Fréttablaðið - 02.05.2012, Side 2
2. maí 2012 MIÐVIKUDAGUR2
Dansaðu þig í form með einföldum
sporum, skemmtilegri tónlist og góðum
félagsskap.
Jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna
• Zumba - Þri og fim kl. 17:30
• Zumba Toning - Þri og fim kl. 16:30
• Þjálfari: Eva Suto - 4 vikur
• Hefst . 12. apríl. Verð kr. 11.900
Þri og fim kl. 17:30 – 4 vikur
Hefst . 15. maí. Verð kr. 11.900
BÚRMA, AP Aung San Suu Kyi,
leið togi stjórnarandstöðunnar í
Búrma, segir að hún og stuðnings-
menn hennar ætli að mæta til
þings á miðvikudag og sverja
embættis eið, þrátt fyrir að þau
séu ósátt við orðalag eiðstafsins.
Þau vilja komast hjá því að
sverja eið, sem skuldbindur þau
til að „verja stjórnarskrána“, enda
hafa þau barist fyrir breytingum
á henni og voru kosin út á það í
þingkosningunum 1. apríl síðast-
liðinn.
Þess í stað hafa þau viljað fá
eiðstafnum breytt þannig að þau
skuldbindi sig til þess að „virða
stjórnarskrána“.
Þótt þessi breyting hafi ekki
náðst fram ætlar Suu Kyi að
taka sæti á þingi vegna þess að
almenningur er orðinn óþreyju-
fullur og vill ekki bíða lengur
eftir því að stjórnarand stæðingar
geti látið rödd sína heyrast á
þingi.
„Við erum ekki að gefa neitt
eftir heldur fara að vilja fólksins,“
segir Suu Kyi. „Stjórnmál snúast
um málamiðlanir.“
Hún ætlar áfram að berjast
fyrir þeim lýðræðisumbótum sem
hún hefur barist fyrir áratugum
saman.
Flokkur hennar vann stór sigur í
þingkosningum árið 1990, en her-
foringjastjórnin tók ekki mark á
þeim kosningum. Suu Kyi hefur
verið í stofufangelsi megnið af
tímanum síðan, með nokkrum
mislöngum hléum.
Hún var látin laus á síðasta
ári eftir að herforingjastjórnin
byrjaði að slaka á klónni. - gb
Aung San Suu Kyi og félagar hennar gefa eftir vegna óþreyju almennings:
Setja eiðstafinn ekki fyrir sig
AUNG SAN SUU KYI Ætlar að berjast
áfram fyrir lýðræðisumbótum í landi
herforingjastjórnarinnar. NORDICPHOTOS/AFP
SAMFÉLAGSMÁL Útivistartími
barna og unglinga tók breyt-
ingum þann 1. maí. Nú mega tólf
ára börn og yngri vera úti til
klukkan 22.00. Þrettán til sextán
ára unglingar mega vera úti til
klukkan 24.00. Börn mega ekki
vera á almannafæri utan fyrr-
greinds tíma nema í fylgd með
fullorðnum.
Bregða má út af reglunum
fyrir síðartalda hópinn þegar
unglingar eru á heimleið frá
viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða
æskulýðssamkomu. Aldur miðast
við fæðingarár.
Útivistarreglurnar eru sam-
kvæmt barnaverndarlögum. Þeim
er meðal annars ætlað að tryggja
nægan svefn. Svefnþörfin er ein-
staklingsbundin en þó má ætla að
börn og unglingar á grunnskóla-
aldri þurfi 10 tíma svefn á nóttu,
að því er segir í tilkynningu frá
lögreglu. - kh
Breyttur útivistartími:
12 ára börn úti
til klukkan 22
AÐ LEIK Börn eldri en sextán ára mega
nú vera úti til klukkan 24.00 en yngri en
12 ára til 22.00. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
VIÐ LAGARFLJÓT Ormurinn lifir góðu lífi
í huga fólks.
NÁTTÚRA Bandarískt kvikmynda-
tökulið frá sjónvarps stöðinni
NBC hefur verið við tökur á
Austur landi síðustu viku og leitar
Lagarfljótsormsins. Frá þessu
er greint á fréttavef Austur-
gluggans.
Tökurnar eru fyrir þáttinn
Fact or Faked: Paranormal Files,
sem sérhæfir sig í að leita sann-
leikans að baki vinsælustu og
furðulegustu myndböndunum
sem sést hafa á netinu. Mynd-
band Hjartar Kjerúlf, bónda á
Hrafnkelsstöðum, af Lagarfljóts-
orminum virðist hafa dregið
Bandaríkjamennina til Íslands en
fimm milljónir manna hafa horft
á myndskeiðið á YouTube. - shá
NBC á Austurlandi:
Tökulið leitar
orms í Leginum
MENNINGARMÁL Myndhöggvara-
félagið í Reykjavík er hætt við
samsýningu vegna fjörutíu
ára afmælis félagsins í sumar.
„Stjórn félagsins eyddi tals-
verðum tíma og orku í að sækja
um hina ýmsu styrki hjá borg,
ríki og einkaaðilum. Því miður
fengum við engar fjárveitingar,“
segir á heimasíðu Myndhöggv-
arafélagsins. Vegna þessa „blá-
kalda raunveruleika“ sé hætt við
sýninguna. „Það er okkar álit að
ekki sé hægt að fara fram á að
félagsmenn standi að öllu leyti að
fjármögnun, framkvæmd og upp-
setningu útilistaverka.“ - gar
Vonsviknir myndhöggvarar:
Engir styrkir og
sýningu aflýst
Ómar, er ekki spurning að þú
setjir á þig veiðibjöllu?
„Nei, því þá uppskæri ég máva-
hlátur.“
Mávar hafa sótt í kjötmjöl sem dreift
var á íþróttavelli í Kópavogi. Ómar er
umsjónarmaður vallanna og hefur notað
gasbyssu til að fæla þá í burtu. Veiðibjalla
er ein tegund máva.
Vilja friðlýsa Húsey
Náttúruverndarsamtök Austurlands
hvetja sveitarstjórn Fljótsdalshéraðs
og umhverfisráðuneyti til að ganga
hið fyrsta frá friðlýsingu Húseyjar
og Úthéraðs. Náttúrufar við Héraðs-
flóann er einstakt. Friðlýsing með
hefðbundnum nytjum er öllum til
hagsbóta og fjársjóður fyrir komandi
kynslóðir.
UMHVERFISMÁL
SAMFÉLAGSMÁL Íslenskir unglingar
eru með þeim ánægðustu í heimi.
Um 95 prósent unglinga hér á
landi segjast ánægðir með líf sitt,
samkvæmt niðurstöðum nýrrar,
alþjóðlegrar rannsóknar sem birt
verður í dag.
E i n n ig er
lífsánægja
finnskra, belg-
ískra og hol-
lenskra ung-
menna með því
mesta sem ger-
ist. Rannsókn-
in, Heilsa og
lífskjör skóla-
barna (Health
and Behaviour in School-aged
Children, HBSC), var gerð í 43
samanburðarlöndum í Evrópu og
Norður-Ameríku. Alls tóku um 200
þúsund unglingar þátt. Á Íslandi
var spurningalisti könnunarinnar
lagður fyrir tæplega tólf þúsund
nemendur í 6., 8. og 10. bekk, sem
jafngildir 87 prósentum af heildar-
fjölda nemenda í þessum bekkjar-
deildum landsins.
Nær allir hollenskir ungling-
ar segjast ánægðir með líf sitt,
en hlutfallið er hæst þar í landi.
Greinilegt er að munur á lífs-
ánægju kynjanna eykst með aldr-
inum, en meðal unglinga í 10. bekk
voru drengir ánægðari en stelpur í
öllum þátttökulöndunum.
Könnunin var lögð fyrir hér
á landi af Rannsóknarsetri for-
varna við Háskólann á Akureyri
(HA). Hún er styrkt af Alþjóða-
heilbrigðismálastofnuninni og er
ætlað veita innsýn í þætti sem
stýra heilsu og vellíðan unglinga.
Ársæll Arnarsson, prófessor
í sálfræði við HA, segir áhuga-
vert að fá þessar niðurstöður til
umræðu í samfélaginu í dag.
„Þetta eru að mörgu leyti
ánægjulegar og mikilvægar upp-
lýsingar,“ segir hann. „Íslendingar
hafa gengið í gegnum efnahagsleg-
ar þrengingar og er gott að sjá að
þrátt fyrir það líður unglingunum
okkar flestum mjög vel. Þó hlýt-
ur slakari útkoma eldri stúlkna
bæði að vekja fólk til spurninga
og athafna.“
Ársæll segir lífsánægju mikil-
vægan þátt í líðan unglinga, sem
ræðst af reynslu og tengslum
þeirra við aðra. Góð samskipti við
foreldra og vini hjálpi unglingum
að takast á við breytingar og yfir-
stíga vandamál.
„Skólinn hefur einnig mikil
áhrif á lífsánægju ef börnunum
gengur og líður vel í honum. Ham-
ingjusöm æska skilar sér svo í
betri félagshæfni og bjargráðum
síðar á ævinni.“
Samkvæmt niðurstöðum rann-
sóknarinnar líður tyrkneskum,
ungverskum, pólskum og græn-
lenskum unglingum verst af þjóð-
unum 48.
sunna@frettabladid.is
Íslenskir unglingar
ánægðir með líf sitt
Íslenskir unglingar eru meðal þeirra ánægðustu í heimi, samkvæmt nýrri al-
þjóðlegri rannsókn. Drengir eru ánægðari en stúlkur og eykst kynjamunur
með aldrinum. Lífsánægja minnst meðal tyrkneskra og ungverskra unglinga.
ÁNÆGÐAR Lífsánægja mælist einna mest meðal unglinga hér á landi, en í öllum
löndum er hlutfall ánægðra drengja í 10. bekk hærra en stúlkna. Myndin tengist ekki
efni fréttarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ÁRSÆLL
ARNARSSON
SPURNING DAGSINS
íslenskra ung-
linga hér á landi
segjast ánægðir
með líf sitt.
SAMKVÆMT RANNSÓKNINNI HEILSA
OG LÍFSKJÖR SKÓLABARNA
95%
KOSNINGAR Lánamál heimilanna, lýðræðisumbætur
og lögfesting lágmarkslauna eru helstu baráttumál
Andreu J. Ólafsdóttur, sem í gær tilkynnti um fram-
boð til embættis forseta Íslands.
Andrea, sem er 39 ára og hefur í tæpt ár gegnt
formennsku í Hagsmunasamtökum heimilanna,
er áttundi frambjóðandinn sem gefur kost á sér til
embættisins.
Fyrsta verk Andreu í embætti, næði hún kjöri,
yrði að boða til þjóðfundar þar sem hún mundi
hafa samráð við fulltrúa þjóðarinnar um hlutverk
og framtíð forsetaembættisins. Hún kveðst vilja
ræða náið við fólk á landinu öllu og fylgja slíku
samtali eftir með skoðanakönnunum til að hún geti
tryggt eftir fremsta megni að hún starfi í sam-
ræmi við vilja þjóðarinnar.
Andrea ræddi sérstaklega um skuldamál heimil-
anna á fundinum í gær, og sagði nauðsynlegt að leið-
rétta skuldir heimilanna og afnema verð tryggingu.
Sem dæmi um lýðræðisumbætur sem þyrfti að ná
í gegn nefndi hún að setja þyrfti lög um þjóðar-
atkvæðagreiðslur sem öryggisventil.
Andrea lýsti því einnig yfir á fundinum að hún
hygðist einungis þiggja lágmarkslaun, 193 þúsund
krónur á mánuði, fyrst um sinn. Afganginn af for-
setalaununum mundi hún gefa til góðra málefna.
Þessu fyrir komulagi mundi hún halda þar til hún
hefði náð markmiðum sínum, en þá mundi hún halda
eftir helmingi launanna og gefa hinn helminginn í
góðgerðar mál í gegnum sérstakan forsetasjóð. - sh
Andrea Ólafsdóttir býður sig fram til forseta og vill leysa skuldavandann:
Mundi vera á lágmarkslaunum
ÁFRAM UM LÝÐRÆÐISUMBÆTUR Andrea vill setja lög um
þjóðaratkvæðagreiðslur. MYND/STÖÐ 2