Fréttablaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 21.04.2012, Blaðsíða 39
| FÓLK| 3Á FERÐINNI Ljóðabók Gerðar Kristnýjar, Blóðhófnir, þar sem hún yrkir um nöfnu sína Gerði Gymisdóttur sem sótt er til Jötunheima, hefur vakið mikla athygli hér heima og sömuleiðis utan landsteinanna. Gerður hefur því fengið boð víða að úr heiminum um að lesa upp úr bókinni. „Ég fór á bókmennta- hátíð í Berlín síðastliðið haust þar sem ég las upp úr Blóðhófni. Kona sem stýrði upplestrinum spurði hvort ég vildi slást í för með hópi skálda víðs vegar að úr heiminum til Indónesíu í vor. Ég var heldur betur til í það,“ segir Gerður Kristný þegar hún er spurð hvernig þessi ferð kom til. „Í ferðinni voru Þjóðverjar, Hol- lendingar, Dani, Indverji, Banda- ríkjamaður, Suður-Afríkubúar og fjöldi Indónesa. Hátíðin stóð yfir í tvær vikur en ég hef aldrei áður verið jafnlengi á ljóðahátíð. Hópurinn ferðaðist um Jövu og heimsótti alls fjórar borgir. Sú síðasta var sjálf Súrabaya. Í öllum þessum borgum höfðu heimamenn skipulagt hátíðahöld, upplestra eða pall- borðsumræður. Oft lásum við úti undir beru lofti en stundum í háskólum, bæði kristilegum og múslímskum,“ segir Gerður enn fremur og bætir við að það hafi verið einstök tilfinning að lýsa Skírnismálum og Blóðhófni í múslimskum háskóla. „Ég sagði nemendunum frá ásum og jötn- um og dembdi síðan ragnarökum yfir þá,“ greinir hún frá. MIKIL TILÞRIF Gerður skemmti sér vel á Jövu þar sem eðlur tifuðu um hótel- herbergi, fílar fóru í skrúðgöngu um götur og leðurblökur sveimuðu um veitingastaði. Á ljóðakvöldunum las hún upp úr Blóðhófni bæði á ensku og ís- lensku því innfæddir vildu líka heyra hana lesa á móðurmálinu. Þetta er sjötta Asíuferð Gerðar. Þá fyrstu fór hún sem venjulegur ferðamaður til Japans en síðan hefur hún sótt ljóðahátíðir í Kína, Bangladess og tvær á Indlandi. „Það kom mér mjög á óvart að sjá Indónesa lesa upp. Þeir gefa sig alla í lesturinn með því að hrópa upp ljóðin sín, kveða þau eða einfaldlega fleygja sér í gólfið til að sýna að þeim sé fullkom- lega alvara. Einum upplestrinum lauk síðan með slagsmálum eins og á almennilegu sveitaballi. Þetta var daginn sem jarðskjálft- inn mikli varð á Súmötru svo fólk var ekki alveg í rónni.“ Alla dagana á meðan Gerður dvaldi í Indónesíu var eitt- hvað um að vera og hver dagur skipulagður. Hún fékk styrk frá Bókmenntasjóði fyrir fargjaldinu en uppihald var í boði heima- manna. Sjálf stóð Gerður straum af öðrum kostnaði. „Þetta er einstakt tækifæri til að kynnast skáldum frá öðrum löndum og siðum og menningu þess lands sem maður heimsækir. Indónesar eru ákaflega gestrisnir og buðu borgarstjórarnir á stöðunum sem við heimsóttum okkur iðulega í mat og sátum við undir mörgum ræðum. Alltaf var síðan boðið upp á falleg og litrík dansatriði.“ MIKILL HEIÐUR Það er ekkert svo óalgengt að íslenskir rithöfundar fái boð á ljóðahátíðir úti í heimi og hefur BLÓÐHÓFNIR SKEIÐAR UM JÖVU SKÁLDAFERÐ Gerður Kristný rithöfundur er nýkomin frá Indónesíu þar sem hún tók þátt í ljóðahátíð ásamt hópi alþjóðlegra skálda. FÍNAR MÓTTÖKUR Móttöku- nefnd í múslímskum háskóla. Í GÓÐUM HÓPI „Hér er ég ásamt túlkinum Sophie Anggawi, Sujata Bhatt, indversku skáldi, og hollenska skáldinu Hagar Peeters.“ Gerður verið á nokkru flakki með Blóðhófni að undanförnu. „Ljóða- bálkurinn fjallar um nöfnu mína í Goðheimum og því fannst mér skemmtilegt að hitta hollenskt skáld í Indónesíuferðinni, Hagar Peeters að nafni, sem hafði skrifað ljóðabók um nöfnu sína úr Gamla testamentinu, egypsku ambáttina Hagar sem ól Abraham soninn Ísmael. Á hátíðinni kom út mikið ljóðasafn með verkum okkar skáldanna sem var boðið, á frummálinu, ensku og indónesísku. Mér finnst það mikill heiður,“ segir Gerður. Ljóðabókin Blóðhófnir hefur komið út á dönsku og verður gefin út á ensku og finnsku á þessu ári. „Blóðhófnir er mjög íslensk ljóða- bók og þess vegna er athyglin sem hún hefur fengið erlendis mjög sér- stök,“ segir Gerður Kristný. Hún er nú að vinna að nýrri ljóðabók sem kemur út í haust. „Þessi ferð nýttist vel í að yrkja ný ljóð og glósa hjá sér nýjar hugmyndir.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.