Fréttablaðið - 30.04.2012, Side 37

Fréttablaðið - 30.04.2012, Side 37
KYNNING − AUGLÝSING Hurðir & Hurðasmíði30. APRÍL 2012 MÁNUDAGUR 3 Nú í vor fagnar Glerborg 40 ára af-mæli sínu og í tilefni þess hafa söluskrifstofur verið endurnýj- aðar og nýr og glæsilegur sýningarsal- ur hefur verið opnaður að Dalshrauni 13 í Hafnarfirði þar sem mikið úrval sýningarhurða er til staðar. Glerborg býður upp á mikið úrval hurðagerða og hefur algjöra sérstöðu hvað varðar gæði og fjölbreytt úrval. Jafnframt er boðið upp á þjónustu við mælingar og uppsetningar víða um land. Plastútihurðir - PVC-u Fyrirtækið selur meðal annars PVC-u útihurðir úr plasti sem eru gríðarlega öruggar og algjörlega vind- og vatns- þéttar vegna tvöfaldra þéttinga og 5 punkta læsingar. Á Íslandi eru mikl- ar hita og rakasveiflur og veður óstöð- ugt. Það veldur því oft að hefðbundnar timburhurðir vilja gjarnan þrútna og skreppa saman á víxl og á endanum bjóða þær litla vörn gegn vatni og vind- um. Útihurðir frá Glerborg eru varan- leg og ódýr lausn á þessum vanda- málum og ekki þarf að skrapa og mála þær á nokkurra ára fresti. Plasthurð- irnar bjóða upp á ótal útfærslur í út- liti og glergerðum og hægt er að fá þær í hinum ýmsu litum og viðaráferðum eins og eik, gulleik og mahoný. Rennihurðir - PVC-u Það er mikill kostur að geta opnað vel út í garð eða út á svalir þegar heitt er í veðri. Rennihurðirnar frá Glerborg eru einstaklega þéttar og öruggar. Tvöfaldar gúmmíþéttingar gera þær fullkomlega vind- og vatnsþéttar því hurðirnar eru búnar öflugum læsing- um sem þrýsta þeim í karminn. Einn helsti kosturinn við rennihurðir er að opnun þeirra tekur hvorki pláss inni né úti eins og hjá öðrum hurðum, þær eru einstaklega liprar og þægilegar í notkun og setja flottan svip á heimil- ið. Húsið þarf ekki að vera í byggingu til þess að koma megi fyrir rennihurð. Lítið mál er að saga niður úr gamla stofuglugganum og smella rennihurð í gatið. Álhurðir Glerborg býður ótal útfærslur í álhurð- um og búnaði í kringum þær. Álhurðir eru fáanlegar í næstum öllum litum og eru löngu orðnar sígildar í verslunum og opinberum byggingum vegna styrks og léttleika og nú færist mjög í vöxt að nota slíkar hurðir í íbúðarglæsihýsi. Hurðir úr hertu gleri Glerborg býður upp á ótal útfærslur í útliti og búnaði með innihurðum úr hertu gleri. Þessar hurðir eru fáanlegar sem rennihurðir og sveifluhurðir sem dæmi og henta vel þar sem leitast er við að hafa gott og opið rými bæði heima fyrir og hjá fyrirtækjum. Dæmi um notkun er í fundarherbergjum, opnum skrifstofum með möguleika á að loka að sér, í sturtur og í raun alls staðar þar sem loka þarf á hljóð en ekki útsýni. Nýr og endurbættur sýningarsalur Glerborg býður upp á hurðir úr plasti, áli og gleri sem eru sérstaklega öruggar og algjörlega vind- og vatnsheldar. Fyrirtækið er 40 ára í ár og hefur opnað nýjan sýningarsal af því tilefni. Sölumenn Glerborgar í nýja sýningarsalnum. Fyrirtækið fagnar 40 ára afmæli sínu um þessar mundir og hefur opnað nýjan sýningarsal af því tilefni. Glerborg býður upp á innihurðir úr hertu gleri sem eru tilvaldar í fundarherbergi, opnar skrifstofur með möguleika á að loka að sér, í sturtur og alls staðar þar sem loka þarf á hljóð en ekki útsýni. Hvað er ég að gera, spyrðu! Ég er að sýna ábyrga starfshætti Ég heiti Aron og er söluráðgjafi hjá Glerborg. Þegar ég lofa viðskiptavinum mínum CE vottun, þá er það vegna þess að ég framkvæmi mín eigin próf og get lagt nafn mitt og heiður að veði. Dalshraun 13 • 220 Hafnarfjörður • Sími 565 0000 • Fax 555 3332 • glerborg@glerborg.is • www.glerborg.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.