Fréttablaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag
ATVINNULÍFIÐ Þreifingar hafa átt sér stað á
milli hagsmunasamtaka íslensks atvinnulífs
um að taka upp nánara samstarf en tíðkast
hefur og hagræða í rekstri hinna margvís-
legu samtaka sem fyrirtæki í landinu greiða
félagsgjöld. Ein hugmynd sem rædd hefur
verið er að mynduð verði sameiginleg hag-
deild atvinnulífsins sem hefði sambæri-
legan slagkraft og leiðandi stofnanir hins
opinbera, en flest samtökin hafa hagfræð-
inga á sínum snærum.
„Þetta eru enn óformlegar viðræður en
það er verið að kanna hvort hægt sé að
sinna þessum störfum betur og hagkvæmar.
Þá sérstaklega hvort við getum betur náð
eyrum stjórnvalda og hugsanlega almenn-
ings. Það er nú einu sinni þannig að ef
það er ein rödd sem talar þá hljómar hún
oft betur en margraddaður kór,“ segir
Vilmundur Jósefsson, formaður Samtaka
atvinnulífsins (SA).
Vilmundur segir að haft hafi verið sam-
band við öll þau félög sem sinna málefnum
atvinnurekenda. Þannig hafi sjö aðildarfélög
SA, Viðskiptaráð Íslands, Félag atvinnurek-
enda, Bílgreinasambandið og Kaupmanna-
samtök Íslands verið spurð um áhuga. Síðast-
nefndu þrenn samtökin standa utan SA, en
mörg fyrirtæki eiga aðild bæði að SA eða
öðrum atvinnugreinasamtökum og Við-
skiptaráði. Vilmundur leggur áherslu á að
viðræðurnar séu enn skammt á veg komnar.
Hreggviður Jónsson, formaður Viðskipta-
ráðs, segir enga viðræðuáætlun liggja fyrir
né hafi menn sett sér tímaramma utan um
viðræðurnar. „Menn eru einfaldlega að
velta fyrir sér hvort ekki sé eðlilegt að sam-
tök sem þjóna atvinnulífinu spyrji sig reglu-
lega hvort endurskoða megi reksturinn.
Rétt eins og fyrirtækin sem við vinnum
fyrir gera,“ segir Hreggviður og bætir við:
„Spurningin er því kannski þessi: ef við
byrjuðum með autt blað í dag, myndum við
gera hlutina eins eða er hægt að sinna okkar
hlutverki betur?“
Ein hugmynd sem rædd hefur verið er að
hagsmunasamtök atvinnulífsins vinni sam-
eiginlega að ákveðnum málum og hefur til
dæmis verið litið til greiningar á efnahags-
málum. Slík „hagdeild atvinnulífsins“ mætti
þó ekki vera dýrari í rekstri en sú greiningar-
vinna sem þegar fer fram, segir Vilmundur.
- mþl / sjá síðu 18
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Sími: 512 5000
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Fimmtudagur
skoðun 20
SÉRBLAÐ
í Fréttablaðinu
Fólk
10. maí 2012
109. tölublað 12. árgangur
Spurningin er því kannski þessi:
ef við byrjuðum með autt blað í
dag, myndum við gera hlutina eins eða
er hægt að sinna okkar hlutverki betur?
HREGGVIÐUR JÓNSSON
FORMAÐUR VIÐSKIPTARÁÐS
É g var alltaf að sauma og saumaðitil dæmis fe i
BLEIKT OG PÖNKAÐFATAHÖNNUN Eva Brá Barkardóttir fatahönnuður blandaði saman japönskum hefðum, grófu pönki og glamúr í útskriftarlínu sinni frá LHÍ.
GLAMÚR
Áhrif tíunda
áratugarins
mátti sjá í út-
skriftarlínu Evu.MYNDIR/HÖRÐUR SVEINSSON
SKRAUTLEGT FRÁ TOPPI TIL TÁAR
Blómamunstur verða áberandi í sumar sem og hvers kyns
skrautlegur klæðnaður og eru jafnvel dæmi um að fólk
klæðist skræpóttu frá toppi til táar og velji skó og fylgi-
hluti í stíl. Hér er dæmi um blómakjól frá D&G.
ted SUMMER SKY - vel fylltur í A, B, C, D skálum á kr. 8.680,-
Glæsilegur!
Laugavegi 178 - Sími: 551 3366Þú mætir - við mælum og aðstoðumwww.misty.isOpið frá 10-18 virka daga.10-14 laugardaga
Opið virka daga í sumar frá kl. 9 -18 • Stórhöfða 25 • 569 3100 • eirberg.is
Rafknúnirlyftihæginda
NÝ SENDING
BRÆÐUR MUNU BERJAST Bjarni Guðjónsson, fyrirliði Íslandsmeistara KR og Jóhannes Karl Guðjónsson, fyrirliði nýliða ÍA,
bregða á leik fyrir stórleik ÍA og KR í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Reykjavík að næturlagi
Fyrirtækið Reykjavík by
Night sýnir útlendingum
skemmtanalíf landsins.
fólk 58
COCA COLA – 33 cl
í kvöld
Opið til
21
Sumartilboð
Fosshótela!
BÓKAÐU Á FOSSHOTEL.IS EÐA Í SÍMA 562 4000
EX
PO
•
w
w
w
.e
xp
o.
is
Ein rödd fyrir atvinnulífið?
Þau samtök sem starfa að hagsmunum atvinnurekenda á Íslandi ræða nú um nánara samstarf sín á milli. Ein
hugmynd er að koma á fót sameiginlegri hagdeild atvinnulífsins sem þjónaði öllum hagsmunasamtökunum.
Skerpir einbeitingu
Ingibjörg Pétursdóttir og
María Björk Viðarsdóttir
gefa út spil sem gagnast
fólki með minnisskerðingu.
tímamót 32
FÓTBOLTI Bjarni og Jóhannes Karl Guðjónssynir
mætast sem fyrirliðar í stórleik ÍA og KR í 2.
umferð Pepsideildar karla í kvöld en bræðurnir
hafa aldrei mæst áður sem mótherjar.
Eftirvænting og spenna ríkja í fjölskyldunni,
enda Jóhannes Karl að spila heimaleik á Akra-
nesvelli í fyrsta sinn í fjórtán ár. Bjarni er 33
ára gamall, árinu eldri en Jóhannes Karl en
Bjarni býst ekki við því að „Jói Kalli“ taki upp á
því að elta hann í brjáluðu skapi – eins og gerðist
oftast þegar þeir voru að alast upp á Akranesi á
sínum tíma.
Fréttablaðið ræddi við þá bræður í tilefni
leiksins í kvöld þar sem þeir fara meðal annars
yfir það hvor þeirra sé gullkálfurinn hjá móður
þeirra Bjarneyju Jóhannesdóttur.
Skagamenn eru nýliðar í deildinni og unnu
sinn leik í fyrstu umferðinni á sama tíma og KR-
ingar misstu 2-0 forystu niður í jafntefli.
- seth, sjá síðu 52
Stórleikur ÍA og KR í Pepsideild karla í fótbolta fer fram á Akranesvelli í kvöld:
Bræðurnir mætast sem fyrirliðar
DÁLÍTIL VÆTA V-TIL Í dag verða
vestan 3-8 m/s með smá vætu
V-til en annars víða bjartviðri. Hiti
2-9 stig.
VEÐUR 4
3
46
5
7
POPP Meðlimir Mið-Íslands og hóp-
urinn á bak við Steindann okkar,
auk þeirra sem standa að heima-
síðunni Flick My Life, eru meðal
þeirra sem skipa
leynifélag grín-
ara á Íslandi,
Íslensku Grín-
múrararegluna.
Halldór Hall-
dórsson, betur
þekktur sem
Dóri DNA, varar
íslensku þjóð-
ina við því að
leynifélagið ætli sér yfirráð á sviði
gríns á Íslandi og séu óhræddir
við að beita hörku. Sjálfur óttaðist
hann um eigið öryggi fyrir það eitt
að ræða regluna við Fréttablaðið.
„Þetta félag er svolítið eins
og Sjálfstæðisflokkurinn, til að
tryggja að félagsmenn séu í góðum
stöðum og að þeim líði vel,“ segir
Dóri. „Við erum búin að skapa
okkur sess í sjónvarpinu og á
netinu en nú ætlum við að færa
okkur yfir í myndrænara, prentað
grín.“ - trs/ sjá bls 58
Íslendingar varaðir við:
Grínmúrarar
plana yfirráð
DÓRI DNA
Stella hetja Framliðsins
Framkonur unnu ævintýra-
legan sigur á Val og tryggðu
sér úrslitaleik um titilinn.
sport 50