Fréttablaðið - 21.04.2012, Síða 78
21. apríl 2012 LAUGARDAGUR50 50
menning@frettabladid.is
Jónsmessa nefnist nýtt leikverk
eftir Hávar Sigurjónsson, sem
frumsýnt verður í Þjóðleikhúsinu
í október næstkomandi. Forvinna
er hafin með leikhópi en verkið
verður fullæft í haust.
Samkvæmt upplýsingum frá
Þjóðleikhúsinu er verkið tragí-
kómískt og fjallar um íslenska
fjölskyldu í nútímanum sem kemur
saman í sumarbústað fjölskyld-
unnar til að fagna hálfrar aldar
brúðkaupsafmæli foreldranna.
Saga fjölskyldunnar endurspegl-
ar það samfélag sem hún hefur
hrærst í, ættföðurnum er áfram
um að endursemja þá sögu og
gefur afkomendum sínum ekkert
eftir í baráttunni um yfirráð yfir
minningum, völdum og eignum.
Kristbjörg Kjeld og Arnar Jóns-
son fara með hlutverk foreldranna;
Þorsteinn Bachmann og Atli
Rafn Sigurðsson leika synina;
Edda Arnljótsdóttir og Maríanna
Clara Lúthersdóttir leika tengda-
dæturnar og Þórunn Arna Krist-
jánsdóttir leikur sonardótturina.
Leikstjóri er Harpa Arnar-
dóttir, sem vakti athygli fyrir
upp setningu sína á Súldarskeri og
leikstýrir hér sínu fyrsta verki í
Þjóðleikhúsinu.
Þjóðleikhúsið hefur áður sýnt tvö
leikrit eftir Hávar, Pabba strákur
(2003) og Grjótharðir (2005) en
verk hans Englabörn (2001) og
Halla og Kári (2008) voru sýnd í
Hafnarfjarðarleikhúsinu.
Þjóðleikhúsið frumsýnir
Bækur ★★★
Korter
Sólveig Jónsdóttir
Mál og menning
Þetta líf, þetta líf
Þegar kápa fyrstu skáld-
sögu Sólveigar Jónsdóttur
er skoðuð er ekki laust
við að maður telji sig á
kunnuglegum slóðum.
Teiknaðar myndir af fjórum
konum prýða kápuna, ein er
rauðhærð, önnur ljóshærð
og svo eru tvær dökkhærðar
með mismunandi hár-
greiðslur. „Ætli þessi rauð-
hærða sé fremur kaldlyndur
lögfræðingur, sú ljóshærða
lauslát en fyndin, sú dökk-
hærða sómakær kona sem lætur sig dreyma um barneignir... o.s.frv?“ kemst
maður ekki hjá því að hugsa. „Og ætli þær hittist alltaf á kaffihúsum til að
tala um karlmenn á milli þess sem þær kaupa sér Prada?“
Skvísubókmenntirnar / sjónvarpsþættirnir eru velþekkt form og bókin
Korter virðist smellpassa inn í þá hefð (og er þar að auki gefin út í hinni svo-
kölluðu „Handtöskuseríu“ Forlagsins). En ekki skyldi maður dæma bókina
eftir kápunni einni saman. Jú, víst fjallar Korter um fjórar konur, en þær eru
ekki vinkonur, þó að sögur þeirra skarist á nokkrum stöðum og kaffihúsið
sem bókin er kennd við komi við sögu þeirra allra.
Konurnar eru allar nálægt þrítugu; Hervör, sem vinnur á kaffihúsinu,
Karen, atvinnulaus djammari, Silja er læknir og Mía starfar í fataverslun.
Sjónarhorninu er skipt nokkuð jafnt á milli og lesendur fá að kynnast
konunum í köflum sem bera nöfn þeirra. Allar eiga konurnar það sameigin-
legt að hafa orðið fyrir einhvers konar missi, tengdum karlmönnunum í lífi
þeirra. Með einni undantekningu eru það karlarnir sem halda fram hjá og/
eða yfirgefa þær og sagan gengur út á að leyfa lesendum að fylgjast með
því hvernig þær „vinna úr sínum málum“ eins og það er kallað.
Korter er samtímasaga úr Reykjavík og vissulega er komið inn á margt
sem ungar konur þekkja. Raunar allar manneskjur, ef út í það er farið. Tengsl
við fjölskyldur og vini, veikindi og dauði, atvinnuleysi og skítadjobb, baráttan
við LÍN og ópraktískt háskólanám, ástin og ástarsorgin... Þetta líf, þetta líf.
Við lestur Korters kom mér svolítið á óvart hversu lítil kvennasamstaðan
er í sögunni. Skvísubækur segja nefnilega gjarnan (eins og ég minntist á hér
að ofan) frá nokkrum vinkonum sem næra og styðja hver aðra með sam-
ræðum og góðum verkum, en í þessari sögu eru vinir kvennanna karlkyns
vinnufélagi, bræður, afi og amma – og gamall maður sem stundar kaffihúsið
Korter. Vinkonur eru næstum alveg teknar út úr jöfnunni og aðrar konur
birtast söguhetjunum helst sem ógn, þar sem þær stela kærustum og eru
(í augum þeirra) hinar mestu skækjur. Ég klóraði mér heilmikið í höfðinu
þegar ég áttaði mig á því að þær íslensku skvísubækur sem ég hef lesið
(Dís, Lýtalaus og Korter) greina allar frá nánu sambandi aðalpersónanna við
sér óskyld gamalmenni. Eitt atriði í Korteri er raunar svo líkt öðru í annarri
bók (ég er að reyna að segja ekki of mikið) að það er beinlínis pínlegt.
Sagan er alltaf fremur áhugaverð og aldrei leiðinleg. Hún er líka að flestu
leyti dýpri en sambærilegar bækur og telst að mínu mati fyrirtaks byrjenda-
verk, þótt tilþrif í stíl og persónusköpun séu ekki mikil. Dramað er meira en
fyndnin, en góðan slatta af hvoru tveggja má finna í bókinni. Þar sem sögur
kvennanna skarast, oft á óvæntan máta, er fagmannlega að verki staðið.
Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir
Niðurstaða: Korter er ansi hreint skemmtileg bók og dýpri en flestar
úr skvísugeiranum en passar þó fullkomlega inn í formið; saga úr sam-
tímanum, sem greinir frá glímu ungra kvenna við ástina og lífið.
Sagan og framtíðin
Málþing um ferðamál á Kirkjubæjarklaustri
Ferðamálafélag Skaftárhrepps boðar til málþings í félagsheimilinu
Kirkjuhvoli,dagana 26. og 27. apríl 2012, í tilefni af 20 ára afmæli félagsins.
Dagskrá:
Fimmtudagur 26.04.2012
13.30 Skráning í félagsheimilinu Kirkjuhvoli
14.00 Setning: Sveinn Hreiðar Jensson formaður Ferðamálafélags Skaftárhrepps
14.05 Ávarp: Fulltrúi frá Skaftárhreppi
14.15 Ávarp: Elías Gíslason forstöðumaður Ferðamálastofu
14.25 Upphaf ferðaþjónustu í Skaftárhreppi: Jón Helgason í Seglbúðum, áhugamaður um
ferðamál í Skaftárhreppi
14.50 Saga Ferðamálafélags Skaftárhrepps: Ólafía Jakobsdóttir forstöðumaður Kirkjubæjarstofu
15.05 Afmæliskaffi Ferðamálafélagsins og opnuð sýning um sögu fþess
15.30 Vatnajökulsþjóðgarður: Snorri Baldursson Þjóðgarðsvörður
15.50 Katla Jarðvangur: Vilborg Arna Gissurardóttir rekstrarstjóri
16.10 Opinn Landbúnaður: Berglind Hilmarsdóttir bóndi
16.25 Friður og frumkraftar: Jón Grétar Ingvason formaður
16.45 Markaðsstofa Suðurlands: Davíð Samúelsson framkvæmdastjóri
16.55 Fyrirspurnir og umræður
17.30 – 19.00 Gönguferð um nágrenni Kirkjubæjarklausturs með
ferðaþjónustufyrirtækinu Slóðum.
20.00 Fordrykkur á Hótel Klaustri
20.30 Hátíðarkvöldverður og kvöldvaka á Hótel Klaustri
Föstudagur 27.04.2012
09.45 Menning og ferðaþjónusta: Guðrún Helgadóttir prófessor við Háskólann á Hólum
10.20 Sjálfbærni í náttúrutengdri ferðamennsku: Rannveig Ólafsdóttir dósent við Háskóla Íslands
10.55 Kaffihlé
11.10 Mat á fjölda ferðamanna og dreifing þeirra í tíma og rúmi: Rögnvaldur Ólafsson forstöðumaður
Stofnunar rannsóknarsetra Háskóla Íslands
11.45 Vinnuhópar starfa og hádegisverðarhlé
Umsjón með vinnuhópastarfi: Sigurborg Kr. Hannesdóttir hjá ILDI þjónustu og ráðgjöf.
13.15 Erindi: John Swarbrooke prófessor við Manchester Metropolitan Háskólann í Englandi. Hann er
einn af þekktustu fræðingum á sviði markaðsfræði í vistvænum og náttúrutengdum ferðamálum
í heiminum í dag.
13.45 Niðurstöður vinnuhópa: Sigurborg Kr. Hannesdóttir hjá Ildi þjónustu og ráðgjöf
14.00 Málþingsslit: Sveinn Hreiðar Jensson formaður
Gestir málþingsins eru beðnir um að skrá þátttöku í síma 487 4900 eða á netfanginu
ferðamalafelag@gmail.com fyrir kl. 12.00 á hádegi miðvikudaginn 25.apríl nk.
Nánari upplýsingar eru á www.klaustur.is og í síma 892 9650.
Hafnarborgin nefnist sýning á
nýjum verkum eftir myndlistar-
manninn Hrafnkel Sigurðsson, sem
opnar í Hafnarborg í dag. Efni viður
sýningarinnar er að mestu leyti sóttur
í slippi þar sem skip eru dregin á land
til viðhalds og endurbóta. Stál, tjara
og málning skapa stemningu sem
vart verður komist hjá að tengja við
athafnasvæði karlmanna. Á sýning-
unni mynda myndbandsinnsetning,
ljósmyndir, stórt veggverk úr fundnum
efniviði og textíll heild sem bæði hefur
sterk tengsl við þennan uppruna en
einnig við fyrri verk Hrafnkels.
Á sýningunni er einnig að finna
verk þar sem litur, lykt og áferð eru
áþreifanlegri en í fyrri verkum Hrafn-
kels, meðal annars verk unnið úr
notuðum tuskum.
Sýningin opnar í Hafnarborg
klukkan 15 í dag.
Hafnarborgin í Hafnarborg
BARNAMENNINGARHÁTÍÐ LÝKUR Barnamenningarhátíð í Reykjavík lýkur með buslugangi
í Laugardagslaug í dag. Pollapönk tekur lagið á sundlaugarbakkanum, sem og Rokkhljómsveit Íslands og
unglingahljómsveitin White Signal. Sirkus Íslands og fimleikadeild Ármanns sýna listir sínar og afhjúpað verður
ógurlegt blöðruskrímsli. Dagskráin hefst klukkan 13. Frítt fyrir 18 ára og yngri.