Fréttablaðið - 21.04.2012, Síða 85

Fréttablaðið - 21.04.2012, Síða 85
LAUGARDAGUR 21. apríl 2012 57 Velkomin í framsækinn alþjóðlegan háskóla Opið fyrir umsóknir í meistaranám til 30. apríl www.hr.is „Meistaranám í alþjóðaviðskiptum við HR er krefjandi og skemmtilegt og býður framúrskarandi úrval kennara og gestafyrirlesara sem eru í beinum tengslum við atvinnulífið. Það eru forréttindi að fá þann möguleika að verja einni önn erlendis við vinnu eða nám og efla með því enn betur alþjóðleg tengsl.“ Þórunn Sigurðardóttir í alþjóðaviðskiptum með áherslu á markaðsfræði frá HR ráðuneytisins í New York Verkefnastjóri hjá Arion banka Foreldrar Jessicu Biel eru ekki hrifnir af tilvonandi tengda- syni sínum, söngvaranum Justin Timberlake, og eru óhrædd við að láta hann finna fyrir því. Samkvæmt The Enquirer hefur Timberlake lagt ýmislegt á sig til að koma sér í mjúkinn hjá verðandi tengdaforeldrum sínum, en án árangurs. „Hann mætir í öll fjölskylduboð og reddaði bróður Jessicu vinnu, en allt kom fyrir ekki, foreldrar Jessicu munu ekki fyrirgefa honum í bráð. Þeim finnst Justin hafa komið mjög illa fram við dóttur sína og eru ekki tilbúin til að gleyma því,“ var haft eftir innanbúðarmanni. Timberlake var sakaður um að hafa haldið framhjá Biel með Milu Kunis og Oliviu Munn. Parið hætti í kjölfarið saman í nokkra mánuði en tók aftur saman stuttu fyrir jól. Reynir að kaupa sér vinsældir hjá tengdó ERFITT Foreldrar Jessicu Biel eru ekki hrifin af unnusta hennar, tónlistar- manninum Justin Timberlake. NORDICPHOTOS/GETTY Grínistinn Ricky Gervais er staddur í Ósló þessa helgina til halda sýningar í leikhúsinu Folketeatret. Gervais segist elska borgina á Twitter-síðu sinni en með honum í för er kærasta hans til 30 ára, Jane Fallon. „Ég elska Ósló hingað til. Falleg borg í fallegu landi. Fyrsta uppistandið í kvöld. Get ekki beðið,“ skrifar Gervais á föstudaginn en hann nýtir tímann á milli sýninga til að skoða borgina. Elskar Ósló ÁNÆGÐUR MEÐ NOREG Grínistinn Ricky Gervais er ánægður með Ósló. NORDICPHOTOS/GETTY Svo virðist vera sem ákvörðun Charlize Theron um að ættleiða barn og verða einstæð móðir hafi heillað góðvin hennar Keanu Reeves upp úr skónum. Theron og Reeves hafa verið vinir í mörg ár, en þau léku saman í rómantísku drama- myndinni Sweet November árið 2001. Eftir að Theron kom heim með son sinn Jackson hafa lang- tímavinirnir, og meintir elsk- hugarnir fyrrverandi, þó eytt töluvert meiri tíma saman en áður. „Keanu passar Jackson oft og kemur yfirleitt með leikföng handa honum þegar hann kemur í heimsókn. Hann setti meira að segja saman vögguna hans og er duglegur að skipta á honum,“ segir heimildarmaður náinn skötuhjúunum. Föðurefni? SKIPTIR Á BARNINU Ef marka má orð heimildarmanns er Keanu Reeves gott efni í föður fyrir ættleiddan son Charlize Theron. Snyrtivöruframleiðandinn Mac mun senda frá sér nýja línu í haust sem unnin er í samstarfi við Carine Roitfeld, fyrrverandi ritstýru franska Vogue. Fyrir- tækið hefur áður unnið með konum á borð við Iris Apfel, Beth Ditto og Miss Piggy úr Prúðu- leikunum. Í línunni verður lögð áhersla á þykkar augabrúnir og húðlitaðar varir í anda Roitfeld og verður línan mynduð af engum öðrum en Mario Sorrenti. Roitfeld mun ekki aðeins koma að sköpun snyrtivaranna heldur mun hún einnig hanna umbúðirnar og finna skemmti- leg nöfn á vörurnar. Í eina sæng með Mac HANNAR SNYRTIVÖRUR Carine Roit- feld hannar snyrtivörulínu í samstarfi við snyrtivörufram- leiðandann Mac. NORDICPHOTOS/GETTY
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.