu á fimmtudag.
„Sveitarstjórnirnar hafa ekki
getað gengið frá sínum aðalskipu-
lagstillögum vegna óska okkar
um að þetta verði inni. Því hefur verið þrýst mjög á um að þetta
verði afgreitt,“ sagði Hreinn Haraldsson vegamálastjóri og benti
á að almennt færu sveitarstjórnir með skipulagsvaldið. „Þær gefa
leyfi fyrir öllum nýjum framkvæmdum og hafa þannig í hendi sér
hvað þær heimila og hvað ekki.“
Málið vekur hins vegar spurningar um til hvaða þátta eigi að
horfa þegar teknar eru ákvarðanir um skipulag sem hefur jafnvíð-
tæk þjóðfélagsleg áhrif. Í þingsályktunartillögu sem fyrir áramót
var lögð fram á Alþingi um svonefnda Svínavatnsleið, sem ráðherra
hefur nú slegið út af borðinu, er bent á að stytting hringvegarins
hafi mjög mikil áhrif á kostnað við flutninga og þar með væntan-
lega á verð á vörum og þjónustu á landsbyggðinni. Er þá ótalinn
eldsneytissparnaður allra annarra sem aka leiðina og umhverfis-
ávinningur sem fæst af minna vegsliti, minni mengun og minni
eldsneytisnotkun, fyrir utan svo ávinning af auknu umferðaröryggi.
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiða-
eigenda, lýsir enda þeirri skoðun sinni í blaðinu í gær að sjónarmið
og hagsmunir einstakra sveitarfélaga eigi ekki að ráða framtíðar-
vegstæði hringvegarins. „Þá gætum við séð fram á að núverandi
vegstæði þjóðvegar eitt verði fært til þess að koma hringveginum
í gegnum Sauðárkrók. Það er eitthvað sem fæstir myndu telja eðli-
legt,“ sagði hann.
Tilfellið er að vald sveitarfélaga er mjög mikið þegar kemur að
skipulagsmálum og spurning hvort ekki sé tími kominn á endur-
skoðun á hvernig þeim málum er fyrir komið. Vitanlega er eðlilegt
að sveitarfélög og þar með íbúar þeirra ráði miklu um sitt eigið
nærsamfélag og uppbyggingu þess. En um leið fær vart staðist að
þröngir hagsmunir misvelstæðra sveitarfélaga séu teknir fram yfir
hagsmunamál sem snerta þjóðina alla.
Þarna undir eru ekki einvörðungu vegamál heldur einnig auð-
lindanýting og hvers konar stórframkvæmdir. Þannig getur lítið
sveitarfélag bæði sett framkvæmdum stólinn fyrir dyrnar, svo sem
varðandi lagningu á raflínum til stóriðju, eða heimilað stórfelldar
virkjanaframkvæmdir sem áhrif hafa á nærliggjandi sveitar-
félög, hvort heldur það er vegna jarðskjálfta og útblásturs frá jarð-
varmavirkjunum, eða sandfoks frá uppistöðulónum. Þegar kemur
að hlutum sem áhrif hafa víðar en innan sveitar þá ættu minni
hagsmunir að víkja fyrir meiri.
Stokka þarf upp fyrirkomulag skipulagsmála.
Meiri hagsmunir
víkja fyrir minni
SKOÐUN
Óli Kristján
Ármannsson
olikr@frettabladid.is