Fréttablaðið - 21.04.2012, Page 38
FÓLK|
slök, og oft og tíðum skipta söngmelódía eða
hæfileikar minna máli en dansspor og glæstir
búningar. Keppnin er því sambland af tónlist,
fegurðarsamkeppni, tískusýningu og óvæntum
uppákomum, og sá fjölbreytileiki gerir hana
einmitt skemmtilega.“
ROKKAR MEÐ GOÐSÖGN ÚR URIAH HEEP
Eiríkur er á stöðugu ferðalagi um heiminn.
Í vikunni söng hann á tvennum Freddie
Mercury-tónleikum í Hörpu og á tónleikum
Svanfríðar í Austurbæ, þar sem hann leysti
Pétur heitinn Kristjánsson af hólmi.
„Það er alltaf jafn yndislegt að standa í
sporum Péturs og hann var sannarlega með
okkur þetta kvöld. Pétur var einfaldlega þannig
karakter að alltaf þegar við komum saman í
hans nafni skín andi hans og einlæg gleði yfir.“
Eiríkur segist alsæll yfir að komast svo oft
heim til Íslands, en hann hefur búið í árafjöld í
Fredrikstad í Noregi.
„Mér finnst ég heima í báðum löndum, en
bíð alltaf eftir að flugfreyjurnar segi „Velkomin
heim“ við lendingu í Keflavík. Sú notalega og
fallega kveðja, sem ekkert annað flugfélag
í Evrópu notar, hlýjar manni virkilega um
hjartarætur,“ segir Eiríkur sem er reyndar svo
títt hér heima að hann er oftsinnis stoppaður á
götu og spurður hvort hann sé fluttur heim.
„Ég er á stöðugu ferðalagi og líkar það vel,“
segir Eiríkur sem er á leið í tónleikaferðalag um
Evrópu með tónlistargoðsögninni Ken Hensley
sem var heimsþekktur á sjöunda áratugnum
með rokkbandinu Uriah Heep og samdi vel
flesta smelli þeirra, eins og Easy Living, Look
at Yourself og Lady in Black.
„Það er stórskemmtilegt samstarf og með
bandinu syng ég meðal annars lög sem ég
kunni utan að þegar ég var þrettán ára,“ segir
Eiríkur og hlær.
„Rokkið er lifibrauð mitt og uppeldisfræðin
hobbý,“ segir Eiríkur, sem er menntaður
kennari og dettur inn í forfallakennslu þegar
stund gefst frá rokkinu. „Mér finnst alltaf jafn
gaman að kenna krökkum, en rokkið eldist
aldrei af mér og ég mun syngja þar til ég dett
niður.“ ■ þlg
Útskriftarsýning nemenda mynd-
listardeildar og hönnunar- og
arkitektúrdeildar Lista háskólans
verður opnuð í Listasafni
Reykjavíkur í Hafnarhúsi í dag
klukkan 14. Þar má sjá skýjavél,
rafmagns-kappakstursbíl, salt-
framleiðslu í nýju formi, mál-
verk séð úr Hörpunni, hljóðverk,
gjörninga, vídeóverk, veftímarit
um upprennandi listamenn og
hönnuði, letur í beinum og það
nýjasta úr tískunni svo dæmi séu
nefnd.
Verk nemendanna á sýn-
ingunni eru afrakstur þriggja
ára náms við Listaháskólann.
Útskriftarsýningin vekur jafnan
verðskuldaða athygli og fær
góða aðsókn. Í fyrra sóttu 18.000
gestir sýninguna í þær tvær
vikur sem hún stóð yfir. Sýningin
í ár stendur til 6. maí og er opin
frá 10 til 17 nema á fimmtu-
dögum þegar opið er til 20.
NÝ KYNSLÓÐ LISTAMANNA
VEL SÓTT Í fyrra sóttu 18.000
gestir útskriftarsýningu LHÍ. Hér
má sjá verk vöruhönnuðarins
Helgu R. Jósepsdóttur, sem út-
skrifaðist í fyrra.
Mind Xtra
1990 • 2990 • 3990
Einnig stelpufatnaður
fyrir 4-12 ára.
Vorum að taka upp mikið úrval af
stelpufatnaði 4-12 ára
3 VERÐ
á 2. hæð.
Með seinustu fyrirlestrum Dr. Michel Odent, einstakt tækifæri!
Hinn 28 apríl næstkomandi mun Dr. Michel Odent halda
fyrirlestur hér á landi. Titill fyrirlestrarins er „Childbirth: Are we
at the bottom of the abyss?“
Ráðstefnan verður haldin klukkan 9.00 til 16.00 á Hótel
Reykjavík Natura.
Miðaverð er 17.900 krónur. Innifalið í verði er fyrirlestur
Dr. Michel Odent, hádegisverður og léttar veitingar í
hléum. Nánari upplýsingar: http://9manudir.is/odent
Hægt er að nálgast miða og frekari upplýsingar
hjá Fríðu Nicholls Hauksdóttur á netfangið
odentaislandi@9manudir.is og í síma 8462392.
Laugavegi 63
s: 551 4422 • laxdal.is
LEÐURJAKKAR
RÚSKINNSJAKKAR
GÆÐI – GLÆSILEIKI
laxdal.is
ROKK OG EUROVISION
Eiríkur segir áhuga Norð-
manna á Eurovision gífur-
legan, en þó sé áhugi Svía og
gömlu austantjaldslandanna
enn meiri. MYND/STEFÁN
■ FRAMHALD AF
FORSÍÐU
„Norð mönnum
þykir íslenska
lagið með þeim
allra bestu í
keppninni, en
þeir eru alltaf
hliðhollir Íslend-
ingum. Okkar
sigur væri að
komast upp úr
forkeppninni; allt
annað er bónus.”
HELGIN
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýs-
endum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala
og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum.
Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is s 512 5473
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is s 512 5432
Hönnun: Silja Ástþórsdóttir