Fréttablaðið - 02.05.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 02.05.2012, Blaðsíða 16
16 2. maí 2012 MIÐVIKUDAGUR Samkvæmt íslenskum lögum er óheimilt að selja, veita eða afhenda áfengi þeim sem eru yngri en 20 ára. Þrátt fyrir að þessi lög séu í gildi sýnir skýrslan „Fyrsta drykkjan 2010“ sem Rannsóknir og greining gerðu fram á það að 49,5% 16 ára ungmenna hafa orðið ölvuð um ævina og 90,1% 19 ára nemenda í menntaskólum hafa orðið ölvaðir um ævina. Þessar niðurstöður eru unnar úr könnun sem lögð var fyrir í öllum menntaskólum landsins. Einnig ber að nefna að sam- kvæmt ársriti SÁÁ voru rúm- lega 200 einstaklingar 19 ára og yngri innritaðir í meðferð á Vogi árið 2009. Þessar tölur, ásamt þeirri staðreynd að 90% prósent ungmenna séu byrjuð að drekka áður en þau mega það samkvæmt núverandi löggjöf, getur varla talist góður árangur. Þeir sem ekki vilja að drykkjualdur á Íslandi sé 16 ára hljóta að krefjast þess að stjórnvöld taki á málinu. Margir halda því fram að þetta sé eitthvað sem ekki sé hægt að breyta og svona sé þetta, svona hafi þetta verið og að þetta muni alltaf vera svona. Fyrir þá er áhugavert að líta aftur til ársins 1998 en þá höfðu 42% ungmenna í 10. bekk orðið drukkin síðastliðna 30 daga frá því að könnun Rannsóknar og greiningar var tekin en árið 2009 voru það einungis 19%. Á 11 árum hafði fjölda ungmenna, sem höfðu orðið drukkin síðasta mánuðinn, fækkað um meira en helming. Þessar tölur sýna okkur að það er hægt að breyta menningunni og að öflugt forvarnarstarf virkar því á þessum tíma hefur orðið mikil vit- undarvakning almennings auk þess sem fjármagn í félagsmiðstöðvar og annað forvarnarstarf hefur margfaldast. En allir þessir peningar og það góða starf sem fram fer í félags- miðstöðvunum er að miklu leyti unnið fyrir gýg þar sem dyrnar að félagsmiðstöðvunum lokast við útskrift úr grunnskóla og ekkert skipulagt félagsstarf á vegum hins opinbera tekur við. Þessi ungmenni sem alin eru upp við virka þátt- töku í öflugu félagslífi fara strax að leita sér að öðru félagslífi til að taka þátt í. Þá tekur aðeins við félagslíf skólanna sem er stjórnað á forsendum ungmennanna sem þar eru fyrir með engri yfirumsjón eða leiðbeiningu fagaðila. Félagslíf skólanna einkennist oftar en ekki af mikilli drykkjumenningu og lýkur flestöllum stórum viðburðum á vegum menntaskólanna á fylleríi. Hér er ekki einu sinni talað um þá sem ekki fara í menntaskóla eða af einhverjum ástæðum hætta í skóla en þeir eru í miklum áhættuhóp að verða óvirkir og einangrast félags- lega enda hafa þeir engan samastað innan samfélagsins. En hvað er til ráða? Eins og reynslan sýnir okkur þá dugir það skammt að halda einungis forvarnar fræðslu um skaðsemi áfengis fyrir ungt fólk þegar ung- mennamenningin er einfaldlega drykkjumiðuð. Það þarf því að bjóða ungmennum 16 ára og eldri upp á jákvætt tómstundastarf undir handleiðslu fagfólks þar sem ungmennin fá að blómstra á eigin forsendum. Þekkingin er til staðar og býr í félagsmiðstöðvum landsins þar sem ungmenni á aldrinum 13-15 ára hafa vett- vang og tækifæri til að vinna að uppbyggjandi, skemmtilegum og krefjandi verkefnum. Nokkur sveitarfélög hér á landi eru nú þegar byrjuð að vinna framúrskarandi frumkvöðlastarf í þessum málum og eru með starf- rækt ungmennahús fyrir 16 ára og eldri. Þar hafa ungmennin vett- vang til að hittast, sinna áhuga- málum sínum og hafa einnig aðgang að fullorðnum fagmanni sem þau geta leitað til. Með þessu eru sveitarfélögin að bjóða ung- mennunum sínum val. Val um það hvort einstaklingurinn vilji taka þátt í heilbrigðu tómstundastarfi sem hefur jákvæð áhrif á þroska hans eða hvort hann ætli að byggja félagslíf sitt upp í kringum áfengi sem hefur skaðleg áhrif á þroska og getu einstaklingsins. En allir þessir peningar og það góða starf sem fram fer í félagsmiðstöðvunum er að miklu leyti unnið fyrir gýg þar sem dyrnar að félagsmiðstöðvunum lokast við útskrift... Mannréttindi eru inngró-inn partur af íslensku utanríkis stefnunni. Eitt af því sem ég hef sem utanríkisráð- herra lagt vaxandi áherslu á eru mannréttindi þeirra sem hafa aðra kynhneigð og kynvitund en meiri hlutinn. Það er í anda megin- viðhorfa í okkar jákvæða samfé- lagi sem nú orðið lítur á þátttöku í árlegri Gleðigöngu sem opin- bera staðfestingu á því að borgar- ar landsins njóta allir sama þátt- tökuréttar í samfélaginu. Viðhorfin hafa gjörbreyst á síðustu 20 árum í kjölfar ötullar baráttu Sam takanna 78. Í þessu efni fundust mér verða snöggar kynslóðabreytingar. Í póli- tíkinni barði Vilmundur Gylfason fyrstur fótastokkinn upp úr 1980 og sjálfur sat ég áratug síðar í ríkisstjórn undir forystu Davíðs Oddssonar, sem réðst í róttækar breytingar á lagaumgjörð sam- kynhneigðra. Í öllum flokkum er nú að finna sterka talsmenn fyrir réttindum samkynhneigðra, tví- kynhneigðra og transfólks. Rödd Íslands Ísland rær sem betur fer ekki eitt á báti í alþjóðlegri baráttu fyrir mannréttindum þessara hópa. Norðurlöndin ganga öll vasklega fram, og hafa átt æ þéttara sam- starf í þessum efnum. Evrópu- sambandið hefur í vaxandi mæli látið þessa baráttu til sín taka. Við höfum átt góða samferð með því. Nú síðast á fundum mannréttinda- ráðsins í mars sl. þar sem við tókum rækilega undir stefnu ESB þar sem ríki heims voru hvött til að standa dyggan vörð um réttindi samkynhneigðra, tvíkynhneigðra og transfólks. Í skýrslu minni um utanríkismál, sem ég lagði nýlega fyrir Alþingi, er í annað sinn fjallað sérstaklega um málefni þeirra. Sú umfjöllun er ekki síst til að undirstrika að þessi mála- flokkur er nú formlega partur af því mósaíki sem myndar heild- stæða utanríkisstefnu þar sem mannréttindi eru alltaf á dagskrá. Hvarvetna þar sem tilefni gefast styður Ísland réttindi samkyn- hneigðra, tvíkynhneigðra og trans- fólks, bæði lagaleg og félagsleg. Í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna studdi Ísland í orði og verki ályktun um mannréttindi, kynhneigð og kynvitund. Sjálfur tók ég málið upp í ræðu sem ég flutti fyrir Íslands hönd á Alls- herjarþingi SÞ. Þar hvatti ég til þess að öll ríki heims ynnu gegn fordómum á þessu sviði, og því var sannarlega ekki fagnað af öllum. Íslensku vogarafli beitt Af sjálfu leiðir að Ísland reynir hvarvetna að sporna gegn gegn ofbeldi sem einstaklingar þurfa sums staðar að þola á grundvelli kynhneigðar sinnar. Við höfum þannig fylgst mjög náið með þróun mannréttinda samkynhneigðra í samstarfslöndum okkar í Afríku – Malaví, Úganda og Mósambík. Þar hafa grófir fordómar sums staðar látið á sér kræla. Harð púkkaðir evangelistar úr suðurríkjum Bandaríkjanna hafa þar ýtt undir viðhorf sem eru andstæð sam- kynhneigðum. Hugmynda veitur á þeirra vegum hafa bein línis skrifað heil frumvörp fyrir ein- staka þingmenn, eins og í Úganda, þar sem þess var freistað að koma í gegn illskeyttum lögum gegn sam- kynhneigðum. Það voru ekki síst andstaða og hörð mótmæli annarra ríkja, þar á meðal Íslands, sem komu í veg fyrir það. Þar á fulltrúi Íslands sæti í sérstökum mannrétt- indahópi, sem hrint var sameigin- lega af stokkum af þeim ríkjum sem reiða fram fé til mannúðar- og uppbyggingarstarfa í landinu. Hópurinn fylgist með og fjallar um málefni samkynhneigðra, tví- kynhneigðra og transfólks. Íslensk stjórnvöld hafa líka formlega komið á framfæri athugasemdum við stjórnvöld í Malaví, Úganda og Rússlandi vegna réttinda og stöðu samkynhneigðra. Skýra stefnumótun Það er nýmæli að mannréttindi ofangreindra hópa séu reist með þessum hætti sem vel af markaður þáttur í utanríkisstefnunni. Án efa má vinna að því með hnit miðaðri hætti í framtíðinni. Stefnan þarf að vera skýr um að hvaða mark- miði er stefnt, og með hvaða leiðum. Um hið síðara viður kenni ég fúslega að það liggur eftir að ydda með hvaða hætti Íslendingar geta best beitt sér, innan hvaða stofnana, hvar nýja bandamenn má upp vekja og hvaða umbúðir eru bestar í rökræðunni. Alþjóð- legir sáttmálar eru sterkt tæki, og skapa öflugt viðnám. Við þurfum að skoða hvaða frumkvæði við getum tekið um mótun slíkra tækja, eða negla betur í þeim sem þegar eru til staðar réttindi þeirra, sem eiga á hættu fordóma eða ofsóknir vegna kynhneigðar og kynvitundar. Ísland á að beita sér í þessum efnum og völlum alþjóða- samfélagsins, þar sem okkar full- trúar standa í púlti, kasta atkvæði, eða hafa vogarafl, eiga þeir að láta bæði rödd og verkin tala. Mannréttindi samkyn- hneigðra og utanríkisstefnan Af hverju er löglegur drykkju- aldur á Íslandi ekki 16 ára? Mannréttindi Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra Samfélagsmál Guðmundur Ari Sigurjónsson nemi í tómstunda- og félagsmálafræði við HÍ og aðstoðar- forstöðumaður í félagsmiðstöð AF NETINU Hin ógurlegu bílastæði Þrátt fyrir að kynferðisofbeldi sé útbreitt vandamál í samfélaginu, eins og dæmin sanna, er afar mikilvægt að ala ekki á ótta kvenna að óþörfu, enda lamandi afl sem hægt er að beita sem stjórntæki með góðum árangri. Bílastæði sérmerkt konum, í upplýstu bílastæðahúsi við Hörpuna þar sem bílastæðaverðir eru til aðstoðar, hljóta að teljast langsótt baráttutæki gegn nauðgunum. Þau geta hins vegar vissulega minnt konur á óteljandi senur af hvíta tjaldinu þar sem konur verða fyrir ofbeldi og hörmungum einmitt á bílastæðum og vakið hjá þeim ótta og ugg. Að auki getur sú tilhneiging að konur eigi að leggja á ákveðnum stöðum til að koma í veg fyrir að verða fyrir ofbeldi, varpað ábyrgð frá þeim sem hana eiga að bera, ofbeldismönnum. www.vefritid.is Helga Tryggvadóttir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.