Fréttablaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 6
10. maí 2012 FIMMTUDAGUR6
Frá yfirkjörstjórnum í Reykjavíkur-
kjördæmum norður og suður
Til væntanlegra framjóðenda
í forsetakosningum 30. júní 2012
Yfirkjörstjórnir Reykjavíkurkjördæma norður og suður
koma saman til fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur miðvikudag-
inn 23. maí 2012, kl. 13.00 til að gefa vottorð um með-
mælendur forsetaframboða samkvæmt 4. gr. laga nr.
36/1945 um framboð og kjör forseta Íslands.
Þess er óskað að frambjóðendur skili meðmælendalistum
til oddvita yfirkjörstjórna, Katrínar Theodórsdóttir og
Sveins Sveinssonar í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11,
101 Reykjavík, mánudaginn 21. maí n.k. milli kl. 13.00 og
15.00 til þess að unnt verði að undirbúa vottorðsgjöf yfir-
kjörstjórnanna.
Ekki verður unnt að tryggja afgreiðslu framboða sem
berast síðar. Vakin er sérstök athygli á að afhenda skal yfir-
kjörstjórnum frumrit meðmælendalista.
Yfirkjörstjórnir fara þess á leit að meðmælendalistar verði,
auk hinna skriflegu eintaka, afhentir á tölvutæki formi
(excel-skjali á minnislykli).
Reykjavík 3. maí 2012.
F.h. yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis norður
Katrín Theodórsdóttir.
F.h.yfirkjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis suður
Sveinn Sveinsson.
Frá kr. 76.800
Heimsferðir bjóða ótrúlegt tilboð á Aguamarina íbúðarhótelinu og Hotel
Amaragua þann 22. maí í 14 nætur. Önnur gisting í boði á ótrúlegum kjörum.
Ath. mjög takmarkaður fjöldi herbergja og íbúða í boði - verð getur
hækkað án fyrirvara.
Aguamarina ***
Kr. 76.800
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2 börn, 2-11 ára, í íbúð 14 nætur.
Verð m.v. gistingu í tvíbýli kr. 93.900.
Hotel Amaragua ****
Kr. 129.900 - með hálfu fæði
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 1 barn, 2-11 ára, í herbergi með hálfu
fæði í 14 nætur. Verð m.v. gistingu í tvíbýli með hálfu fæði kr. 147.700
Costa del Sol
22. maí í 14 nætur
NÝJAR FRÉTTIR OFT Á DAG
FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP
- oft á dag
BANDARÍKIN, AP Bandarískir emb-
ættismenn hafa staðfest að út-
sendari Al-kaída samtakanna,
sem fékk það verkefni að sprengja
sprengju um borð í farþegaflugvél á
leið til Bandaríkjanna, hafi í reynd
verið á vegum sádi-arabísku leyni-
þjónustunnar og bandarísku leyni-
þjónustunnar CIA.
Hann hafði gengið til liðs við Al-
kaída samtökin í Jemen í þeim til-
gangi að afla upplýsinga um starf-
semi þeirra og leggja stein í götu
þeirra. Hjá samtökunum fékk hann
sprengjubúnað, sem komið var fyrir
í nærfötum og gerður úr efnum sem
sjást ekki í sprengjuleitartækjum.
Þetta átti hann að fara með um
borð í flugvél og sprengja þegar til
Bandaríkjanna væri komið. Hann
afhenti hins vegar fulltrúum Sádi-
Arabíu og leyniþjónustu Banda-
ríkjanna sprengjubúnaðinn. Banda-
ríska alríkislögreglan FBI er sögð
grandskoða búnaðinn þessa dagana.
„Þessi tilraun sýnir að hryðju-
verkamenn eru enn að reyna að
útbúa æ siðlausari og skelfilegri
leiðir til að drepa saklaust fólk,“
sagði Hillary Clinton, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, þar sem hún
var stödd í heimsókn á Indlandi.
Bandaríska leyniþjónustan telur
að nærfatasprengjan sé hönnuð af
Ibrahim Hassan al-Asiri, sem er
einn leiðtoga Al-kaída í Jemen, eða
þá af einhverjum sem hefur lært af
honum.
Asiri er talinn hafa útbúið aðra
nærfatasprengju, sem notuð var á
jólunum árið 2009 um borð í flug-
vél á leið til Bandaríkjanna, en
var ekki jafn fullkomin og sprakk
ekki þegar til kom. Árið eftir kom
hann sprengjubúnaði fyrir í tölvu-
prentara, en sú árásartilraun
mistókst einnig.
- gb
Al-kaída samtökin í Jemen féllu fyrir bragði sádi-arabískra og bandarískra leyniþjónustumanna:
Sprengjumaður var í reynd útsendari
ÖRYGGISGÆSLA Starfsmaður öryggis-
gæslunnar á alþjóðaflugvelli í Portland í
Bandaríkjunum grandskoðar skilríki.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
MENNTUN Foreldrar á leik-
skólanum Funaborg í Grafarvogi
segjast búnir að fá sig fullsadda
af „aðgerðaleysi, áhugaleysi og
samskiptaleysi stjórnenda leik-
skólans, leikskólasviðs Reykja-
víkurborgar og formanns
mennta ráðs,“ vegna sameininga
þriggja leikskóla í hverfinu.
Þetta kemur fram í bréfi
sem foreldrafélag Funaborgar
sendi borgarfulltrúum og emb-
ættismönnum hjá borginni í
apríl. Foreldrafélagið boðaði til
fundar með borgarfulltrúum,
stjórnendum leikskólans, leik-
skólasviði og öðrum í lok apríl. Í
bréfinu kemur fram að fundurinn
hafi verið boðaður með stuðningi
og eftir áskorun meirihluta for-
eldra barna við leikskólann. Hætt
var við fundinn að lokum vegna
dræmra undirtekta leikskólasviðs
og borgar fulltrúa, en Kjartan
Magnús son var eini borgarfull-
trúinn sem staðfesti komu sína.
Hann situr í skóla- og frístunda-
ráði, sem áður hét menntaráð.
Leikskólarnir Foldaborg,
Folda kot og Funaborg voru sam-
einaðir í fyrra. Sameinaður leik-
skóli heitir nú Sunnufold. Í bréfi
foreldranna kemur fram að rót
óánægju þeirra sé uppsögn leik-
skólastjórans og aðstoðarleik-
skólastjórans í kjölfar samein-
ingarinnar. Nokkrum mánuðum
seinna hafi matráður leik skólans
svo hætt störfum. Það sem fyllt
hafi mælinn hjá foreldrunum
hafi að lokum verið að deildar-
stjóri á leikskólanum og leik-
skólaliði hafi sagt upp störfum,
en foreldrum var tilkynnt um
það í apríl. „Í kjölfar þessa er
ljóst að fagmenntuðu starfs-
fólki hefur fækkað verulega og
í lok uppsagnarfrests þeirra er
einn fagmenntaður starfsmaður
starfandi á leikskólanum,“ að því
er segir í bréfinu. „Staðreyndir
málsins liggja fyrir en þær eru
að Funaborg hefur farið úr 52
full nýttum leikskólaplássum í 32
pláss. Leikskólinn fór úr þriggja
deilda leikskóla í tveggja og fag-
lærðu starfsfólki hefur fækkað
úr fimm í einn.“
Foreldrarnir segja lítið sem
ekkert samráð hafa verið haft við
foreldra eða fulltrúa þeirra. „Veru-
legrar óánægju hefur gætt meðal
starfsfólks sem sannarlega hefur
skilað sér í óöryggi barnanna og
óvissu foreldra sem er nú óbæri-
leg [...] Sú tilraun sem gerð var á
börnum okkar með sameiningunni
hefur mistekist og skorað er á þá
sem hlut eiga að máli að viður-
kenna mistök sín og hefja nú þegar
uppbyggingu leikskólans.“
thorunn@frettabladid.is
Sameiningar fækka
fagfólki á leikskólum
Foreldrar barna á leikskólanum Funaborg sendu harðort bréf til borgarfulltrúa
og embættismanna vegna sameiningar þriggja leikskóla. Segjast fullsaddir á að-
gerðaleysi, áhugaleysi og samskiptaleysi stjórnenda leikskólans og borgarinnar.
MÓTMÆLI Leikskólakennarar og foreldrar mótmæltu þegar sameiningaráform í leikskólum voru kynnt í borgarstjórn í febrúar á
síðasta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Finnst þér húsmæðraorlof eiga
rétt á sér?
JÁ 53,0%
NEI 47,0%
SPURNING DAGSINS Í DAG
Eru ný kaupaukakerfi starfs-
manna bankanna tímabær?
Segði þína skoðun á visir.is
BANDARÍKIN Barack Obama Banda-
ríkjaforseti styður hjónabönd
samkynhneigðra. Hann greindi
frá þessu í viðtali við ABC frétta-
stofuna í gær, og varð þar með
fyrsti forseti Bandaríkjanna til
þess að styðja ein hjúskaparlög.
„Það er mikilvægt fyrir mig að
staðfesta að mér finnst að samkyn-
hneigð pör ættu að geta gift sig,“
sagði Obama. Hann benti á að
stjórn hans hafi lofað að auka rétt-
indi samkynhneigðra, og sagðist
styðja jafnrétti fyrir samkyn-
hneigða og transfólk. Hann hafi
hikað við að styðja samkynhneigð
hjónabönd vegna þess að hann hafi
talið að staðfest samvist nægði.
Samkynhneigðir starfsmenn hans,
sem upplifðu hindranir í lífi sínu
sökum þess að geta ekki gift sig,
fengu hann hins vegar til að skipta
um skoðun.
Könnun sem Gallup gerði og var
birt á þriðjudag gefur til kynna að
50 prósent Bandaríkjamanna séu
hlynnt því að hjónabönd samkyn-
hneigðra verði lögleidd. 48 prósent
þeirra sögðust vera því mótfallin.
Í 31 ríki í landinu hafa verið sett
lög sem banna hjónabönd samkyn-
hneigðra. - þeb
Fyrsti Bandaríkjaforsetinn til að styðja hjónabönd samkynhneigðra:
Obama styður ein hjúskaparlög
OBAMA Bandaríkjaforseti var í viðtali hjá
ABC í gær þar sem hann tók af vafa um
afstöðu sína gagnvart hjónabandi sam-
kynhneigðra. NORDICPHOTOS/AFP
KJÖRKASSINN