Fréttablaðið - 30.04.2012, Side 6

Fréttablaðið - 30.04.2012, Side 6
30. apríl 2012 MÁNUDAGUR6 Grand Hótel – Reykjavík Þriðjudaginn 15. maí kl. 17:00 Dagskrá fundarins: Tillögur til breytinga á samþykktum verða sendar með fundarboði til sjóðfélaga og verða auk þess aðgengilegar sjóðfélögum á heimasíðu og skrifstofu sjóðsins. Kosið verður um 2 stjórnarmenn og 1 varamann í stjórn sjóðsins. Þeim sjóðfélögum sem hafa hug á að bjóða sig fram er boðið að kynna sig stuttlega á heimasíðu sjóðsins og eru þeir beðnir um að hafa samband við starfsmenn sjóðsins. Í sjóðnum er virkt sjóðfélagalýðræði og hafa allir sjóðfélagar sem mæta á aðalfund atkvæðisrétt. Stjórn Lífeyrissjóðs verkfræðinga. Engjateigi 9, 105 Reykjavík www.lifsverk.is LÍFEYRISSJÓÐUR VERKFRÆÐINGA Hefðbundin aðalfundarstörf Tillögur til breytinga á samþykktum Önnur mál, löglega upp borin Lífeyrissjóðs verkfræðinga Aðalfundur SJÁVARÚTVEGUR Netarall Hafrann- sóknastofnunar sýnir líkt og stofn- matið vöxt í hrygningarstofni þorsks á undanförnum árum. Neta- rallinu lauk 22. apríl síðastliðinn. Úrvinnsla gagna er á frumstigi og niðurstöður liggja ekki fyrir, en mjög góð veiði var á flestum svæð- um og var þorskaflinn um þúsund tonn hjá þeim sex bátum sem stund- uðu veiðarnar í þrjár vikur. Markmið verkefnisins er að safna upplýsingum um aldur, lengd og þyngdarsamsetningu hrygnandi þorsks og vöxt á helstu hrygning- arsvæðum. Einnig að meta árlega magn kynþroska þorsks er fæst í þorskanet á hrygningarstöðvum og breytingar í fiskgengd á mismun- andi svæðum. Um 300 netatrossur voru lagðar og er þeim dreift á helstu hrygning- arsvæði. Metafli fékkst í Breiðafirði og einnig var talsverð aflaaukning á svæðinu frá Meðallandsbugt að Hvítingum. Á öðrum svæðum var afli svipaður eða aðeins betri en í fyrra. Eina undantekningin var kanturinn austur af Vestmannaeyj- um en þetta er fjórða árið í röð sem afli hefur verið lélegur þar. Gagnasöfnun í netaralli skilar mikilvægum upplýsingum en nið- urstöður netaralls hafa hins vegar ekki verið notaðar beint til samstill- ingar í stofnmati, en eru hafðar til- hliðsjónar við fiskveiðiráðgjöf. - shá Sex netabátar fengu þúsund tonn á þremur vikum í netaralli Hafró: Besti afli í netarallinu til þessa TVEGGJA HANDA FISKUR Rígvænn hrygningarfiskur mokveiddist í netarall- inu þetta árið. HEILBRIGÐISMÁL „Ég man að ég þurfti alltaf að hafa gluggana lokaða á herberginu svo ég heyrði ekki barnagrátinn yfir til mín. Það var mjög erfitt,“ segir Krist- ín Guðmundsdóttir handboltakona sem var gengin 19 vikur þegar hún missti tvíburadrengi sína. Hún er að hefja söfnun fyrir styrktarfélag kvennadeildar Landspítalans, Líf, en markmið söfnunarinnar er að bæta aðbún- að kvenna sem missa börn sín á meðgöngu eða í fæðingu. Tíu mánuðir eru síðan Krist- ín þurfti að dvelja í tólf daga á Kvennadeildinni og var hún þá innan um konur sem voru ann- aðhvort barnshafandi eða með nýfædd börn. Það hafi gert erfiða lífsreynslu verri. „Mér finnst það ekki vera miklar kröfur að hafa til dæmis hljóðeinangruð her- bergi afsíðis fyrir þennan hóp. Ég fékk að tala við prest og félags- ráðgjafa en annars fannst mér ég þurfa að sækja allar upplýsingar sjálf.“ Kristín greinir frá því að það hafi verið erfiðast fyrir hana að fara í skoðun aðeins fimm vikum eftir að hún missti drengina. Skoðunin fór fram á sama stað og barnshafandi konur fara í sónar. „Það var alveg hræðilegt. Ég sat á lítilli biðstofu innan um óléttar konur sem voru spenntar að fara í sónar á meðan ég var að syrgja mín börn. Ég man að ég var óvinnufær þennan dag og titraði öll og skalf þegar ég kom heim.“ Kristín segir viðbrögð við söfn- unarátakinu hafa verið mjög góð og draumurinn sé að stofna sam- tök, innan Lífs, sem annist þennan hóp kvenna. Söfnuninni verður hrint af stað á upphafsleik úrslitaeinvígisins í N1-deildinni í handbolta á mið- vikudagskvöld. Þá mætast Valur og Fram en Kristín leikur með síðarnefnda liðinu. Hún hefur fengið styrki frá fyrirtækjum sem gerir það að verkum að frítt verður á leikinn. „Ég vil fá sem flesta á leikinn og fulltrúar frá Lífi verða á staðn- um að selja pylsur og hamborg- ara. Það er því tilvalið að gera sér glaðan dag með fjölskyldunni og styrkja gott málefni í leiðinni.“ Hildur Harðardóttir, yfirlækn- ir kvenlækninga á Landspítalan- um, er sammála Kristínu um að það þurfi að hlúa betur að þessum hópi. „Það er ekki spurning að það þarf að bæta verulega aðstöðuna fyrir þessar konur til að gera erf- iða upplifun bærilegri. Ég kann henni bestu þakkir fyrir framtak- ið enda þarf mikinn kjark og kraft til að opna sig og standa í þessu.“ Styrktarreikningur hefur verið stofnaður þar sem tekið er á móti frjálsum framlögum. Reiknings- númer 0345-13-202244 og kenni- tala 180778-3819. alfrun@frettabladid.is Mæður sem missa börn fái betri aðstöðu Kristín Guðmundsdóttir lenti í þeirri erfiðu reynslu að missa tvíbura á með- göngu. Hún er að hefja söfnun svo bæta megi aðstöðu kvenna í þessum sporum á kvennadeild Landspítala. Söfnunin hefst á leik Fram og Vals í handbolta. GERA ERFIÐA REYNSLU BÆRILEGRI Handboltakonan Kristín Guðmundsdóttir er að fara af stað með söfnun til styrktar Lífi með það markmið að bæta aðstöðu þeirra sem missa barn á meðgöngu eða í fæðingu. Hér er hún ásamt tviburadætrum sínum, Telmu og Emblu. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Finnst þér að gera eigi saksókn vegna hatursáróðurs á netinu auðveldari? JÁ 75,5% NEI 24,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Finnst þér að lögreglan ætti að fá skammbyssur? Segðu þína skoðun á Vísir.is VINNUMARKAÐUR Átta af tíu samevrópskum skoð- anakönnunum sýna að fólk hefur áhyggjur af vinnu- tengdri streitu. Að könnuninnni stóð Ipsos MORI fyrir hönd Vinnu- verndarstofnunar Evrópu. Könnuð voru viðhorf 35 þúsund manns í 36 Evrópulöndum til málefna sem tengjast vinnuvernd. Í fréttatilkynningu um niðurstöðurnar kemur fram að 80 prósent vinnandi fólks í Evrópu telji að fjöldi þeirra sem þjáist af vinnutengdri streitu muni aukast næstu fimm árin og rúmur helmingur telur að aukn- ingin verði umtalsverð. „Hlutfallið er þó talsvert lægra hér á landi þar sem aðeins 47 prósent telja að vinnutengd streita muni aukast á næstu árum,“ segir í tilkynningunni. Niðurstöðurnar eru sagðar í takt við niðurstöður ESENER könnunar Vinnuverndarstofnunarinnar um nýjar og aðsteðjandi áhættur á vinnustað. Hún leiddi í ljós að 79 prósent stjórnenda telja að streita sé vandamál í fyrirtæki þeirra. „En það þýðir að vinnustreita er jafnmikilvægt úrlausnarefni fyrir fyrirtæki og vinnuslys.“ Þá kemur fram að Íslend- ingar eru heldur bjartsýnni en meðalevrópubúinn á að stjórnendur fyrirtækja komi til með að taka mark á kvörtunum varðandi öryggi og heilbrigði á vinnu- stað. Alls telja 74 prósent aðspurðra í Evrópu að svo muni vera, en 86 prósent Íslendinga. - óká Íslendingar eru bjartsýnni á að stjórnendur hlusti á umkvartanir starfsfólks: Kannanir benda til aukinnar streitu HALDINN STREITU Auknar kröfur eftir hrun auka vinnutengda streitu, segir framkvæmdastjórn Vinnuverndarstofnunar Evrópu. NORDICPHOTOS/GETTY SVÍÞJÓÐ Frá því að hjálparlína fyrir afbrotamenn var opnuð í Stokkhólmi fyrir fjórum vikum hafa fimm háttsettir félagar í glæpaklíkum í undirheimum borgarinnar hringt og fengið aðstoð. Afbrotamönnum sem hafa samband við lögregluna hefur fjölgað. Þeir hafa viljað hefja nýtt líf en ekki trúað að það væri hægt. Lögreglustjórinn, Carin Götblad, segir þá sem leita aðstoðar glíma við vímuefnavanda, vera atvinnu- lausa og vinalausa. - ibs Stuðningur lögreglunnar: Hjálparlína fyr- ir glæpamenn KJÖRKASSINN Ég sat á lítilli biðstofu innan um óléttar kon- ur sem voru spenntar að fara í sónar á meðan ég var að syrgja mín börn. KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.