Fréttablaðið - 21.04.2012, Page 94

Fréttablaðið - 21.04.2012, Page 94
21. apríl 2012 LAUGARDAGUR66 Frá kr. 39.900 Nú er upplagt að skreppa til Prag og njóta vorsins í þessari einstaklega fögru borg. Athugið fleiri gistimöguleikar í boði. Verð kr. 39.900 Flugsæti á mann. 27. Apríl – 1. Maí. Verð kr. 59.900 Netverð á mann, m.v gistingu í tvíbýli á Hotel Ilf *** í 4 nætur með morgunmat. Verð kr. 69.900 Netverð á mann, m.v gistingu í tvíbýli á Park hotel **** í 4 nætur með morgunmat. Ótrúle gt verð ! Prag 27. apríl í 4 nætur Frábær 4 nátta helgarferð - allra síðustu sætin! SERENÖÐUR OG MANSÖNGVAR ÁGÚST ÓLAFSSON, BARÍTÓN ANTONÍA HEVESI, PÍANÓ HÁDEGISTÓNLEIKAR ÍSLENSKU ÓPERUNNAR NORÐURLJÓSUM, HÖRPU FIMMTUDAGINN 26. APRÍL KL. 12.15 WWW.OPERA.IS TÆLINGARSÖNGVAR AÐGANGUR ÓKEYPIS PERSÓNAN Úlfar Már Sófusson Aldur: Þrítugur á árinu. Starf: Smiður. Foreldrar: Sófus Oddur Guð- mundsson og Sunna Mjöll Sigurðardóttir. Fjölskylda: Í sambúð. Búseta: Í Kópavogi. Stjörnumerki: Meyja. Úlfar Már hefur endurvakið hina vinsælu Dúa-bíla. „Þeir vilja fara í Bláa lónið og svo vilja þeir sjá norðurljósin,“ segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson um meðlimi hljóm- sveitarinnar 10cc. „Ég sagði við þá að ég myndi keyra þá út í náttmyrkrið og athuga hvort við sæjum eitthvað.“ Breska sveitin stígur á svið í Háskólabíói í kvöld og flytur þar sín vinsælustu lög, þar á meðal I´m Not In Love og The Things We Do For Love. Hún hefur á löngum ferli sínum komið ellefu lögum á topp tíu lsitann í Bretlandi og þremur alla leið í efsta sætið. Hún hefur selt yfir þrjátíu milljónir hljómplatna. Guðbjartur vonast til að hljóm- sveitinni verði að ósk sinni og sjái íslensku norðurljósin. „Það er búið að vera svo gott veður og léttskýjað að ef þau ættu einhvern tímann að sjást ættu þau að sjást í kvöld eða annað kvöld eftir tónleikana. Ef fólk vill hitta þá eftir tónleikana verða þeir kannski niðri á Gróttu.“ 10cc er að hefja tónleikaferða- lag um Evrópu og ferðast aftur heim til Bretlands á morgun. Ein- hverjir miðar eru eftir á tónleikana í Háskólabíói. Þar mun hljómsveitin hita upp fyrir sjálfa sig með því að spila sín þekktustu lög í órafmögn- uðum útgáfum. - fb Vilja sjá íslensku norðurljósin 10CC Meðlimir 10cc vilja sjá norðurljósin á meðan á dvöl þeirra á Íslandi stendur. „Þetta þyrfti að vera þannig að allir ættu að fá sama tækifæri í sjónvarpi og allir framhaldsskóla- nemendur ættu að fá tækifæri til að hvetja sína keppendur áfram. Annars er þetta keppni nokkurra skóla en ekki allra,“ segir Pálmi Geir Jónsson, formaður Nemenda- félags Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Félagið hefur sagt sig úr Sam- bandi íslenskra framhaldsskóla- nema vegna nýs fyrirkomulags Söngkeppni framhaldsskólanna, en úrslit keppninnar verða haldin í Vodafone-höllinni í kvöld í beinni útsendingu Sjónvarpsins. „Við heyrðum í vinaskólum úti á landi, svona tíu til tólf skólum, og það var ákveðið að við skyldum vera flagg- berar þessara ósáttu skóla og koma með smá yfirlýsingu.“ Nýtt fyrirkomulag var á keppninni í ár til að gera hana styttri og um leið sjónvarpsvænni. Fulltrúar 32 skóla tóku upp mynd- bönd við lögin sín. Þau voru birt á netinu og hægt var að kjósa um besta lagið með SMS-skilaboðum. Vægi dómnefndar vó síðan 50 prósent á móti SMS-atkvæðunum og tólf skólar voru valdir áfram. Pálmi Geir telur að með þessu fyrir komulagi sé augljóst að fjöl- mennustu skólarnir komist áfram og hinir sitji eftir með sárt ennið. Til að mynda komst enginn skóli frá Austurlandi í úrslitin í ár og heldur ekki frá Vesturlandi. Andri Steinn Hilmarsson, for- maður Sambands íslenskra fram- haldsskólanema sem sér um keppnina, segir að nauðsynlegt hafi verið að breyta fyrirkomu- lagi keppninnar til að tryggja að hún yrði sýnd í beinni útsendingu. „Ætlum við að halda keppnina í sjónvarpi eða í íþróttasal einhvers staðar með litlu fjármagni og litla sem enga umfjöllun um keppendur? Við töldum hagsmuni keppninnar og keppenda best borgið með þessu,“ segir Andri Steinn. Hann bætir við að með því að láta dómnefnd vega á móti SMS- atkvæðum hafi verið komið í veg fyrir að fjölmennustu skólarnir ein- okuðu keppnina. „En auðvitað eins og gefur að skilja þegar þú ert með virkilega stóran skóla hefur þú að öllum líkindum yfir hæfileikaríkara fólki að ráða,“ segir hann og leggur áherslu á að tólf bestu atriðin hafi komist áfram í úrslitin í kvöld. Að sögn Andra Steins er þetta nýja fyrirkomulag þó ekki komið til að vera. „Við viljum sjá undan- keppni, jafnvel landshluta, í sjón- varpi og gera miklu meira fyrir keppnina. Við erum búnir að semja við Saga Film og okkur eru allir vegir færir til að stækka keppnina og búa til vettvang fyrir þá sem vilja verða atvinnumenn í tónlist. Fólk hefur litið mjög jákvæðum augum á þetta.“ freyr@frettabladid.is ANDRI STEINN HILMARSSON: TÓLF BESTU ATRIÐIN KOMUST ÁFRAM Landsbyggðarskólar kvarta yfir Söngkeppninni UMDEILD SÖNGKEPPNI Dagur Sigurðsson bar sigur úr býtum í Söngkeppni framhaldsskólanna í fyrra. Pálmi Geir Jónsson er ósáttur við fyrir- komulag keppninnar í ár. MYND/HUGI HLYNSSON 35 DAGAR í aðalkeppni Eurovision „FÁSES er fyrir Eurovision svipað og félagið Í blíðu og stríðu er fyrir handboltann. Það skapast oft leiðinleg umræða í kringum framlagið okkar og keppendunum veitir ekki af stuðningsneti sem stendur við bakið á þeim í blíðu og stríðu,“ segir Eyrún Elly Valsdóttir, for- maður Félags áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjón- varpsstöðva, FÁSES. FÁSES er opinber aðdáenda- klúbbur á Íslandi fyrir Euro- vision-söngvakeppnina og er með um 100 greiðandi meðlimi. Klúbburinn var stofnaður í sept- ember 2011 og tilheyrir alþjóð- legu samtökunum OGAE sem er með um 10.000 félagsmenn um alla Evrópu. „Við stöndum fyrir alls kyns uppákomum í tengslum við keppnina auk þess sem við höldum úti öflugri síðu á Face book undir heitinu FÁSES- OGAE,“ segir Eyrún Elly. Sex einstaklingar skipa stjórn klúbbsins, fjórar konur og tveir menn, en öll eiga þau það sam- eiginlegt að vera miklir aðdá- endur Eurovision og hafa farið utan til að vera viðstödd aðal- keppnina. Eyrún Elly segist hafa góða tilfinningu fyrir íslenska fram- laginu í ár og telur að Greta og Jónsi komi til með að gera góða hluti í Bakú. „Lagið kom merkilega vel út á ensku og svo hjálpar það alveg til hvað er mikið af lélegum lögum í ár. þó mörg þeirra séu reyndar svo vond að þau verða algjör snilld,“ segir Eyrún Elly og bætir við að hennar uppáhaldslag í keppninni sé það sænska, en að enska lagið hafi líka komið henni skemmti- lega á óvart. - trs Í blíðu og stríðu fyrir Eurovision STUÐNINGUR Eyrún Elly er hér í miðj- unni, ásamt þeim Ölmu Tryggvadóttur og Auði Geirsdóttur samstjórnakonum sínum úr FÁSES. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.