Fréttablaðið - 02.05.2012, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 02.05.2012, Blaðsíða 18
18 2. maí 2012 MIÐVIKUDAGUR Á undanförnum misserum hafa borist dapurlegar fréttir af lestrarkunnáttu íslenskra grunnskólabarna. Vitað er að eina ráðið til að efla lestrar- færni er að börnin lesi meira, en það hefur reynst snúið verk að hvetja þau til þess með samstilltu starfi. Fyrir nokkrum árum var unnin athyglisverð skýrsla um lestrar hvatningu fyrir íslensk börn. Skýrsluhöfundur, Guðlaug Richter, ræddi við fjölda fólks sem unnið hefur að þessum málum og komst að því að vart verður tölu komið á stað bundin átaksverkefni sem ætlað er að auka lestur grunnskóla nemenda. Áhrifin geta að sönnu verið mikil á meðan átakinu stendur en vandinn er að engin heildstæð áætlun eða stefnumótun er til um hvernig eigi að halda starfinu við. Ræðararnir eru margir en áratökin ekki samstillt. Kjölfesta lestrarhvatningar er til í íslenskum grunnskólum og á henni gæti starfið byggst. Þar væri róið stöðugt og án afláts og í takt. Þetta eru skólabókasöfnin sem okkur ber að efla með öllum ráðum. Það fylgdi líka sögunni að á góðæristímanum hefði – svo mótsagnakennt sem það nú er – hallað undan fæti hjá þeim og brekkan orðið bröttust þegar sveitarfélög voru leyst undan lagalegri skyldu til að reka bókasöfn í grunn- skólum árið 2008. Nú þegar því máli hefur verið kippt í liðinn og lagaskyldan orðin söm og sú skylda sveitar- félaga að reka almenn- ingsbókasöfn, blasir eigi að síður við að hafi góðærið verið slæmt tók ekki betra við í kreppu. Brynhildur Þórarins- dóttir, rithöfundur og lektor við Háskólann á Akureyri, kynnti á tólftu Þjóðarspegilsráð- stefnunni í október 2011 nýja rannsókn um stöðu skólabókasafna. Hún skoðaði sérstaklega söfnin sem fengu styrk úr Skólasafnasjóði, sem Félag íslenskra bókaút- gefenda kom á koppinn árið 2010 í því skyni að vekja athygli á stöðu skólabókasafna og veita styrki til bókakaupa. Í ljós kom að á árunum 2009 og 2010 voru fjárveitingar til safnanna skornar rösklega niður. Dæmi voru um að ekki hefði verið eytt svo mikið sem einni krónu til bókakaupa á sumum söfnum á þessum tíma. Ef skóla- bókasafn hefur eitt árið 800.000 krónur til bókakaupa en næstu tvö árin aðeins 50.000 krónur eða jafnvel ekkert, þá dregst safnið aftur úr. Það nær ekki að verða sér úti um nýjar, áhugaverðar bækur. Fyrir vikið er ekki sjálfsagt mál að nýjustu útgáfurnar rati til allra barna í sumum árgöngum. Fjármuna til Skóla- safnasjóðs er aflað með 100 króna framlagi af andvirði hverrar „Ávís- unar á lestur“ sem þessa dagana berast inn á heimili lands- manna. Hver ávísun gildir sem 1.000 króna afsláttur ef keyptar eru bækur fyrir 3.500 krónur eða hærri upp- hæð. Hægt er að hafa áhrif á hvaða skólar fá fé úr sjóðnum með því að skrifa nafn skól- ans á ávísunina. Með því að nota ávísunina geta foreldrar í senn bætt bóka- kost heimilisins og stutt við bakið á bókasafni síns skóla. Þannig hvetja þeir til lestrar jafnt heima sem í skólanum og gera sitt til að færa okkur einn daginn góðar fréttir af lestrarkunnáttu grunn- skólanemenda. Ef skólabóka- safn hefur eitt árið 800.000 krónur til bókakaupa en næstu tvö árin aðeins 50.000 krónur eða jafnvel ekkert, þá dregst safnið aftur úr. TIL HAMINGJU MEÐ FRUMSÝNINGUNA! SVAR VIÐ BRÉFI HELGU EFTIR BERGSVEIN BIRGISSON ER NÚ SÝNT Í BORGARLEIKHÚSINIU ★ ★ ★ ★ ★ Ingi F. Vilhjálmsson, DV Jón Yngvi Jóhannsson, Fréttablaðið Páll Baldvin Baldvinsson, Fréttatíminn Tilnefning 2010 Ný kiljuútgáfa í tilefni af sýningu Borgarleikhússins Ávísun á góðar fréttir Siv Friðleifsdóttir alþingismaður skrifar grein í Fréttablaðið 26. apríl sl. Nokkur atriði í greininni þarfnast skýringa og leiðréttinga við að mínu mati: 1. Þverpólitísk samstaða: Þing- maðurinn segir að um byggingu hins nýja spítala hafi „ríkt þver- pólitísk samstaða“. Það er ekki rétt. Á síðasta landsfundi Sjálf- stæðisflokksins var samþykkt svohljóðandi ályktun: „Lands- fundur telur mikilvægt að bæta aðstöðu Landspítalans. Í ljósi efnahagsástandsins telur lands- fundur þó fyrirliggjandi hug- myndir um nýbyggingu ótíma- bærar. Höfuðáherslu beri að leggja á grunnrekstur heilbrigðis- stofnana um land allt“. Sam- kvæmt skoðanakönnunum ber Sjálfstæðisflokkurinn nú höfuð og herðar yfir aðra stjórnmála- flokka og komist hann til valda eftir næstu alþingiskosningar og áður en pólitísk ákvörðun verður tekin um framkvæmdina er lík- legt að henni verði slegið á frest. 2. Lög nr. 64/2010: Þingmaðurinn fullyrðir að verkefnið byggi á þessum lögum frá 2010. Lögin innihalda hins vegar aðeins heim- ild til handa ráðherra að „stofna opinbert hlutafélag sem hefur það að markmiði að standa að nauð- synlegum undirbúningi og láta bjóða út byggingu nýs Landspít- ala, háskólasjúkrahúss við Hring- braut í Reykjavík, og að semja um að ríkið taki bygginguna á langtímaleigu að loknu útboði. Fyrir undirritun samninga að loknu útboði skal leita samþykkis Alþingis með almennum lögum.“ Alþingi á þannig alveg eftir að fjalla um verkefnið. Sú umræða er ekki hafin, og verður að teljast hæpið að svo stórt mál verði full- rætt á þeim tíma sem eftir er fram að næstu þingkosningum. 3. Viljayfirlýsing lífeyrissjóða: 25 lífeyrissjóðir og hið opinbera undirrituðu viljayfirlýsingu síðla árs 2009 um að lífeyrissjóðirnir fjármögnuðu byggingu hins nýja spítala. Einungis er um að ræða viljayfirlýsingu en ekki samn- ing eða samningsdrög. Ekkert er vitað um mögulega fjármagns- upphæð, greiðslutíma, vaxta- stig eða önnur þau atriði sem slík fjármögnun byggir á. Það er heldur alls ekki á vísan að róa að samningar náist yfirleitt um slíka fjármögnun. Ávöxtunar- markmið lífeyrissjóðanna mun vera 3,5% umfram verðbólgu. Er það ásættan legt vaxtastig fyrir samnings aðilann, ríkið? Þingmaðurinn segir í grein sinni að okkur ætti ekki að vera neitt að vanbúnaði. Það er auðvitað eng- inn grundvöllur fyrir slíkri full- yrðingu og í raun ótrúlegt að henni skuli varpað fram með svo marga óvissuþætti í farteskinu eins og ég hef bent á, sbr. gr. 2 og 3. 4. Úrtöluraddir: Þingmaðurinn tekur fram að „þrátt fyrir allan undirbúninginn heyrast ýmsar úrtöluraddir við og við“ og á eflaust við skrif greinar höfundar og annarra þeirra sem dregið hafa fyrrnefndar framkvæmdir í efa. Fyrir hrun bankakerfisins á Íslandi og fjármálakreppuna var talað um að þeir væru með úrtölu- raddir sem efuðust um réttmæti stórframkvæmda fyrir lánsfé og óhóflegar lántökur. Eftir hrunið hafa menn lagt áherslu á að ýta undir sparnað og að takast ekki á hendur framkvæmdir nema eiga fyrir þeim. Þær úrtölu raddir sem þingmaðurinn nefnir eru auð- vitað skiljanlegar í ljósi sögunnar og margir hljóta að vera úrkula vonar um að lýðræðislega kjörnir fulltrúar þjóðarinnar hafi dregið nokkurn lærdóm af þeim fjár- hagslegu hremmingum sem of mikil skuldsetning getur haft í för með sér. 5. Fjárhagsleg hagræðing: Þing- maðurinn fellur, eins og fjöl- margir aðrir sem fjallað hafa um byggingu Landspítalans, í þá gryfju að fullyrða að spara megi 2,7 milljarða á ári í rekstri með byggingu hins nýja spítala. Er vísað til títtnefndrar norskrar hagkvæmniathugunar í þessu samhengi. Hver talsmaður hins nýja spítala á fætur öðrum hefur apað þessar tölur upp en enginn veit á hvaða forsendum athugunin byggir. Þetta minnir á nýju fötin keisarans. Hefur þingmaðurinn lesið ofangreinda skýrslu sjálf og/eða látið einhvern aðila sem til slíkra mála þekkir fara yfir hana? Öllum sem um fjármál fjalla er kunnugt um að unnt er að komast að nánast hvaða niðurstöðu sem er með því að gefa sér ákveðnar forsendur. Áhugavert væri að fá óháðan aðila sem gjörþekkir íslenskt efnahagslíf til þess að yfirfara útreikninga sem liggja að baki. Verðbólgustig í landinu er til að mynda núna 6,4%. Ef við búum áfram við hátt verðbólgu- stig verður að teljast næsta lík- legt að nefndur sparnaður af framkvæmdinni verði fljótur að brenna upp vegna hás fjármögn- unarkostnaðar. Þá má geta þess að talað var á sínum tíma um fjár- hagslegan sparnað af sameiningu Landspítala og Borgarspítala. Sá sparnaður hefur aldrei skilað sér. 6. Skel og launakostnaður: Þing- maðurinn segir í sinni grein að „skelin kosti nánast ekkert í heildarsamhengi miðað við launakostnað, lyfjakostnað og annað slíkt“. Með skelinni er átt við bygginguna sjálfa. Þetta er alveg hárrétt athugað hjá þing- manninum en á nákvæmlega sama hátt eru afborganir af lánum nánast ekki neitt í saman- burði við fjármagnskostnað, þ.e. vexti, verðbætur og allan annan þann kostnað sem fylgir því að taka lán fyrir allri framkvæmd- inni. Það er dýrt að vera fátækur. 7. Úrtölumenn og landsbyggðin: Í lok sinnar greinar heldur þing- maðurinn því fram að nýr spítali „minnki þrýsting á að herða ólina að sjúkrahúsþjónustu um allt land, heldur en hið gagnstæða eins og úrtölumenn hafa haldið fram“. Þingmanninum ætti að vera ljóst að verulega hefur verið dregið úr allri sjúkrahússtarfssemi á lands- byggðinni undanfarin ár. Það er kunnara en frá þurfi að segja að þjónustustig landsbyggðarsjúkra- húsanna hefur smám saman verið fært niður og framtíðar- sýn stjórnvalda er sú að það verði tvö sjúkrahús á Íslandi, Land- spítalinn og Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Hin sjúkrahúsin verði öldrunar stofnanir. Athugasemdir við skrif Sivjar um Landspítalann Menning Kristján B. Jónasson formaður Félags íslenskra bókaútgefenda Ef við búum áfram við hátt verðbólgu- stig verður að teljast næsta líklegt að nefndur sparnaður af framkvæmdinni verði fljótur að brenna upp vegna hás fjármögnun- arkostnaðar. Nýr Landspítali Guðjón Baldursson læknir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.