Fréttablaðið - 02.05.2012, Page 11

Fréttablaðið - 02.05.2012, Page 11
MIÐVIKUDAGUR 2. maí 2012 11 Laugardagur Miðvikudagur Mánudagur Það er auðvelt að safna. Þú færð Aukakrónur fyrir:  alla innlenda veltu af kreditkorti  viðskipti við samstarfsaðila  þjónustuþætti hjá Landsbankanum landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA SAMGÖNGUR Áhöfn Herjólfs og starfsfólk í afgreiðslum hefur verið endurráðið eftir að Eim- skip tryggði sér áframhaldandi rekstur ferjunnar. Þetta kemur fram á fréttavefnum eyjar.net. Eimskip hefur rekið Herjólf fyrir Vegagerðina síðustu ár. Fyrirtækið átti lægsta tilboð í útboði á rekstrinum í seinna útboði hans og fær greidda 681 milljón frá ríkinu fyrir tveggja ára rekstur og fær möguleika á framlengingu fram á haust 2015 ef ekki verður komið nýtt skip til skjalanna. - shá Eimskip rekur Herjólf: Starfsfólkið allt aftur til vinnu HERJÓLFUR Tveggja ára rekstur ferjunnar er tryggður og óvissu starfsfólksins verið eytt. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN CANBERRA, AP Ástralski auðkýf- ingurinn Clive Palmer tilkynnti í byrjun vikunnar að hann hygðist láta byggja nútímalega endurgerð skipsins þekkta Titanic sem sökk í jóm frúar ferð sinni fyrir 100 árum. Palmer hefur þegar skrifað undir viljayfirlýsingu um fram- kvæmdina við kínverska skipa- smíðastöð og er ráðgert að skipið verði sjósett í lok árs 2016. Þá er stefnt að því að jómfrúar- ferð skipsins verði sú sama og jóm frúar ferð hins upprunalega Titanic; frá Southampton á Eng- landi til New York í Banda- ríkjunum. „Skipið verð- ur búið öllum helstu þæg- indum og alveg jafníburðarmik- ið og hið upp- runalega Tit- anic. Þá verður það mjög tæknivætt og búið þró- aðasta leiðsagnarkerfi sem völ er á,“ sagði Palmer í yfirlýsingu sem hann hefur sent frá sér vegna verkefnisins. Þá segir hann að útlit skipsins verði að flestu leyti eins og útlit fyrirmyndarinnar en það verði þó byggt á nútímalegan hátt. Þann 15. apríl síðastliðinn voru liðin 100 ár frá því að hið upp- runalega Titanic sökk í Norður- Atlantshaf sunnan við Nýfundna- land. Rúmlega 1.500 manns létust en skipið sökk í kjölfar áreksturs við ísjaka. Palmer er einn auðugasti maður Ástralía en hann er umsvifa mikill í ferðaþjónustu, fasteignum og námuvinnslu þar í landi. - mþl Ástralskur auðkýfingur hyggst byggja nútímalega endurgerð hins fræga Titanic: Nýtt Titanic siglir árið 2016 CLIVE PALMER VINNUMARKAÐUR Á fyrsta ársfjórð- ungi ársins voru að jafnaði 176.200 manns á vinnumarkaði og fjölgaði um 300 einstaklinga frá sama tímabili í fyrra. Jafngildir þetta 78,8 prósent atvinnuþátttöku en hún var 79,2 prósent á fyrsta árs- fjórðungi 2011. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri umfjöllun Hagstofunnar um stöðu mála á vinnumarkaði á fyrsta árs- fjórðungi ársins. Þeir sem teljast þátttakendur á vinnumarkaði eru annars vegar starfandi og hins vegar atvinnu- lausir í starfsleit. Utan við þann hóp standa atvinnulausir sem hafa hætt leit að vinnu og námsmenn. Atvinnuþátttaka karla var 82,1 prósent á fyrsta ársfjórðungi en kvenna 75,4 prósent. Að meðaltali voru 7,2 prósent þátttakenda á vinnumarkaði atvinnulausir á fyrsta ársfjórðungi ársins. Fækkaði atvinnu lausum um 1.000 á milli ára. Atvinnuleysi meðal karla er 7,8 prósent en 6,5 prósent meðal kvenna. Alls 2.800 manns eða 1,6 prósent þátttakenda á vinnumarkaði höfðu verið atvinnulaus í tólf mánuði eða lengur á fyrsta ársfjórðungi. Er sá hópur skilgreindur sem langtíma- atvinnulaus. Hefur einnig fækkað í honum um 1.000 milli ára. - mþl Hagstofan birtir umfjöllun um stöðu mála á vinnumarkaði á fyrsta ársfjórðungi: Atvinnuþátttaka dróst lítillega saman STARFANDI Alls 78,8 prósent lands- manna eru þátttakendur á vinnumark- aði. Í þeim hópi eru 92,8 prósent með atvinnu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON VATNSSPEGLAR Þessir ferðamenn skemmtu sér vel í spegilverkinu „Miroir des Quais“ í Bordeuax. Verkið er gert úr þunnu lagi úr vatnsdropum sem gefur verkinu einhvers konar spegiláferð. Verkið er 3.500 fermetrar að stærð. NORDICPHOTOS/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.