Fréttablaðið - 02.05.2012, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 02.05.2012, Blaðsíða 10
2. maí 2012 MIÐVIKUDAGUR10 Forseti ASÍ átelur stjórnvöld harð- lega fyrir linku í atvinnumálum og útþynnta Rammaáætlun. For maður BSRB gagnrýnir niðurskurð hjá hinu opinbera á landsbyggðinni. Atvinnuleysi og skuldastaða heimilanna var forystumönnum launþega ofarlega í huga á baráttudegi verkalýðsins í gær. Kallað var eftir aðgerðum frá stjórn völdum í þágu atvinnuuppbyggingar og fólk var misgagnrýnið. Gamaldags viðhorf stjórnvalda Í 1. maí-ávarpi Gylfa Arnbjörnssonar, for- seta Alþýðusambands Íslands, er fast skotið á ríkisstjórnina. Gylfi segir að ASÍ hafi frá bankahruni lagt til ýmsar leiðir til að halda uppi atvinnustigi í landinu. „Ein var að fá lífeyrissjóði til að fjár- magna samfélagslega mikilvægar og hag- kvæmar framkvæmdir þar sem litið yrði til óhefðbundinna fjármögnunarleiða sem ekki myndu íþyngja ríkissjóði. Það voru mikil vonbrigði að stjórnarflokkarnir skyldu nálgast hugmyndir um einkafram- kvæmdir með gamaldags viðhorfum,“ segir Gylfi. Þess vegna hafi mun minna orðið úr framkvæmdum, til dæmis í vega- og jarð- gangagerð, en vonir hafi staðið til. Þá segir hann tillögu stjórnarflokkanna að Rammaáætlun sama marki brennda. Hún sé forsenda fyrir því að hægt sé að gera áætlanir um uppbyggingu orku- frekrar en umhverfisvænnar atvinnu- starfsemi. „Eftir að mikil og góð vinna hafði verið lögð í verkið var dapurlegt að sjá málið þynnast út í bakherbergjum stjórnar flokkanna með niðurstöðu sem er ekki í samræmi við þá faglegu vinnu sem áður hafði verið unnin.“ Gylfi gagnrýnir enn fremur hvað bankarnir hafa verið lengi að endurskipu- leggja skuldir heimila og fyrirtækja. Vegna þessa glími Íslendingar enn við sama vandann í atvinnumálum og frá því skömmu eftir hrun. Til marks um það hafi engin fjölgun orðið á störfum frá fyrsta árs- fjórðungi 2009 til fyrsta ársfjórðungs 2012. Heimilin urðu útundan Þuríður Einarsdóttir, formaður Póstmanna- félags Íslands, flutti ræðu á Ingólfstorgi í gær og sagði að ekki væri hægt að vega meira að velferðarkerfi landsins en þegar hefði verið gert. „Afleiðingar þess myndu valda óbætanlegum skaða á lífs kjörum landsmanna.“ Þá sagði hún öllum ljóst að við endurskipulagningu sam félagsins í kjölfar hrunsins hefðu heimilin orðið út undan. Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, tók í sama streng og Þuríður á hátíðar- höldunum á Húsavík. Öflugt velferðarkerfi væri undirstaða samfélagsins en forsenda þess væri að atvinnulífinu væru búin nægi- lega góð skilyrði. Elín Björg gagnrýndi niðurskurð hjá opinberum stofnunum á landsbyggðinni. „Með því að leggja heilbrigðisstofnanir í minni byggðarlögum af er ekki aðeins verið að fækka störfum á þeim stöðum heldur einnig skerða lífsgæði þeirra sem þar búa,“ sagði hún. „Fjölbreytt atvinnulíf verður að eiga sér stað á landinu öllu til þess að líf- vænlegt sé í öllum byggðum landsins og á landinu yfir höfuð.“ Elín Björg sagði það þó engu að síður trú sína að bjartari tímar væru framundan á Íslandi. stigur@frettabladid.is Stjórnvöld gagnrýnd fyrir atvinnustefnu Fimmtudagur » GS SkórMánudagur Þriðjudagur » 66° Norður Næstum 30 þúsund manns nota Aukakrónur til að kaupa allt frá matvælum til trygginga hjá tæplega 300 fyrirtækjum um land allt. Byrjaðu að safna Aukakrónum strax í dag. „Að nota Aukakrónur er eiginlega eins einfalt og það getur verið“ MISMIKIL ÓÁNÆGJA Stjórnvöld voru gagnrýnd nokkuð harðlega fyrir stefnu sína í atvinnumálum og skort á úrlausnum á skuldastöðu heimilanna. Sumir töldu þó ástæðu til bjartsýni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.