Fréttablaðið - 02.05.2012, Page 1

Fréttablaðið - 02.05.2012, Page 1
veðrið í dag MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* Sími: 512 5000 *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Miðvikudagur skoðun 14 SÉRBLAÐ í Fréttablaðinu Fólk 2. maí 2012 102. tölublað 12. árgangur EKKI REYKJA Á STRÖNDINNIReykingabann tekur gildi um miðjan maí á tíu ströndum á Gran Canaria. 25% strandanna má undan- skilja fyrir reykingafólk en allt annað á að vera reyk- laust svæði. Búist er við að fleiri strandir taki upp reykingabann fljótlega. „Þessi árangur er ótrúlega góður og ég er ekki enn farinn að átta mig á þessu. Fólk í kringum mig er búið að vera að reyna að berja það inn í hausinn á mér en ég er bara að bíða eftir að ég vakni af draumi,“ segir Magnús Samúelsson vaxtarræktar- maður, sem hefur keppt á fjórum stórum alþjóðlegum mótum á síðastliðnum fjórum vikum. Hann vann til gullverðlauna í sínum flokki á tveimur mótum í Noregi og einu í Austurríki. Silfurverðlaun bættust í safnið á móti í Danmörku og svo náði hann einnig heildarverðlaunum á mótinu í Austurríki og öðru mótinu í Noregi. „Það var ótrúlega flott að ná heildar-verðlaununum á Int gaur sem ég hélt að myndi vinna. Þegar tilkynna átti um heildarverðlaunin var ég bara farinn að fá mér vatn og kominn í buxur af því ég hélt að þessi hroða-legi myndi taka þau en svo var mitt nafn kallað og ég fékk bara algjört sjokk.” Magnús, sem er 35 ára, segist bara vera að byrja í íþrótt-inni. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer að keppa á alþjóðlegum mótum og ég bjóst þess vegna engan veginn við þessum góða árangri. Keppendur á þessum mótum voru á aldrinum 35 til 45 ára þannig að ég á nóá þ „BÍÐ EFTIR AÐ VAKNA UPP AF DRAUMNUM“VAXTARÆKT Magnús Samúelsson vaxtarræktarmaður hefur unnið til fernra verðlauna á fjórum alþjóðlegum mótum á síðastliðnum fjórum vikum. Vertu vinurGóð þjónusta - fagleg ráðgjöf.www.mistyskor.is Hugsaðu vel um fæturna Í hálfa öld hafa miljónir manna um allan heim notað BIRKENSTOCK sér til heilsubótar. Hvað um þig?Teg: „BOSTON“ Fótlaga skór úr leðri og 100% innleggi úr náttúru-korki. Stærðir: 36 - 48. Verð: 18.500.- Sími 551 2070Opið mán.-fös. 10-18.Laugardag 10-14. DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGISÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · HljóðlátStórt op > auðvelt að hlaðaSparneytin amerísk tæki.<Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerískgæðavara Amerískgæðavara Á FERÐ OG FLUGIMagnús hefur verið á ferð og flugi undan-farnar vikur og hefur unnið til fernra verðlauna á alþjóð-legum mótum í þremur löndum. NÝR ÍSLENSKUR KRIMMI 29.999kr 39.999kr 25% verð áður afsláttur Gildir aðeins í vefverslun hagkaup.is til 6. maí 2012. NETTILBOÐ VIKUNNAR Á HAGKAUP.IS CROSS TONUS HERRA- OG DÖMUREIÐHJÓL ÞÚ SPA RAR 10.000 kr Ljótur að utan – ljúfur að innan Ný ju ng ! TÓNLIST Tónlistarmaðurinn Svein- björn Thorarensen, eða Hermi- gervill, aðstoðar hljómsveitina Retro Stefson við gerð hennar næstu plötu. Samstarf þeirra hófst í Belgíu seinasta vetur þar sem Sveinbjörn býr. „Við vorum að spila í Brussel og ég fór í heimsókn til hans í Antwerpen,“ segir Unn- steinn Manuel Stefánsson úr Retro Stefson. Hermigervill er ánægður með gang mála: „Þetta eru æðislegir krakkar og ég get ekki hugsað mér að vinna með betra fólki.“ - fb/ sjá síðu 34. Upptökur á nýrri plötu hafnar: Hermigervill aðstoðar Retro SVEINBJÖRN THORARENSEN Of flottur Hobbiti Ný tækni, sem notuð er við tökur á Hobbitanum, þykir of góð fyrir venjuleg kvikmyndahús. fólk 28 Kannar nýja möguleika Sigurður Grétarsson, fyrrum atvinnuknattspyrnumaður, er fimmtugur í dag. tímamót 20 SVEITARSTJÓRNIR Guðrún Pálsdóttir, sem lét af störfum sem bæjarstjóri Kópavogs í febrúar, naut í tíð sinni sem fjármálastjóri bæjarins sér- kjara umfram aðra við lóðakaup. Eftir athugun sem endurskoðun- arfyrirtækið Deloitte var í fyrra- sumar fengið til að gera á inni- haldi peningaskáps sem steyptur er í vegg á bæjarskrifstofunum í Kópavogi komu meðal annars í ljós fjögur skuldabréf vegna kaupa Guðrúnar og eiginmanns hennar á einbýlishúsalóð í Jökla- lind 5. Bréfin, sem dagsett eru 27. desember 1996, voru upp á sam- tals 2.586.400 krónur. Vextir, sem ekki byrjuðu að reiknast fyrr en 18. febrúar 1997, voru 6,0 prósent auk verðtryggingar. Aðrir í sömu stöðu greiddu 6,75 til 6,85 prósent í vexti af sínum skuldabréfum vegna lóðakaupa af bænum. Síðar kom í ljós við nánari könnun sem Guðríður Arnar- dóttir, þáverandi formaður bæjar- ráðs, lét gera að Guðrún borgaði þess utan enga vexti af 1.105.265 króna gatnagerðar gjöldum. Engin sambærileg dæmi fundust. Upp- hæðina greiddi Guðrún á þremur árum – frá því í nóvember 1999 þar til í nóvember 2002. Mál þetta vó þungt í því að meirihluti Samfylkingar, Vinstri grænna, Næst besta flokksins og Y-lista Kópavogsbúa undirbjó að segja Guðrúnu upp bæjastjóra- starfinu fyrr á þessu ári. „Eins og komið hefur fram studdi Samfylkingin ekki bæjarstjóra til áframhaldandi starfa, meðal annars vegna þessa máls,“ segir Guðríður Arnardóttir um það hvernig brugðist hafi verið við málinu. Núverandi meirihluti Sjálf- stæðisflokks, Framsóknarflokks og Y-lista Kópavogsbúa, sem tók við í febrúar, samdi um starfs- lok Guðrúnar sem bæjarstjóra en réði hana jafnframt í nýja sviðsstjórastöðu sem hún tekur við í haust. Ármann Kr. Ólafsson bæjar stjóri vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu. - gar Fjármálastjóri í Kópavogi á sérkjörum við lóðakaup Guðrún Pálsdóttir, sem hætti sem bæjarstjóri í Kópavogi í febrúar, fékk í tíð sinni sem fjármálastjóri bæjarins vaxtalaust lán fyrir gatnagerðargjöldum og hagstæðari vaxtakjör en aðrir vegna kaupa á einbýlishúsalóð. HUNDRUÐ Í KRÖFUGÖNGU Fjölmenni var í kröfugöngunni sem fór niður Laugaveginn í gær á alþjóðabaráttudegi verkamanna. Þetta er í 90. sinn sem frídagur verkalýðsins er haldinn hátíðlegur hér á landi. Sjá síður 11 og 12. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HÆGVIÐRI Í dag má búast við hægri breytilegri átt um allt land. Horfur eru á lítilsháttar vætu í flestum landshlutum, mest norðantil en síst suðaustanlands. Milt í veðri og hlýjast allra syðst. VEÐUR 4 8 5 5 7 9 HK vann fyrstu lotu HK er 1-0 yfir gegn FH í úrslitaeinvígi N1-deildar karla í handbolta. sport 30 SUND „Það var mikið áfall að heyra af þessu. Ég talaði við hann á laugardaginn og þá lét hann vel af sér,“ segir sundkappinn Jakob Jóhann Sveinsson. Alexander Dale Oen, eini Norðmaðurinn sem hefur unnið til verðlauna í sundi á Ólympíuleikum, lést í gær aðeins 26 ára að aldri. Oen fannst meðvitundarlaus í sturtuklefa á hótelherbergi eftir æfingu norska lands- liðsins í Flagstaff í Bandaríkjunum í gær. Oen, sem var einn besti sundmaður heims, var mikill Íslandsvinur og var síðast hér á landi fyrir tveimur og hálfri viku. Hann og Jakob Jóhann voru miklir mátar enda höfðu þeir þekkst í ein sex ár. „Hann var mjög hress strákur og sá alltaf eitthvað jákvætt við hlutina,“ segir Jakob. „Hann þekkti mjög marga á Íslandi enda vildi hann kynnast öllum og gaf sér alltaf tíma til þess.“ - kh /seth Íslandsvinurinn Alexander Dale Oen lést í gær aðeins 26 ára að aldri: Mikið áfall að missa góðan vin Guðrún Pálsdóttir segist enga skýringu sjá á lægri vöxtum á skuldabréfunum aðra en að um mannleg mistök hafi verið að ræða. „Því miður veitti ég þessu ekki athygli þegar við skrifuðum undir bréfin. Enda kom þetta mér í opna skjöldu nú 15 árum síðar.“ Spurð hver hafi tekið ákvörðun um að innheimta ekki vexti af gatnagerðargjöldum, segir hún að vegna deiliskipulagsbreytinga hafi framkvæmdir við hús hennar tafist úr hófi og „því var gert samkomulag við yfirboðara mína um greiðslufyrirkomulag á viðbótargjöldunum.“ Aðspurð hvort þetta hafi verið venjulegt vinnulag segir Guðrún: „Breytingar af hálfu bæjarins sem skapa tafir hjá lóðarhöfum um lengri tíma hafa ætíð leitt til niðurfellingar vaxta. Og oft skaðabótakrafna af hálfu lóðarhafa.“ Guðrún segist ekki telja að hún hafi notið kjara, sem öðrum stóðu ekki til boða. Aðspurð hvort hún hafi gefið bæjarfulltrúum skýringar á málinu segir hún: „Fyrrverandi meirihluti skoðaði málið með mér og öðrum embættismönnum.“ Mannleg mistök og tafir á framkvæmdum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.