Fréttablaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 48
10. maí 2012 FIMMTUDAGUR36 36 menning@frettabladid.is Leikhús ★★★ ★★ Beðið eftir Godot Höfundur: Samuel Beckett. Byggt á þýðingu Árna Ibsens. Kvenfé- lagið Garpur. Leikarar: Halldóra Geirharðsdóttir, Ólafía Hrönn Jóns- dóttir, Sólveig Guðmundsdóttir, Alexía Björg Jóhannesdóttir, Ísabella Rós Þorsteinsdóttir og Katrín Ynja Hrafnkelsdóttir. Leikstjóri: Kristín Jóhannesdóttir. Borgarleikhúsið Frumsýning í Borgarleikhúsinu á laugardag. Kristín Jóhannesdóttir leikstýrir fjórum konum í hlut- verkum fjögurra karla. Það að konur leika karla er vitaskuld algert aukaatriði því hver segir í raun að þessar verur séu fremur karlar heldur en konur, þessar verur sem rangla um á jörðinni og bíða og bíða. Einhvers staðar úti í auðninni stendur bert tré og þar eru þeir Gogo og Didi eða Estragon og Vladimir. Þeir velta fyrir sér hvort ekki væri gott að hengja sig en skortir til þess reipi, ákveða að skiljast að en þola ekki einveruna. Af og til gleyma þeir ástæðunni fyrir veru sinni þarna, nefnilega að þeir séu að bíða eftir Godot. Beðið eftir Godot er ögrandi, fyndið og um leið nokkuð ruglingslegt leikrit eftir eitt af merkustu leikskáldum liðinnar aldar, Samuel Beckett. Hér fer Kristín Jóhannesdóttir þá leið að sannfæra okkur um að það sé samtalið sem slíkt sem öllu máli skiptir. Þeir Gogo og Didi eru að virðist vinir og hafa eitt sam- eiginlegt markmið, nefnilega að bíða eftir Godot. Hver þessi Godot er virðast þeir ekki vita fremur en áhorfendur. En í biðinni felst von, um leið og í henni felst ákveðin hræðsla. Þær Halldóra Geirharðsdóttir og Ólafía Hrönn Jónsdóttir fara með hlutverkin tvö. Þeir kappar eru vel afmarkaðir, hvor með sínu sniði og mikil áhersla lögð á dillandi undirliggjandi húmor. Þar sem þeir skiptast á orðum, eins og þegar þeir eru að henda á milli sín höttunum, verður leikurinn eins og ljóð eða tónlist þar sem kviðurnar eru endurteknar en þó með breyttum blæbrigðum. Godot kemur ekki, en allt í einu birtist hinn voldugi Pozzo sem hefur þræl einn auman með sér. Sólveig Guðmundsdóttir fer með hlutverk Pozzo og var leikur hennar góður þó það skorti nokkuð á að karlinn væri eins ógnandi og mikill kúgari og fulltrúi valdastétta og vera átti. Þrælinn leikur Alexía Björg Jóhannesdóttir og var hún eins og pískaður illa útleikinn hestur, niðurlægð í hverju spori, og brestur svo allt í einu út í slíkri ræðu að engu líkara var en skrúfað hefði verið frá fossi. Leikgervi Alexíu var stórgott og alger andstæða hinna karlanna bæði hvað litarhaft og búning varðar. Sviðið er hvítur hringur, hvít snæviþakin slétta. Aðeins eitt vesælt tré og örlítil þúst sem hægt er að tylla sér á. Estragon, sem Hannes Guðmundsson Ólafíu Hrannar blés lífi í, heldur áhorfendum algerlega með sterkri nærveru og einkar blæbrigðaríkum augngotum. Vladimir minnir nokkuð á hinn mjóa úr Gög og Gokke, um leið og fjöldinn allur af öðrum persónum birtast í fantagóðum leik Smára Einarssonar undir handleiðslu Halldóru Geirharðsdóttur. Sýningin var löng og ströng en skemmtileg og þegar þeir félagar velkjast um og útlimir þeirra fléttast saman í einu af lokaatriðunum var engu líkara en að nýr hnöttur væri að fæðast úr skrokkum þeirra. Niðurstaða: Hver sem biðsalurinn er, þá er vel þess virði að setjast inn í hann og njóta fágæts samleiks þar sem helstefna og bölsýni kallast á við ljósglætuna sem birtist í húmornum. Hús, sýning á nýjum og eldri verkum eftir Hrein Friðfinnsson, verður opnuð í Sverrissal Hafnarborgar á laugardag. Sýnd verða þrjú ljósmyndaverk; House Project, Annað hús og Þriðja hús. Elsta verkið, House Project, er frá 1974 en þá byggði Hreinn Frið- finnsson hús í hrauninu sunnan Hafnarfjarðar, innblásið af frá- sögn Þórbergs Þórðarsonar af Sóloni Guðmundssyni á Ísafirði. Húsið var byggt á röngunni og innihélt þannig allan heiminn utan sjálft sig. Fyrir þremur árum vann Hreinn aðra útgáfu af húsinu í skúlptúrgarði í Frakklandi og nefndi Annað hús. Það hús er speglun fyrsta hússins þannig að hið ytra sneri að veröldinni en inni var veröldin sjálf. Inni í húsinu svífur loftsteinn sem eins konar fulltrúi alheimsins og á honum er líkan af fyrsta húsinu byggt úr mjóum vír. Nýjasta verkið, Þriðja hús, er stækkuð endurgerð á vír módelinu innan úr húsinu í Frakklandi og var komið fyrir í hrauninu sunnan Hafnafjarðar, á sama stað og fyrsta húsinu. „Húsið er sem sagt komið á upp- runalegan stað og spegil myndin komin í hring,“ segir Ólöf K. Sigurðar dóttir, sýningarstjóri sýningarinnar og forstöðumaður Hafnarborgar. „Fyrsta verkið var hús á röngunni sem innihélt allan heiminn utan um sig; annað húsið lokaði hann inni en það þriðja hefur opnað sig fyrir honum.“ Hreinn Friðfinnsson hefur búið í Hollandi undanfarna fjóra ára- tugi en Ólöf segir áhrifa hans gæti víða í íslenskri myndlist. „Hann er einn af þeim sem ruddu brautina fyrir hugmyndalist hér á land og hefur í verkum sínum oft nýtt íslenska menningu sem uppsprettu þó viðfangsefnið sé almennara eins og til dæmis í House Project. Í verkunum er ákveðin ljóðræn kyrrð og dulúð, jafnvel skáldskapur sem segja má að hafi haft áhrif á íslenska mynd- list. En áhrif hans og mikilvægi felast líka í því að hann er stór einstaklingur sem hefur mikið til málanna að leggja og komist langt í list sinni og þannig rutt ákveðna braut fyrir aðra. Skoði maður til dæmis bækur um íslenska mynd- list er House Project sínálægt.“ Í tilefni sýningarinnar gefur Hafnarborg í samstarfi við bókaútgáfuna Crymogeu út bók þar sem finna má myndir af verkunum og af gerð þeirra auk texta eftir Ólöfu og franska list- fræðinginn Frédéric Paul. HÚSAKYNNI HREINS OG HEIMSINS Miðasala á alla viðburði hátíðarinnar á www.listahatid.is Miðasölusími: 561 2444 / Miðasölusími á viðburði í Hörpu: 528 5050 Sjáumst á Listahátíđ Splunkuný leikrit á óvenjulegum sýningarstöðum 1.500 kr. Þrjú ný tónskáld Harpa, Kaldalón 2.500 kr. Húslestrar í stofum rithöfunda 1.000 kr. Íd og GusGus Harpa, Norðurljós 18. og 19. maí 3.900 kr. Kammersveitin flytur Bach svíturnar undir stjórn Richard Egarr Harpa, Eldborg 20. maí / 3.500 kr. Stórtónleikar Hljómskálans Ragga Gísla / Lay Low / Egill Sæbjörnsson / Valdimar / Unnsteinn Stefánsson / Jónas Sigurðsson / Magnús Þór / Ágústa Eva / Björn Jörundur / Megas og margir, margir fleiri! Harpa, Eldborg 2. júní / 3.500 – 5.500 kr. OG FJÖLDI ANNARRA VIÐBURÐA – TRYGGÐU ÞÉR MIÐA HOUSE PROJECT OG ANNAÐ HÚS Árið 1974 reisti Hreinn Friðfinnsson hús í hrauninu sunnan Hafnarfjarðar. Húsið var byggt á röngunni og innihélt þannig allan heiminn utan um sjálft sig. Árið 2008 speglaði Hreinn húsið í skúlptúrgarði í Frakklandi og lokaði heiminn inni í húsinu. Þessi tvö verk verða til sýnis í Hafnarborg, auk þriðja verksins sem komið var fyrir á sama stað og fyrsta verkinu fyrir hálfum fjórða áratug. ÁRI ÓLÖF K. SIGURÐARDÓTTIR Sýningarstjóri og annar höfunda bókar um húsverk Hreins sem kemur út í til- efni af sýningunni. ÞÓRARINN OG KRISTJÁN LESA UPP Þórarinn Eldjárn og Kristján Hreinsson lesa ljóð sín á síðasta ljóðakvöldi veitingahússins Kryddlegin hjörtu á föstudagskvöld. Gestgjafi verður leikstjórinn og leikskáldið Árni Kristjánsson. Dagskráin hefst klukkan 19.30 og stendur í um þrjú korter.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.