Fréttablaðið - 02.05.2012, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 02.05.2012, Blaðsíða 19
EKKI REYKJA Á STRÖNDINNI Reykingabann tekur gildi um miðjan maí á tíu ströndum á Gran Canaria. 25% strandanna má undan- skilja fyrir reykingafólk en allt annað á að vera reyk- laust svæði. Búist er við að fleiri strandir taki upp reykingabann fljótlega. „Þessi árangur er ótrúlega góður og ég er ekki enn farinn að átta mig á þessu. Fólk í kringum mig er búið að vera að reyna að berja það inn í hausinn á mér en ég er bara að bíða eftir að ég vakni af draumi,“ segir Magnús Samúelsson vaxtarræktar- maður, sem hefur keppt á fjórum stórum alþjóðlegum mótum á síðastliðnum fjórum vikum. Hann vann til gullverðlauna í sínum flokki á tveimur mótum í Noregi og einu í Austurríki. Silfurverðlaun bættust í safnið á móti í Danmörku og svo náði hann einnig heildarverðlaunum á mótinu í Austurríki og öðru mótinu í Noregi. „Það var ótrúlega flott að ná heildar- verðlaununum á International Austrian Champhionship í Austurríki. Þetta var svo stórt mót, um fimmtíu manns og keppinautarnir voru í rosalegu formi. Ég stóð við hliðina á einum hroðalegum gaur sem ég hélt að myndi vinna. Þegar tilkynna átti um heildarverðlaunin var ég bara farinn að fá mér vatn og kominn í buxur af því ég hélt að þessi hroða- legi myndi taka þau en svo var mitt nafn kallað og ég fékk bara algjört sjokk.” Magnús, sem er 35 ára, segist bara vera að byrja í íþrótt- inni. „Þetta er í fyrsta skipti sem ég fer að keppa á alþjóðlegum mótum og ég bjóst þess vegna engan veginn við þessum góða árangri. Keppendur á þessum mótum voru á aldrinum 35 til 45 ára þannig að ég á nóg eftir. Að ná þessum góða árangri hvetur mann áfram og vonandi fæ ég fleiri góða aðila til að standa við bakið á mér. Ég stefni á að koma enn sterkari á þetta mót á næsta ári en ætla að byrja á því núna að ná mér niður á jörðina“. ■ LBH „BÍÐ EFTIR AÐ VAKNA UPP AF DRAUMNUM“ VAXTARÆKT Magnús Samúelsson vaxtarræktarmaður hefur unnið til fernra verðlauna á fjórum alþjóðlegum mótum á síðastliðnum fjórum vikum. Vertu vinur Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Hugsaðu vel um fæturna Í hálfa öld hafa miljónir manna um allan heim notað BIRKENSTOCK sér til heilsubótar. Hvað um þig? Teg: „BOSTON“ Fótlaga skór úr leðri og 100% innleggi úr náttúru-korki. Stærðir: 36 - 48. Verð: 18.500.- Sími 551 2070 Opið mán.-fös. 10-18. Laugardag 10-14. DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · Hljóðlát Stórt op > auðvelt að hlaða Sparneytin amerísk tæki. <Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerísk gæðavara Amerísk gæðavara RYÐFRÍIR HITAKÚTAR OG OFNAR Stærðir: 5-300 lítrar BLÖNDUNARLOKI FYLGIR. NORSK FRAMLEIÐSLA Olíufylltir rafmagnsofnar Stærðir: 250W-2000W Á FERÐ OG FLUGI Magnús hefur verið á ferð og flugi undan- farnar vikur og hefur unnið til fernra verðlauna á alþjóð- legum mótum í þremur löndum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.