Fréttablaðið - 02.05.2012, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 02.05.2012, Blaðsíða 14
14 2. maí 2012 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Atli Fannar Bjarkason (dægurmál) atlifannar@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 greinar@frettabladid.is Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is SKOÐUN Ótrúlegt úrval íbúða til sölu eða leigu! STÆRSTI HÚSNÆÐISVEFUR LANDSINS Verkfræði kemur víða við sögu í sam-félagi nútímans. Flestir þekkja til starfa verkfræðinga við hönnun og gerð mannvirkja sem ber fyrir augu í byggð sem óbyggðum. Minna sýnileg, en ekki síður mikilvæg, eru fjölmörg önnur við- fangsefni verkfræðinga, í hönnun orku- kerfa, fjarskiptakerfa, hátæknibúnaðar í heilbrigðisþjónustunni, margs konar iðn- fyrirtækjum, og svo má lengi telja. Þegar við fljúgum milli landa eða ökum innan bæjar, drögum fram símann eða ræsum tölvuna, erum við að nýta búnað sem verkfræðingar hafa gegnt lykilhlutverki við hönnun á. Greinum verkfræðinnar er sameigin- legt að þar eru hagnýt viðfangsefni leyst með þekkingu á raunvísindum og aðferðum stærðfræðinnar. Á undan- förnum árum hefur verkfræðin verið í örri þróun og verkfræðingar takast á við æ fjölbreytilegri viðfangsefni. Nýjar verkfræðigreinar hafa rutt sér til rúms á sviði heilbrigðistækni, rekstrar og fjár- mála, hugbúnaðarþróunar og kerfislíf- fræði, svo nokkur dæmi séu tekin. Efna- hagsástand undanfarinna ára hefur í sumum greinum haft áhrif hérlendis á framkvæmdir, verkefni og atvinnumál verkfræðinga, eins og annarra. Við því hafa sumir brugðist með því að finna sér starfsvettvang erlendis, tímabundið eða til lengri tíma, og búa þar að því að störf verkfræðinga eru að miklu leyti óháð landamærum. Aðrir nýta þekkingu sína til að hasla sér völl með frumkvöðlastarfi og nýjum atvinnutækifærum. Verkfræðingafélag Íslands fagnar á þessu ári aldarafmæli, en félagið var stofnað í Reykjavík af þrettán verk- fræðingum og öðrum „verkfróðum mönnum“, eins sagt er frá, þann 19. apríl árið 1912. Á þeim hundrað árum sem nú eru liðin frá stofnun félagsins hafa orðið stórstígar framfarir á öllum innviðum samfélagsins og aðbúnaði fólks. Á undan- förnum áratugum hafa verkfræðingar átt þar drjúgan hlut í að leggja vegi um vegaleysur, beisla orku náttúrunnar, færa tækni atvinnulífsins til nútímahorfs og leggja með öðrum hætti grunn að þeim lífsgæðum sem við lifum við í dag. Verkfræði er kennd við tvo háskóla hér- lendis, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík. Full ástæða er til að hvetja ungt fólk til náms í tækni- og raunvís- indagreinum, bæði stúlkur og pilta, þar sem atvinnutækifæri framtíðarinnar eru óþrjótandi, jafnt á erlendri grundu sem hérlendis. Verkfræði – tækifæri til framtíðar Menntamál Kristinn Andersen formaður Verkfræðinga- félags Íslands HALLDÓR Engin stefna Framsóknarkonan Vigdís Hauksdóttir á oft góða spretti á þingi. Á dögunum lagði hún fram fína fyrirspurn til for- sætisráðherra sem hljóðaði svona: „Hver er heildarkostnaður ríkissjóðs á þessu kjörtímabili við flutning ráðuneyta, stofnana, nefnda og ráða í samræmi við þá stefnumörkun ríkisstjórnarinnar að flytja alla stjórnsýsluna í nágrenni við forsætisráðuneytið?“ Svarið er ekki síðra. Það hefst svona: „Ríkisstjórn Íslands hefur ekki markað þá stefnu að öll stjórnsýslan skuli færð í nágrenni við forsætisráðuneytið.“ Kannast ekki við það Strax í kjölfarið segir raunar að áhersla hafi verið lögð á það við breytingar á ráðuneytum að aðalskrif- stofur þeirra séu nálægt svonefndum stjórnarráðsreit. Heilbrigðisráðuneytið hafi til dæmis flust þangað ásamt fastanefndum, en „forsætisráðuneytið kannast ekki við að aðrar stofnanir, nefndir og ráð hafi verið flutt í nágrenni við ráðuneytið.“ Áhugasömum til upplýsingar hafa tilfærslur ráðuneyta á þessu kjörtímabili kostað um kvartmilljarð. Svo má rífast um hvort það er mikið eða lítið. Botninum náð? Andrea Ólafsdóttir bætti nýrri vídd í kosningabaráttuna um Bessastaði í gær þegar hún tilkynnti um framboð sitt og sagðist í leiðinni ekki myndu þiggja meira en lágmarkslaun fyrir starfið næði hún kjöri. Afganginn mundi hún gefa til góðgerðarmála. Nú verður spennandi að sjá hver dúkkar upp næstur og býður betur. Ólafur Ragnar Grímsson hefur reyndar þegar sagt að hans starf yrði í raun með öllu ólaunað, enda hafi hann þegar aflað sér svo mikilla eftirlaunaréttinda. Það verður erfitt að undirbjóða það. stigur@frettabladid.isA thyglisverð úttekt Þjóðmálastofnunar Háskóla Íslands á áhrifum kreppunnar á afkomu einstakra tekjuhópa sýnir að stjórnvöld hafa náð því markmiði sínu að verja lífs- kjör þeirra tekjulægstu. Á árunum 2008 til 2010 rýrnaði kaupmáttur fjölskyldutekna Íslendinga að meðaltali um 20%. Þau tíu prósent þjóðarinnar sem hafa lægstar tekjur urðu hins vegar fyrir 9% kjaraskerðingu og hópar um miðbik tekjustigans um 14%. Tíundi hlutinn með hæstu tekjurnar hefur hins vegar orðið fyrir 38% kjararýrnun. Jóhanna Sigurðardóttir forsæt- isráðherra þakkar stjórnvöldum þessa niðurstöðu í grein í Frétta- blaðinu í gær og fyrir liggur að aðgerðir þeirra hafa haft veruleg áhrif á hana. Tekið var upp þrepa- skipt skattkerfi, þar sem skatt- byrði þeirra lægst launuðu var lækkuð, en skattar hækka veru- lega með hækkandi tekjum. Þá hafa ýmiss konar bætur almanna- trygginga verið hækkaðar, eins og fram kemur í skýrslunni. Án efa voru þetta réttlætanlegar aðgerðir til að milda höggið af hruni krónunnar og öðrum kjaraskerðingum á þá tekjulægstu. Það er líka rétt, sem bent er á í skýrslu Þjóðmálastofnunar, að ójöfnuður í íslenzku samfélagi á árunum fyrir hrun var orðinn óheilbrigður. Til lengri tíma litið felast hins vegar ýmsar hættur í því að beita skattkerfinu til að jafna tekjur fólks. Ein er sú að samspil skatt- og bótakerfis hafi í för með sér að til dæmis ungt fjölskyldufólk lendi í gildru jaðarskatta; það er, að þegar tekjurnar aukast um tiltölu- lega fáar krónur skríði fólk yfir mörk, sem hafa í för með sér að skattar hækka og bætur lækka, þannig að öll kjarabótin hverfur og jafnvel gott betur. Það er raunar annað úttektarefni að skoða áhrif breytinga á bóta- og skattkerfinu að þessu leyti. Í öðru lagi dregur þrepaskipt skattkerfi almennt úr jákvæðum hvata fólks til að leggja harðar að sér til að hækka tekjur sínar. Eigin dugnaður á að ráða mestu um hversu gott fólk hefur það, fremur en að það sé ákveðið af þeim sem hanna skattkerfið. Lág- tekjumaðurinn þarf að hafa hvata til að verða millitekjumaður og sá síðarnefndi til að verða hátekjumaður. Þær breytingar sem hafa verið gerðar hér á landi draga klárlega úr þessum hvata. Í þriðja lagi vinnur skattpíning millistéttar- og hátekjufólks gegn þeirri viðleitni, sem forsætisráðherra nefndi sjálf í grein sinni, að efla skapandi greinar og auka erlenda fjárfestingu. Hátæknifyrir- tæki berjast um hæft, vel launað starfsfólk við sambærileg fyrir- tæki erlendis. Alþjóðleg fyrirtæki sem íhuga að fjárfesta hér horfa ekki eingöngu til þess skattaumhverfis sem þeim sjálfum er búið, heldur líka hvernig skattlagningu starfsfólksins er háttað. Telji fjárfestar og frumkvöðlar að skattaumhverfið sé fjandsamlegt, eru þeir líklegir til að staðsetja fyrirtækin annars staðar en á Íslandi. Stjórnvöld tala mikið um gildi þess að beita skattkerfinu til tekju- jöfnunar. Þau ættu líka að tala um hvernig auka megi möguleika og hvatningu íslenzkra launþega til að afla sér meiri tekna, sem til lengri tíma eykur auðvitað tekjur ríkissjóðs. Á að beita skattkerfinu til tekjujöfnunar? Jöfnuður og jákvæðir hvatar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.