Fréttablaðið - 30.04.2012, Page 50

Fréttablaðið - 30.04.2012, Page 50
30. apríl 2012 MÁNUDAGUR26 SKYLMINGAR „Ég er alveg tóm og í lausu lofti, búin að gráta úr mér augun enda vonbrigðin og spennu- fallið mikið. Ég er alveg ónýt,“ segir skylmingakonan Þorbjörg Ágústs- dóttir en draumur hennar um sæti á Ólympíuleikunum í Lundúnum er úr sögunni. Þorbjörg keppti á úrtökumóti í Slóvakíu um síðustu helgi sem var hennar möguleiki á sæti á Ólymp- íuleikunum. „Það var ekkert annað tæki- færi. Það er gríðarlega erfitt að tryggja sér sæti í skylmingakeppni leikanna. Aðeins 30 konur í öllum heiminum komast í höggsverðs- keppnina,“ segir Þorbjörg sem segir hlutina ekki hafa gengið upp hjá sér í Slóvakíu. Þorbjörg vann einn af fimm bardögum sínum og komst ekki í útsláttarkeppnina. Fjögur efstu sætin á mótinu gáfu sæti á Ólymp- íuleikunum. „Ég hefði þurft að vinna tvo bar- daga með góðum stigamun til þess að komast í útsláttinn. Þar hefði ég þurft að leggja tvo andstæðinga að velli til að tryggja mér sæti,“ segir Þorbjörg. Skylmingakonan var aldrei þessu vant sofandi þegar undirritaður sló á þráðinn til hennar á ellefta tíman- um á laugardagsmorgun. Að öllu eðlilegu hefði Þorbjörg verið á æfingu á laugardaginn en sverðið hefur fengið að liggja á hill- unni síðastliðna viku. „Það er erfitt að halda áfram því vonbrigðin eru svo mikil. Hver íþróttamaður á sinn Ólympíudraum og ég hef stefnt að þessu lengi. Við þjálfarinn minn höfum lagt allt undir,“ segir Þorbjörg. Engin uppgjöf Þorbjörg hefur æfingar að nýju í dag en framundan eru stór verkefni hér á landi. Fyrst Norðurlandamótið í lok maí og svo árlegt B-heimsbik- armót í skylmingum helgina á eftir. Þorbjörg hefur sjö sinnum orðið Norðurlandameistari og einnig verið sigursæl á heimsbikarmótinu. „Ég lenti reyndar í öðru sæti á síðasta ári en argentínsk stelpa sem sigraði tryggði sér um leið sæti á Ólympíuleikunum,“ segir Þorbjörg. Sú staðreynd gefur til kynna hve miklu auðveldara er fyrir skylm- ingafólk í Ameríku að tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum en Evr- ópubúa. „Skylmingahefðin er langmest í Evrópu og af þeim sökum er lang- erfiðast fyrir Evrópubúa að tryggja sér sæti í Lundúnum,“ segir Þor- björg sem er þó hvergi bangin. Auk fyrrgreindra móta keppir hún á Evrópumótinu í júlí og vill koma á framfæri miklu þakklæti til allra þeirra sem hafa stutt við bakið á henni. -ktd Ólympíudraumur skylmingakonunnar Þorbjargar Ágústsdóttur rættist ekki á úrtökumótinu í Slóvakíu: Þorbjörg búin að gráta úr sér augun MIKIL VONBRIGÐI EN ENGIN UPPGJÖF Þorbjörg tók viku í að jafna sig á þeim von- brigðum að Ólympíudraumurinn væri úti. Nú heldur ballið áfram. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA HANDBOLTI „Stemningin var svaka- leg og afrek okkar er mikið,“ sagði Arnór Atlason fyrirliði Kaup- mannahafnarliðsins í samtali við Fréttablaðið í gær. Arnór, sem skoraði þrjú mörk í leiknum, sagði góðan sóknarleik hafa lagt grunn- inn að sigrinum. „Aðalmarkmiðið var að hleypa þeim ekki í hraðaupphlaup og það tókst. Við spiluðum frábær- an sóknarleik sem gerði það að verkum að þeir komust aldrei á neitt flug. Að skora 33 mörk á úti- velli gegn Barcelona er magnað,“ sagði Arnór. Barcelona átti titil að verja en félagið hefur verið í fremstu röð í alþjóðahandbolta í lengri tíma. Liðið hefur átta sinnum unnið Meistaradeildina og leikið til úrslita síðustu tvö ár. Því var ekkert óeðlilegt að flestir reikn- uðu með að liðið færi áfram þrátt fyrir sex marka tap í fyrri leikn- um í Kaupmannahöfn. Ósjálfrátt reynt að verja forskotið Kaupmannahafnarliðið fór með sex marka forskot inn í leikinn á Spáni sem fljótlega varð að sjö marka forskoti þegar ljóst var að AG myndi skora fleiri mörk á úti- velli en Barcelona gerði. Þegar tæpur stundarfjórðungur lifði leiks höfðu Danirnir 25-27 forskot en á augabragði voru Spánverjarn- ir komnir fimm mörkum yfir 30-27 og útlitið svart. Þá tók Magnus Anderson, þjálfari AG, leikhlé og minnti leikmenn sína á upphaflega markiðið. Að vinna leikinn. „Þegar stundarfjórðungur er eftir og forystan orðin níu mörk þá fer maður ósjálfrátt í að reyna að verja forskotið,“ sagði Arnór. Liðin skoruðu sex mörk hvort það sem eftir lifði leiks og þriggja marka tapi tóku gestirnir fagnandi. Svakaleg stemning Heimamenn nutu stuðnings rúm- lega 5.000 áhorfenda en athygli vakti hversu mikið leikmenn Barcelona lögðu upp úr því að fá áhorfendur á sitt band. „Þeir þurftu á einhverju auka- lega að halda og nýttu hvert ein- asta tækifæri til að skapa stemn- ingu og kveikja í leiknum,“ sagði Arnór sem hefur spilað marga stórleiki með íslenska landslið- inu. Leikir með félagsliðum eru þó öðruvísi. „Ég hef persónulega ekki spilað mikilvægari leik með félagsliði. Þetta er risaskref í því að gera AG að virtu félagi í handboltaheimin- um,“ sagði Arnór. Fáir standa Ólafi snúning Guðjón Valur Sigurðsson skoraði átta mörk og Ólafur Stefánsson sjö en landsliðsfyrirliðinn hefur mikla reynslu úr stórleikjum sem þessum. Þjálfari AG líkti Ólafi við rauðvín sem verður aðeins betra með aldrinum en Ólafur verður 39 ára í júlí. „Óli hefur unnið Meistaradeild- ina fjórum sinnum og sex sinnum leikið í undanúrslitum. Hann átti frábæran leik í gær eins og Guð- jón Valur og fáir standast honum snúning. Það er bara heiður að spila í liði með svona leikmönnum og um að gera að njóta þess. Það eru tveir titlar í boði í maímánuði sem við ætlum að vinna,“ sagði Arnór. Öllum er ljóst að afrek AG er mikið og Arnór tekur undir það. „Að slá Evrópumeistarana út á okkar fyrsta ári í Meistaradeild- inni er frábært og við hlökkum til framhaldsins,“ sagði Arnór. Afrekum AG engin takmörk sett Undanúrslitin og úrslitin verða spiluð helgina 26.-27. maí í Köln í Þýskalandi þar sem Arnór reikn- ar með góðum stuðningi. „Félagið er orðið risastórt, það voru 250 stuðningsmenn með okkur í Barcelona og við eigum orðið góðan fjölda af stuðn- ingsmönnum. Ég reikna ekki með öðru en að það fari fullt af Dönum með okkur til Kölnar,“ sagði Arnór og markmiðið er ljóst. „Það er klárt að við ætlum ekki til Kölnar með það hugarfar að það sé æðislegt að vera komnir í undanúrslitin. Við viljum meina að það séu engin takmörk fyrir því hvað við getum afrekað.“ kolbeinntumi@365.is Evrópumeisturunum rutt úr vegi Íslendingaliðið AG Kaupmannahöfn er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í handbolta. AG tapaði síðari leiknum gegn Barcelona á Spáni með þremur mörkum en vann þann fyrri með sex og fer áfram með þriggja marka sigur samanlagt. Frábært afrek hjá liðinu á fyrsta tímabili þess í Meistaradeildinni. STÓRT FRAMLAG ÍSLENDINGANNA Íslensku leikmennirnir skoruðu 22 af 33 mörkum Kaupmannahafnarliðsins. Þá komu sex síðustu mörkin, þegar pressan var mikil á danska liðinu, úr smiðju Íslendinganna. Auk framlags Guðjóns Vals og Ólafs skoraði Snorri Steinn Guðjónsson fjögur mörk og Arnór þrjú. MYND/SPORT.DK HANDBOLTI Füchse Berlin vann ævintýralegan ellefu marka sigur 29-18 í síðari viðureign sinni gegn Ademar Leon og tryggði sér sæti í undanúrslitunum. Füchse tapaði fyrri leiknum með ellefu mörkum en fer áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli. Lærisveinar Dags Sigurðsson- ar komu gestunum frá Spáni í opna skjöldu með því að spila á sjö sóknarmönnum framan af leik á meðan markvörðurinn sat á bekknum. Gestirnir skoruðu aðeins sex mörk í fyrri hálfleik á meðan heimamenn juku smám saman forskot sitt. Silvio Heinevetter lokaði marki Berlínarliðsins og Alexander Petersson dró vagninn í sókn- inni og skoraði níu mörk. Hreint ótrúlegur viðsnúningur í tveimur leikjum. Kiel á kunnulegum stað Aron Pálmarsson skoraði 3 mörk fyrir Kiel sem vann 33-27 sigur á Croatia Zagreb í síðari viðureign liðanna í Þýskalandi. Fyrri leik liðanna í Þýskalandi lauk með jafntefli. Liðsmenn Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel eru margreyndir í keppni þeirra bestu en liðið varð Evrópumeistari árið 2007 og 2010. Árin á milli hafnaði liðið í öðru sæti. Dregið verður í undanúrslit keppninnar á miðvikudaginn. -ktd Füchse og Kiel í undanúrslit: Füchse tókst hið ómögulega ÓSIGRANDI Aron og félagar í Kiel hafa einnig unnið alla leiki sína í þýsku deildinni í vetur. MYND/BONGARTS ÓSIGRANDI Aron og félagar í Kiel hafa einnig unnið alla leiki sína í þýsku deildinni í vetur. MYND/BONGARTS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.