Fréttablaðið - 02.05.2012, Page 30
2. maí 2012 MIÐVIKUDAGUR26
popp@frettabladid.is
James Cameron hefur gefið í
skyn að framhald ævintýra-
myndarinnar Avatar verði tekið
upp í Kína. Leikstjórinn hefur
unnið við handrit myndarinnar
síðan Avatar sló í gegn 2009.
„Ef þetta gengur upp yrði það
mjög hagkvæmt fyrir kín verskan
kvikmyndaiðnað. Ef við tökum
þar upp mynd eins og Avatar, sem
er alfarið tekin upp í kvikmynda-
veri, þá myndum við ekki vera í
landinu vegna landslagsins,“
segir Cameron. „Við myndum
mæta þangað með sýndarfram-
leiðslu og nota þrívíddartækni
sem væri góð tilbreyting fyrir
kvikmyndaiðnaðinn þarna.“
Kína kemur til greina
AVATAR Framhald ævintýramyndarinnar verður hugsanlega tekið upp í Kína.
Sylvester Stallone ætlar að
setja rauða hárbandið á kollinn
á sér á nýjan leik því hann er
með fimmtu hasarmyndina um
Rambo á teikniborðinu.
Fjögur ár eru liðin síðan
Stallone lék síðast Rambo og
hlaut sú mynd ágætar viðtökur.
Hinn 65 ára Stallone segist vera
að semja uppkast að nýju hand-
riti og þar verði Rambo kvaddur
fyrir fullt og allt. Þar áttar hann
sig á því hver örlög hans eru.
„Þau eru ekki að vera bóndi
eða í felum heldur að kveðja
sem hetja í fullum herklæðum,“
sagði Stallone við MTV.
Rambo í fimmta sinn
STALLONE
Sylvester Stallone er að undirbúa
fimmtu Rambo-myndina.
LEIKKONAN ANNE HATHAWAY fer með hlutverk í Les Miserables sem
verið er að taka upp í London um þessar mundir. Leikkonan þarf að þenja radd-
böndin daglega, enda er Les Miserables söngleikur, og til þess að halda röddinni
mjúkri og heilbrigðri skolar hún munninn með eggjahvítum á hverjum morgni.
GUY FIERI HEIMSÆKIR EINSTAKA VEITINGASTAÐI Í DINERS, DRIVE-INS & DIVES Á FOOD NETWORK | FÁÐU ÞÉR ÁSKRIFT Á WWW.STOD2.IS