Fréttablaðið - 02.05.2012, Side 4
2. maí 2012 MIÐVIKUDAGUR4
Save the Children á Íslandi
GENGIÐ 30.04.2012
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
228,1331
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
125,55 126,15
204,02 205,02
165,89 166,81
22,298 22,428
21,866 21,994
18,597 18,705
1,5651 1,5743
194,54 195,7
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR
SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is
SAMFÉLAGSMÁL Foreldrar eru oft
svo uppteknir af sjálfum sér og
eigin vandamálum að þeir van-
rækja samskipti við börn sín. Börn
geta til dæmis búið við efnahags-
legt öryggi en ekki fengið þau til-
finningalegu tengsl sem þau þurfa.
Tilfinningaleg vanræksla getur
leitt til þess að börnin þroskast
seinna á ýmsum sviðum en önnur
börn. Afleiðingarnar geta orðið
alvarlegar og keðjuverkunin
óheillavænleg.
Þetta er meðal þess sem dr.
Kari Killén mun fjalla um á
náms stefnunni Foreldrar í vanda
– börn í vanda á vegum Þerapeiu
hf., Miðstöðvar foreldra og barna
og Barnaverndarstofu sem haldin
verður í dag og á morgun á Þjóð-
minjasafninu.
Að sögn Killén, sem er yfirmað-
ur rannsóknarstarfs stofnunar-
innar NOVA (Norsk institutt for
forskn ing om oppvekst, velferd
og aldring) í Ósló, verður vanrækt
barn, hvernig svo sem vanrækslan
er, erfitt barn, eins og hún orðar
það. „En það dugar ekki að segja
foreldrunum hvað þeir eiga að
gera. Það þarf að hvetja foreldra
og hjálpa þeim að reyna að skilja
barnið sitt. Ef um alvarleg tilfelli
vanrækslu er að ræða er auðvit að
skylda yfirvalda að grípa inn í.“
Kari Killén getur þess að
þekkingin á málefninu sé mikil.
Henni sé hins vegar ekki beitt
eins og skyldi. „Það er stórt gap
þar á milli. Það er nauðsyn á sam-
vinnu þeirra sem starfa að þessum
málum,“ segir hún.
Á námsstefnunni mun dr. May
Olofsson, yfirlæknir fjölskyldu-
þjónustu Hvidovre sjúkrahússins
og Ríkisspítalans í Kaupmanna-
höfn, meðal annars fjalla um
hættuna á skaðlegum áhrifum
áfengisneyslu verðandi mæðra á
fóstrið, einkum á þroska heilans
og miðtaugakerfisins.
Olofsson segir að miðað við
hversu mikil áfengisneysla
danskra kvenna er eigi 2.200 börn
á hættu að fæðast alvarlega sködd-
uð, líkamlega og andlega, á hverju
ári. „Skilaboð heilbrigðisyfirvalda
um að konur eigi ekki að drekka
á meðgöngu eru skýr. Tiltölu-
lega margir læknar og ljósmæður
fylgja hins vegar ekki tilmælum
yfirvalda. Þekking þeirra á hætt-
unni er ekki nægileg. Konur hafa
greint frá því að læknar hafi sagt
þeim að drykkja á meðgöngu sé í
lagi.“
Olofsson tekur það fram að
hættan á líkamlegri og andlegri
fötlun barns vegna drykkju móður
á meðgöngu sé fullsönnuð. Þetta sé
skaði sem hægt sé að koma í veg
fyrir. ibs@frettabladid.is
Uppteknir foreldrar
vanrækja börn sín
Vanrækt börn þroskast seinna en önnur börn, segir dr. Kari Killén. Í Danmörku
eiga 2.200 börn á hverju ári á hættu að fæðast sködduð vegna drykkju mæðra á
meðgöngu, segir dr. May Olofsson. Þekking lækna og ljósmæðra er ekki nóg.
BÖRN Í VANDA Dr. May Olofsson frá Danmörku og dr. Kari Killén frá Noregi eru aðal-
fyrirlesarar á ráðstefnunni Foreldrar í vanda – börn í vanda sem haldin er í dag og á
morgun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Konur hafa greint frá
því að læknar hafi
sagt þeim að drykkja á með-
göngu sé í lagi.
DR. MAY OLAFSSON
YFIRLÆKNIR Á HVIDOVRE SJÚKRAHÚSINU
BRETLAND Rupert Murdoch er ekki
hæfur til að leiða alþjóðlegt stór-
fyrirtæki. Þetta er niðurstaða
menningarmálanefndar breska
þingsins sem rannsakað hefur
umdeilt hlerunarmál News of the
World.
Nefndin var skipuð í júlí 2011
eftir að upp komst að breska
slúður blaðið hefði við fréttaöflun
hlerað síma hjá fólki, þar á meðal
hinni 13 ára gömlu Milly Dowler og
fjölskyldu hennar, en hún fannst
myrt þann 18. september árið 2002.
Nefndin komst meðal annars að
því að Murdoch var vel meðvitaður
um það sem fram fór hjá blaðinu en
„kaus að horfa fram hjá því“.
Nefndin fékk vitnisburð meðal
annars hjá fyrrverandi blaða- og
yfirmönnum News of the World
sem og lögreglumönnum og lög-
fræðingum fólks sem blaðið
njósnaði um.
Nefndin klofnaði að vísu þar
sem fjórir íhaldsmenn, af tíu
nefndarmönnum, gerðu athuga-
semdir við niðurstöðuna og sögðu
hana byggja á flokkapólitík. Sex
fulltrúar Verkamannaflokksins
og Frjálslyndra demókrata studdu
hana hins vegar.
Íhaldsmaðurinn Louise Mensch
lýsti skýrslunni sem „mikilli
skömm“ og að „trúverðugleiki“
hennar hefði skaðast.
Nefndin sjálf hefur ekki leyfi
til að að aðhafast neitt frekar í
málinu.
News Corp, útgáfufélag The
News of the World, sagðist í til-
kynningu vera að fara yfir niður-
stöðu skýrslunnar og hygðist svara
henni innan skamms en bætti við
að fyrir tækið væri vel meðvitað
um að starfsmenn blaðsins hefðu
haft rangt við og að það bæði þá
sem brotið var á afsökunar. - kh
Ný skýrsla menningarmálanefndar breska þingsins er áfellisdómur yfir Rupert Murdoch:
Ekki hæfur til að leiða alþjóðlegt fyrirtæki
RUPERT MURDOCH Hart hefur verið deilt
á Murdoch en hann er eigandi News
Corp sem gaf meðal annars út News of
the World. NORDIC PHOTOS/AFP
FRÁ LANDSDÓMI Saksóknari Alþingis
og verjandi Geirs ræða niðurstöðuna á
fundinum í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
LANDSDÓMUR Opinn fundur um
niðurstöðu Landsdóms verður
haldinn í dag á vegum Laga-
stofnunar Háskóla Íslands og
Orators, félags laganema við
Háskóla Íslands.
Róbert Spanó, forseti lagadeild-
ar HÍ, mun halda framsöguerindi
en svo munu Sigríður J. Friðjóns-
dóttir, fyrrverandi saksóknari
Alþingis, og Andri Árnason,
verjandi Geirs, svara fyrirspurn-
um og taka þátt í umræðum að
loknum erindum sínum. Þó gæti
farið svo að Andri forfallist en þá
mun annar lögfræðingur úr verj-
endaliði Geirs mæta í hans stað.
Fundurinn fer fram í sal 101 í
Lögbergi og stendur frá 12-14. - kh
Opinn fundur hjá Orator:
Sækjandi og
verjandi ræða
um Landsdóm
SJÁVARÚTVEGUR Úthafskarfaveiðin
er að hefjast á Reykjaneshrygg.
TF-SIF, eftirlitsflugvél Land-
helgisgæslunnar, fór þess vegna
í eftirlitsflug í gær á hefð-
bundna veiðislóð og suður fyrir
efnahagslögsögumörkin til að
kanna stöðuna á miðunum.
Sex rússneskir togarar voru
að veiðum um 25 sjómílur
fyrir utan lögsögumörkin og
tveir spænskir togarar voru á
sigl ingu fyrir sunnan svæðið og
stefndu á miðin.
Gæslan hafði samband við
skipin og fékk þær upplýsingar
að lítið væri að hafa ennþá, en
reynsla fyrri ára væri að veiðin
tekur jafnan að glæðast þegar
líður á maímánuð. - shá
Úthafskarfaveiðin að hefjast:
Átta togarar
á hryggnum
VIÐSKIPTI Landsvirkjun hefur
skrifað undir samninga við Nor-
ræna fjárfestingar bankann um
að skuldbreyta tveimur lánum
hjá bankanum úr evrum á breyti-
legum vöxtum yfir í Bandaríkja-
dali á föstum vöxtum. Lánin voru
annars vegar tekin 2004 með
gjalddaga 2019 og hins vegar
2006 með gjalddaga 2028.
Í frétt frá fyrirtækinu segir að
ávinningur Landsvirkjunar með
skuldbreytingunni sé tvíþættur.
Annars vegar er dregið úr fjár-
hagslegri áhættu vegna mögu-
legra breytinga á gengi evru
gagnvart starfsrækslugjald-
mynt félagsins, Bandaríkjadal.
Hins vegar er hlutfall breytilegra
vaxta í lánasafninu lækkað og
dregið úr vaxtaáhættu félagsins.
- shá
Landsvirkjun hagræðir:
Skuldbreyta og
minnka áhættu
Pústrar í miðbænum
Tveir ökumenn voru teknir grunaðir
um ölvun við akstur og einn öku-
maður var tekinn grunaður um akstur
undir áhrifum fíkniefna á höfuð-
borgarsvæðinu í fyrrinótt. Nóttin var
annars róleg hjá lögreglu en þó var
eitthvað um pústra í miðbænum.
LÖGREGLUMÁL
VEÐURSPÁ
Alicante
Basel
Berlín
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
Mallorca
New York
Orlando
Ósló
París
San Francisco
Stokkhólmur
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
21°
20°
28°
18°
20°
18°
17°
17°
21°
16°
20°
19°
30°
20°
16°
17°
15°Á MORGUN
Víða hægur
vindur.
FÖSTUDAGUR
Hæg A-læg eða
breytileg átt.
8
7
5
6
5
4
7
8
9
7
3
6
6
5
2
2
3
2
3
3
8
5
9
4 4
5
6 7
4 7
5
5
HÆGVIÐRI FÍ dag
og næstu daga
verða litlar breyt-
ingar á veðrinu.
Vindur verður
fremur hægur og
vindáttir breyti-
legar. Í dag gengur
úrkomusvæði yfi r
landið og búast
má við smá vætu
í fl estum lands-
hlutum en léttir til
á morgun.
Soffía
Sveinsdóttir
veður-
fréttamaður