Fréttablaðið - 21.04.2012, Síða 74

Fréttablaðið - 21.04.2012, Síða 74
21. apríl 2012 LAUGARDAGUR46 Hvað ætlið þið að kenna gestum á Barnamenningarhátíð? Við ætlum að kenna börnum, full- orðnum og öllum sem vilja læra breikdans. Við ætlum að fara yfir grunninn og grunnspor og passa að allir dansi við tón- listina. Og auðvitað ætlum við að passa að allir skemmti sér. Er ekki erfitt að breika? Já og nei. Það eru sum trikk sem eru erfið en það er líka mjög mis- munandi hvernig hver og einn dansar. Engir tveir dansa eins, hver og einn er með sinn eigin stíl. Sumir eru til dæmis mikið í að gera alls konar fimleikabrögð eða snúa sér á höfðinu á meðan að aðrir halda sig við það að rokka eins og þeir gerðu í New York þegar dansinn varð til. Geta allir lært að snúa sér á höfð- inu og hoppa á höndunum? Ef þú trúir á sjálfan þig þá geturðu gert allt sem þú óskar þér. Þetta er líka spurning um æfingu, það nær enginn að snúa sér á höfði í fyrstu tilraun. Æfingin skapar meistarann. Ef þú dettur, þá stendurðu upp og reynir aftur. Hvað hafið þið í Area of Stylez verið að gera frá því þið tókuð þátt í Dans Dans Dans? Dans Dans Dans hefur opnað margar dyr fyrir okkur og við erum allir rosa- lega þakk- látir fyrir það. Eftir Dans Dans Dans höfum við fengið margar sýningar og það er búið að bjóða okkur vinnu við að kenna krökkum breikdans. En við höfum samt ekki misst okkur í allri athyglinni, við erum ennþá sömu orkumiklu strákarnir sem mættu í áheyrnar prufurnar í Dans Dans Dans. Hver kenndi þér að dansa? Ég byrjaði að dansa þegar ég var 2 ára gamall á tánum hennar ömmu en ég veit ekki hvort það telst með. Ég byrjaði í sam- kvæmisdansi hjá Dansskóla Jóns Péturs og Köru þegar ég var yngri, en það var einn af bestu vinum mínum sem kom mér inn í breikið. Hvaða áhugamál hefur þú, önnur en dansinn? Áhugamál mitt er bara dansinn en þegar að ég er ekki á dansæfingu þá er þrennt sem kemur til greina. Spila tölvu- leiki, elda mér eitthvað að borða eða að teikna. Áttu þér einhverja fyrirmynd í dansinum? Já, margar! Það eru tveir í uppáhaldi hjá mér núna, Roxrite frá Bandaríkjunum og Hong 10 frá Suður Kóreu. Ég hef fylgst með Hong 10 síðan ég byrjaði í breikdansinum. Verður Area of Stylez enn þá til þegar þið verðið orðnir gamlir karlar? Það er aldrei að vita. En mér finnst mjög ólíklegt að við verðum að gera það sem við erum að gera núna þegar að við erum allir orðnir gamlir. Fáðu þér góða mjólkurskvettu! www.ms.is krakkar@frettabladid.is 46 Þú getur sent brandara til krakkar@frettabladid.is Þennan leik er hægt að leika hvort heldur sem er úti og inni. Einn grúfir en aðrir þátttakendur standa að baki honum, nokkuð langt frá, annað hvort við vegg eða innan einhverra marka sem telst vera borg. Sá sem grúfir segir hátt, hægt og skýrt: „Einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, Dimmalimm.“ Á meðan hraða hinir krakkarnir sér af stað í áttina til hans. En um leið og hann hefur sleppt síðasta orðinu lítur hann við og þá eiga krakkarnir að standa grafkyrrir eins og myndastyttur. Ef einhver er á hreyfingu verður sá að snúa við og byrja aftur. Sá sem grúfir snýr sér aftur upp að veggnum og endurtekur rununa og krakkarnir halda áfram að nálgast hann. Þannig gengur þetta þar til ein- hver er kominn svo nærri þeim sem grúfir að hann getur klukkað hann. Þá þjóta allir aftur að hinum veggnum (eða í borgina) og sá sem grúfði reynir að ná þeim. Sá fyrsti sem hann nær að klukka á að grúfa næst. Ef hann nær engum verður hann að grúfa aftur. Einn tveir þrír fjórir fimm Jón: „Af hverju er litla systir þín að gráta?“ Gunna: „Vegna þess að ég vildi ekki gefa henni af namminu mínu.“ Jón: „Er nammið hennar búið?“ Gunna: „Já, hún var líka hágrátandi á meðan ég borðaði það.“ Hafið þið heyrt um minka- búið sem minnkaði og minnkaði þangað til að það var búið? Hvers vegna læðast fílarnir alltaf fram hjá apótekinu? Til þess að vekja ekki svefn- töflurnar. Hvað fær fé bóndans án þess að borga? Refurinn. ENGIR TVEIR DANSA EINS Kristófer Aron Garcia byrjaði að dansa á tánum á ömmu sinni þegar hann var tveggja ára og hefur ekki hætt síðan. Í dag klukkan 15 verður hann á Barnamenn- ingarhátíð í Iðnó ásamt félögum sínum í Area of Stylez og kennir gestum að breika. FJÓRAR tíu ára stelpur sem skipa Rokkhljómsveit Íslands koma fram á lokahátíð Barnamenningarhátíðar í Laugardalslaug á morgun. Tónleik- arnir hefjast klukkan 13 en á þeim spila líka Pollapönk og White Signal. KRISTÓFER Á HVOLFI Allir þeir sem eru duglegir að æfa sig og hafa trú á sjálfum sér geta lært að breika, segir Kristófer Aron. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.