Fréttablaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 30
30 10. maí 2012 FIMMTUDAGUR Ung stúlka tilkynnir nauðgun í miðborg Reykjavíkur. Í umræðum um málið á netinu lætur ungur maður hafa eftir sér eitt- hvað á þá leið að hann viti svo sem ekkert um aðstæður en ef stúlkan hafi komið sér í þær aðstæður að henni var nauðgað væri lítið hægt að vorkenna henni. Þessi ummæli voru við mynd í umdeildu mynda- albúmi fyrir nokkrum vikum. Myndaalbúm þetta bar yfir- skriftina Karlar sem hata konur og var mikið í umræðunni. Í þeirri umræðu var lítið rætt um þau ummæli sem þar birtust heldur meira um þann einstakling sem safnaði þeim saman. Í hinum ýmsu athugasemdakerfum var þeirri ágætu konu sem setti albúmið saman fundið allt til foráttu en það var eins og enginn setti spurninga- merki við þau ummæli sem birst höfðu í þessu albúmi. Enginn setti spurningarmerki við að ábyrgð væri sett á herðar brotaþola í nauðgunarmáli. Þetta var henni að kenna hvort sem er, hún kom sér í þessar aðstæður sjálf. Síðasta sumar skrifaði ég BA-rit- gerð mína í félagsfræði þar sem ég fjallaði um nauðganir og viðhorf til þeirra. Meðal annars skoðaði ég umræðu sem farið hafði fram á opinberum vettvangi um nauðganir og hvaða skilaboð sú umræða sendi út í samfélagið. Sú umræða er nokkuð sérstök, einkum ef um- ræðan er sett í samhengi við önnur afbrot. Menn sem koma að nauðg- unarmálum á æðstu stöðum í rétt- arkerfinu vilja meina að það skipti máli hversu drukkinn brotaþoli er og að fólk eigi kannski að líta oftar í eigin barm. Flestar nauðg- unarkærur eru hvort eð er þannig til komnar að konur sjái eftir öllu saman daginn eftir. Konur eiga ekki að klæða sig eins og druslur til að verða ekki fyrir nauðgun, ekki vera of fullar og hvað í ósköpunum var hún að spá með að fara heim með einhverjum manni sem hún þekkti ekki neitt. Hún getur bara sjálfri sér um kennt. Í fjölmiðlum er talað um „ meintar” nauðganir á sumum mannamótum en því haldið fram fullum fetum að líkamsárásir hafi átt sér stað á öðrum. Fréttir sem þessar hafa jafnvel birst á vef- miðlum. Samtök sem vinna með þolendum í þessum málum gera ekkert annað en að ýta undir nauðganir á útihátíðum og þeir sem standa að slíkum hátíðum eru sagðir fégráðugir í meira lagi og stuðla að því að nauðganir eigi sér stað á þessum mannamótum. Mér og minni réttlætiskennd er misboðið með slíkri umræðu. Nauðgun er sérstakur glæpur og viðhorfin eru eiginlega ennþá sér- stakari. Sá sem ákveður að nauðga er ekki ábyrgur heldur er reynt að finna eitthvað, bara eitthvað til þess að skella skuldinni á brota- þola. Sem verður hálffáránlegt ef reynt er að heimfæra þessi við- horf yfir á aðrar tegundir afbrota. Ungur maður verður fyrir líkams- árás í Austurstræti seint á laugar- dagsnóttu. Hann var einn á ferli og klæddur í Hugo Boss jakkaföt. Eða Armani. Eða í þrjátíu þúsund króna Dísel-gallabuxur. Hlýtur þá ekki að gefa auga leið að sá sem fer á djammið í 30 þúsund króna galla- buxum er bara að biðja um að vera laminn? Auk þess var hann sauð- drukkinn og hellti bjór yfir árásar- manninn. Hann átti það skilið. Nei. Það á það enginn skilið að vera laminn. Og það kallar engin kona yfir sig nauðgun. Þó hún sé í flegnum bol og stuttu pilsi eða hafi verið of drukkin eða hún hafi daðrað við manninn sem nauðgaði henni seinna um nóttina. Ef kona fer eftir öllum þessum varnaðar- orðum samfélagsins sem tíunduð voru hér að framan en verður samt fyrir nauðgun þá vaknar hún daginn eftir á bömmer. Ég gerði allt rétt en samt var ráðist á mig? Hvernig má það vera? Samfélagið sendir ákveðin skila- boð til fólks, þó aðallega til kvenna, um það hvernig það getur minnkað hættuna á því að verða fyrir nauðg- un. Ef viðkomandi hagar sér eins og samfélagið vill mun allt fara vel og það kemst í gegnum djammið án vandræða. Þeir sem hegða sér ekki eins og samfélagið vill geta sjálfum sér um kennt – þeir eru sekir. En sekir um hvað? Að hafa farið út að skemmta sér í stuttu pilsi og fengið sér í glas? Er það allt í einu orðið meiri glæpur en nauðgunin sem var framin? Það myndi engum detta í hug að koma með þessi rök ef um væri að ræða líkamsárásar- mál. Eða þjófnaðarmál. Eða ... Eins og ég sagði áðan er nauðgun sérstakur glæpur þar sem ráðist er gegn því helgasta sem hver mann- eskja á, sjálfu kynfrelsinu. En á einhvern hátt er skilaboðunum alltaf beint að þeim sem hugsan- lega gætu orðið fyrir broti. Ekki gera þetta og ekki gera hitt svo þér verði ekki nauðgað. Með réttu ætti samfélagið að senda þessi skila- boð til hugsanlegra gerenda og þau ættu að vera mjög einföld, það er að segja EKKI NAUÐGA! Því nauðgun er glæpur. Undir öllum kringumstæðum. Nauðgun er jafn- mikill glæpur burtséð frá því hvort viðkomandi hafi daðrað nokkrum klukkustundum fyrir atburðinn eða verið í stuttu pilsi. Ef samfélagið lítur svo á að það sé konunni í stutta pilsinu að kenna að henni var nauðgað þá hlýtur sá sem fer út að skemmta sér í Armani jakkafötum að bera ábyrgð á því að hann var laminn. Eða þá að samfé- lagið fari að líta á líkamsárásir og nauðganir með sama hætti. Því hér er um að ræða tvenns konar afbrot sem eru alfarið á ábyrgð þess sem ákveður að fremja þau. Hegðun þess sem verður fyrir brotinu á ekki að skipta mestu máli. Samfélagið þarf að senda önnur skilaboð þegar kemur að nauðgunum. Skilaboðin verða að vera á þá leið að tekið verði á nauðg- unum með sama hætti og tekið er á öðrum afbrotum. Þolendur í kyn- ferðisafbrotamálum ættu að njóta sömu virðingar og aðrir brotaþolar í stað þess að sitja uppi með þungan kross skammar og sektarkenndar. Það er annarra að bera þann kross. Þungur kross brotaþola Menn eru misjafnir og sam-skipti þeirra með ýmsu móti. Sem betur fer er meiri- hlutinn gott fólk eða að minnsta kosti sæmilegt sem lætur fremur gott en illt af sér leiða, hugsar vel um fjölskyldu sína og heldur frið við nágrannana. Sem sagt venjulegt fólk. Það er gott að fæðast inn í slíka fjölskyldu en mót sögnin er sú að venjulegt fólk er oft berskjaldað fyrir mann- vonskunni sem sumir menn hafa til að bera. Það hefur ekki hugarflug til að ímynda sér þá siðblindu sem stundum leynist undir yfirborðinu í næsta húsi. Jafnvel í eigin húsi. Það á við um þau úrhrök sem fremja nauðganir og sifjaspell. Slíkir menn eru réttnefnd meindýr í mannlegu samfélagi. Þetta eru yfirleitt sjálfhverfir menn. Öll þeirra veröld snýst um þá sjálfa og þeirra langanir. Smeðjulegur sjarmi einkennir ósjaldan framkomu þeirra og mörgum sem kynnast þeim laus- lega þykir mikið til þeirra koma. Þeir ráðskast með fjölskyldu sína enda líta þeir á hana sem sína eign. Veiti einhver þeim viðnám er honum útskúfað og oft er þeim orðrómi komið á kreik að viðkom- andi eigi við geðræn vandamál að stríða. Það eru slíkir menn sem fremja kynferðisglæpi innan fjöl- skyldunnar. Menn sem níðast á dætrum sínum, stjúpdætrum, frænkum og skjólstæðingum af hvaða tagi sem er. Þetta eru líka bræður, frændur, afar og allir hinir. Þeim er ekkert heilagt. Hvað gerir barnung stúlka þegar faðir hennar kemur og lýsir yfir ást sinni á henni en segir jafnframt að hann verði að fá að tjá henni þessa ást með því að hafa samfarir við hana? Hún á ekki nokkurn möguleika á að stöðva hann því hann hefur föður- valdið og drottnar yfir henni. Næstu árin má hún eiga von á því að faðirinn noti hvert tækifæri til að hafa samfarir við hana. Svo réttir hann henni gjafir og jafn- vel peninga. Skömmin og sektar- kenndin margfaldast og koma í veg fyrir að hún segi frá. Þar með er hún orðin kynlífsþræll föður síns og losnar ekki úr því hlut- verki fyrr en löngu síðar. En þá er búið að rústa lífi stúlkunnar með alvarlegum afleiðingum. Hún fær að gjalda fyrir athafnir níðingsins dýru verði. Þetta eru ljótustu svik sem hægt er að fremja. Hvernig getur nokkur maður gert slíkt gagn- vart eigin barni? Litlu stúlkunni sem hann hélt í fangi sínu þegar hún var nýfædd og hafði fylgst með vaxa upp til unglingsára. Dótturinni sem hann átti að vernda og leiðbeina á vegferð lífsins. Sem hann átti að hjálpa til menntunar og þroska. Þess í stað eyðileggur hann möguleika hennar á þessum sviðum, brýtur niður andlegt og líkamlegt heil- brigði hennar og eitrar líf hennar ævilangt. Fyrr eða síðar komast þessi mál upp, oftast þó löngu síðar. Stundum líða áratugir þar til fórnarlambið segir sögu sína. Þá sundrast fjölskyldan oft því sumir meðlimir hennar geta horfst í augu við ófagran sann- leikann en aðrir velja að afneita glæpnum og vilja þagga hann niður. Ýmist vegna þess að þeir vilja ekki trúa þessu upp á við- komandi eða bara vegna þess að það er þægilegast. Það þarf líka að vernda ímyndaðan orð- stír fjölskyldunnar sem reyndar er glataður þegar þarna er komið sögu. Maður sem ákveður að hafa samfarir við dóttur sína, hann ákveður samtímis að eyðileggja fjölskyldu sína. Hún verður aldrei heil á eftir. En hin mannlegu meindýr eru hvarvetna. Jafnvel þar sem við eigum síst von á þeim. Við þurfum að útrýma þessum mein- dýrum, fyrst og fremst með því að vera vel á verði því sofanda- háttur okkar allra í þessum málum hefur viðhaldið miklum sársauka þolendanna. Þessi mein- dýr eiga bókstaflega talað engan tilverurétt í mannlegu samfélagi. Mannleg meindýr Samfélagsmál Jón M. Ívarsson sagnfræðingur Samfélagsmál Ágústa Arna Sigurdórsdóttir félagsfræðingur Samfélagið þarf að senda önnur skilaboð þegar kemur að nauðgunum. Skilaboðin verða að vera á þá leið að tekið verði á nauðgunum með sama hætti og tekið er á öðrum afbrotum. Lyktarmengun kallar á tafarlausar aðgerðir Nýverið var haldinn íbúa-fundur í Mosfellsbæ um lyktarmengun frá urðunarstað höfuðborgarsvæðisins í Álfsnesi. Niðurstaða fundarins var einhlít. Við óbreytt ástand verður ekki unað og aðgerða þörf án tafar. Byggðasamlag sveitarfélaga um sorpeyðingu á höfuð borgar- svæðinu, Sorpa, hefur urðað úrgang í Álfsnesi frá árinu 1991. Lengi vel var þessi afurð of- gnóttar meðhöndluð sem feimnis- mál á Íslandi og sorpi fundinn afvikinn staður þar sem það var ýmist brennt eða urðað án úrvinnslu eða mengunarvarna. Ein helsta vísbending sam fé- lagsins um tilurð þessara staða var fuglager í fjarska og megn óþefur sem fyllti vitin í ákveðnum vindáttum. Allir vissu að á rusla- haugunum iðaði allt af lífi. Úrgangsmál fengu þó ekki heimili í íslenskri stjórnsýslu fyrr en um og eftir 1990. Þær breytingar sem mestu máli skipta voru nýtt umhverfisráðu- neyti, stofnun Sorpu bs. og nýjar reglur um mengunarvarnir og spilliefni. Skilyrði í starfsleyfi ekki uppfyllt Í upphafi voru markmiðin háleit og óumdeilt að Sorpa hefur lyft Grettistaki í meðhöndlun á úrgangi á Íslandi á þeim tveimur áratugum sem hún hefur starfað. En metnaðarfullar áætlanir eiga það til að ganga ekki eftir. Þegar sú tillaga að koma upp urðunar- stað í Álfsnesi var kynnt sveitar- félögunum átti aðbúnaður að vera þannig að engin óþægindi hlytust af starfseminni. Fyrirheitin end- urspeglast í starfsleyfi SORPU en þar segir að fara skuli „ þannig með allan úrgang til endur- vinnslu, flutnings, förgunar eða annarrar meðferðar að tryggt sé að hann valdi hvergi ónæði eða óþrifnaði.“ Ljóst er að byggðasam laginu hefur ekki tekist að uppfylla þetta skilyrði. Á sólríkum sumar- degi hafa mest verið taldir átján þúsund fuglar á sveimi yfir urðunar staðnum. Í ofanálag á lyktin það til að vera svo megn að íbúar treysta sér ekki út úr húsi. Flokkaður úrgangur – verðmætt hráefni En hvað er til ráða? Í nýlegum vegvísi Evrópusambandsins að skilvirkri nýtingu auðlinda er áhersla lögð á viðhorfsbreytingu. Aðildarríkjunum er uppálagt að meðhöndla úrgang sem verð- mæti og hætta urðun. Sex ESB- ríki eru svo langt komin í þessu ferli að hlutfall urðunar er undir 3% af heildarmagni úrgangs. Til samanburðar urða Íslendingar á bilinu 50-72%. Fyrirmyndarríkin eiga það sameiginlegt að flokkaður úr- gangur er sóttur heim til íbúa. Á Íslandi heyrir það fyrir- komulag til undantekninga og af ein hverjum óskiljanlegum ástæðum hafa sveitarfélögin á höfuðborgar svæðinu ekki getað komið sér saman um að taka upp sams konar verklag þrátt fyrir fyrirætlanir þar um. Lyktarmengun frá Álfsnesi má rekja til lífræns úrgangs í seyruholu og bagga sem í er óflokkað sorp. Ef blandaður úrgangur væri flokkaður og meðhöndlaður sem verðmæti væri það vandamál að minnsta kosti úr sögunni. Um seyru- holuna er það að segja að hún á örugglega ekki heima í grennd við byggð þar sem ekki er útlit fyrir að hægt sé að koma alfarið í veg fyrir lyktina. Starfsleyfi SORPU í Álfsnesi rennur út um næstu áramót. Það er sameiginlegt verkefni eigenda byggðasamlagsins að gera nýjan samning og Umhverfis stofnunar að veita leyfið. Í ljósi þeirra óþæginda sem óþefur frá Álfs- nesi veldur íbúum í nærliggjandi byggðum er ákvarðanafælni ekki í boði. Nú er aðgerða þörf. Urðun sorps Sigrún Pálsdóttir situr í umhverfisnefnd Mosfellsbæjar fyrir Samfylkinguna Í ljósi þeirra óþæginda sem óþefur frá Álfsnesi veldur íbúum í nærliggjandi byggðum er ákvarðanafælni ekki í boði. Nú er aðgerða þörf. ÁLFASALAN 2012
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.