Fréttablaðið - 02.05.2012, Síða 15

Fréttablaðið - 02.05.2012, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 2. maí 2012 15 Í greinarkorni eftir mig sem birtist í Fréttablaðinu 26. apríl sl. gagn- rýndi ég íslenzka umræðumenn- ingu fyrir það, hvernig rökum sé beitt gegn mönnum en ekki mál- efnum, enda er það gjarnan tekið sem dæmi um rökþrot. Daginn eftir fékk ég svo staðfestingu ummæla minna í grein eftir Þorvald Gylfa- son sem birtist í helgarblaði DV (27.- 29. apríl). Þar ræðir hann sjálfstæði Hæstaréttar og Landsdóms og til- efnið er dómurinn yfir Geir Haarde og þá sérstaklega þau ummæli Geirs að dómurinn sé pólitískur. Fyrst víkur hann máli sínu að sjálfstæði dómstóla og segir að fáheyrt sé í lýðræðisríkjum sem vilja rísa undir nafni að dómstólar sæti afskiptum eða árásum af hálfu stjórnmálamanna, hvorki þegar mál séu fyrir dómi né eftir að dómur sé fallinn. En því sé ekki að treysta lengur og til stuðnings tekur hann eftirfarandi tvö dæmi. Hann segir: „Árið 1998 bar þó svo við, að Hæstiréttur úrskurðaði, að fisk- veiðistjórnarkerfið bryti í bága við stjórnarskrána“ og þar átti hann við mál sem Valdimar Jóhann- esson höfðaði gegn ríkinu. Síðan bætir hann við: „Oddvitar ríkis- stjórnarinnar brugðust ókvæða við dóminum og réðust gegn réttinum, og lýsti forsætisráðherrann þeirri skoðun, að landið myndi tæmast af fólki fengi dómurinn að standa.“ Og áfram var haldið: „Og viti menn: hálfu öðru ári síðar sneri Hæstiréttur við blaðinu, þegar svipað mál (Vatneyrar- málið) kom til kasta réttarins. Nú sá Hæstiréttur ekkert athugavert við þá mismunun sem bjó að baki fyrri dóminum 1998.“ Og niðurstaðan er þessi: „Hæsti- réttur hafði verið barinn til hlýðni í augnsýn allrar þjóðarinnar.“ Vitnað er til tímaritsins Mannlífs sem aðalheimildar, nánar tiltekið „sem birtir samantekt um málið.“ Hér er rökum – reyndar órök- studdum fullyrðingum – beint gegn mönnum – dómendum – en ekki gegn röksemdum í dómunum – eða með öðrum orðum rökin beinast gegn manni en ekki málefni sem sýnir að höfundur er uppiskroppa með rök. Við könnun á forsendum dómanna hefði hann séð að mála- vextir voru ekki þeir sömu og það skýrir ólíkar niðurstöður. Þá víkur hann að dómi Lands- dóms og áðurnefndum viðbrögðum Geirs og er niðurstaða hans þessi: „Virðingarleysi gagnvart lögum og rétti virðist landlægt í Sjálfstæðis- flokknum.“ Og því til stuðnings vitnar hann í fyrirsögn forystu- greinar í Fréttablaðinu: „Fæddist lítil mús“. Ég vissi reyndar ekki að ritstjórar Fréttablaðsins væru sérstakir talsmenn Sjálfstæðis- flokksins. Í framhaldi af því víkur hann að málflutningi „tveggja þjóð- kunnra prófessora“ sem vitni „um sams konar virðingarleysi.“ Þessir „þjóðkunnu prófessorar“ eru Þráinn Eggertsson og sá sem þetta ritar. Heimildin er viðtal við Þráin sem birtist í Morgunblaðinu 20. apríl sl. og Þorvaldur fullyrð- ir að við segjum „fullum fetum að lögbrot geri lagabætur óþarfar.“ Nú stendur upp á Þorvald að finna þessum orðum stað í texta sem hann styður fullyrðingu sína við. Þá fyrst getur rökræða hafizt. Síðan heldur hann áfram og segir að við viðurkennum ekki stjórnar- skrárbrotið sem Mannréttinda- nefnd Sameinuðu þjóðanna hafi látið til sín taka með bindandi áliti. Fyrst skal leiðrétt að álit nefndarinnar eru ekki bindandi. Þegar efni þess er metið kemur í ljós að hún reisir álit sitt á röngum forsendum með því að leggja til grundvallar að veiðireynsla 1980- 83 hafi ráðið úthlutun aflaheim- ilda. Þá vitnar hún ranglega í lögin um stjórn fiskveiða þegar í áliti hennar stendur að „fiskimiðin“ í stað „nytja stofnarnir“ séu sameign þjóðarinnar. Loks byggir hún niður- stöðu sína á framangreindum laga- texta um sameign þjóðarinnar sem hefur enga merkingu í skilningi eignarréttar, en er þó í umræðum skilin þeim skilningi. Loks segir hann: „Annar [væntan- lega Þráinn Eggertsson] bætir við „… nær engin tengsl eru milli lög- hlýðni þjóða og lögbókanna sem þær nota. Menn fara sínu fram.“ Og útlegging Þorvalds á þessum texta, sem mér hefur reyndar ekki tekizt að finna í Morgunblaðsviðtalinu, er á þessa leið: „Eftir þessari kenningu er lögbrjótum einum treystandi til að setja lög og semja stjórnarskrá.“ Við þessari útleggingu er ekki nema eitt svar: Ætla mætti að Þorvaldur hafi ekki lesið viðtalið, þar sem orð- ræðan snýst að mestu leyti um það sem Þráinn kallaði nafngildi laga og raungildi sem felur í sér að bók- stafur laganna segi einatt lítt til um raunverulega stjórnarhætti, og gjarnan hefði mátt rökræða. Hitt er þó líklegra að hann hafi talið kapp- ræðu á grundvelli tilbúinna for- sendna líklegri til að styðja skoðanir sínar en rökræðu sem afhjúpaði merkingarlausan málstað. Maður gegn málefni Landsdómur Sigurður Líndal prófessor við Háskólann á Bifröst *M.v. vaxtatöflu Íslandsbanka 13.04 2012 islandsbanki.is | Sími 440 4000 Við bjóðum góða þjónustu Íslandsbanki býður hagstæð framkvæmdalán til endurbóta á húsnæði. Lánin eru óverðtryggð skuldabréfalán með breytilegum vaxtakjörum samkvæmt vaxtatöflu bankans hverju sinni. Framkvæmdalán geta numið allt að 1,5 milljónum gegn veði og allt að 750.000 kr. án veðs. Kynntu þér framkvæmdalán á www.islandsbanki.is eða í næsta útibúi Íslandsbanka. Stjórnvöld hafa framlengt átakið ALLIR VINNA til 1. janúar 2013 Þú getur fengið endurgreiðslu á virðisaukaskatti fyrir framkvæmdir á árinu 2012. Kynntu þér málið á www.allirvinna.is. 6,25% óverðtryggðir vextir* og engin lántökugjöld Við bjóðum framkvæmdalán Öll viljum við forsetafram-bjóðendurnir sameina þjóðina eða þá leiða þjóðina saman. Öll erum við með þetta á stefnuskrá okkar í einu eða öðru formi. Fagurt og háleitt markmið í sjálfu sér og eitthvað sem við sjálfsagt höldum að hljómi vel í eyrum þjóðarinnar. En er þetta eitthvað annað en frasi sem við, forsetaframbjóðendurnir, æfum inn og sláum bæði til hægri og vinstri með? Get bara svarað því fyrir sjálfan mig en tel mig þó á engan hátt vera svo frábrugðinn hinum forsetaefnunum þegar allt kemur til alls. Ég lagði upp í ferð um landið fullur af eldmóði og taldi mig svo sem vita ýmislegt um ýmis- legt. Þar á meðal hafði ég hug- myndir í farteskinu um hvað ég vildi leitast við að sameina í fari þjóðarinnar eða þá hvernig ég myndi vilja leiða þjóðina saman. Varla var ég kominn út af Reykja víkur svæðinu þegar ég hnaut um fyrstu steinvöluna. Tók fólk tali og hlustaði á það sem það hafði að segja. Af því réð ég fljótt að öll þau stóru orð og viska sem ég hafði tileinkað mér voru lítið annað en frasi án innihalds. Hinar gömlu átakalínur eiga sér lengri sögu en svo að við getum kennt efnahagshruninu um. Þær hafa lifað í þjóðinni í áratugi og hafa birst í margri mynd gegnum árin. Stundum eru það pólitískar umræður sem valda sárindum, stundum birtast átakalínurnar í líki lands byggðar og þéttbýlis, stundum birtast átakalínurnar fjölskyldna á milli. Margfeldið er svo óendanlegt. Vissulega er það rétt að sundur leitir hópar standa hver á sínu og virðast afleiðingar þessa vera sár sem aldrei fá frið til að gróa – og kannski er það einmitt meiningin. Vissulega er það rétt að við verðum að bera virðingu hvert fyrir öðru og ekki minnst okkur sjálfum. Og vissulega er það rétt að við verðum að vinna að jöfnuði og virðingu okkar á milli. En umfram allt verðum við að tala saman og leggja okkur fram við það að læra um og skilja sjónarmið hvert annars. Viður- kenning á mismunandi sjónar- miðum og skilningur á því að við þurfum ekki öll að vera eins, hugsa eins eða haga okkur eins. Það er grunnsteinn sterkrar þjóðar sálar, þjóðar sálar sem getur lifað í sátt og samlyndi við sjálfa sig og aðra. Í hringferð minni um landið hef ég komist að því að ýmislegt veit ég – en mest á ég eftir ólært! Frasinn „leiða þjóðina saman – sameina þjóðina“ Forseta- embættið Hannes Bjarnason forsetaframbjóðandi

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.