Fréttablaðið - 21.04.2012, Page 68

Fréttablaðið - 21.04.2012, Page 68
21. apríl 2012 LAUGARDAGUR40 timamot@frettabladid.is BRODDI JÓHANNESSON skólastjóri (1916-1994) var fæddur þennan dag. „Tíska og tímahvörf eru máttug og bindandi í lífi okkar og starfi.“ Merkisatburðir 753 F.Kr. segir sagan að Rómúlus og Remus hafi stofnað Róm. 1648 Snjór var í mitti þennan dag á sléttlendi á Suðvesturlandi, segir í Setbergsannál. 1800 Sex bátar fórust úr Staðarsveit og Bjarneyjum og með þeim 37 manns í miklu norðanveðri. 1965 Nafnskírteini voru gefin út til allra Íslendinga, 12 ára og eldri. Um leið voru tekin upp svonefnd nafnnúmer. 1971 Handritamálið: Fyrstu handritin komu heim frá Danmörku og voru það Flateyjarbók og Konungsbók Eddukvæða. 1982 Bretar hófu aðgerðir til að endurheimta Suður-Georgíu frá Argentínu með því að senda þangað sérsveitarmenn. 1989 Um 100 þúsund kínverskir mótmælendur söfnuðust saman á Torgi hins himneska friðar í Peking í Kína. Alþingi Íslendinga samþykkti frum- varp til laga þennan dag árið 2009 sem gerðu það refsivert að greiða fyrir vændi. Lögin tóku þegar gildi. Eftir það mátti sá sem staðinn var að kaupum á vændi eiga von á sekt eða allt að eins árs fangelsisvist. Skálað var í kampavíni á skrifstofu Stígamóta af þessu tilefni og Guðrún Jónsdóttir, talskona samtakanna, sagði lögin hafa afar mikilvæga og táknræna þýðingu. „Við hrósum þessari femínísku ríkis- stjórn í hástert,“ sagði hún og benti á að skoðanakönnun Capacent frá árinu 2007 hefði sýnt að sjötíu prósent þjóðarinnar væru hliðholl þessari breytingu. Með þessum lögum urðu Íslend- ingar þriðja þjóðin til að fara hina svokölluðu sænsku leið. Svíar stigu fyrstir þetta skref og Norðmenn urðu aðrir í röðinni. ÞETTA GERÐIST: 21. APRÍL 2009 Kaup á vændi gerð refsiverð Tvö af öndvegisverkum Mozarts verða flutt á hátíðatónleikum í Hallgríms- kirkju í dag og á morgun og hefjast báða dagana klukkan 17. Tilefnið er að Mótettukórinn og Listvinafélag Hall- grímskirkju verða þrítug á þessu ári. Reyndar verða líka tuttugu ár í haust frá því pípuorgelið í kirkjunni var vígt, svo mörgu er að fagna. Verkin á tónleikunum eru Messa í C- moll, sem Mozart samdi á hátindi ferils síns sem þakklætisvott til almættisins fyrir bata unnustu sinnar, Konstanze Lange, eftir erfið veikindi. Hitt er Requiem sem er eitt dáðasta verk allra tíma. Mótettukórinn flutti það fyrir fullu húsi á fyrstu tónleikum sínum í nývígðri Hallgrímskirkju 1986. Inga Rós Ingólfsdóttir er fram- kvæmdastjóri Listvinafélags Hall- grímskirkju. Hún segir mann sinn, Hörð Áskelsson organista, hafa gengist fyrir stofnun félagsins haustið 1982, þegar hann var nýtekinn til starfa. „Kirkjan var hálfkláruð en metnaðurinn var mikill og framtíðar- sýnin háleit í kringum þetta glæsi- lega hús,“ rifjar hún upp. „Kirkjan hafði ekki peninga til að leggja í tón- leikahald og myndlistarsýningar og því var safnað saman listvinum sem hafa verið bakhjarlar listastarfsins í kirkjunni. Mótettukórinn var stofnaður á sama tíma með þá hugsjón að það yrði til öflugur og vandaður kór þegar kirkjan yrði vígð sem var svo fjórum árum seinna. Kórinn hefur starfað af fullum krafti allar götur síðan og fengið nýjan innblástur við hvern stórviðburðinn af öðrum. Í honum eru alltaf í kringum 50 manns en ég giska á að um 500 manns hafi komið við í honum á þessum þrjá- tíu árum. Þegar hann byrjaði var takmarkið að í honum væri fólk á aldrinum 16-40 ára en síðan hafa efri mörkin færst ofar. Hörður hlær nú að því að hann hafi tekið mið af sjálfum sér, hann var svo ungur þegar hann byrjaði. Svo eldist fólk með honum. Alltaf eru margir háskólanemendur í kórnum og stundum hætta þeir um tíma vegna veru erlendis eða annarra aðstæðna en koma aftur seinna. Sumir hafa verið með eiginlega frá stofnun, með örstuttum hléum. Svo er líka fal- legt að sjá að margir fyrrverandi kór- félagar sækja vel viðburði í kirkjunni og hafa jafnvel gengið í Listvina- félagið, þó þeir séu ekki í kórnum.“ Inga Rós segir um 400 manns í Listvinafélaginu og kveðst mjög þakklát fyrir þann öfluga hóp sem borgi árgjald og tryggi þannig grunn rekstrar fé fyrir starfsemina í kirkjunni. Þeir komi víða að, þvert á borgarmörk og landamæri og mæti á viðburði þegar þeir geti. „Fólk sýnir Listvinafélaginu tryggð og það skapar umgjörð utan um starfið. Það er stór- kostlegt og þakkarvert,“ segir hún og getur þess líka að í Mótettu kórnum sé fólk úr öllum stéttum sem oft gefi vinnu sína þegar eitthvað þurfi að gera. Slíkt verði aldrei metið til fjár. „Þetta er auðvitað ákveðin hugsjón að halda uppi öflugu listalífi þrátt fyrir allan samdráttinn, maður gefur vinnuna sína hægri vinstri því það er svo mikil ánægja fólgin í því ef allt gengur vel.“ gun@frettabladid.is LISTVINAFÉLAG HALLGRÍMSKIRKJU OG MÓTETTUKÓR: FAGNA ÞRÍTUGSAFMÆLI Hugsjón að halda uppi listalífi LISTAFÓLK Inga Rós ásamt einsöngvurum á tónleikunum, þeim Magnúsi Baldvinssyni, Þóru Einarsdóttur, Auði Guðjohnsen, Herdísi Önnu Jóns- dóttur og Elmari Gilbertssyni svo og Herði Áskelssyni, stjórnanda Mótettukórsins. FRÉTTABLAÐIÐ/HAG Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 www.utforin.is Allan sólarhringinn ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir Hermann Jónasson Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is Símar: 565 5892 & 896 8242 ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Innilegar þakkir færum við þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, INGU SIGURLAUGAR ERLENDSDÓTTUR Sillu frá Vatnsleysu, Rauðalæk 55. Sérstakar þakkir til starfsfólks Skjóls 3. hæð fyrir hlýja og góða umönnun. Tómas Hjálmarsson Kristín Hjálmarsdóttir Valgeir Þórðarson Birna Reynisdóttir Linda Heide Reynisdóttir Sigfús Jónsson Heiðbjört, Hjálmar Jón, Hlynur Jón. Okkar innilegustu þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýnt hafa okkur vináttu og samhug við fráfall okkar ástkæra EYJÓLFS RÚNARS SIGURÐSSONAR Miðvangi 57, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir fær starfsfólk deildar 11 G á LSH fyrir einstaka umönnun og sérstaka hlýju. Starfsfólk Setbergsskóla í Hafnarfirði, sem fylgt hefur okkur eftir og aðstoðað í veikindum og við fráfall Eyjólfs, fær einstakar þakkir frá okkur. Rannveig Vigfúsdóttir Vigfús Almar Eyjólfsson Inga María Eyjólfsdóttir Sigurður Kristinn Ómarsson Inga María Eyjólfsdóttir Sigurður Hallur Stefánsson Huldar Örn Sigurðsson Sólveig Ósk Jónsdóttir Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför hjartkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HÓLMFRÍÐAR SIGURÐARDÓTTUR Dvalarheimili aldraðra í Borgarnesi. Starfsfólki Dvalarheimilis aldraðra í Borgarnesi eru færðar alúðarþakkir fyrir einstaka umönnun og hlýju. Ása Baldursdóttir Sveinn Gunnar Hálfdánarson Erlendur Sigurður Baldursson Kristrún Ísaksdóttir Kristín Ingibjörg Baldursdóttir Flemming Jessen ömmu- og langömmubörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu, SIGRÚNAR GUÐNADÓTTUR Sléttuvegi 23. Vigfús Ólafsson Ólafur Vigfússon María Anna Clausen Vigfús Már Vigfússon Ingunn Sigurðardóttir Þórhallur Vigfússon Þuríður Guðjónsdóttir Valgerður Vigfúsardóttir og barnabörn. 70 ára afmæli Jóhannes Á. Jónasson verður sjötugur 26. apríl. Í tilefni 70 ára afmælis míns býð ég ætting jum og vinum að samgleðjast mér í Víkingasal Hótel Loftleiða á morgun, sunnudaginn 22. apríl, milli kl. 15-18. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR áður Fannborg 8, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, mánudaginn 16. apríl. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju fimmtudaginn 26. apríl kl.15.00. Fyrir hönd vandamanna, Haukur Högnason Hildur Högnadóttir Hildigunnur Davíðsdóttir barnabörn og barnabarnabörn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.