Fréttablaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 10.05.2012, Blaðsíða 52
10. maí 2012 FIMMTUDAGUR40 tonlist@frettabladid.is TÓNNINN GEFINN Trausti Júlíusson Þátttakendur í Lagalistanum: Bylgjan, FM957, Xið 977, Rás 2, Kaninn, tonlist.is. Verslanir í Tónlistanum: Skífan, Hagkaup, Penninn/Eymunds- son, 12 tónar, Harpa, Smekkleysa plötubúð, Elkó, tonlist.is Listarnir eru teknir saman fyrir Félag hljómplötuframleiðenda. Listarnir eru birtir í heild sinni á Vísir.is. Stendur í stað síðan í síðustu viku Fellur um sæti síðan í síðustu viku Hækkar á lista síðan í síðustu viku Nýtt á lista Skýringar: TÓNLISTINN Vikuna 3. maí - 9. maí 2012 LAGALISTINN Vikuna 3. maí - 9. maí 2012 Sæti Flytjandi Lag 1 Magni ..................................................................... Hugarró 2 KK ................................................................................ Frelsið 3 Bubbi / Mugison ....................................................Þorpið 4 Fun / Janelle Monae .............................. We Are Young 5 The Black Keys ............................. Gold On The Ceiling 6 Ojba Rasta .......................................................Baldursbrá 7 Train ........................................................................Drive By 8 Tilbury ................................................................Tenderloin 9 Keane ...........................................Silenced By The Night 10 Carly Rae Jepsen ...................................Call Me Maybe Sæti Flytjandi Plata 1 Of Monsters And Men ...........My Head Is An Animal 2 Bubbi Morthens......................................................Þorpið 3 Sigurður Guðm. og Sigríður Thorla. ....... Ásamt Sinfó 4 Adele .................................................................................. 21 5 Mugison ....................................................................Haglél 6 Saints Of Boogie Street ..... Leonard Cohen Covered 7 Ýmsir ...................... Söngvakeppni Sjónvarpsins 2012 8 Gus Gus ......................................................Arabian Horse 9 Rökkurró ..................................................... Í annan heim 10 Legend ..................................................................Fearless Einn af gestum Listahátíðar í Reykjavík er Yann Tiersen, sem spilar í Norðurljósasal Hörpu 31. maí. Hann er fæddur og uppalinn á Bret- aníuskaganum í Frakklandi, en er af flæmskum og norskum ættum. Tiersen, sem er rúmlega fertugur, er klassískt menntaður og lærði bæði á píanó og fiðlu frá unga aldri. Hann varð hins vegar fyrir mikl- um áhrifum frá pönki og nýbylgjutónlist á unglings- árunum. Þegar Tiersen hóf að búa til tónlist sjálfur þá var hún bæði lituð af tón- listarnáminu og pönkinu. Hann keypti sér mixer og tók allt upp sjálfur, fiðlur, harmóníku, rafmagnsgítar og hljóðgervla. Hann gerði fyrst tónlist fyrir leikhús, en fór svo út í popptónlist, ásamt því að gera áfram tónlist fyrir leikhús og kvikmyndir. Fyrsta plata Yanns Tier- sen, La Valse des mon- stres, kom út 1995. Hann var búinn að senda frá sér fjórar plötur og orðinn vel þekktur í Frakklandi þegar kvikmyndin Amélie kom út árið 2001. Í henni var eitt- hvað nýtt efni eftir Tier- sen, en líka mörg af hans eldri lögum. Myndin sló í gegn og það gerði líka tón- listin og Yann Tiersen varð þekkt nafn út um allan heim. Nýjasta platan Tiersens, Skyline, kom út í fyrra og á tónleikunum á Listahátíð verða aðallega flutt lög af henni. Skyline er mjög áhrifaríkt og flott verk þó hún sé ólík flestum fyrri verka Tier- sens. Það hefur alltaf verið erfitt að staðsetja Yann Tiersen tónlistar- lega. Hann fetar sína eigin slóð einhvers staðar á mörkum rokks, þjóð- laga og kvikmyndatónlistar. Að lokum skal þess getið að auk eigin hljómsveitar spila Edda, Hildur og María úr Amiinu með Tiersen í Hörpu. Fetar sína eigin slóð Á LISTAHÁTÍÐ Yann Tiersen spilar ásamt hljóm- sveitinni sinni og þremur Amiinu-stelpum á Listahátíð. > PLATA VIKUNNAR Legend - Fearless ★★★★★ „Nýjasta hljómsveitin hans Krumma með frábæra plötu.“ - TJ > Í SPILARANUM Actress - R.I.P. Gossip - A Joyful Noise Rufus Wainwright - Out of the Game Beach House - Bloom Tom Gabel, forsprakki bandarísku rokk- sveitarinnar Against Me!, ætlar að leiðrétt kyn sitt og hefja nýtt líf sem kona. Gabel ætlar að breyta nafni sínu í Laura Jane Grace og gangast undir hormóna meðferð og frekari aðgerðir. Í viðtali við tímaritið Rolling Stone segist Gabel hafa „glímt í einrúmi við hugsanir tengd- ar kynleiðréttingu í mörg ár“. Í laginu The Ocean með Against Me! syngur Gabel um tilfinning- ar sínar tengdar þessu: „Ef ég hefði getað valið hefði ég fæðst sem kona. Mamma sagði mér einu sinni að þá hefði hún skírt mig Laura og ég yrði sterk og falleg eins og hún þegar ég yrði stór.“ Í viðtalinu við Rolling Stone segir Gabel: „Ég á eftir að lenda í vand- ræðalegum augnablikum og það verður ekki skemmtilegt. En þess vegna er ég að tala um þetta. Ég vil að fólk skilji þetta betur og vona að það verði sæmilega vingjarnlegt við mig.“ Sjötta hljóðversplata Against Me! kallast Transgender Dysp- horia Blues og er væntanleg síðar á árinu. Rokkari leiðréttir kyn LEIÐRÉTTIR KYN Tom Gabel ætlar að hefja nýtt líf sem kona. Hljómsveitin Beach House er mætt með sína fjórðu plötu, Bloom. Hún telst vera rökrétt framhald af hinni vel heppnuðu Teen Dream. Fjórða plata bandaríska draum- popps dúettsins Beach House kemur út eftir helgi. Íslenskir tón- listarunnendur sem sáu hljóm- sveitina spila í Listasafni Reykja- víkur á Airwaves-hátíðinni í fyrra munu vafalítið gefa plötunni gaum, enda tókust tónleikarnir einkar vel. Þar sveif seiðandi rödd söng- konunnar Victoriu Legrand yfir vötnum í bland við draumkennda og afslappandi tóna Alex Scally. Beach House var stofnuð árið 2005. Scally spilar á gítar og hljómborð og Legrand syngur og spilar á orgel. Hann er frá Balti- more en hún er fædd í Frakklandi. „Við hittumst í Baltimore. Ég er þaðan en Victoria flutti þangað, eiginlega til að spila tónlist. Eitt leiddi af öðru. Ætli örlögin hafi ekki verið að verki,“ sagði Scally í viðtali við Fréttablaðið í fyrra. Nýi gripurinn nefnist Bloom og telst hún vera rökrétt framhald af Teen Dream sem kom út fyrir tveimur árum við frábærar undir- tektir gagnrýnenda. Hún lenti ofarlega á mörgum árslistum og eru væntingarnar því miklar í þetta sinn. Fjórar stjörnur í tíma- ritinu Q gefa til kynna að hljóm- sveitin er enn í góðum gír. Bloom, sem kemur út á vegum Sub Pop, var tekin upp í bænum Tornillo í Texas seint á síðasta ári en hljómjöfnuð í New York-borg. Legrand og Scally önnuðust upp- tökustjórn ásamt Chris Coady, sem vann einnig með þeim að Teen Dream. Hann þykir einkar lunkinn eins og ferilskrá hans ber vott um því hann hefur starfað með Yeah Yeah Yeahs, TV on the Radio og nú síðast rokkurunum hressilegu í Smith Westerns. Lögin á Bloom, þar á meðal fyrsta smáskífulagið Myth, voru mestmegnis samin þegar hljóm- sveitin var á tveggja ára tónleika- ferð um heiminn en þegar heim var komið til Baltimore voru þau fínpússuð fyrir upptökur. „Þessar lagasmíðar eru bara eðlilegt fram- hald fyrir okkur. Við förum í tón- leikaferðir og semjum síðan lög. Það er bara það sem við gerum,“ sagði Scally, spurður út í væntan- lega plötu. Beach House er í tónleikaferð um Bandaríkin um þessar mundir en ferðast svo með draum poppið sitt til Evrópu áður en förinni verður aftur heitið vestur um haf í byrjun júlí. freyr@frettabladid.is Væntingarnar eru miklar BEACH HOUSE Hljómsveitin Beach House gefur út sína fjórðu plötu eftir helgi. Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is – Afslátt eða gott verð? Wisa innbyggðir WC kassar Kletthálsi Reykjavík Reykjanesbæ Akureyri Húsavík Vestmannaeyjum 10 ár á Íslandi – veldu gæði XS kassi 22.900 Argos Hnappur hvítur 2.990 XT kassi WC front 83cm 25.900 Ýmsar gerðir fáanlegar af hnöppum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.