Fréttablaðið - 02.05.2012, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 02.05.2012, Blaðsíða 34
2. maí 2012 MIÐVIKUDAGUR30 sport@frettabladid.is VALUR OG FRAM hefja í kvöld leik um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik kvenna. Þetta eru langsterkustu lið landsins sem sannaðist endanlega á því að bæði lið sópuðu andstæðingum sínum 3-0 í undanúrslitunum. Vinna þarf þrjá leiki í úrslitunum til þess að verða Íslandsmeistari. N1 DEILDIN ÚRSLITAKEPPNI 2012 LOKAÚRSLIT KVENNA Miðvikudagur | 2. maí | Kl. 19:30 VALUR–FRAM Vodafonehöllin | Leikur 1 Föstudagur | 4. maí | Kl. 19:30 FRAM–VALUR Framhúsið | Leikur 2 Mánudagur | 7. maí | Kl. 19:30 VALUR–FRAM Vodafonehöllin | Leikur 3 N1-deild karla: FH-HK 23-26 FH - Mörk (skot): Örn Ingi Bjarkason 6 (9), Hjalti Þór Pálmason 5 (10/1), Atli Rúnar Steinþórsson 3/1 (5/1), Andri Berg Haraldsson 3 (7), Ragnar Jóhannsson 3 (7), Baldvin Þorsteinsson 2 (5), Sigurður Ágústsson 1 (2), Ari Magnús Þorgeirsson (2), Ólafur Gústafsson (8), Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 6 (24/1, 25%), Pálmar Pétursson 5 (13, 38%), Hraðaupphlaup: 4 (Baldvin 2, Andri, Ragnar ) Fiskuð víti: 2 (Örn Ingi, Atli Rúnar ) Utan vallar: 10 mínútur. HK - Mörk (skot): Atli Ævar Ingólfsson 6 (8), Tandri Már Konráðsson 6 (13), Bjarki Már Elísson 5/1 (5/1), Ólafur Bjarki Ragnarsson 5 (15), Sigurjón Friðbjörn Björnsson 4 (4), Ólafur Víðir Ólafsson (1), Varin skot: Björn Ingi Friðþjófsson 19/1 (42/2, 45%), Hraðaupphlaup: 6 ( Bjarki Elísson 3, Tandri, Ólafur, Sigurjón ) Fiskuð víti: 1 (Atli Ævar ) Utan vallar: 10 mínútur. Dómarar: Gísli Hlynur Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson voru frábærir. Enska úrvalsdeildin: Liverpool-Fulham 0-1 0-1 Martin Skrtel, sjálfsmark (4.) Stoke-Everton 1-1 0-1 Peter Crouch, sjálfsmark (43.), 1-1 Cameron Jerome (69.) STAÐAN: STAÐAN: Man. City 36 26 5 5 88-27 83 Man. United 36 26 5 5 86-33 83 Arsenal 36 20 6 10 68-44 66 Tottenham 35 18 8 9 59-39 62 Newcastle 35 18 8 9 53-46 62 Chelsea 35 17 10 8 62-39 61 Everton 35 14 9 12 46-38 51 Liverpool 36 13 10 13 43-38 49 Fulham 36 13 10 13 46-48 49 WBA 36 13 7 16 41-47 46 Sunderland 36 11 12 13 44-43 45 Swansea City 36 11 11 14 43-49 44 Norwich City 36 11 10 15 47-63 43 Stoke City 35 11 10 14 33-49 43 Aston Villa 36 7 16 13 36-50 37 Wigan Athletic 36 9 10 17 38-60 37 QPR 36 9 7 20 40-63 34 Bolton 35 10 4 21 41-69 34 Blackburn 36 8 7 21 47-75 31 Wolves 36 5 9 22 38-79 24 ÚRSLIT KÖRFUBOLTI Fjórði leikur Þórs og Grindavíkur í úrslitum Iceland Express-deildar karla fer fram í Þorlákshöfn í kvöld klukkan 19.15. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Grindavík sem hampar Íslands- meistaratitlinum í kvöld með sigri. Vinni Þór verða liðin að mætast í hreinum úrslitaleik í Grindavík á föstudag. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og einnig í beinni textalýsingu á Vísi. Úrslit IE-deildar karla: Þór reynir að fá oddaleik HANDBOLTI „Ég er svona góður. Það er bara þannig og menn vita það alveg,“ sagði brosmildur mark- vörður HK, Björn Ingi Friðþjófs- son, eftir frábæran sigur HK á FH í úrslitaeinvígi N1-deildar karla. Björn Ingi átti frábæran dag í markinu og hans frammistaða átti ansi stóran þátt í sigrinum. Björn og félagar hans í markvarðateymi HK voru talsvert gagnrýndir fyrir úrslitakeppnina enda voru þeir alls ekki búnir að verja nógu vel í vetur. Það veit Björn vel og viður- kennir. „Þetta var ágætisdagur hjá mér og vörninni. Ekki hægt að kvarta yfir því. Ég er samt fljótur að ná mér niður á jörðina og farinn að hugsa um næsta leik. Við mark- verðirnir fórum vel yfir okkar hluta og þetta hefur gengið betur síðan,“ sagði markvörðurinn og bætti við. „Villi [Vilhelm Gauti] er nátt- úrulega bara snillingur. Hann talar mann þannig til að maður bara ver næsta bolta. Annars er þetta bara hausinn og hann er sem betur fer í lagi þessa dagana. Ballið er samt bara rétt að byrja og við vitum að næsti leikur verður erfiðari. Við mætum samt enn betur tilbúnir þá en núna. Við ætlum okkur stóra hluti.“ Björn Ingi byrjaði leikinn strax með látum og fékk ekki á sig mark fyrstu mínúturnar. Áður en FH- ingar áttuðu sig á því að leikurinn væri byrjaður var HK komið í 1-6 forskot. Þrátt fyrir fína tilburði það sem eftir lifði leiks náði FH aldrei að komast nær en þremur mörkum. Þeir náðu einfaldlega ekki að brúa þetta fimm marka forskot sem HK náði í upphafi. FH-ingar áttu fínt áhlaup undir lokin en þá skellti Björn Ingi í lás á nýjan leik og innsiglaði frá bæran sigur HK sem er búið að stela heimavallarréttinum af Íslands- meisturunum. Það var ekki bara markvarslan sem var frábær hjá HK því vörnin með Vilhelm Gauta og Bjarka Má í broddi fylkingar var mögnuð. Ólafur Bjarki og Tandri leiddu sóknarleikinn og fengu einnig flott framlag frá Atla Ævari og Sigurjóni. Hjá FH var Örn Ingi í sérflokki. Hjalti, Ragnar og Atli Ævar skiluðu ágætu verki en aðrir voru slakir. Markvarslan var ekki ásættanleg og aðalskytta liðsins, Ólafur Gústafsson, var algjör- lega út á túni og náði ekki að skora þrátt fyrir átta tilraunir. Munar um minna fyrir FH en ég neita að trúa því að Ólafur geti átt annan álíka lélegan leik í þessari rimmu. „Við nýttum varla færi í fyrri hálfleik og það gengur ekki á móti góðu liði eins og HK. Eftir það var á brattann að sækja allan tímann gegn yfirveguðu liði HK,“ sagði annar þjálfara FH, Kristján Ara- son, eftir leik en hann var eðlilega allt annað en sáttur við sína menn í leiknum. „Þegar við áttum séns á að kom- ast aftur inn í leikinn fórum við að klúðra á ný. Það var bara of dýrt og þetta var sanngjarn sigur hjá HK að þessu sinni,“ sagði Kristján en hann átti engar skýringar á því af hverju hans menn hefðu mætt svona værukærir til leiks. „Ég á ekki einfalda skýringu á þessari byrjun. Þetta var ekki gott og ótrúlegt að sjá þetta. Við verðum að gera betur í næsta leik og þrátt fyrir allt vorum við alltaf aðeins inni í leiknum. Þetta þarf að skoða vel og við mætum tilbúnir í næsta leik.“ henry@frettabladid.is Björn Ingi lokaði búrinu Björn Ingi Friðþjófsson, markvörður HK, var maðurinn á bak við 23-26 sigur HK á FH í Kaplakrika í gær. HK er þar með komið í 1-0 í úrslitaeinvígi N1-deildar karla og búið að stela heimavallarréttinum af Íslandsmeisturunum. FÖGNUÐUR HK-ingar fögnuðu innilega í leikslok. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL HARKA Ólafur Gústafsson FH-ingur er hér kominn langleiðina með að klæða Atla Ævar Ingólfsson úr um leið og hann gefur honum einn á lúðurinn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FÓTBOLTI Enska knattspyrnusam- bandið réð í gær Roy Hodgson sem landsliðsþjálfara til næstu fjögurra ára. Hann tekur við starfinu af Fabio Capello sem hætti fyrr á árinu. Hodgson lætur um leið af starfi sínu hjá WBA. „Ég er mjög spenntur fyrir verkefninu. Það vita allir að það er ekki auðvelt og ég vonast eftir því að fólk þjappi sér á bak við liðið,“ sagði Hodgson í gær en ráðning hans kom mörgum á óvart. Flestir bjuggust við því að Harry Redknapp yrði ráðinn. Hodgson var eini þjálfarinn sem rætt var við og Redknapp var því ekki eins augljós kandidat og margir héldu. Hinn 64 ára gamli Hodgson hefur þjálfað 18 lið á löngum ferli og þar af þrjú landslið. „Mitt fyrsta verkefni er að vinna alla leikmenn á mitt band. Við berum allir mikla ábyrgð og vonandi þjappar þjóðin sér svo á bak við okkur,” sagði þessi fyrrum þjálfari Liverpool og Inter. - hbg Hodgson tekur við Englandi: Vill fá stuðning ROY HODGSON Byrjar á því að fara með England á EM í sumar. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES KLAUFALEGT Martin Skrtel horfir hér á eftir boltanum eftir að hafa skorað sjálfsmark gegn Fulham. Tapið í gær var fjórða tap Liverpool á heimavelli í vetur en liðið er alls búið að tapa þrettán leikjum í deildinni. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI KR-ingar unnu í gær- kvöld Meistarakeppni KSí eftir góðan 2-0 sigur á FH-ingum á Laugardalsvelli. FH-ingar voru sterkari aðilinn í upphafi fyrri hálfleiks en Kjartan Henry kom KR-ingum yfir seint í hálfleikn- um með marki úr vítaspyrnu. KR-ingar bættu öðru marki við undir lok hálfleiksins og var þar aftur á ferðinni Kjartan Henry en hann fylgdi laglegu skoti Atla Sigurjóns sonar vel eftir. Leikurinn datt nokkuð niður í síðari hálfleiknum en bæði lið fengu þó tækifæri til þess að skora mörk. KR-ingar unnu svo að lokum verðskuldaðan 2-0 sigur. Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, skoraði bæði mörk sinna manna og var að vonum ánægður í leikslok. „Þetta var fínn leikur hjá okkur. Við vorum ekkert sérstak- lega mikið með boltann en við skoruðum fleiri mörk og það er það sem skiptir máli. Við erum búnir að taka tvo titla hérna á undirbúningstímabilinu og stefnum við á að halda áfram,“ „Þetta var fín prufa fyrir okkur og núna þurfum við bara að byggja ofan á þetta á tímabilinu,“ sagði Kjartan Henry í leikslok. - shf KR-ingar unnu Meistarakeppni KSÍ með 2-0 sigri á FH á Laugardalsvelli: Kjartan Henry afgreiddi FH-inga MEISTARAR KR-ingar fagna með markaskoraranum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.