Fréttablaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 6
10. maí 2012 FIMMTUDAGUR6 Frá yfirkjörstjórnum í Reykjavíkur- kjördæmum norður og suður Til væntanlegra framjóðenda í forsetakosningum 30. júní 2012 Yfirkjörstjórnir Reykjavíkurkjördæma norður og suður koma saman til fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur miðvikudag- inn 23. maí 2012, kl. 13.00 til að gefa vottorð um með- mælendur forsetaframboða samkvæmt 4. gr. laga nr. 36/1945 um framboð og kjör forseta Íslands. Þess er óskað að frambjóðendur skili meðmælendalistum til oddvita yfirkjörstjórna, Katrínar Theodórsdóttir og Sveins Sveinssonar í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík, mánudaginn 21. maí n.k. milli kl. 13.00 og 15.00 til þess að unnt verði að undirbúa vottorðsgjöf yfir- kjörstjórnanna. Ekki verður unnt að tryggja afgreiðslu framboða sem berast síðar. Vakin er sérstök athygli á að afhenda skal yfir- kjörstjórnum frumrit meðmælendalista. Yfirkjörstjórnir fara þess á leit að meðmælendalistar verði, auk hinna skriflegu eintaka, afhentir á tölvutæki formi (excel-skjali á minnislykli). Reykjavík 3. maí 2012. F.h. yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis norður Katrín Theodórsdóttir. F.h.yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis suður Sveinn Sveinsson. Frá kr. 76.800 Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á Aguamarina íbúðarhótelinu og Hotel Amaragua þann 22. maí í 14 nætur. Önnur gisting í boði á ótrúlegum kjörum. Ath. mjög takmarkaður fjöldi herbergja og íbúða í boði - verð getur hækkað án fyrirvara. Aguamarina *** Kr. 76.800 Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð 14 nætur. Verð m.v. gistingu í tvíbýli kr. 93.900. Hotel Amaragua **** Kr. 129.900 - með hálfu fæði Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára, í herbergi með hálfu fæði í 14 nætur. Verð m.v. gistingu í tvíbýli með hálfu fæði kr. 147.700 Costa del Sol 22. maí í 14 nætur NÝJAR FRÉTTIR OFT Á DAG FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag BANDARÍKIN, AP Bandarískir emb- ættismenn hafa staðfest að út- sendari Al-kaída samtakanna, sem fékk það verkefni að sprengja sprengju um borð í farþegaflugvél á leið til Bandaríkjanna, hafi í reynd verið á vegum sádi-arabísku leyni- þjónustunnar og bandarísku leyni- þjónustunnar CIA. Hann hafði gengið til liðs við Al- kaída samtökin í Jemen í þeim til- gangi að afla upplýsinga um starf- semi þeirra og leggja stein í götu þeirra. Hjá samtökunum fékk hann sprengjubúnað, sem komið var fyrir í nærfötum og gerður úr efnum sem sjást ekki í sprengjuleitartækjum. Þetta átti hann að fara með um borð í flugvél og sprengja þegar til Bandaríkjanna væri komið. Hann afhenti hins vegar fulltrúum Sádi- Arabíu og leyniþjónustu Banda- ríkjanna sprengjubúnaðinn. Banda- ríska alríkislögreglan FBI er sögð grandskoða búnaðinn þessa dagana. „Þessi tilraun sýnir að hryðju- verkamenn eru enn að reyna að útbúa æ siðlausari og skelfilegri leiðir til að drepa saklaust fólk,“ sagði Hillary Clinton, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, þar sem hún var stödd í heimsókn á Indlandi. Bandaríska leyniþjónustan telur að nærfatasprengjan sé hönnuð af Ibrahim Hassan al-Asiri, sem er einn leiðtoga Al-kaída í Jemen, eða þá af einhverjum sem hefur lært af honum. Asiri er talinn hafa útbúið aðra nærfatasprengju, sem notuð var á jólunum árið 2009 um borð í flug- vél á leið til Bandaríkjanna, en var ekki jafn fullkomin og sprakk ekki þegar til kom. Árið eftir kom hann sprengjubúnaði fyrir í tölvu- prentara, en sú árásartilraun mistókst einnig. - gb Al-kaída samtökin í Jemen féllu fyrir bragði sádi-arabískra og bandarískra leyniþjónustumanna: Sprengjumaður var í reynd útsendari ÖRYGGISGÆSLA Starfsmaður öryggis- gæslunnar á alþjóðaflugvelli í Portland í Bandaríkjunum grandskoðar skilríki. FRÉTTABLAÐIÐ/AP MENNTUN Foreldrar á leik- skólanum Funaborg í Grafarvogi segjast búnir að fá sig fullsadda af „aðgerðaleysi, áhugaleysi og samskiptaleysi stjórnenda leik- skólans, leikskólasviðs Reykja- víkurborgar og formanns mennta ráðs,“ vegna sameininga þriggja leikskóla í hverfinu. Þetta kemur fram í bréfi sem foreldrafélag Funaborgar sendi borgarfulltrúum og emb- ættismönnum hjá borginni í apríl. Foreldrafélagið boðaði til fundar með borgarfulltrúum, stjórnendum leikskólans, leik- skólasviði og öðrum í lok apríl. Í bréfinu kemur fram að fundurinn hafi verið boðaður með stuðningi og eftir áskorun meirihluta for- eldra barna við leikskólann. Hætt var við fundinn að lokum vegna dræmra undirtekta leikskólasviðs og borgar fulltrúa, en Kjartan Magnús son var eini borgarfull- trúinn sem staðfesti komu sína. Hann situr í skóla- og frístunda- ráði, sem áður hét menntaráð. Leikskólarnir Foldaborg, Folda kot og Funaborg voru sam- einaðir í fyrra. Sameinaður leik- skóli heitir nú Sunnufold. Í bréfi foreldranna kemur fram að rót óánægju þeirra sé uppsögn leik- skólastjórans og aðstoðarleik- skólastjórans í kjölfar samein- ingarinnar. Nokkrum mánuðum seinna hafi matráður leik skólans svo hætt störfum. Það sem fyllt hafi mælinn hjá foreldrunum hafi að lokum verið að deildar- stjóri á leikskólanum og leik- skólaliði hafi sagt upp störfum, en foreldrum var tilkynnt um það í apríl. „Í kjölfar þessa er ljóst að fagmenntuðu starfs- fólki hefur fækkað verulega og í lok uppsagnarfrests þeirra er einn fagmenntaður starfsmaður starfandi á leikskólanum,“ að því er segir í bréfinu. „Staðreyndir málsins liggja fyrir en þær eru að Funaborg hefur farið úr 52 full nýttum leikskólaplássum í 32 pláss. Leikskólinn fór úr þriggja deilda leikskóla í tveggja og fag- lærðu starfsfólki hefur fækkað úr fimm í einn.“ Foreldrarnir segja lítið sem ekkert samráð hafa verið haft við foreldra eða fulltrúa þeirra. „Veru- legrar óánægju hefur gætt meðal starfsfólks sem sannarlega hefur skilað sér í óöryggi barnanna og óvissu foreldra sem er nú óbæri- leg [...] Sú tilraun sem gerð var á börnum okkar með sameiningunni hefur mistekist og skorað er á þá sem hlut eiga að máli að viður- kenna mistök sín og hefja nú þegar uppbyggingu leikskólans.“ thorunn@frettabladid.is Sameiningar fækka fagfólki á leikskólum Foreldrar barna á leikskólanum Funaborg sendu harðort bréf til borgarfulltrúa og embættismanna vegna sameiningar þriggja leikskóla. Segjast fullsaddir á að- gerðaleysi, áhugaleysi og samskiptaleysi stjórnenda leikskólans og borgarinnar. MÓTMÆLI Leikskólakennarar og foreldrar mótmæltu þegar sameiningaráform í leikskólum voru kynnt í borgarstjórn í febrúar á síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Finnst þér húsmæðraorlof eiga rétt á sér? JÁ 53,0% NEI 47,0% SPURNING DAGSINS Í DAG Eru ný kaupaukakerfi starfs- manna bankanna tímabær? Segði þína skoðun á visir.is BANDARÍKIN Barack Obama Banda- ríkjaforseti styður hjónabönd samkynhneigðra. Hann greindi frá þessu í viðtali við ABC frétta- stofuna í gær, og varð þar með fyrsti forseti Bandaríkjanna til þess að styðja ein hjúskaparlög. „Það er mikilvægt fyrir mig að staðfesta að mér finnst að samkyn- hneigð pör ættu að geta gift sig,“ sagði Obama. Hann benti á að stjórn hans hafi lofað að auka rétt- indi samkynhneigðra, og sagðist styðja jafnrétti fyrir samkyn- hneigða og transfólk. Hann hafi hikað við að styðja samkynhneigð hjónabönd vegna þess að hann hafi talið að staðfest samvist nægði. Samkynhneigðir starfsmenn hans, sem upplifðu hindranir í lífi sínu sökum þess að geta ekki gift sig, fengu hann hins vegar til að skipta um skoðun. Könnun sem Gallup gerði og var birt á þriðjudag gefur til kynna að 50 prósent Bandaríkjamanna séu hlynnt því að hjónabönd samkyn- hneigðra verði lögleidd. 48 prósent þeirra sögðust vera því mótfallin. Í 31 ríki í landinu hafa verið sett lög sem banna hjónabönd samkyn- hneigðra. - þeb Fyrsti Bandaríkjaforsetinn til að styðja hjónabönd samkynhneigðra: Obama styður ein hjúskaparlög OBAMA Bandaríkjaforseti var í viðtali hjá ABC í gær þar sem hann tók af vafa um afstöðu sína gagnvart hjónabandi sam- kynhneigðra. NORDICPHOTOS/AFP KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.