Fréttablaðið - 02.05.2012, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 02.05.2012, Blaðsíða 20
FÓLK|FERÐIR Súperstjarnan Ashton Kutcher hefur viður- kennt í viðtali að hann velji að búa hjá venjulegu fólki þegar hann ferðast um Evr- ópu. Hann fer inn á leitarsíðuna Airbnb.com og finnur þar íbúðir eða heimili um allan heim. Mörgum þykir merkilegt að svo fræg persóna ferðist á þann hátt en Kutcher er ekkert að leita eftir lúxushótelum. Kutcher er þekktur úr mörgum kvik- myndum og þáttum. Má þar nefna The Butterfly Effect, Where‘s My Car? og Just Married. Þá tók hann nýlega við hlutverki Charlie Sheen í þáttunum vinsælu Two and a Half Men. Kutcher, sem er 33 ára, skildi við eigin- konu sína, Demi Moore, fyrir stuttu en þau höfðu verið gift í sjö ár. FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður auglýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Frétta- blaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is s 512 5473 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is s 512 5432 Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Jón Þorsteinn Reynisson harmonikkuleikari leggur af stað í hringferð í dag um landið en hann ætlar að vera með harmonikku- tónleika fyrir landsmenn. Jón hlaut nýverið inn- göngu í Konunglega Tónlistarháskólann í Kaup- mannahöfn þar sem hann mun stunda nám í harmonikkuleik næstu þrjú árin. „Það er að sjálf- sögðu dýrmæt reynsla og góður undirbúningur fyrir skólann að fara í svona tónleikaferð og vonandi get ég safnað upp í einhvern kostnað sem fylgir náminu.“ Jón þarf meðal annars að fjárfesta í nýrri harmonikku, en vönduð harmonikka getur kostað meira en andvirði nýs bíls. Efnisskrá tónleikanna er ekki af verri endanum. „Ég mun meðal annars leika þekkt verk eftir tónskáld eins og Mozart, Sibelius, Vivaldi og Rachm- aninoff sem ég hef flest útsett sjálfur fyrir harmonikku. Ég ætla að leyfa fólki að heyra hversu ótrúlega fjölbreytt hljóðfæri harmonikkan er.“ Rakel Hinriksdóttir, kærasta Jóns, er grafískur hönnuður og hefur útbúið heimasíðuna jonthorsteinn.com þar sem hægt er að finna allar upplýs- ingar um tónleikana ásamt fleiru. Meðal annars má hlusta á lög af plötunni Caprice sem Jón gaf út árið 2010. Tónleikaröðin hefst klukkan átta í kvöld í Hofsósskirkju í Skaga- firði en þangað á Jón rætur sínar að rekja. Jón heldur alls sautján tónleika; í Menningar- húsinu Hofi á Akureyri, Egilsstaðakirkju, Vík í Mýrdal, Eskifjarðarkirkju, Tónabergi Akranesi, Frí- kirkjunni í Reykjavík ásamt fleiri stöðum. ■ VG SAFNAR FYRIR NÁMI MEÐ HRINGFERÐ Á ferðinni Jón Þorsteinn Reynison hefur nám í harmonikkuleik við Konunglega Tónlistar- háskólann í Kaupmannahöfn í haust. KÝS VENJULEG HEIMILI Á FERÐALÖGUM UM HEIMINN VIÐUR-KENNTAF EFSA Skipholti 29b • S. 551 0770 SUMARDAGAR 15% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM FATNAÐI FLOTTIR Angus T. Jones, Ashton Kutcher og Jon Cryer úr þáttunum Two and a Half Men. KONUNGLEGI TÓNLISTARSKÓLINN BÍÐUR Jón mun stunda nám í harmonikkuleik í Danmörku næstu þrjú árin.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.