Fréttablaðið - 02.05.2012, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 02.05.2012, Blaðsíða 26
2. maí 2012 MIÐVIKUDAGUR22 BAKÞANKAR Svavar Hávarðsson ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta LÁRÉTT 2. hróss, 6. ullarflóki, 8. mælieining, 9. hluti verkfæris, 11. bókstafur, 12. deyfa, 14. yfirstéttar, 16. í röð, 17. gagn, 18. kæla, 20. peninga, 21. yndi. LÓÐRÉTT 1. gleðimerki, 3. upphrópun, 4. flokkur sýklalyfja, 5. berja, 7. niðurstaða, 10. fálæti, 13. vöntun, 15. bakhluti, 16. tala, 19. tvíhljóði. LAUSN LÁRÉTT: 2. lofs, 6. rú, 8. júl, 9. orf, 11. ká, 12. slæva, 14. aðals, 16. tu, 17. nyt, 18. ísa, 20. fé, 21. unun. LÓÐRÉTT: 1. bros, 3. oj, 4. fúkalyf, 5. slá, 7. úrlausn, 10. fæð, 13. van, 15. stél, 16. tíu, 19. au. Þetta var hræðileg vakt! Segðu mér að þú sért búinn að elda kvöldmat! Ég er búinn að því, frú mín góð! Og ekki segja mér að það sé eitthvað úr örbylgju- ofninum! Halló! hvað heldurðu að ég sé? Þú ert góður! Þú ert ekki heldur svo slæm! Vel gert, pabbi! Þetta kanntu! A Hvað er málið með gervi- vindilinn og derið? Sálfræði. Í fjárhættuspilum geta svona hlutir ógnað and- stæðingnum. Oh. Ég meina, AH!! Takk, Baldvin. Og sigurvegar- inn í keppninni um leiÐin- legustu biÐ- tónlistina er... Hvað er að, Hannes? Mér fannst ekki nógu vel breitt yfir mig. Ekkert mál, komum. Hvernig er þetta? Miklu betra, takk. Þeir bestu bjóða alltaf ábyrgð á því sem þeir bjóða. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gói Baunagrasið og Leikhúsglaðningur fyrir alla fjölskylduna! Fréttatíminn Morgunblaðið SÍÐUSTU SÝNINGAR Á LEIKÁRINU Í lagabálki frá árinu 1888 er tekið á þeirri þjóðfélagslega skaðlegu hegðan þegar maður bítur annan mann. Segir að ef bitið er það alvarlegt að dragi til blóðs skuli ofbeldismaðurinn tekinn og dregnar úr honum allar framtennurnar. Ég hef engar upplýsingar um hversu oft lagaákvæðinu hefur verið beitt. Hins vegar eru lögin, að því er ég best veit, enn í fullu gildi. LÖG eru sett af nauðsyn. Þess vegna segja lög á hverjum tíma meira um samfélags- gerðina en flest annað. Það er hins vegar eins með lögin í landinu og margt annað, að þau eldast ekkert sérstaklega vel. Þess vegna er það hluti af skyldum kjörinna fulltrúa okkar að aftengja lög sem hafa ekki staðist tímans tönn. Bara núna síðast í desember var til dæmis þegnskylda barna til þátttöku í landgræðslu afnumin, en samkvæmt lögum frá árinu 1974 gátu yfirvöld kallað börn til slíkra starfa, að því gefnu að þau væru „hraust og ófötluð.“ Af hverju í ósköpunum? Sennilega vegna landgræðslu- og gróðurverndar- áætlunar sem stjórnvöld settu á fót af tilefni ellefu hundruð ára Íslands- byggðar. Gott og vel. Það sem er á einum tíma sjálfsagt og eðlilegt er það ekki endilega á morgun. Í OKTÓBER í fyrra var útbýtt á Alþingi stjórnarfrumvarpi til breyt- inga á lögum um matvæli. Eins og þingsköp gera ráð fyrir gekk málið til nefndar eftir umræður á þinginu. Nefndin fjallaði um málið á níu fundum á fimm mánaða tímabili en eftir þriðju umræðu í lok apríl voru lög samþykkt samhljóða. Tilefni málsins var að við innleiðingu evrópsku matvælalög- gjafarinnar árið 2010 breyttust heima- bakandi gamlar konur og börn nefnilega í matvælafyrirtæki í skilningi laganna og voru þess vegna háð opinberu eftirliti. Á grundvelli lagabreytingarinnar geta hins vegar velviljaðir aftur selt kleinur eða muffins til styrktar góðu málefni. Inngrip lögreglu er því ekki lengur áhyggjuefni þeirra sem vilja halda kökubasar. JÁ, löggjöf segir mikið um samfélagið. Hins vegar falla tanndráttarlögin frá 1888 og muffins-löggjöfin frá 2012 eiginlega í sama farvegi, finnst mér. Önnur lögin mega alveg standa áfram því við munum aldrei beita þeim. Hin lögin máttu líka standa óbreytt því við áttum aldrei að telja það nauðsynlegt að fara eftir þeim. ÞAÐ sem á einum tíma er sjálfsagt og eðlilegt, á nefnilega stundum að vera það líka á morgun og um alla framtíð. Dæmi um það eru ömmur að selja bakkelsi til styrktar góðu málefni. Um það þurfum við ekki lög. Þau hafa nefnilega legið fyrir allan tímann – óskrifuð. Höldum kökubasar!

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.