Fréttablaðið - 30.04.2012, Page 16
30. apríl 2012 MÁNUDAGUR16
timamot@frettabladid.is
Elskuleg sambýliskona mín, móðir,
tengdamóðir og amma,
JENSÍNA ÞÓRARINSDÓTTIR
frá Bolungarvík,
lést mánudaginn 23. apríl á Landspítalanum
Fossvogi. Útförin fer fram miðvikudaginn
2. maí frá Fossvogskapellu kl. 13.00.
Þeir sem vilja minnast hennar er bent á
Landssamtökin Þroskahjálp.
Gísli Guðmundsson
Kristín Guðbjörg Gísladóttir Aðalsteinn Bjarni Bjarnason
Konráð Gíslason
Ásrún Rós Aðalsteinsdóttir
81 EINAR BENEDIKTSSON fyrrverandi sendiherra á afmæli í dag.„Líf mitt hefur líkst óvissuferð.“
Lillukórinn í Húnaþingi vestra fagn-
ar 20 ára starfsafmæli með tónleik-
um í Félagsheimilinu á Hvamms-
tanga á morgun, þriðjudaginn 1.
maí, klukkan 14.
Kórstjóri er Ingibjörg Pálsdótt-
ir en Sigurður Helgi Oddsson er
stjórnandi kórsins. Sigurður leikur
jafnframt undir á píanó, en einnig
mun Þorvaldur Pálsson leika undir
á harmonikku.
Sérstakur gestakór á tónleikunum
verður Álafosskórinn, en stjórnandi
hans er Magnús Kjartansson og und-
irleikari Sigurður Helgi Oddsson.
Söngskrá tónleikanna er fjöl-
breytt, en að þeim loknum verður
boðið upp á veglegt kaffihlaðborð
að hætti kórsins.
Lillukórinn var stofnaður árið
1992 að frumkvæði Ingibjargar
Pálsdóttur, eða Lillu, tónlistarkenn-
ara á Hvammstanga. Á þessu starfs-
ári er kórinn skipaður 24 söngelsk-
um konum, víðs vegar úr Húnaþingi
vestra, sem koma saman á vetrar-
kvöldum einu sinni í viku og syngja
sér til gamans. - hhs
Hafa sungið saman í 20 ár
LILLUKÓRINN Í tilefni af 20 ára afmæli Lillukórsins í
Húnaþingi vestra verða tónleikar í Félagsheimilinu á
Hvammstanga þann 1. maí.
Hótel Loftleiðir var opnað þennan
mánaðardag árið 1966, 16 mánuðum
eftir að framkvæmdir hófust. Þótti það
mikið afrek á þeim tíma. Arkitekt að
hótelinu var Gísli Halldórsson. Heil-
mikil opnunarhátíð var haldin og þar
lék hljómsveit Karls Liljendahls fyrir
dansi.
Hótelið tók 550 manns í sæti ef allir
salir voru nýttir, eins og oft var raunin
því aðsóknin var gífurleg í byrjun,
bæði af erlendum áningarfarþegum
og ferðamönnum og fólki af lands-
byggðinni sem kom til að skemmta
sér og skoða hótelið. Kalt borð var
sett upp daglega, oft var fullt út úr
dyrum og dansleikir voru haldnir sex
kvöld vikunnar.
Hótelstjóri var Þorvaldur Guð-
mundsson, kenndur við Síld og fisk,
móttökustjóri var Emil Guðmundsson
og veitingastjóri Friðrik Gíslason.
ÞETTA GERÐIST: 30. APRÍL 1966
Hótel Loftleiðir var opnað
Merkisatburðir
1789 George Washington sver embættiseið sem fyrsti forseti
Bandaríkjanna.
193 Franklin D. Roosevelt kemur fram í sjónvarpi, fyrstur banda-
rískra forseta.
1945 Adolf Hitler, kanslari Þýskalands og Eva Braun eiginkona
hans, fremja sjálfsmorð.
1948 Fyrsti Land Rover-jeppinn er sýndur á bílasýningu í Amster-
dam.
1975 Víetnamstríðinu lýkur með falli Saígon í hendur Norður-
Víetnama.
1980 Beatrix Hollandsdrottning tekur við krúnunni af móður
sinni.
1991 Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks undir forsæti
Davíðs Oddssonar tekur við völdum.
Sundfélagið Ægir fagnar 85
ára afmæli á morgun, þann
1. maí. Af því tilefni verður
slegið upp afmælisveislu í
Laugardalslaug á afmælis-
daginn.
Haldnir verða tveir við-
burðir í lauginni. Annars
vegar verður í fyrsta sinn
á Íslandi haldin 100x100
metra boðsundkeppni þar
sem synt verður skriðsund,
á milli klukkan 10 og 12. Þá
tekur við Stigamót Ægis á
milli klukkan 12 og 15.
Að viðburðunum loknum,
á milli klukkan 15 og 18,
verður boðið upp á afmæl-
iskaffi í veislusal Þróttar,
Engjavegi 7. - hhs
Sundfélagið
Ægir fagnar 85
ára afmæli
Vorsýning Klassíska list-
dansskólans fer fram í Borg-
arleikhúsinu í dag, þar sem
nemendur skólans sýna list-
ir sínar.
Í skólanum er bæði
kenndur klassískur dans og
nútímalistdans. Má því gera
ráð fyrir fjölbreyttri sýn-
ingu í dag. Sýnd verða klass-
ísk verk eftir skólastjóra
Klassíska listdansskólans,
Guðbjörgu Astrid Skúladótt-
ur, en einnig tvö nútímaverk,
samin af starfsfólki skólans
í samstarfi við nemendur.
Sýningin hefst klukkan 18.
- hhs
Klassísk verk
og nútímaleg
BALLERÍNUR Vorsýning Klassíska listdansskólans fer fram í Borgarleik-
húsinu í kvöld.
Náttúrufræðingurinn, ljósmyndarinn
og rithöfundurinn Guðmundur Páll
Ólafsson hlaut um helgina viðurkenn-
ingu kennda við Náttúrúverndarann.
Viðurkenningin var veitt í fyrsta sinn
á Náttúruverndarþingi á laugardag,
en hana hlýtur Guðmundur Páll fyrir
ötula og staðfasta baráttu í þágu nátt-
úruverndar og vitundarvakningar
um náttúrulegar forsendur tilvistar
mannsins.
„Það er vissulega mjög notalegt fyrir
mig persónulega að fá þessa viðurkenn-
ingu. Þar fyrir utan held ég að það sé
mikilvægt að veita viðurkenningar á
borð við þessa, ekki síst til að minna
okkur á að ýmsir sigrar hafa unn-
ist. Náttúruverndarbaráttunni hefur
ekki bara verið stjórnað úr opinberum
ráðum og nefndum, heldur er fullt af
fólki sem vinnur óeigingjarnt starf til
að halda utan um verðmæti landsins,“
segir Guðmundur Páll.
Hann segir náttúruverndarsjónar-
mið fá alltof lítið rými í umræðunni.
„Við erum alltaf að guma af því hvað
við höldum vel utan um auðlindir
okkar, en það er ekki rétt. Við búum á
landi þar sem auðlindir vatns eru hvað
mestar á mannsbarn í heiminum, en þó
höfum við enga heilsteypta vatnsvernd-
arlöggjöf. Þetta er allt saman tvístrað
hér og þar í lögum og reglugerðum, og
í mörgum ráðuneytum. Ef við lítum á
aðra auðlind, sem er hafið, vill svo til
að við höfum enga heildstæða stefnu
um verndun þess heldur. Í dag þykir
ákaflega brýnt að vernda votlendi, en
við höfum enga slíka stefnu, þó að vot-
lendi jarðar fari hratt dvínandi. Það er
sama hvar við drepum niður fæti. Við
erum stefnulaus þjóð. Það á ekki bara
við um náttúruvernd, en hún er hvað
grátlegast úti, meðal annars vegna þess
að stór hluti þingheims er illa upplýst-
ur og telur að náttúruvernd sé varasöm
og hættuleg efnahag og velferð þjóðar-
innar. Það eru hrein öfugmæli og þetta
er hugsunarháttur sem við verðum að
breyta. Við erum að ganga á hag barna
okkar og afkomenda með því að halda
svona heimskulegri stefnu á lofti. En
það sem er brýnast er að fara að líta á
náttúruvernd í stóru samhengi og taka
höndum saman við fólk annars staðar í
heiminum um að bjarga þessari jörð.“
Eftir Guðmund liggur fjöldi verka
sem sýna ríkidæmi íslenskrar náttúru,
svo sem Fuglar í náttúru Íslands, Perl-
ur í Náttúru Íslands og Þjórsárver –
Hernaðurinn gegn landinu. Undanfarin
ár hefur hann unnið að umfangsmiklu
verki um vatnsbúskap á heimsvísu.
Hann vonast til þess að sú bók komi út
í náinni framtíð. „Þetta verður vonandi
öflugasta innlegg mitt í umræðuna. Ég
byrjaði að leggja drögin að þessu verki
árið 2002, en hef eingöngu unnið í því
frá árinu 2007. Þessi bók verður mitt
viðamesta verk, enda er vatn miðill
lífsins og miðill jarðarinnar. Þegar þú
fjallar um vatn, þá ertu að fjalla um allt
sem er.“ holmfridur@frettabladid.is
GUÐMUNDUR PÁLL ÓLAFSSON: NÁTTÚRUVERNDARINN 2012
TÖKUM SAMAN HÖNDUM
OG BJÖRGUM ÞESSARI JÖRÐ
NÁTTÚRUVERNDARINN 2012 Guðmundur Páll Ólafsson, náttúrufræðingur, ljósmyndari og
rithöfundur, hlaut um helgina viðurkenningu kennda við Náttúruverndarann. Fáir þykja hafa
unnið jafn ötullega að náttúruverndarmálum hér á landi og hann. MYND/LANDVERND