Fréttablaðið - 02.05.2012, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 02.05.2012, Blaðsíða 8
2. maí 2012 MIÐVIKUDAGUR8 Láttu hjartað ráða „Ítalska ólífuolían mín er heilnæm og gerir líkamanum einstaklega gott, jafnt útvortis sem innvortis.“ Fæst í verslunum Hagkaups og Bónus · www.lífrænt.is 1. Hvað hefur Of Monsters and Men selt mörg eintök af plötu sinni? 2. Hver skoraði sigurmark Man. City gegn Man. Utd.? 3. Hver er forstöðumaður íþrótta- valla í Kópavogsbæ? SVÖR 1. Um 100 þúsund eintök. 2. Vincent Kompany. 3. Ómar Stefánsson VIÐSKIPTI Fyrirtækið Marel gekk nýlega frá sölu fyrirtækisins í fiskiðnaði með samningum við fiskframleiðanda í norðaustur- hluta Kína. Um er að ræða nýja flæðilínu fyrir hvítfisk sem verður sérstaklega sniðin að þörfum kín- verskra fiskframleiðenda. Fjárhæð samningsins og nafn kínverska fyrirtækisins hefur ekki verið gefið upp en samn- ingurinn samsvarar 1-2% af ársveltu Marel. Ef velta fyrir- tækisins árið 2011 er höfð til hlið- sjónar, um 700 milljónir evra, er samningurinn 1,1 til 2,2 milljarða króna virði. Flæðilínan er meðal þess hátæknibúnaðar sem Marel sýndi á sjávarútvegssýningunni í Brussel í síðustu viku. Stella Björg Kristinsdóttir, markaðsstjóri Marel fyrir fisk- iðnað, segir að aðeins sex mán- uðir séu liðnir frá því að svipað kerfi var selt til kínversks fram- leiðanda og það sé til marks um að Marel hafi tekist að þróa vöru sem hentar kínverskum fyrirtækjum, en markaður tengdur fiskiðnaði í landinu er risavaxinn. Fyrr, eða árið 2006, seldi Marel kínverska matvælaframleiðslufyrirtækinu Pacific Andes upplýsingakerfi fyrir risaverksmiðju í Qingdao- héraði þar sem 13 þúsund manns starfa. Í héraðinu hefur Marel jafn- framt byggt upp fiskiðnaðarsetur sem á heiðurinn að samningnum nú. Setrið mun gegna lykilhlut- verki við uppbyggingu á starfsemi Marel í Kína þar sem miklu skiptir að viðskipta vinir hafi aðgang að þjónustu nálægt sínu starfssvæði. „Í Kína byggjast viðskipti ekki síst á orðstír og það er erfitt að fá aðgang að þessum viðskipta- vinum. Við höfum á undan förnum árum unnið að því að byggja upp nafn fyrirtækisins sem er að skila árangri,“ segir Stella Björg en aðalskrifstofa fyrirtækisins er í Peking. Hún segir jafnframt að aðstæður á vinnumarkaði og hækkandi framleiðslukostnaður í Kína hafi skapað aukna þörf fyrir sjálfvirkni í verksmiðjum þar í landi. Auk Marels komu íslensku fyrir- tækin 3X Technology og Skaginn að því að gera verkefnið að veru- leika og landa stærsta einstaka samningnum sem fyrirtækið hefur gert í fiskiðnaði. „Við fengum í lið með okkur tvö íslensk fyrirtæki sem koma inn með sína sérþekk- ingu. Þetta er því stórt samvinnu- verkefni og afar ánægjulegt að fleiri fyrirtæki komist að í svona viðskiptum.“ svavar@frettabladid.is Risastór samningur við fyrirtæki í Kína Hátæknifyrirtækið Marel hefur náð samningum við kínverskan fiskframleið- anda um kaup á flæðilínu fyrir hvítfisk. Viðskiptin eru byggð á samstarfi við tvö önnur íslensk fyrirtæki. Virði samningsins er á bilinu 1,1 til 2,2 milljarðar. TÆKNI FRÁ MAREL Samningurinn nú er sá þriðji sem fyrirtækið hefur náð á undan- förnum árum en möguleikarnir eru gríðarlegir í þessu fjölmenna landi. MYND/MAREL Körlum, sem vinna við uppeldi og menntun leikskólabarna, hefur fjölgað um rúm 28 prósent frá því í desember 2009. Þá voru þeir 197 en í desember 2011 voru þeir orðnir 253 talsins. Konum í sömu störfum fækkaði hins vegar um rúm þrjú prósent á sama tíma, eða um 154. Körlum fjölgar MENNTUN Rúmlega nítján þúsund börn voru í leikskóla hér á landi í desember og hafa þau aldrei verið fleiri. Þetta kemur fram í tölum Hagstofu Íslands. Leik- skólabörnum fjölgaði um 198 milli ára, eða eitt prósent. Starfsfólki í leikskólum fjölgaði um hálft prósent á þessu tímabili og í desember í fyrra störfuðu 5.515 manns við þá. Sé litið til lengra tímabils hefur leikskólabörnum landsins fjölgað um 443 frá því í desember 2009 en á sama tímabili fækkaði starfsfólki um 124. Leikskólum fækkaði um tólf milli áranna 2010 og 2011 og voru í desember 265 starfandi leikskólar á landinu. Fækkunina má rekja til sam- eininga á leikskólum í Reykja- vík. Um 82 prósent barna á aldrinum eins til fimm ára sækja leikskóla, sem er sama hlutfall og áður. - þeb Aldrei fleiri leikskólabörn: Færra starfsfólk en fleiri börn FERÐAÞJÓNUSTA Vestmannaeyja- bær hyggst í sumar leggja í miklar framkvæmdir við Eld- heima, sem er gosminjasafn þar sem verið er að grafa ofan af húsum sem grófust undir vikur í eldgosinu í Eyjum árið 1973. Fyrirhugað er að grafa upp og byggja yfir rústir íbúðar hússins við Gerðisbraut 10 sem síðan verður þungamiðja safnsins. Byggingunni er ætlað að gefa sýningargestum kost á því að upplifa gosið og sögu þess. Bygg- ingin verður á tveimur hæðum og gólfflöturinn um 1.200 fermetrar á tveimur hæðum. Eldheimar eru ein af megin- stoðum menningarmála í Eyjum en Sagnheimar húsa sögusýningu eyjanna og Sæheimar verður umgjörð um nýtt og glæsilegt fiskasafn. - shá Uppbygging í Eyjum: Kraftur settur í að klára safnið VEISTU SVARIÐ? er fækkun leikskóla á milli áranna 2010 og 2011. 12

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.