Fréttablaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 46
10. maí 2012 FIMMTUDAGUR34 BAKÞANKAR Sifjar Sigmars- dóttur ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta LÁRÉTT 2. fúska, 6. hljóm, 8. vefnaðarvara, 9. blessun, 11. númer, 12. nær öll, 14. trjátegundar, 16. tveir eins, 17. pota, 18. ennþá, 20. tvíhljóði, 21. málmhúða. LÓÐRÉTT 1. grunnflötur, 3. snæddi, 4. tónverki, 5. for, 7. málstaður, 10. neitun, 13. sjáðu, 15. grobb, 16. skref, 19. ónefndur. LAUSN LÁRÉTT: 2. káka, 6. óm, 8. tau, 9. lán, 11. nr, 12. flest, 14. eikar, 16. ff, 17. ota, 18. enn, 20. au, 21. tina. LÓÐRÉTT: 1. gólf, 3. át, 4. kantata, 5. aur, 7. málefni, 10. nei, 13. sko, 1 5. raup, 16. fet, 19. nn. Frí snýst ekki bara um bjór, sól og sand á milli tánna! Nú höfum við tækifæri til að upplifa allt það sem hann barðist fyrir! Up close! Og mig hefur lengi dreymt um að sitja í klefanum hans! Heyra bergmál fortíðarinnar! Finna sársaukann sem Nilsen hlýtur að hafa upplifað á meðan hann sat inni. Hver? Nilsen Mandela! Pondus! Við erum ekki að fara á HM í Suður- Afríku í sumar! Er HM líka þar í sumar? Það er bara bónus! og hey... ég GET alveg farið einn! Gleymdu því! Þú verður hér! Þetta fékk Nilsen lika að heyra! Ég er upptekinn. Skildu eftir skilaboð. Ég ætla að fá einn ís með hnetusmjöri, einn með súkkulaðibitum, einn með bláberjum... …Og einn með mauk- uðum baunum. Nýverið sóttu mig heim óvelkomnir gestir. Þær eru stundum kenndar við bros og sagðar vitnisburður visku. En þar sem þær blöstu við mér í speglinum, myrkar dældir eins og dalir inn á milli fjalla, voru öll slík hugrenningatengsl óra fjarri. Ég var ekki tilbúin fyrir mark um tímans þunga nið á andlitinu á mér. Hrukkurnar kringum augun yrði að reka burt. Ég kom mér upp vopnabúri af krem- dósum og smyrsltúpum settum loforðum um framlengda æsku. Ég var nýbúin að maka mig áburði er ég rakst á auglýsingu á vefmiðli sem varð til þess að mér rann kalt vatn milli skinns og hörunds. ÞEGAR ég var unglingur fór ég nokkrum sinnum með öldruðum konum í fjölskyld- unni að sækja lúpínuseyði til manns sem bruggaði það heima hjá sér og gaf. Seyð- ið átti að vera allra meina bót. Bragð- vondan drykkinn píndu þær ofan í sig með ósk um stundarfróun frá kvillum sínum. En batinn lét á sér standa. Seyðið hafði ég talið löngu horfið af sjónar sviðinu. En þarna var það, í nýjum umbúðum, auglýst til sölu með orðunum: „Krabba- mein, asma, ofnæmi, exem, treg blóðrás, blöðruhálskirtilsbólga, Parkinsons veiki, umgangspest- ir… lúpínuseyðið gæti hjálpað.“ SEM unglingur skildi ég ekki hvers vegna eldklárar, lífs- reyndar konur létu glepjast af snákaolíu á borð við lúpínuseyði. En þar sem ég sat við tölvuskjáinn svo þéttsmurð andlitskremi að ætla mátti að markmiðið væri eilíf varð- veisla á múmíuformi rann upp fyrir mér ljós. Ástæðan var von. Nokkrar hrukkur nægðu til að ég gaf gagnrýna hugsun upp á bátinn. Ég hefði makað mig kúamykju hefði L‘Oréal sett hana í dós. Það var ekki að furða að vonin glepti gömlu konunum sýn þegar sjálf heilsan var annars vegar. ÓHEFÐBUNDNAR lækningar hafa verið í umræðunni eftir að sýnd var um þær heimildarmynd á RÚV í síðustu viku. Ofbauð mörgum hve ógagnrýnin myndin var á lækningaaðferðir sem enginn vís- indalegur fótur er fyrir. Öðrum þótti málið stormur í vatnsglasi. En þvert á það sem margir vilja vera láta eru óhefð- bundnar lækningar ekki aðeins gagns- lausar. Þær eru oft einnig skaðlegar. Johnny Rotten, söngvari The Sex Pistols, sagði í nýlegu viðtali frá láti stjúpdóttur sinnar úr brjóstakrabbameini í kjölfar þess að hún kaus óhefðbundnar lækningar umfram hefðbundnar. „Hún þurfti ekki að deyja … sum okkar í fjölskyldunni telja þetta jaðra við sjálfsmorð.“ Óhefðbundnar lækningar eru iðnaður sem græðir fúlgur fjár á komplexum, vanlíðan, örvæntingu og ótta fólks. Þær nýta sér varnarleysi þess á viðkvæmum stundum og hefur það að féþúfu. Það er ekki RÚV að gerast mál- pípa slíkra hagsmuna. Kúamykja frá L‘Oréal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.