Fréttablaðið - 02.05.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 02.05.2012, Blaðsíða 6
2. maí 2012 MIÐVIKUDAGUR6 Smiðjuvegi 2, Kóp - S. 554 0400 Grill sem endast O P N U N A R T I L B O Ð 29.900 Verð frá 59.900 www.grillbudin.is 39.900 2.990 Pizza panna Mikið úrval aukahluta TF-LIF Eftir þrjá og hálfan mánuð eru aftur þrjár þyrlur til taks. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ÖRYGGISMÁL Þyrla Landhelgis- gæslunnar, TF-LIF, kom til Reykjavíkur eftir hádegi í gær eftir að hafa verið frá miðjum janúar í skoðun í Noregi. Með komu TF-LIF til landsins er Land- helgisgæslan á ný með þrjár þyrlur til taks. Skoðunin kallast G-skoðun og tóku starfsmenn flugtæknideildar Landhelgisgæslunnar þátt í verk- inu. G-skoðun fer að jafnaði fram á 12 ára fresti eða eftir 7.500 flug- tíma. Skoðunin er sú umfangs- mesta sem þyrlur sem þessar fara í gegnum. Þyrlan var öll tekin í sundur, skrokkur hennar og fylgi- hlutir skoðaðir af nákvæmni og viðgerðir með tilliti til sprungu- myndana og tæringar. - shá TF-LIF komin heim úr skoðun: Aftur þrjár þyrlur til taks LÖGREGLUMÁL Tuttugu og tveggja ára gamall ökumaður var stöðv- aður við akstur bifreiðar á Sæ- braut um klukkan tíu í fyrra- kvöld. Bifreið hans mældist á 147 kíló- metra hraða á klukkustund en á Sæbrautinni er hámarkshraði 60 kílómetrar á klukkustund. Öku- maðurinn var því á rúmlega tvö- földum hámarkshraða. Hann var sviptur öku rétt- indum sínum vegna ofsaaksturs- ins og bíður nú ákæru og dóms vegna málsins. 22 ára sviptur ökuréttindum: Á ofsahraða á Sæbrautinni NÁTTÚRA Náttúruverndarsam- tök Austurlands (NAUST) segja í aðalfundarályktun að ásókn í fuglaegg á Austurlandi aukist og svo hart sé gengið fram að hreiður séu hreinsuð af eggjum. NAUST minnir á að gæta hófs og á þá fornu hefð að skilja ávallt eftir egg í hreiðri. „Hófleg nýting hefur ekki áhrif á fuglastofna en þar sem öll egg eru hreinsuð úr hreiðrum hefur það umtalsverð áhrif og getur jafnvel fælt fugla frá því að verpa aftur á við- komandi slóðum. NAUST skorar á þá sem til þekkja að uppfræða eggjatínslufólk um alvarleika þess að hreinsa hreiður alfarið,“ segir í ályktun. - shá Hvetja til hófs í eggjatínslu: Egg hreinsuð úr hreiðrum PAKISTAN Eitt ár var í gær liðið frá því að Osama bin Laden var drepinn af bandarískum sérsveitar mönnum í Pakistan. Mörgum kom á óvart að bin Laden hefði alls ekki verið í felum í helli, heldur búið í veglegu stórhýsi. Bandaríkjamenn óskuðu því eftir svörum um hvort yfirvöld í Pakistan hefðu haldið hlífiskildi yfir bin Laden. CBS fréttastofan segir að enn hafi engin svör borist, og að þessi skortur á svörum hafi í raun eitrað samskipti yfirvalda landanna tveggja. Kalt á milli BNA og Pakistan: Ár frá morðinu á bin Laden LÍFFRÆÐI Eldgosin í Eyjafjallajökli 2010 og í Grímsvötnum 2011 höfðu allnokkur áhrif á fisk í ám og vötnum í nágrenni eldstöðvanna. Öskuframburður í ár mun halda áfram um langt skeið enda gríðar- legt magn ösku enn víða að finna sem berast mun í árnar. Fram- burðurinn mun því áfram hafa áhrif á fiskgengd og framleiðslu fisks í ánum. Þetta er meðal þess sem kom fram í erindi Magnúsar Jóhanns- sonar, sviðsstjóra hjá Veiðimála- stofnun, á ársfundi stofnunarinnar á fimmtudag. Erindið fjallaði um rannsóknir Magnúsar og kollega hans Benónýs Jónssonar á áhrifum eldgosanna á vatnalífríki í nágrenni eldstöðvanna. Þekktasta dæmið um áhrif á veiðiá er líklega Skógá, en eftir Eyjafjallagosið var veiði í ánni nær ómöguleg á löngum tíma bilum enda var hún mjög skoluð og lax komst ekki upp í ána vegna öskuburðar. Veiðitölur sýna þetta glöggt en í ánni veiddust rúmlega hundrað laxar um sumarið 2010, en meðal- veiði árinnar var um 950 laxar fyrir gos. Við rannsóknir haustið 2011 fundust nær engin laxaseiði í Skógá, sem bendir til þess að hrygning hafi misfarist með öllu eða að seiðin hafi einfaldlega drep- ist í ánni. Veiði í ánni sumarið 2011 var aðeins 45 laxar, samkvæmt tölum Landssambands veiðifélaga. Magnús sagði að viðbrögð Veiði- málastofnunar vegna gosanna hafi verið að safna upplýsingum um fiskdauða. Síðar voru gerðar vettvangsrannsóknir; bæði efna- og seiðarannsóknir. Ár undir Eldgosin tvö höfðu töluverð áhrif á fisk Rannsóknir Veiðimálastofnunar sýna að gosin í Eyjafjallajökli og Grímsvötnum höfðu töluverð áhrif á silung og lax. Áhrifanna mun gæta áfram um ókomin ár enda mikið magn ösku sem enn á eftir að skola niður í ár á Suðurlandi. Áhrif eldsumbrota á fisk í ám og vötnum eru löngu þekkt á Íslandi. Í Heklu- gosinu 1693 varð mikill fiskdauði sem fylgdi öskufalli, eins í Heklugosunum 1845, 1947 og 1980. Í kjölfar Kötlugossins 1918 varð veiðihrun í Veiðivötn- um vegna öskuburðar. Áhrif eldgosa vel þekkt í sögunni EÐJUFLÓÐ Svaðbælisá varð einna verst úti en lífríki margra áa spilltist meira eða minna eftir eldgosið 2010. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Eyjafjöllum og í Fljótshlíð voru skoðaðar sérstaklega árið 2010 og í Fljótshverfi, á Síðu og Landbroti eftir Grímsvatnagosið. Fylgst var með fiskgengd og veiði í ánum. Sýrustig og leiðni í vatni voru rannsökuð til að nema efnastyrk í vatninu. Magnús sagði að áhrif virtust vera bundin við nágrenni eld- stöðvanna, en áhrif voru mismikil milli einstakra vatnakerfa. Seiða- þéttleiki var greinilega annar í ám á áhrifasvæði gosanna en í saman- burðarám. Best var hægt að gera sér grein fyrir áhrifum gosanna í ám þar sem seiðabúskapur var vaktaður fyrir. Í byrjun erindis sagði Magnús að ekkert viðbótarfjármagn hefði fengist til rannsóknanna, en þær náðu til fjölmargra vatnsfalla á stóru svæði. Það má skoðast í því ljósi að mikil þörf er á framhalds- rannsóknum, að mati Magnúsar. svavar@frettabladid.is FRAKKLAND Marine Le Pen, leiðtogi frönsku Þjóðfylkingarinnar, ætlar hvorki að styðja Nicolas Sarkozy forseta né sósíalistann Francoise Holland í seinni umferð frönsku forsetakosning- anna sem fram fer á sunnudag. Hún segist ætla að skila auðu og hvatti stuðningsmenn Þjóðfylking- arinnar til að kjósa eftir eigin sannfæringu. Stjórnmálaskýrendur höfðu búist við þessu en ákvörðun Le Pen er talin vera áfall fyrir Sarkozy sem vonast til að verða endurkjörinn. Hann þarf meirihluta atkvæða þeirra 6,4 milljóna sem kusu Þjóð- fylkinguna í fyrri umferð kosn- inganna. - kh Marine Le Pen skilar auðu: Áfall fyrir Nico- las Sarkozy MARINE LE PEN DÓMSMÁL Sexmenningarnir, sem stefnt er í svokölluðu Aurum- máli slitastjórnar Glitnis, vísa á bug verðmati dómkvaddra mats- manna, sem hljóðar upp á núll til 929 milljónir króna, samanborið við þá sex milljarða sem Glitnir lánaði fyrir kaupum á hlut Fons í félaginu Aurum Holding. „Matið er svo gallað að við munum fara fram á yfirmat, til dæmis er ekkert tillit tekið til eigin- fjár og birgða upp á átta milljarða í matinu,“ segir í orðsendingu sem Jón Ásgeir Jóhannesson, einn hinna stefndu, sendi Fréttablaðinu í tilefni forsíðufréttar blaðsins í gær. Í fréttinni sagði frá matsgerð Gylfa Magn- ússonar og Bjarna Frímanns Karlssonar á virði rúmlega fjórð- ungshlutar Fons í Aurum Holding, sem skaðabótamál slitastjórnarinnar snýst um. Niður- staða þess er að miðað við mið- gildi mats- ins hafi þrettánfalt matsverð verið greitt fyrir hlutinn með láni frá Glitni, sem lítið mun fást upp í. Jón Ásgeir bendir enn fremur á að fyrir liggi verðmat frá Capacent á hlutnum sem sé algjörlega á skjön við mat Gylfa og Bjarna Frímanns. Stefndu í málinu hafa enn fremur vísað til þess að á þess- um tíma hafi legið fyrir óskuldbindandi kauptil- boð í hlutinn frá fyrir- tækinu Damas Jewell- ery í Dubai upp á sex milljarða króna. - sh Jón Ásgeir segir niðurstöðu dómkvaddra matsmanna meingallaða: Fara fram á yfirmat í Aurum-málinu Er 1. maí – baráttudagur verka- lýðsins – hátíðisdagur í þínum huga? JÁ 59,8% NEI 40,2% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú búinn að vígja grillið þetta sumarið? Segðu skoðun þína á visir.is JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.